Morgunblaðið - 28.11.1962, Qupperneq 3
Miðvikudagur 28. nóvember 1962
MORGVNBLAÐIÐ
3
EINAR ÓLAFSSON, bóndi í
Lækjarhvammi viS Suður-
landsbraut rekur f járbú að Bæ
í Kjós. Hann hefur þar rúm-
lega 200 fjár og þar á meðal
nokkra sauði. Einar skýrði
Mbl. svo frá, að sl. þriðjudag
hefðu fundizt 2 sauðir frá hon-
um, sem gengið hafa úti, ejn-
hvers staðar í Esjunni hátt á
þriðja ár.
Sauðunum tveimur var
sleppt af húsi veturgömlum
vorið 1960. Síðan spurðist ekk
ert til þeirra fyrr en um páska
leytið árið eftir, er þeir fund-
ust uppi á Kjalarnesi. Náðist
þá annar þeirra — sá koll-
ótti, en sá hyrndi flúði í ó-
genga kletta ofan við Saur-
bæ og komst undan.
Kollótti sauðurinn var flutt
ur heim á Bæ í Kjós til hús-
bónda síns og segir fátt af hon
um þar til honum var sleppt
3 vikum síðar, en þá hvarf
hann alveg. Hefur hann þá
farið 10—12 km leið og leitað
uppi félaga sinn.
Síðan þetta gerðist, eða um
eins og hálfs árs skeið, hefur
Einar bóndi Ólafsson með „týndu sauðina".
„Sauðþráir44 úti-
legumenn í Esjunni
ekkert sézt til sauðanna þang- Hjarðarnes á Kjalarnesi. — og handsömuðu þessa „sauð- 1
að til þeir fundust í síðustu Brugðu bændurnir í Hjarðar- þráu“ félaga eftir langan og 7
viku í hlíðinni fyrir ofan nesi og Norðurkoti skjótt við tvísýnan eltingarleik. 1
Adenauer beiti sér fyr-
ir stjórnarmyndun strax
telja Strauss standa að baki
þeirra atriða „Spiegel-málsins",
sem hvað mesta andúð hafa vak-
ið.
Vantar vitni:
Hver hjálpaði
konunni?
SL. fimmtudagskvöld (22. nóv.)
um kl. 7 varð það slys fyrir fram
an húsið Bergstaðastræti 7, að
kona datt þar á gangstéttina.
Handleggsbrotnaði hún og hlaut
fleiri meiðsl. Nærstödd kona kom
konunni til hjálpar og fylgdi
henni áleiðis að húsinu nr. 17 við
Bergstaðastræti. Nú þarf rann-
sóknarlögreglan á vitnisburði
konunnar að halda, og er hún vin
samlega beðin að hafa samband
við lögregluna ( sími 1'59 24).
Umferðarslysum
fjölgar um helm-
ing í Iíópavogi
SKV. upplýsingum lögreglunnar
í Kópavogi hefur umferðarslys-
um fjölgað nær því um helming
frá því í fyrra. í fyrra voru 44
umferðaróhöpp bókuð hjá lög-
reglunni eftir allt árið, en á
þriðjudag var hið 80. á þessu
ári skrásett. Lögreglan hefur
haldið línurit um þetta síðan ár-
ið 1958, og var aukning'n jafn-
stígandi þar til í ár, að umferð-
arslysum fjölgar skyndilega.
Sennilegasta skýringin er sú, að
hin mikla bílaaukning á árinu
valdi mestu hér um.
Árshátíð
Sjálfstæðisfél.
í Hafnarfirði
HAFNARFIRÐI. — Sjálfstæðis-
félögin halda árshátíð í Góðtempl
arahúsinu næstkomandi laugar-
dagskvöld og hefst hún kl. 8,30.
Þar fara fram fjölbreytt skemmti
atriði og stutt ávörp flutt. —
Nánar verður sagt síðar frá árs-
hátíðinni.
yfirlýsing þingflokks Krisfilega
demokrataflokksins
Bonn, 27. nóvember — NTB.
MNGFLOKKUR Kristilega demo
krataflokksins í V-Þýzkalandi
gaf í dag út opinbera yfirlýsingu,
að loknum fundi.
Segir þar, að þeim tilmælum
hafi verið beint til Adenauers,
kanzlara, að hann beiti sér þegar
í stað fyrir því, að mynduð verði
ný stjórn.
Eins og áður hefur verið skýrt
frá í fréttum, þá hafa bæði Kristi
legi og Frjálsi demokrataflokkur-
inn lýst því yfir, að þeir séu
reiðubúnir til áframhaldandi
etjórnarsamstarfs, þó með því skil
yrði, að gerðar verði vissar breyt
ingar á skipun ráðherra.
Þingflokkur Kristilega demo-
krataflokksins hefur ákveðið að
setja á laggirnar nefnd, sem verða
skuli kanzlaranum til ráðgjafar
varðandi stjórnarmyndun.
Adenauer átti tal við Paul
Lúcke, byggingarmálaráðherra,
sem nefndur hefur verið sem lík-
legur eftirmaður núverandi
landvarnarráðherra, Franz-Josef
Strauss. Þá ræddi Strauss einnig
við kanzlarann í dag. Viðstaddir
þær viðræður voru Heinrich
Krone, ríkisráð, og Heinrich von
Brentano, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra.
Talsmaður Kristilega demo-
krataflokksins sagði í dag, að
hann gæti ekki sagt neitt um það,
hvort Strauss myndi segja af sér.
Þess hafa Frjálsir demokratar
m. a. krafizt, vegna þess, að þeir
Vantar síldarverk-
smiðju
Hellissandi, 24. nóv.
1 NÓTT kom glöggt í ljós, hver
nauðsyn er á því að sildarverk-
Ismiðja verði reist í Rifshöfn.
Mikil síldveiði var við Jökul,
en bátarnir urðu að fara allt
suður til Reykjavíkur til þess að
losna við aflann. Veðrið var vont
og misstu bátarnir mikið af sild-
inni á leiðinni.
Útvegsmenn á Hellissandi hafa
rfoorað á stjórn Síldarverksmiðja
rikisins að hlutast til um, að
eíldarverksmiðja verði byggð i
Rifi. Rökin fyrir því eru aug-
i Rifi
Ijós og komu skýrt fram í nótt.
Mikill tíimi fer í að sigla með
síldina, sem veiðist við Jökul.
og verði eitthvað af veðri, má
búast við vandræðum.
Þrír bátar eru gerðir út á síld
frá Rifi. Það eru Skarðsvik, sem
var á leið til Reykjavíkur í nótt
með 12—1300 tunnur, en varð
að snúa við. Aflanum er skipt
milli Hellissands oig Stykkis-
hólms. Arnkell fékk 700—800
tunnur.. Þriðji báturinn er Tjald
ur, en ekki er mér kunnugt um
afla hans. — R. Ó.
ÞAB er allt útlit á því að
barnaleikritið, sem Þjóð-
leikhúsið sýnir um þessar
mundir, Dýrin ( Hálsaskógi,
ætli að ná sömu vinsældum
og Kardemommubærinn
gerði á sínum tíma. Uppselt
hefur verið á öllum sýning-
um fram að þessu og virð-
ast hinir ungu leikhúsgestir
skemmta sér konunglega við
að horfa á þetta hugljúfa
ævintýri Thorbjörns Egners.
Um næstu helgi verða
tvær sýningar á leiknum
bæði á laugardag og sunnu-
dag kl. 3 báða dagana.
STAKSTEIIMAR
„Yfirþjóð“ Þórarins
Þórarinn Þórarinnsson skrifaí
furðulega grein í blað sitt, Tím-
ann, í gær. Tilgangurinn er aug
sýnilega sá, að þjóna kommún-
istum á enn einu sviði, þ.e.a.s.
taka undir þann áróður þeirra,
að Þjóðverjar séu með þátttöku
í Efnahagsbandalaginu að ná
sarr.a markmiði og Hitler sálugi
keppti að. Um þetta segir Þórar
inn:
„Það má telja kaldhæðni ör-
laganna, að eftir að tilraun Þjóð
verja til að gerast yfirþjóð Evr-
ópu með valdi, misheppnaðist al-
gjörlega, skuli þeim innan tutt-
ugu ára frá þeim ósigri hafa
heppnazt að ná því marki. En
jafnframt ber þetta dugnaði
Þjóðverja glöggt vitni og sýnir,
að þeir komast ekki síður á-
leiðis eftir friðsamlegum leiðum
en ofbeldisleið Hitlers.“
Væntanlega dylst engum, að
það, sem fyrir Hitler vakti, var
að undiroka Evrópu, svo að hinn
hreini stofn Aría fengi öllu ráð
ið, en öðrum yrði ýmist útrýmt
eða þrælkaðir. Þessu markmiði
segir Þórarinn Þórarinnjson, • aS
Þjóðverjar séu nú að ná. Ummæli
á borð við þetta hafa birzt í
hverju einasta kommúnistamál
gagni heimsins margsinnis, en
ekki er vitað til að málgagn
nokkurs lýðræðisflokks hafi hing
að til léð máls á slíku ofstæki.
Ekki rökfimur
Furðulegast er þó, hvemig rit
stjóri Tímans kemst að þessari
niðurstöðu. Hann segir t.d.:
„Ahrif þeirra (þ.e. ÞjóSverja)
m.unu sennilega frekar styrkjast
eai velkjast, ef Bretar gerast
aðilar að bandalaginu."
Og síðar segir:
„Það mun einnig styrkja að-
stöðu Þjóðverja, ef Danir ganga
í EBE, þvi að Danir hafa jafnan
verið undir sterkum þýzkum á-
hrifum, og mun það ekki minnka
eftir inngöngu þeirra í EBE.
Hins vegar er líklegt að Norð-
menn halli sér meira að Bretum".
Þannig segir Þórarinn í fyrsta
lagi, að Danir muni styrkja Þjóð
verja í Efnahagsbandalaginu, en
Norðmenn muni hinsvegar halla
sér að Bretum, en rétt áður hef-
ur hann sagt að áhrif Þjóðverja
muni styrkjast við inngöngn
Breta. Sem sagt, Bretar munu
styrkja Þjóðverja, Norðœenn
munu hallast að þeirri stefnn
Breta að styrkja þá — en veikja
þá samt! „Rök“ Þórarins ern
þannig í samræmi við þann til-
gang hans að þóknast kommún-
istum.
Einkennileg afstaða
En ef það væri nú svo, sem
Þórarinn Þórarinsson, heldur
fram til að þóknast vinum sínum
í kommúnistaflokknum, að Þjóð
verjar væru að ná sama árangri
í Efnahagsbandalaginu og Hitler
keppti að í síðari heimsstyrjöld
mni, þá færi afstaða t.d. Breta,
Dana og Norðrmnna að verða
ðálítið einkennileg. Eftir því
ætti það að hafa verið hin mesta
blessun að Þjóðverjar flæddn
yfir Danmörku og Noreg og voru
komnir vel á veg að gera inn-
rás í Bretland. Þessar þjóðir
hefðu samkvæmt kenningum
Tímaritstjórans átt að taka þessn
jafn fegins hendi og efnahags-
Iegri samvinnu í Evrópu. Slíkar
öfgar eru svo fráleitar, að engn
tali tekur, en þær undirstrika
hinsvegar enn betur en orðið var,
að þeir Framsóknarmenn ,sem
nú hafa undirtök í flokknum,
eru reiðubúnir til að taka upp
málflutning kommúnista i einn
og öllu. Spurning er hinsvegar
um það, hvort hin alnvnni kjós
andi Framsóknarflokksins gleðst
yfir þessari þróun flokksins