Morgunblaðið - 28.11.1962, Síða 11
Miðvikudagur 28. nóvember 1961
MORGUNBLAÐIÐ
11
Jón Stefánsson, listmálari - Minning
HINAR viðkvæmu taugar Jóns
Stefánssonar, sem strengdust og
slöknuðu á víxl í þágu hins
erfiða verks að skapa list, eru
hættar að tifa.
Blóðið, sem ólgaði og sauð,
eins og fljót í vexti, fyrir mál-
efnið list, er sokkið í haf — það
haf, sem öllu heldur til skila.
Listaverkin — andi þeirra og
Styrkur, hlífðarlaus barátta
frumyrkjans, sem af þeim verð-
ur lesin, blífa og drottna fram-
vegis, öldutti og óbornum dýr-
mæt gildi, traustur grundvöllur
að byggja á.
Á efra gangi Bæjarspítala
Reykjavíkur situr fólk á tali. Ég
sé ekk; gjörla, hverjir þar eru,
enda kominn nóvember og farið
að rökkva. Er ég strunsa hjá og
stefni að stofu innar frá á gang-
inum ,er kallað á eftir mér. Ég
snv við og hefi þá fyrir mér Jóp
Stefánsson, ásamt konu hans
frú Ernu, og Ragnar Jónsson í
Smára, í sjúkrakápu. Þau hjónin
eru þarna að heimsækja hann.
Ekki var ég fyrr setztur hjá
beim en Jón byrjar að spyrja
mig spjörunum úr um sýningar,
er hann hafði ekki komizt til að
skoða, eða hvað mér fyndist um
aðrar, sem hann hafði litið á.
Eins og í fyrri daga var ég
kominn þarna í flækju-yfir-
heyrslu og mér virtist hann ekk-
ert mildari í kröfum fyrir hönd
listarinnar en hingað til. Sárfá-
um dögum síðar frétti ég lát
Jón Stefánssonar. Hann hafði
verið fluttur á þennan sama
spítala, ekki mjög þungt hald-
inn, og lagður í næsta rúm við
vininn Ragnar Jónsson, — og
þar lézt hann að morgni næsta
dags, er honum elnaði sóttin
mjög skyndilega.
Fram á síðustu stund varhann
sem sé enn við gamla heygarðs-
hornið, af sama brennandi hug
— að það væri mikil kúnst að
búa til góða mynd.
Á námsárum Jóns eru úti í
Evrópu háð mikil dómþing yfir
hinu gamla litaspjaldi; þessari
brúnu sósu sem þá var, og hafði
lengi verið, alls ráðandi litur í
klassisku málverki.
Nýr eldur guðmóðs og skiln-
ings hafði læst sig um hugi, og
ung kynslóð, með styrka hönd og
prútt hjarta, bar þetta nýfrjálsa
flóð lita og forma á torg, í nafni
impressjónisma, kúbisma og ex-
pressjónisma.
pessi eldur breiddist út og
magnaðist og gerir enn fram á
þennan dag með vaxandi hraða,
þar sem list hefur á annað borð
notið þess að fá að dafna frjáls.
f>að var því líkast, að rofnað
/efði stífla og opnazt flóðgáttir
óstöðvandi unggæðisanda og ný-
mæla í listum.
Hún versla gamla hafði fengið
hastarlegt tilfelli inspírationari
Jón Stefánsson varð nemandi
hins heimsfræga expressjónista,
Henri Matisse á myndlistarskóla
hans, sem hann stofnaði í París
árið 1908.
Ekki verður séð, að Jón yrði
fyrir miklum beinum áhrifum
af Matisse og enn síður verður
hann sakaður um að hafa orðið
\porgöngumaður hans, sem marg
*n henti ella nemenda hans.
Jón hefur ætíð verið með fá-
dæmum sérstæður og sjálfstæð-
ur persónuleiki í list sinni. Mjög
snemma skapar hann sér sinn
eígin stíl, þar sem megin uppi-
Stöðunnar er eins konar sigildur
Still, en að ívafi til áhrif frá
Cézanne. Alla tíð bjó hann að
áhrifunum og þeim anda, er ríkti
í Evrópu, er hann var þar við
nám, á öndverðum manndómsár-
um'sínum. Þetta mótaði alla af-
stöðu hans í starfi hér heima.
Hann var hinn góði, frjálslyndi
ráðgjafi og páfi, jafnt lista-
znanna sem þess opinbera i
myndlistar-frumbýli voru. Ekkj
var sízt til hans leitað, er vér
reyndum fyrst að fóta oss með
samsýningar með framandi þjóð-
um.
Hann var árum saman tengi-
liður vor við umheiminn, af því
að hann hafði kynnzt og hélt
sambandi opnu við ýmsa góða
erlenda forvígismenn í listum,
og einnig vegna þess að hann
fylgdist lika vel með hér heima
fyrir.
Það er táknrænt upp á sívök-
ulan áhuga Jóns á því, er gerð-
ist í listum, að á þeim árum er
hann sat um kyrrt í Reykjavík,
slapp ekki hin minnsta málara-
spíra, er skroppið hafði út fyrir
pollinn, við að hann rekti úr
henni garnirnar við heimkom-
una.
Jón talaði af samúð og með
fyllstu virðingu um nútíma list.
Gat beinlínis verið eldheitur for-
svarsmaður hennar, bæði í orði
og á borði, aðeins ekki á eigin
dúkum.
Lífsverk Jóns Stefánssonar
verður að teljast mikið að vöxt-
um, þótt til séu hér málarar, sem
málað hafa fleiri myndir.
Með Jóni Stefánssyni kemur
inn á íslenzkan myndlistarvett-
vang það nýmæli að þjóna lista-
verkinu sem slíku, sem sjálf-
stæðu fyrirbæri, en ekki endur-
sögn fjallanáttúru. Honum næg-
ir ekki hin stíllausa hermisögn
náttúrunnar. Fyrir þetta mun
ekki hafa verið örgrant um, að
hann væri grunaður um véla-
brögð eða paurans merkilegheit.
Jón er engum manni líkur í
myndum sínum enda þótt hann
máli allklassiskan stíl. Mynd
hans „Höfnin“ er dæmi þeirrar
sígildu myndtúlkunar, sem hér
er átt við. í þessari mynd skipt-
ast á þungar láréttar línur — í
jafnbola skipsbúkum og löngum
hafnargörðum — við lóðréttar
og rísandi línur reykháfanna
með voldugum gufuklökkum er
stíga upp í tign og reisn og
dýpka sviðið með endurspeglun
í vatninu. Inntak þessarar mynd-
ar tendrar hjá áhorfandanum
hátíðlega kennd um lífigædda
ró, alvöru og þögn.
Stundum kvartaði Jón Stef-
ánsson undan því að sér hefðu
ekki verið meðfædd hin léttu
málaragrip eða leikandi pensil-
hönd. En hvað sem um það er,
þá bera myndir hans það með
sér, sem ekki er minna um vert
— að þær eru afkvæmi öflugs
vilja, mikillar geðhæðar, en þó
kannski fremur en nokkuð ann-
að undirstöðugóðrar menntunar
og reynslu og óvenjulegra gáfna.
Jón er mikils metinn málari
í Skandínavíu og hefur notið þar
margvíslegrar viðurkenningar,
m. a. gerður heiðursfélagi lista-
háskóla, auk þess sem honum
hafa — í Danmörku sérdeilis —
hlotnazt öll helztu verðlaun og
virðingarmerki, er beztu mynd-
listarmönnum einum eru veitt
þar í landi.
Hið mikla haf er við komum
frá og hverfum til heldur öllu til
skila. Þeir, sem á ströndinni
standa, telja sig að vonum miklu
svipta, en afreksmaðurinn hefur
á löngum starfsdegi borið margt
undan sjó, framtíðinni að búa við
og varðveita vel.
Svavar Guðnason.
ÞAÐ er í vissum skilningi hægt
að segja að listaverkið lifi höf-
und sinn, en það heldur jafn-
framt nafni hans á lofti. Ævi
mannsins eru takmörk sett, en
listin er eilíf á mælikvarða okk-
ar jarðneska lífs. Þessvegna
verður listamaðurinn tákn hins
veika og forgengilega; listin
tákn þess sterka, óbrotgjarna og
eilífa. Ég fyrir mitt leyti álít að
flestir listamenn hafi fyrr og síð-
ar haft þetta á tilfinningunni og
þar með eignast þá auðmýkt og
undirgefni, gagnvart listinni,
sem er svo nauðsynleg allri list-
sköpun. Þessi tilfinning mun
aldrei hafa reynzt listamönnum
fjötur, heldur vakið fögnuð, og
gefið þann styrk sem trúin á
hinn guðlega mátt getur ein
veitt. Þegar ég hugsa til Jóns
Stefánssonar, sem við erum nú
að kveðja í hinnzta sinni, kemur
mér fyrst í hug eldhugi hans í
starfi, og hin djúpa lotning hans
fyrir listinni. Og hann átti í rík-
um mæli til að bera, það hrein-
lyndi og raunsæi, að finna til
smæðar einstaklingsins og veik-
leika; gagnvart helgi og styrk
þeirrar listar sem mannkynið
hefur skapað og unnið að frá
örófi alda.
Jón var að eðlisfari tilfinninga
næmur og fíngerður. Það fór því
fyrir honum sem mörgum góð-
um listamönnum fyrr og síðar.
Næmleiki hans og vandfýsni varð
að tiliitslausri sjálfsgagnrýni.
Vinnubrögð hans urðu því í
mörgum tilfellum áþekk því,
sem heimildir, bæði gamlar og
nýjar, greina í sambandi við
vinnúbrögð sumra hinna miklu
listamanna. Piero della Francesca
fékk á sínum tíma átta ár til að
mála eina altaristöflu. Hann
bætti við öðrum átta og kláraði
myndina á sextán árum. Og það
er þekkt saga, að þegar Cezanne
málaði mynd af listaverkasalan-
Það er nú orðið langt síðan ég
sá verk Jóns Stefánssonar í fyrsta
skipti, líklega eitthvað fjörutíu
ár. Ég uppgötvaði í þeim margt
nýtt, og sem ég hafði ekki komið
auga á áður í listinni. Mér birt-
ust hér ný einkenni íslenzkrar
náttúru, og ég sá ný áhrif frá
erlendri listmenningu í þessum
verkum. Mér komu í hug málar-
ar eins og Courbet og Cezanne,
einnig sú list sem þá var alveg
ný: Kubistarnir — Fauvist-arnir,
og þar Mattisse meðtalinn — en
Jón Stefánsson hafði verið læri-
sveinn hans, eins og kunnugt er.
f þessum myndum Jóns var
margt nýtt að sjá fyrir ungan
mann og óreyndann í listinni,
eins og ég var þá, enda vöktu
þær áhuga minn og aðdáun. Hér
var lögð áherzla á form, og á
stærðir, eða samspil þeirra, og á
myndbyggingu; í stuttu máli það
sem kalla mætti hina óhlutkendu
hlið myndlistarinnar. En jafn-
framt hafði Jón mjög næmt
auga fyrir hinu innra lífi íslenzkr
ar náttúru, ljósbrigðum og sí-
breytilegum stemningum, og síð-
ast en ekki sízt hinu safarika
litauðgi landslagsins. Ég upp-
götvaði fljótlega að ég var ekki
einn um aðdáun mína á þessum
meistara, sem var mér þó alveg
nýr, því smám saman kynntist
ég ungum listamönnum á mínu
reki. Þeir höfðu allir þá sömu
sögu að segja: Jón Stefánsson
var sá góði andi og mikli lista-
maður, sem við lærðum af og
litum upp til. Síðar kynntist ég
svo Jóni, og féll mér strax mjög
vel við hann. Það var þægilegt
að vera í návist hans. Hann var
ákaflega skemmtilegur, kurteis
og viðmótsþýður, og hafði frá-
bæra frásagnargáfu. En stund-
um fann ég einhverja logandi
glóð og sterkt afl að baki. Jón
var laus við sýndarmennsku,
tilgerð og listamannshroka. Mér
fannst hann alltaf velviljaður í
garð stéttarbræðra sinna og
kröfuharður held ég hann hafi
ekki verið, nema við sjálfan sig.
um Vollard þá sat hann fyrir í
eitt hundrað og þrjú skipti, fjóra
til fimm tíma í senn. Þá hætti
Cezanne í bili og sagði við Voll-
ard: „Nú get ég haldið áfram án
þín“. Vollard spurði Cezanne
hvernig honum líkaði myndin.
„Ég er“, svaraði Cezanne, „ekki
alveg óánægður með sumt í
sky rtubrj óstinu“. Svona voru
vinnubrögð þeirra er beztir
reyndust og mest kunnu. Þetta
vissi Jón Stefánsson og líka hitt,
að svona vinnubrögð reyndust
þau haldbeztu til þess að ná til-
ætluðum árangri.
Það er mikils að sakna þegar
þessi mikli listamaður, og bjarti,
sterki persónuleiki hverfur nú
frá okkur. Honum ber mikið að
þakka, því lífsstarf hans var
falslaust,’ og mun því reynast
sterkt og óbrotgjarnt. En hrein-
skilni hans gagnvart sjálfum
sér og tillitsleysi í kröfum er
hann vann að list sinni, var sú
fyrirmynd og arfur, er hann lét
listamönnum sérstaklega í té.
Megi þessi arfur lifa áfram í
hugskoti okkar. Megi andi Jóns
Stefánssonar lifa meðal íslenzkra
listamanna.
Gunnlaugur Scheving.
JÓN STEFÁNSSON er nú horf-
inn af sjónarsviðinu, en andi
hans stendur föstum fótum í ís-
lenzku menningarlífi. Slíkur mað
ur var Jón.
Með þessum fáu orðum vil ég
minnast mikilmennis, sem hasl-
aði sér völl, ekki aðeins meðal
sinnar litlu eyþjóðar, heldur og
meðal stærri og voldugri þjóða
Evrópu.
íslenzk myndlist stendur í mik
illi þakkarskuld við Jón Stefáns-
son. Hann var sannkaMaður mátt
arstólpi þessarar ungu listgreinar,
jafnt sem brautryðjandi, listamað
ur og maður. Hann setti það for-
dæmi, sem íslenzkum var bæði
hollt og nauðsynlegt veganesti.
Hann var jafnan hinn strangi
meistari, sem allir báru virðingu
fyrir og dáðu. Hann var fastur
í skoðunum, en þó síungur og
leitandi í Mst sinni. Hann var
gagnmenntaður listamaður, kröfu
harður og ósérhlífinn, sívinnandi
að nýjum og miklum verkefnum.
Honum var aldrei gefin sú værð
að geta sætt sig við að hvíla á
unnum lárviðarsveigum. Hann
beitti sig ströngum sjálfsaga og
slakaði aldrei á kröfunum til
verka sinna, þrátt fyrir vanheilsu
síðari ára. Verk Jóns voru aldrei
yfirgefin, fyrr en þau höfðu tekið
á sig svipmót hans og hann var
t>ess fullviss, að nú gæti hann
ekki gert betur. Hann lagði sig í
Mma við að styrkja byggingu mál
verksins, mest aUra Mstamanna
eldri kynslóðarinnar, og skapaði
með því strangan móral innan
Ustgreinar sinnar.
Maðurinn Jón Stefánsson var
einn þeirra fáu, sem maður kynn
ist á Mfsleiðinni, sem alltaf var
unun að hitta og ræða við. Hann
var sérstaklega hlýr maður með
ómótstæðilegt bros, sem alltaf var
innilegt og yljaði manni um
hjartarætur. Hann var einstak-
lega skemmtilegur í samræðum
og gat látið hugann reika víðs
vegar í tíma og rúmi. Samræður
um list við Jón Stefánsson voru
eitt af því ánægjulegasta, sem
fyrir ungan Ustamann gat komið.
Hann fylgdist vel með því, sem
var að gerast í listgrein hans, og
hafði myndað sér skoðanir um
hvaðeina. Hann gat verið stór-
yrtur og hnyttinn, ef svo bar und
ir, og jafnan var hann óhræddur
við að láta áUt sitt í ljós. En Jón
Stefánsson var hlédrægur mað-
ur, og ég held, að mestu ánægju-
stundirnar hafi hann, lifað, er
hann hafði lokið verkefni, sem
hann gerði sér vonir um, að væri
gott listaverk. Ég tek svo til orða
hér, vegna þess að ég efa, að
Jón Stefánsson hafi nokkru sinni
verið fullkomlega ánægður með
það, sem hann lét frá sér fara.
Svo takmarkalaus var vand-
virkni hans. Svo miskunnarlaus
var hann gagnvart eigin verkum.
Að árum var Jón Stefánsson
orðinn gamall maður, í anda var
hann ætíð ungur. Hann undi þvl
lítt, að líkaminn entist ekki á
við andann, og síðast er fundum
okkar bar saman, kvartaði hann
sárann um vanheilsu, en lét þess
jafnframt getið, að hann ynni þó
alltaf eitthvað á hverjum degi.
Um leið og hann lauk setning-
unni, brosti hann ljúfmannlega,
og það var eins og augnaráð hans
segði: „Guði sé lof“.
Jón Stefánsson var einn af þess
um sérstæðu sjentilmönnum, sem
ekki líða manni úr minni. Hann
var í senn rammur íslendingur,
sem stóð föstum fótum í íslenzkri
menningu, og víðsýnn heims-
borgari, sem þekkti og skildi
menningu Evrópu. Hann var
gagnmenntaður listamaður, sem
hafði mikil áhrif, hvar sem verk
hans voru sýnd, og enginn, sem
nokkru sinni kynntist Jóni Stef-
ánssyni, mun gleyma persónutöfr
um þessa einstæða listamanns.
MyndMst á íslandi er ef til vill
sú listgrein, sem fengið hefur
mestan framgang á skemmstum
tíma. en þáttur Jóns Stefánsson-
ar í því ævintýri er ómetanlegur.
Ég vil þakka fyrir þann ómetan-
lega skerf, sem Jón Stefánsson
hefur lagt íslenzkri myndMst og
menningu, og vona ég, að virðing
mín fyrir honum verði lesin úr
þessum línum.
Eftirlifandi ekkju Jóns, frú
Ernu Stefánsson, votta ég sam-
úð mína og færi henni þakkir fyr
ir ómetanlegan stuðning, er hún
veitti manni sínum, fyrir þá um-
önnun, er hún sýndi hinum mikla
málara.
Valtýr Pétursson.
Fæddur 22. febrúar 1881.
Dáinn 19. nóvember 1962.
Æ’t uppvaxtarár og nokkrar
endurminningar.
Framhald á bls. 15.