Morgunblaðið - 16.11.1962, Page 12

Morgunblaðið - 16.11.1962, Page 12
12 MORCVISBLAÐIÐ Föstudagur 16. nóv. 1962 JlbKgjttitMðfrife Ctgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesseri. Eyjólfur Konráð Jónsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðars''"' Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aigreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 2248C Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. FORSETI A.S.Í. BOÐAR LÖGBROT jllikið viðtal við Hannibal Valdemarsson, forseta A1 þýðusambands Islands, birtist í gær í kommúnistamálgagn- inu. Þar er að finna dylgjur í garð Félagsdóms og árásir á einstaka dómendur. En lát- um það iiggja á milli hluta. Hitt er athyglisverðara, að forseti ASÍ leyfir sér að boða það, að hann muni beita sér fyrir því, að á Alþýðusam- bandsþingi verði framin frek- legustu lögbrot. Forseti ASl segir, að það sé sín skoðun, að fulltrúar á Alþýðusambandsþingi eigi að greiða atkvæði um það, hvað séu íslenzk lög og taka á ein- dæmi sitt ákvörðun um það, hvort hlíta skuli endanlegum úrskurði íslenzkra dómstóla eða ekki. Hann segir, að þetta eigi að gera „þrátt fyrir dóm- inn“. Það er sem sagt ekkert skafið utan af því, að Hanni- bal Valdemarsson varði ekk- ert um íslenzk lög og rétt. Maður þessi, sem svo hraustlega tekur upp í sig, hefur stundum verið að sannfæra menn um, að hann væri ekki kommúnisti, held- ur einungis bandamaður kommúnista, vegna þess að þeir væru svo einlægir bar- áttumenn fyrir hagsmuni al- þýðu! Nú gengur hann hins vegar fram fyrir skjöldu og lætur kommúnista nota nafn sitt og stöðu í þeirri baráttu, sem þeim finnst allra geð- felldust, þ.e.a.s. að brjóta lög- in og reyna á þann hátt að grafa undan réttarskipulagi, því að þá sé gatan greiðari til upplausnar og kommúnisma. Það er svo mál út af fyrir sig, að maður sá, sem opin- berlega boðar lögbrot og bolabrögð, skuli eiga sæti á Alþingi íslendinga, því að ekki ætti að vera til of mikils mælzt, að þeir menn, sem vinna að löggjafarstörfum, bæru einhvem snefil af virð- ingu fyrir íslenzkum lögum. Félagsdómui hefur dæmt á þann veg, sem íslenzk lög bjóða, og breytir þar engu um, þótt tveir dómendur hafi látið fara frá sér sératkvæði, enda munu þeir löglærðir menn teljandi á fingrum ann- arrar handar, sem hallast að skýringum þeirra. En þótt Hannibal Valdemarsson eigi sæti á Alþingi íslendinga, hefur hann enga tilraun gert til þess að fá lagagrundvellin um breytt, þannig að sam- rýmist skoðunum hans. Eri það er sú eina leið, sem hon- um er heimilt að fara, ef hann vill virða reglur réttarríkis. SJÁLFSTRAUST VANTAR EKKI En Hannibal Valdemarsson vantar ekki sjálfstraustið fremur en fyrri daginn. Hann lætur sig hafa það að leggja út í lögfræðilegar útlistanir og tekur sér í munn hugtök, sem hann veit varla hvað þýða. Niðurstaða þeirra bolla- legginga er auðvitað í sam- ræmi við lögfræðilega þekk- ingu höfundarins. En þegar forseti ASl boðar nú lögbrot, þá rif jast það upp, að þetta er ekki í fyrsta skipti, sem hann skorar á fé- lagsmenn í launþegasamtök- unum að fara þá óheilla- braut. í vor hélt hann mikla ræðu, þar sem hann hvatti launþegasamtök til að aug- lýsa „kauptaxta" og snið- ganga þannig lögin um stétta- félög og vinnudeilur, sem réttindabarátta verkalýðsins hefur byggzt á, og reyna þannig að eyðileggja þá lög- gjöf. Verkamenn og aðrir laun- þegar höfðu vit fyrir mann- inum, að undanskildu Tré- smiðafélagi Reykjavíkur, sem bakaði félagsmönnum sínum stórtjón með þvi að fara braut þá, sem Hannibal Valdemarsson hafði mælt með. Ráð hans hafa líka yfirleitt verið þeim til óheilla, sem að þeim hafa farið. Alþýðu- flokkurinn hafði dýrkeypta reynslu af þessu, kommún- istar hafa hana núna og al- þýðusamtökin í heild munu hafa hana, ef þau verða svo ógæfusöm að fylgja ráðum Hannibals, eins og Trésmiða- félag Reykjavíkur gerði á sín- um tíma. SEMENTSSALA EYKST ins og getið var um hér í blaðinu í gær mun sem- entssalan hér innanlands til byggingaframkvæmda auk- ast um fjórðung frá því í fyrra. Aukning bygginga- framkvæmda er í samræmi við þá þróun, sem fylgja átti í kjölfar viðreisnarinnar, en hún er í fullu ósamræmi við móðurharðindaboðskap stjórn arandstæðinga. Á tímum vinstri stjómar- innar dró stöðugt úr bygg- ingaframkvæmdum, eins og UTAN UR HEIMI CHt»*v PKKftt mmm ** _♦ *, mtpizm mmmé 2 >UU M£lAUU»<, ANOSOV MIS5HÍ €«CTO« tidi ixAitm mvKÍoéömK Eldflaugar Á myndinni hér að ofan sjást þrjú rússnesk skip, Divno- gorsk, Metallurg Anosov og Bratsk í Mariel-höfn á Kúbu. Myndin sýnir, að á hafnar- bakkanum er eldflaugaskot- pallur (mijile essector), 17 vagnar til flutninga á eld- flauga eldsneyti (fuel trailers og oxidizer trailers) og aðrir flutningavagnar (cherry pick- frá Kúba ers), sem er verið að búa und- ir útskipun. Á myndinni til hliðar sést rússneska flutningaskipið Fizik Kurchatov á leið frá Kúbu. Á þilfari skipsins eru sex eldflaugar undir yfir- breiðslum, tvær fyrir framan stýrishúsið og fjórar fyrir aftan. Skipið lagði af stað frá Kúbu 7. þ. m. og var myndin tekin sama daginn. INiorrænt hús í Reykjavík EINS og skýrt var frá í gær, samþykkti ársþing Norrænu menningarmálastofnunarinnar, sem haldið var í Kaupmanna- höfn, að koma á fót Norrænnl stofnun, eða Norrænu húsi í Reykjavík. Fundi stofnunarinnar lauk í gær, og í fréttaskeyti frá NTB um málið segir m.a.: Norræna menningarmálastofn- unin samþykkti að skora á ríkis- stjórnir Norðurlandanna að koma upp Norrænni stofnun í Reykjavík til að efla menningar- tengzli íslands við Norðurlönd- in. Norræna húsið í Reykjavík er hugsað sem sjálfstæð stofnun, sem á að vera nokkurs konar miðstöð fyrir menningarskipti landanna. Á stofnunin að annast m.a. skipti á kennurum, bókúm kunnugt er, og þegar sú ó- heillastjórn hrökklaðist frá, voru allir lánasjóðir tómir og gífurleg skuldasöfnun hafði átt sér stað eriendis. Af því hlaut að leiða að bygginga- framkvæmdir minnkuðu enn. Nú þegar hefur hins vegar orðið sá árangur af viðreisn- inni, sem þeir bjartsýnustu þorðu að vona, einnig á sviði byggingaframkvæmda. Þær aukast jafnt og þétt og þó er sú aukning, sem þegar er orð- in, aðeins lítið brot af því, sem verða mun á næstu ár- um, þegar viðreisnin treyst- ist og fjármagn eykst. og ritum og gagnkvæmum upp- lýsingum um menningar og fé- 'agslíf og fjármál landanna Lagt er til að smíðað verði hús fyrir stofnunina, og verði það með 850 fermetra gólffleti. Æski- legt er að húsið standi nálægt Háskóla íslands, og í því á að vera fundarsalur, norrænt bóka- safn, skrifstofur, gestaherbergi og íbúð fyrir forstöðumanninn. Byggingarkostnaður er áætl- aður 1,75 millj. norskar krónur (um 11 millj. ísl. kr.). Er til þess ætlazt að Norðurlöndin taki fjárveitingar til Norræna hússins inn á fjárlög 1963—64, og skiptist fjárveitingin niður á fleiri ár. Reksturskostnaður reiknast 200 þúsund norskar krónur á ári frá 1965. Eftir er að ákveða hvernig útgjöldin skiptast milli landanna. Löggilding bif- reiðaverkstæða RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um löggildingu bifreiðaverk- stæða, en hliðstætt frumvarp var lagt fram haustið 1960, en var þá eigi útrætt. Frumvarp þetta er í megin- atriðum svipað hinu eldra frum- varpi, en þó nokkrar efnisbreyt- ingar. Hér er t. d. lagt til, að heimild til að krefjast löggild- ingar sé bundin við kaupstaði og kauptún, en í eldra frumvarpinu var heimildin miklum mun víð- tækari og gert ráð fyrir, að hún gæti náð til einstakra staða á landinu eða landsins alls. Nýr erindaflokk- ur í útvarpinu ÚR RÍKI RÁNAR er nýr erinda- flokkur útvarpsins, sem hefst fimmtudaginn 15. nóv. Verða þetta sjö erindi og gerð grein fyr ir ýmsum hagnýtum og fræðileg- um efnum um hafið og fiskinn. Viðfangsefnin eru. Þörungasvifið í sjónum, átan í sjónum, síld og síldfiski, merkingar og hagnýting fiskistofna, þorskstofnar og ver- tíðin I vetur, um fiskáseiði og á verða (taldir í sömu röð og efn- karfaslóðum. Fyrirlesararnir in): Þórunn Þórðardóttir, Ingv- ar Hallgrímsson, Jakob Jakobs- son, Aðalsteinn Sigurðsson, Jón Jónsson, Jutta Magnússon og Jakob Magnússon. (Frá ríkisútvarpinu).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.