Morgunblaðið - 28.11.1962, Síða 8
8
MORCI’NBLAÐIÐ
Miðvikudagur 28. nóvember 1962
Kal í túnum, áfengis-
varnarsjóöur, tækni-
fræðingar o. fl.
rætt á Alþíngi í gær
hagsuppbyggingu ríkisstjórnar-
innar og sakir hans hefði m.a.
tekizt að endurheimta lánstraust
okkar. En einmitt vegna hins
misjafna árferðis væri okkur
einnig mikil nauðsyn á, að hafa
þennan gjaldeyrisvarasjóð til að
grípa til.
Hannihal Valdimarsson, (K)
minnihluti heilbrigðis- og félags-
málanefndar, kvað hins vegar
ekki annað þarfara við hið frysta
sparifé að gera en ráðstafa því
til fyrrnefndra sjóða og gera
það þannig lífrænt. Hann lagði
því til, að frumvarpið yrði sam-
þykkt.
Atkvæðagreiðslu var frestað.
Á FCNDI neðri ðeildar Alþingis
í gær gerði Bjami Benediktsson
grein fyrir frumvarpi um kjara-
samninga opiniberrr. starfsmaima
Davíð Gíslason kvað meirihluta
fjárhagsnefndar leggja til að
frumvarp um bráðabirgðabreyt-
ingu og framlengingu nokkurra
laga yrði samþykkt óbreytt og
var það gert; frumvarp um al-
mannatryggingar var samþ. kkt
við 3. umræðu og sent til neðri
deildar. I>á voru rædd frum-
vörp um verkfræðinga, jarð-
ræktarlög, áfengisvarnarsjóð og
lánsfé til húsbyggjenda.
Iðnfræðingar
Btefnist
tæknifræðingar.
Jónast Rafnar (S) gerði grein
fyrir frumvarpi um rétt manna
til að kalla sig verkfræðinga,
húsameistara og tæknifræðinga.
Iðnaðarmálaráðuneytið hefði
með bréfi farið þess á leit við
iðnaðarnefnd, að hún kynnti sér
efni frumvarpsins og flytti, ef
hún teldi sér það fært. Neíndin
hefði orðið sammála um flutn-
ing þess, en einstakir nefndar-
menn áskilið sér rétt til að hafa
óbundnar hendur við atkvæða-
greiðslur.
Aðalnýmælið er, að lagt er til,
að heitið tæknifræðingur verði
tekið upp sem starfsheiti þeirra
manna, sem nú
nefnast iðnfræð
ingar. Ennfrem-
ur að tæknifræð
ingar megi nota
orðið „ingeniör"
í sambandi við
starfstitil sinn,
en verkfræðing-
ar noti samsvar-
andi „diplom-
ingeniör" og „civil-ingeniör“.
Samkv. frumvarpinu er því
ætlazt til, að þeir menn sem lok
ið hafa prófi frá viðurkenndum
tækniskólum erlendis skuli heim
ilt að bera það starfsheiti, sem
erlendir menn mega nota að
loknu prófi. Iðnfræðingar haldi
fram, að bannið við að nota það
starfsheiti, sem sams konar námi
fylgi erlendis, hafi mjög dregið
úr áhuga ungra manna til tækn-
isfræðináms erlendis og af þeim
sökum sé hlutfall á fjölda iðn-
fræðinga annars vegar og verk-
fræðinga hins vegar mjög á
ánnan veg, en æskilegt sé talið
miðað við reynslu annarra þjóða,
en verkfræðingar séu nú fjór-
falt fleiri hérlendis.
Frumvarp þetta er samið að
beiðni Tæknifræðingafélags ís-
lands, þ.e. félags iðnfræðinga,
en bæði Verkfræðingafélag ís-
lands og Arkitektafélag íslands
hafa lýst sig andvíga þeirri breyt
ingu, er í frumvarpinu felst.
Styrkur til
endurræktar
kalskemmda.
Valtýr Kristjánsson (F) gerði
1 jómfrúrræðu sinni grein fyrir
frumvarpi þess efnis, að jarð-
ræktarstyrkur núi til endurrækt-
unar kalbletta. Tjón af völdum
kals sé stórkostlegt í miklum kal
árum, en árið 1962 sé eitt af
þrem verstu kalárum frá 1918.
í mörgum tilfellum verður ekki
um annað að ræða en að endur-
vinna verstu kalslétturnar. í
núgildandi jarðræktarlögum séu
ekki nein ákvæði, er heimili, að
greiddur sé styrkur út á slíka
endurrækt.
Áfengisvamasjóður.
Þórarinn Þórarinsson (F)
gerði grein fyrir frumvarpi sínu
um stofnun sérstaks áfengis-
varnarsjóðs, en hlutverk hans
sé að styrkja
áfengisvarnir,
fræðslu um skað
semi áfengis- og
bindindisstarf,
einkum meðal
ungs fólks. Tekj
ur sjóðsins nemi
3% áfengissöl-
unnar.
Kunnara sé
en frá þurfi að segja, að áfeng-
isneyzla fer mjög vaxandi, en
áhrifamesta vopnið gegn áfengis
neyzlunni sé tvímælalaust ein-
dregið og vakandi almennirigs-
álit, er byggi afstöðu sína á
hleypidómalausum forsendum
og glöggum rökum. Skylda rík
isvaldsins sé að stuðla að því og
sé það sérstaklega áríðandi, að
slíkt álit skapist meðal hinnar
uppvaxandi kynslóðar.
Gjaldeyrisvarasjóðurinn
nauðsynlegur.
Birgir Finnsson (A) kvað
meirihluta heilbrigðis Og félags-
málanefndar leggja til að frum
varp um lánsfé til húsnæðis-
mála verði fellt, þar sem það
felur ekki í sér raunhæfar til-
lögur til lausnar á vandamálum
húsbyggjenda, en í frumvarpinu
er lagt til, að Seðlabankanum sé
gert skylt að lána Byggingar-
sjdði rfkisins og Byginarsjóði
verkamanna alls 310 millj. kr.
til 2S og 42
ára. Kvað al-
þingismaðurinn
allt fé Seðla-
bankans bundið,
annars vegar
útlánum til at-
vinnuveganna
landbúnaðar og
sjávarútvegs, og
hvarflaði ekki
að neinum að hreyfa við því fé;
hins vegar í gjaldeyrisvarasjóðn
um, en hann nemur nú um 800
millj., og vildu sumir skerða
hann. Kvaðst alþingismaðurinn
þó verða að telja, að einmitt
gjaldeyrisvarasjóðurinn væri
einn farsælasti þátturinn í efna-
Lántaka vegna vatnsveitu-
framkvæmda í Eyjum
Á FUNDI neðri deildar Alþingis
í gær gerði Guðlaugur Gislason
grein fyrir frumvarpi sínu um
heimild fyrir ríkisstjórmina til
allt að 12 millj. kr. lántöku, sem
endurlánaðar yrðu Vestmanna-
eyjakaupstað til vatnsveitufram-
kvæmda. Kvað hann öllum ljóst,
að bygging vatnsveitu í Vest-
mannaeyjum sé nokkrum ann-
mörkum háð og erfiðari í fram-
kvæmd, en í öllum eða a.m.k.
Mikil gróska í tónlist-
arlífi Hafnarfjarðar
HAFNARFIRÐI — Föstudaginn 16. nóvember var Tónlistarskólinn
settur í Bæjarbíói af skólastjóranum Páli Kr. Pálssyni, organleik-
ara. Á undan og eftir ræðu hans léku þrír kennarar skólans, þau
Katrín Dalhoff, Atli Heimir Sveinsson og Helmuth Neumann ein-
leik og þríleik.
Tónlistarskólinn er nær full-
settur í vetur og eru nerriendur
133 talsins. Kennt er í Flens-
borgarskólanum og í gömlu sím-
stöðinni við Austurgötu hefir
skólinn nú fengið afnot af hús-
næði fyrir kennslu á blásturs-
hljóðfæri og í gítarkennslu.
í vetur verður stofnsett ný
deild fyrir börn á aldrinum 5-8
ára og kennir Carl Orff undir-
stöðuatriði hljómlistar með leik
og föndri.
23. þ.m. hófst eins mánaðar
tónlistarnámskeið fyrir unglinga
og fullorðna og fer kennslan
fram í stuttum fyrirlestrum og
með leik af segulbandi. Kennari
verður Helmuth Neumann sem
er austurrískur að ætterni og
gagnmenntaður tónlistarmaður.
Hann er sellóisti í Sinfóníuhljóm
sveitinni.
Þá gat Páll Kr. Pálsson þess í
setningarræðu sinni, að í ráði
væri að endurvekja tónlistarhald
í Bæjarbíói. Munu fara þar fram
í vetur kammertónleikar, einleik
ur og einsöngur. Einnig verða
tónleikar í Þjóðkirkjunni.
í lok skólasetningu í Bæjar-
bíói léku kennarar Tónlistar-
skólans Tríó í G-dúr eftir Haydn.
— G. E.
Eyjafjörður verði tvö
dýralæknisumdæmi
MAGNÚS Jónsson gerði í efri lækni í hverju umdæmi, svo að
deild í gær grein fyrir frumvarpi
þess efnis, að Eyjafjarðardýra-
læknisumdæmi verði skipt í tvö
dýralæknisumdæmi. En bæði sá
dýralæknir, sem nú gegnir þar
embætti, svo og yfirdýralæknir
telja óviðunandi að þar sé einn
dýralæknir, sakir hins mikla
fjölda gripa, sem í umdæmi þess
Tveir dýralæknar á Akureyri
Upplýsti alþingismaðurinn, að
nú um skeið hefðu tveir dýra-
læknar verið starfandi á Akur-
eyri, en hins vegar væri ekki
heimilt að launa nema einn dýra-
Þjóðnýting
bíóanna
Á FUNDI neðri deildar í gær
gerði Hannibal Valdimarsson
grein fyrir frumvarpi sínu um
Kvikmyndastofnun ríkisins, en,
þar er gert ráð fyrir, að kvik-
myndahús verði tekin eignar-
námi og þjóðnýtt.
Kvað flutningsmaður efni
frumvarpsins í stuttu máli það,
að á vegum ríkisins skuli reka
Kvikmyndastofnun ríkisins, er
ein hefur með höndum innflutn
ing kvikmynda svo og rekstur
kvikmyndahúsa. Frá þeim tíma,
er hún hefur starfsemi sína, er
einstaklingum, fyrirtækjum og
stofnunum
óheimilt að reka
kvikmyndahús,
nema sérstak-
lega standi á og
sérstakt kvik-
myndaráð sam-
þykki. Heimilt
sé að taka eign-
arnámi handa
Kvikmynda-
stofnuninni kvikmyndahús þau,
sem rekin eru, er lögin taka
gildi.
Keppt skal að því að gera
kvikmyndir að sem almennustu
og þjóðlegustu menningartæki,
hliðstæðu útvarpi og skólum.
í þessu skyni skal kvikmynda-
stofnunin reka kvikmyndahús
sem víðast, sjá skólum fyrir
fræðslukvikmyndum, vanda sem
mest val erlendra kvikmynda
og gera íslenzkan texta við þær,
eftir því sem unnt er, bægja
burtu siðspillandi, óþjóðhollum
og menningarsnauðum kvikmynd
um, efla innlenda kvikmynda-
gerð og loks er af reksturhagn-
aðinum heimilt að styrkja leik-
list. hljómlist og aðrar skyldar
listgreinar.
Sérstakt kvikmyndaráð, er Al-
þingi kýs, á að hafa umsjón með
hinni menningarlegu starfsemi
og gæta þess sérstaklega, að
fyllsta hlutleysi ríki, svo að starf
seminni verði aldrei beitt til
einhliða áróðurs fyrir stefnur
eða flokka.
aðstaða hins dýralæknisins er
alveg óviðunandi. Þó hefur hér-
aðslæknir látið í ljósi, að hann
getur ekki einn
gegnt þessu
starfi. Niðurstað
an hefur því
orðið sú, sagði
alþingismaður-
inn, að við þing
menn Norður-
landskj ördæmis
eystra í þessari
deild flytjum
frumvarp um það í samráði við
yfirdýralækni, að umdæminu
verði skipt.
Þá kvað alþingismaðurinn
kunnugt, að ekki hefðu fengizt
dýralæknar í öll umd.æmi lands-
ins. En þó menn af þeim sökum
vildu halda því fram, að ekki
ætti að skipta umræddu umdæmi,
nema fyrst fengjust dýralæknar
til annarra umdæma, mundi það
ekki leysa neinn vanda að þessu
leyti. Eftir sem áður yrði að
finna lausn á þessu vandamáli í
Eyjafirði, svo að dýralæknirinn
geti verið þar áfram, en hann
vill gjarna vera nyrðra og mundi
naumast sækja um þau umdæmi
önnur, er laus kunna að vera.
Kvaðst alþingismaðurinn taka
þetta fram, þar sem þetta væru
einu hugsanlegu andmælin gegn
frumvarpinu.
flestum öðrum kaupstöðum landa
ins, þar sem þar er um enga
vatnsuppsprettu að ræða, sem til
greina gæti komið að virkja til
vatnsveituframkvæmd'*.
Um þrjár
leiðir að velja.
Alþingismaðurinn gat þess, a8
á undanförnum árum hefði far-
ið fram ítarleg athugun á bygg-
ingu vatnsveitu til afnota fyrir
almenning þar. Athuganirnar
hefðu leitt í ljós, að um þrjár
leiðir er að velja. í fyrsta lagi
jarðborun og er í því sambandi
rætt imi þann möguleika af afla
vatns með svokölluðum djúp-
borunum. Yrði þá að bora allt
niður að 1000
m dýpi og
freista þess
þannig að hitta
á vatnsæð frá
meginlandinu.
Álits sérfræð-
inga um þetta
atriði hefur ver
ið leitað, en um-
sögn þeirra er
enn ekki fyrir hendi.
Þá er í öðru lagi rætt um
vinnslu vatns úr sjó, og hafa
Vestmannaeyingar gert sér far
um að fylgjast sem bezt með
þeirri þróun. sem átt hefur sér
stað í þeim málum, en hún hef-
Ur verið mjög ör. Kvaðst al-
þingismaðurinn hafa ástæðu til
að ætla, að lausn málsins
eftir þeirri leið geti verið mun
nær, en menn höfðu jafnvel gert
sér vonir um eða grein fyrir.
Loks er svo rætt um vatns-
leiðslu frá meginlandinu, sem
yrði rúmlega 20 km. löng og
virðast engir tæknilegir örðug-
leikar á lögn hennar, en hins
vegar erfitt að gera sér grein
fyrir, hvort óhætt sé að treysta
því, að lögnin haldist óskemmd.
En þó er vitað, að erlendis hafa
slíkar vatnsleiðslur verið lagð-
ar um lengri veg og ekki komið
að sök.
Kvað alþingismaðurinn fulla
ástæðu til að ætla, að jafnvel
þegar á fyrri hluta næsta árs
fáist úr því skorið, hver þessara
þriggja leiða verði talin hag-
kvæmust. Enda nauðsynlegt, þar
sem hér er um lausn mjög að-
kallandi vandamáls að ræða, og
liggja til þess fleiri en ein
ástæða. í fyrsta lagi sé eðlilegt,
að íbúar byggðarlags eins og
Vestmannaeyj a geri kröfu til að
fá óhindraðan aðgang að nægi-
legu neyzluvatni og vatni til
heimilisþarfa. Og í öðru lagi
vofir sú hætta yfir Vtjtmanna-
eyingum öðrum landsmönnum
frekar, að neyzluvatn þeirra,
eins og þess er nú aflað, verði
ónothæft vegna geislavirkni af
völdum kjarnorkusprenging —
Fyrirfram er vitað, að hér er
um mjög fjárfrekar framkvæmd
ir að ræða, vart undir 20—30
millj. kr., og getur ^arla talizt
óeðlilegt, að leitað sé sérstakrar
fyrirgreiðslu ríkisvaldsins, þar
sem um slíka sérstöðu er að
ræða eins og hjá Vestmannaey-
ingum í þessu máli.
PALL s. PALSSON
Hæstaréttarlögmaður
Ber0staðastræti 14.
Simi 24-200.
IMýleg íbúð til sölu
Til sölu éf nýleg, vönduð 3ja—4ra herb. íbúð í vest-
ur enda á sambýlishúsi við Kleppsveg. Teppi á
gólfum fylgja. Hagstæð lán að upphæð ca. kr. 225
þúsund áhvílandi. Mikil útborgun. Er laus nú þegar.
ÁRNI STEFÁNSSON, HRL.,
Málflutningur — Fasteignasala.
Suðurgötu 4 — Sími: 14314.