Morgunblaðið - 28.11.1962, Side 6
6
MORC CNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 28. nóvember 196J
Asgrímur Jónsson
tÍT ER komin á vegum Helga-
fells (Ragnars Jónssonar) ný
Ásgrímsbók, stærri og miklu feg-
urri en sú fyrri, sem kom út
1'94'9, og var að ég held fyrsta
listaverkabók Helgafells. Nýja
bókin hefur inni að halda ævi-
sögu Asgríms Jónssonar, sem
Tómas Guðmundsson skáld skrif-
aði fyrir nokkrum árum eftir
ir manninum. Árangurinn verð-
ur sá að maðurinn sjálfur og
lífsstarf hans birtast í sama ljósi
og frá hinurn sama sjónarihóli,
— það verður augljósara en
nokkru sinni fyrr hvílíkt sam-
ræmi er í lífi og list Ásgríms
Jónssonar. Ritgerðir sérfræðing-
anna eru ekki allar jafngóðar,
þær geta jafnvel formyrkvað
Ásgrímur Jónsson.
ifrásögn lisbamannsins, og var
hún fyrst gefin út af Almenna
bókafélaginu 1956. Hún er hér
endurprentuð með litlum breyt-
ingum, bæði á íslenzku og ensku.
Auk ævisögunnar birtast í þess-
ari bók 44 myndir af málverk-
um Ásgríms, heilsíðumyndir,
nema tvær sem taka yfir heila
opnu hivor, allar litprentaðar
nema tvær.
Bókin er 140 síður í mjög stóru
broti, prentuð á vandaðasta
pappír. Víkingspremt, prentmót
og Bókfell gerðu bókina úr garði.
Það er ekki út í bláinn að
nefna þessa aðila í meginmáli
um þessa bók, því að hún er
svo vel og vandlega unnin, að
óvíst er hvort fegurri máiverka-
bækur séu nú gerðar annars
staðar með þjóðum, og eru fram-
farirnar frá fyrri listaverkaibók
Ásgríms alveg ótrúlegar.
í einhverju blaði sá ég ný-
lega að verið var að finna að
því, að í þessari Ásgrímsbók
skyldi vera endurpremtuð ævi-
saga listamannsins í stað þess
að birta þar nýja ritgerð um mál-
aralist Ásgrims. Frá mínu sjón-
armiði er þetta með öllu ástæðu-
laus gagnrýni. í fyrsta lagi er
saga listamannsins í meðferð
Tómasar Guðmundssonar bæði
fögur og sönn og varpar einmibt
þeirri réttu birtu á alla listsköp- I
un Ásgríms um leið og hún lýs-
það efni sem þeim var ætlað að
auglýsa. Hvaða trygging er fyrir
því að sérfræðilég ritgerð um
mymdlist Ásgríms hefði orðið
betri listskýrimg en sjálfsævi-
saga listamannsins. Enn má á
það minna, að mikill hJuti af
upplögum listaverkabóka Helga-
fells er keyptur af útlendingum
eða eendur þeim að gjöf, og
vissulega er saga þessa mikla
listamanns, ásamt myndum af
verkum hans, eins góð útflutn-
ingsvara og landkynning og hver
önnur ritgerð um myndlist.
Ég hef hér fyrir framan mig
nokkrar greinar og ritgerðir um
Ásgrím Jónsson málara. Ég mun
nú taka upp úr sumum þeirra
stutta pósta, ekki sízt til þess
að almenningur sjái, að enginn
hörgull er á sérfræðilegum rit-
gerðum um myndlist Ásgríms,
svo að þar af leiðandi er það
þalkkarverð tilbreytni að hin
nýja Ásgrímsbók skuli birta við-
horf listamannsins sjálfs.
í bókinni „íslenzk myndlist",
sem Kristján Friðriks9on gaf út
1943 er alllöng ritgerð, sem ber
titilinn „íslenzkir málarar" eft-
ir Emil Thoroddsen. Þar segir
meðal annars:
„Ásgrímur Jónsson mun verða
talinn faðir landslagslistarinn-
ar — Fyrst framan af ber mest
á vatnslitamyndum í afköstum
hans, og nær hann svo mikilli
leikni í meðferð vatnslita að
margar vatnslitamyndir hans eru
að hagleik sérstæðar íslenzkri
list. ■— Þá er fram líða stundir
og Ásgrími vex þroski, ber æ
meira á olíulitum í list hans,
unz þeir verða þar alls ráðandi.
Um leið nær hann smám sam-
an síauknu valdi á forminu, en
þess verður þó stöðugt vart, að
Ásgrimur er að upplagi aðal-
lega feoloristi, og að hlutverk
litanna er ávallt hið yfirgnæf-
andi í list hans. Það er mjög eft-
irtektarvert, hvernig litameðferð
hans hefur þroskast frá upphafi.
í fyrstu myndum sínum virðist
hann oft leggja aðaláherzlu á
blæbrigði ljóss og skugga, á yfir-
borðsáferð þá, sem veðurfarið
sveipar landslagið í það og það
skiptið. Síðar verður litgjöfin
einfaldari og algildari, eiginlit-
irnir leita réttar síns, blandaðir
litir eru klofnir í primerliti, að-
aluppistaðan í myndunum verð-
ur blátt, grænt, rautt og gult,
og þar finnur Ásgrímur samnefn-
ara fyrir íslenzka landslagsliti“.
í hinni fyrri Ásgrímsbók, sem
Helgafell gaf út, er ritgerð um
Ásgrím eftir Gunnlaug Söhev-
ing listmálara. Þar segir svo,
meðal annars:
„— — — En sérstaklega ber
að nefna þjóðsagnamyndir hans,
sem eru mjög sérstæðar, og eru
margar gimsteinar á sínu sviði.
Þær orka á vitund manna með
Framhald á bls. 23
Einar Benediktsson.
Fullveld isfagnaður
Stúdentafélagsins
STÚDENTAFÉL.AG Reykjavíkur
efnir að venju til fullveldisfagn-
aðar 30. nóvember. Verður hann
að þessu sinni haldinn að Hótel
Borg og hefst kl. 19,30, en húsið
verður opnað kl. 19.
Ræðu kvöldsins flytur Birgir
Kjaran, alþingismaður. Guð-
mundur Guðjónsson, óperusöngv-
ari, syngur einsöng og Ævar
Kvaran, leikari, syngur nýjar
gamanvísur, sem Guðmundur Sig
urðsson hefur samið. Auk þess
mun dr. Páll ísólfsson stjórna
almennum söng, og að lokum
verður dansað til kl. 2 eftir mið-
nætti. — Jafnan hefur verið
glatt á hjalla í fullveldisfagnaði
Stúdentafélagsins, og er þess
vænzt, að stúdentar, eldri og
yngri, fjölmenni nú sem fyrr.
Stjóm Stúdentafélags Reykja-
víkur skipa nú þessir menn: Ein-
ar Benediktsson, formaður, Jón
A. Ólafsson, ritari, Jóhannes
Helgason, gjaldkeri. Meðstjórn-
endur Magnús Ólafsson og Bald-
ur Tryggvason. í varastjórn era:
Ólafur W. Stefánsson, Axel Ein-
arsson, Ingvi Þorsteinsson, Har-
aldur J. Hamar og Árni Gunnars-
son.
Fullveldisfagnaðurinn er fyrsta
verkefni hinnar nýkjömu stjórn-
ar, en hún hyggst halda starf-
semi félagsins áfram með svipuð-
um hætti og verið hefur. í vetur
hefur þegar verið haldin ein
kvöldvaka, svo og umræðufund-
• Kappinn var ekki
frá Gluggum.
í Velvakanda sl. föstudag
ritaði „mjög reið húsmóðir“
blaðinu bréf, og kvartðai undan
því að hún hefði verið svikin
um gluggakappa sem þekkt
fyrirtæki hér í bænum hafði
lofað henni. Út af skrifum þess
um vill Velvakandi taka fram,
að í þessu tilviki er ekki átt
við Fabertrékappa frá firmanu
Gluggum hf. heldur voru kapp
ar þessir frá öðru fyrirtæki.
Hinsvegar munu Fabertrékapp-
ar ekki vera fáanlegir hjá
Gluggum hf., eftir því sem
Velvakandi hefur fregnað, það
sem eftir er af þessu ári, sök-
um þess að Gluggar hf. eru að
flytja úr Skipholti í Hafnar-
stræti 1—3.
Bréf þetta frá hinni mjög
reiðu konu er eitt af skýrustu
dæmunum uim vandamál þau,
sem Velvakandi er iðulega
settur í með umkvörtunarbréf
um. Velvakandi tók þá ákvörð
un að birta ekki nafn fyrirtæk
is þess, sem konan klagar yfir,
en um leið verður bréfið til þess
að fella grun á annað fyrirtæki,
sem veitir svipaða þjónustu.
Við Skulum því vona, að Glugg
ar hf. hafi, þegar öll kurl komu
til grafar, gott eitt af þessum
umræðum. Velvakanda er sem
sé kuanugt um, að uimrædd
kona, sem ritað fyrrgreint bréf
í reiði sinni, hefur einmitt snú
ið sér til Glugga hf. og fengið
fyrirgreiðslu þess fyrirtækis
með kappa þá, sem það ekki
fókk frá hinu fyrirtækinu.
• Útvarpið beðið að endur-
taka „Menn og ofurmenni“
Fyrir skömmu var hér í
Velvakanda lítilega rætt um
leikrit það, sem er flutt í út-
varpinu og hefir verið undan-
farin þrjú laugardagskvöld.
Leikur þessi, „Menn og ofur-
menni“ eftir George Bernard
Shaw hefur vakið geysimikla
athygli og vilja margir á hann
hlýða. Maður sneri sér til Vel
vakanda nú fyrir skemmstu
og bað hann að benda Rikis-
útvarpinu á, að æskilegt væri
að endurflytja eitthvað að um-
ræddu leikriti í þættinum „End
urtekið efni“ fyrir þá, sem
hefðu verið svo óheppnir að
missa. kafla úr. Þessi maður
benti á, að í fyrra hefði verið
framhaldsleikrit, eða leikrit,
sem tók yfir fleiri kvöld
í fiuitningu, og hefði þó sá
báttur verið á hafður, að
síðasti þáttur leikritsins var
endurfluttur í þættinum „End-
urtekið efni“ á laugardög-
um, og gátu þá þeir, sem
misst höfðu af leiknum síðasta
laugardag. fyigst með honum
þá um kvöldið, er næsti þáttur
var fluttur. Hér kveður við
nolkkuð annan tón en hjá kon
unni, sem hringdi til Velvak-
anda á dögunum og bað hann
lengstra orða að fordæma um-
rætt leikrit. Þarna getur mað-
ur séð, hversu misjafnar eru
skoðanir manna, og það sem ein
um finnst gott af útvarpsefni
og vill fá að hlýða á það aftur
óskar annar eftir að alls ekki
bomi fyrir eyru hlustenda.
• Rúmin of stutt.
Nýlega giftur góðkunningi
Velvakanda kom til hans nú á
dögunum alvarlegur í fasi og
kvartaði mjög um, að rúm
þau, sem framleidd eru og seld
í húsgagnaverzlunum og verk
smiðjum höfuðborgarinnar
væru öllsömun af sömu lengd
og öll alltof stutt fyrir sig.
Þessi góðkunningi er fullorðinn
maður að hæðinni til, ef svo
má að orði kveða, og mun þurfa
rúm, sem eru rúmir 2 metrar.
Hann telur sig hins vegar vart
hafa efni á að láta smíða sér-
staklega fyrir sig rúm, sem er
honum nægilega langt, þar sem
slík sérframleiðsla muni vera
miklu dýrari heldur en rúm
þau, sem framleidd eru í fjölda
framleiðslu. Velvakandi vill
verða við þeirri ósk kunningj-
ans, að koma því á framfæri
við verksmiðjur þær, sem fram
leiða rúm í fjöldaframleiðslu,
þessi bráðnauðsynlegustu tæki
hvers manns, sem hann eyðir í
þriðjungi ævi sinnar, að verk-
smiðjurnar verði góðfúslega
við þeirri frómu ósk að fram-
leiða rúmin í ofurlítið mismun
andi lengdum. Húsgagnafram-
leiðendur sem aðrir ættu að
veita því afhjggli, að íslending
ar lengjast jafnt og þétt. Einn
ig væri þeim bollt að minnast
þess, að íslendingar þyngjast
jafnt og þétt og mun það ekki
síður vera holl ábending íyrir
þá, sem framleiða rúm.