Morgunblaðið - 28.11.1962, Side 10

Morgunblaðið - 28.11.1962, Side 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 28. nóvember 196* ifgum oréun* saqt „Hvað finnst yður skemmti- legast við dvöl yðar hér á landi?“ „Að fá tækifæTÍ tíl að tala við fslendinga." „Finnst yður það skemmti- legra en vera með landinu, ég hélt kannski þér rnunduð segja: að fara upp í sveit á fögrum sumardegi." „Hivað er land án fólks?“ Það var Bjame Paulson, ambassador Dana á íslandi, sem svaraði þessum spurn- ingum. Hann verður fimrn- tugíur i dag. Af því tiiefni átti ég samtal við hann, stutt samtal. „Reynið þér að gera mig ekki alltof leiðiniegan,“ sagði hann, þegar við kvödd- umst. Ég lofaði þvi. Jakoto Jóhannesson Smári sagði ein hverju sinni, að sonnettan væri gott form vegna þess hiún kærni í veg fyrir acf stoáld byxjuðu að rafla. f>ann- ig er stutt samtal einnig hættuminna en langt. Bjarne Paulson varð sendi- herra á íslandi í febrúar 1960 Síðan hefur hann unnið að því öllum stundum að bæta sambúð Dana og íslendinga. Og toonum hefur orðið mikið ágengt, enda jarðvegurinn góð ur. Hér á hann stóran hóp frænda og vina. Nú fer mjög í tíztku í blaða- samtölum að tala um fram- leiðslu á plasti og tovað Bjame Paulson á heimili sínu (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Að ná í Samtal við Bjarne Paulson sendiherra Dana á íslandi, fimmtucjan í dag mörg kíló af málningu list- málarar nota í þessa mynd- ina eða hina; en maður- inn situr á hakanum. Til að vera þessari nýju stefnu trúr þótti mér rétt að snúa mér þegar í upphafi að úthverf- unni í lífi Bjarne Paulsons, ártölunum. Orð hans fara hér á eftir eins upplýsandi og þau toefðu verið tekin upp á segulband. „Ég lauk kandidatsprófi í lögfræði við Hafnarháskóla 1939 og gerðist starfsmaður í utanríkisráðuneytinu sama ár. Þar var ég til ársins 1946, en þá sendur til Parísar og dvaldist þar til 1949, að ég var sendur til Lundúna, þar sem ég vann í sendiráðinu til 1951, en var svo heima í Kaup mannahöfn frá 1951-1957, að ég gerðist sendiráðunautur í Bonn og var þar, þangað til ég kom til íslands í febrúar- mánuði 1960.“ ★ 'k En nú skulum við snúa okkur að manninum bak við þennan annál. „Ég er kominn til að hafa við yður afmaelissamtal,“ sagði ég við sendiiherrann, um leið og ég settist í stól í einni af stofum sendiráðs- heimilisins. „Eru það launin fyrir, að ég er orðinn fimmtugur?“ svaraði sendiherrann og brosti Ég leit upp á veggina, þar sem blöstu við myndir af Þing völlum og öræfajötoli eftir Jón Stefámsson. Það var góður fé- lagsskapur. „Höfðuð þér oft komið til Éslands áður en þér urðuð sendiherra?" spurði ég. „Tvisvar sinnum. 1928 kom ég hingað með foreldr- um mínum og var hér þrjár vikur, sumpart bjuggum við í húsi Lárusar H. Bjarnasonar við Tjörnina, sumpart vorum við í Brautarholti hjá Ólafi bónda, frænda mínurn, en fað ir toans var föðurbróðir minn. Eims og þér vitið var faðir minn, Ólafur Ágúst Fálsson, fslendingur, fæddur að Gils- stöðum í Vatnsdal en ólst upp á Akri, þar sem nú býr Jón Pálmason alþm. Þegar Páll Ólafsson, afi minn, hætti bú- skap á Gilsstöðum, fluttist hann að Akri, þá var faðir minn fimm ára gamall. Síðar tók Ólafur í Brautarholti við Atori, ag ég held hann hafi selt Jóni Pálmasyni jörðina. Ólaf hef ég þekkt frá því ég var drengur í Kaupmanna- höfn, þangað kom hann að stúdera landbúnað. Hann er að vísu 21 ári eldri en ég, svo ég hef verið mjög ungur, þeg- ar hann kom, en man þó þeg- ar frá þeim tíma vel eftir þessum frænda mínum“. „Hvers vegna fluttist faðir yðar til Kaupmannahafnar?* „Hann var ágætur náms- maður, stundaði nám í Menntaskólanum í Beykja- vík og varð stúdent 1885. Þá fór hann til Kaupmannahafn- ar og lagði stund á lögfræði við Hafnarháskóla, þaðan sem hann brautskráðist 1891. Hann fékik atvinnu í Dan- mörku og stundaði lögfræði störf hjá Kaupmannahafnar- borg, varð m.a. skrifstofu- stjóri. „Honum hefur ekki dottið f hug að koma heim aftur að prófi loknu?“ „Það held ég ekki.“ „Gg tovers vegna settist hann að í Danmörku, var það móðir yðar sem — ?“ „Nei. Hann kynntist henni ektoi fyrr en löngu seinna. Þau giftuist ekki fyrr en 1911. Ég held hann hafi bara un- að vel hag sínum í Kaup- mannahöfn og vHjað dveljast þar áfram. Eða hvi ættum við ekki að gleðjast yfir því að sumir íslendingar hafa fest yndi í útlöndum og sýnt, að þeir geta staðið sig vel þar, ekki síður en toér heima. 9kýr ingin á því, að faðir minn kom ekki tU íslands, liggur því í augum uppi: hann festi rætur í Danmörku." „En hafði hann ekki alltaf samband við Frón?“ „Jú, fjölskyidu sína og noktora skólabræður, eins og Pétur Hjaitested, Sigurð Guð- mundisson og Lárus H. Bjama son. Þegar við komum heim 1928 bauð Lárus otokur að búa í húsinu sínu við Tjarn- argötu. Ég man mjög vel eft- ir ölluim þessum mönnum, þeir voru skemmtilegir og gáf aðir. Sigurður Skólameistari þótti mér alltaf diálítið bónda legur, eða ætti ég kannstoi heldur að segja húnvetnsto- ur?“ „Fenguð þér íslenakt upp- eldi?“ „Nei, ekki sérstaklega. En ég beld ég hafi fengið uppeldi sem var allgóður undirbún- ingur undir störfin hér. Ég er alinn upp í Danmörku, menntun mín er dönsk. Ég er danskuf senditoerra og toef fyrst og síðast skyl-dur við þá stöðu. En ég hef líka ís- lenzkan bakhjall að styðjast við. Hívern d-ag þegar faðir minn kom heim frá vinnu, settist ég hjá honum og hann sagði mér eitt og annað af íslandi, þannig tengdisit ég landinu, toynntist því vel og hef síðan verið bundinn því órjúfandi böndum. Upp- eldi mitt er danskt, en faðir mi-nn sá svo um, að fátt ís- lienztot væri mér framandi. Þegar ég í fyrsta skipti kom að Aikri, það var að sumaiilagi 1960, og sá fjöllin speglast í vatninu, þekkti ég bæði fjöHin og vatnið, og jafn vel kindurnar á beit í græn- um bögum, þetta voru sörnu fjöllin sem faðir minn hafði sagt mér frá, og hann ætlaði sér oft að reyna að kornast upp á þau látill drengur og ná í tunglið, en varð auðvitað of seinn. Þannig toefur fátt kom- ið mér á óvart í þessu landi fólkið er mér nákomið, en tunguna get ég ekki talað. Þó segir frændi minn, Björn Bjarnason, að ég geti borið vel fram ís-lenzto orð, hann er maður fyrir sínar fullyrðing- ar — „Eruð þér einkabarn for- eldra yðar?“ „Jú.“ „Mér datt það í hug.“ „Hvers vegna? Sáuð þér það á mér?“ „Nei, en þér sögðust hafa setið hjá föður yðar, þegar hann kom heim úr vinnunni og tolustað á sögurnar hans.“ „Það getur líka verið á- vinningur að vera einkabarn“. „Er rnóðir yðar dönsk?“ „Já.“ „Hún er þó ekki józk?“ „Hvers vegna spyrjið þér að því?“ „Það væri sterk bianda, józkt blóð og íslenzkt. Sendiherrann brosti. „Hún er fædd í Árósum,“ sagði hann. En af eintoverjum ástæðum bætti hann fljótt við: „Hún er alin upp í Kaup- mannatoöfn. í ættir fram er hún komin af suðurjótum, en ein grein ættarinnar er kom- in af húgenottum". „Hvenær lézt faðir yðar?“ „Þegar ég starfaði í utan- ríkisráðuneytinu, 1941“. „Voruð þér þá farinn að tougsa um að verða sendiberra á íslandi?" „Nei, hvemig átti ég að geta það? Þá voru löndin sam bandsríki, þannig að ómögu- legt var fyrir danskan mann að verða senditoerra á íslandi. En hann gat aftur á móti orðið sendiherra íslands og Dan- merkur í einhverju landi. Það getur verið að mér hafi dottið eittfavað slítot í hug, aiia unga menn dreymir um frama, ætli ekki það? Jú, líklega hef ég etotoert haft á móti því að verða sendiherra fyrir ísiand og Dammöitou, það hefði glatt mig. En það gleður mig ennþá rneira að vera senditoerra Dana á íslandi, betra hlut- skipti gat ég ekki toosið mér“. ★ ★ Senditoerrann stóð upp og fór að tala um myndir Jóns Stefánssonar, hefur líklega séð að ég hafði gaman af að virða þær fyrir mér. „Þekktuð þér Jón Stefáns- son?“ spurði ég. „Ég kynntist honum í Kaup mannatoöfn á stríðsárunum og við urðum mjög góðir vinir.“ „Hvernig kynntuzt þér hon um?“ ,Bg kom á málverkasýn- ingu, sem hann hélt, og varð stórhrifinn af tveimur mál- verkum á sýningunni, Tinda- fjöllum og Höfrungum, sem hanga hérna inni í stofunni við hliðina. Ég skal sýna yð- ur þær.“ Við gengum inn í stofuna, þar sem myndir Jóns voru í fyrirrúmi á veggjum. „Ég keypti þessi málverk Jóns Stefánssonar á árunum 1941-43. Já alveg rétt, ég var að segja yður, hvernig ég kynntist honum. Þegar við hjónin fórurn á málverkasýn- inguna, gátum við ekki gert upp við okkur, hvora mynd- ina við ættum að kaupa, svo ég bað móður mína að koma með okkur á sýninguna og skera úr um, hvor myndin henni þætti fallegri. Við fór- um svo aftur á sýninguna á- kveðin að láta móður mína ráða. Þegar við vorum kom- in inn í sýningarsalinn, spurði ég: „Hvernig líkar þér?“ „Á- gætlega,“ svaraði hún. Svo benti ég henni á myndirnar og spurði, hvora þeirra við ættum að kaupa. Móðir mín horfði stundarkorn á mynd- irnar, en sagði svo ákveðin: Framhald á bls. 14. Höfrungar eftir Jón Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.