Morgunblaðið - 28.11.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.11.1962, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 28. november 1962 JlírrgwMaMli Otgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. f lausasölu kr. 4.00 eintakdð. FRAMSÓKN GERIR SÉR HÆTTUNA LJÖSA (JTAN ÚR HEIMI | ---—--—------^ Þegnar kans vilja að hann kvænist, en sú, sem hann elskar er kaþólsk rf einhverjir kynnu að hafa viljað afsaka framferði Framsóknarflokksins „í þjóð- fylkingarbaráttunni“ með kommúnistum, með því að þeim væri ekki ljóst eðli þeirrar baráttu og takmark kommúnista, þá er það ekki hægt lengur, því að í gær lýsir Tíminn því yfir, að kommúnistar hér séu sama manngerðin og þeir, sem stóðu að valdaráninu „í Tékkóslóvakíu, Ungverja- landi og víðar“, sem raunar var fyrir löngu vitað af öðr- um. í viðtali, sem Morgunblað- ið átti fyrir tíu dögum við Áka Jakobsson, komst hann þannig að orði, þegar hann var spurður að því, hvort honum hefði aldrei dottið í hug að beita ofbeldi í Ný- sköpunarst j órninni. „Nei, það datt mér ekki í hug. Það var talað um að ég fengi dómsmálin í hendur, en ég vildi það ekki af ótta við að komast einn góðan veður- dag í þá aðstöðu að þurfa að beita valdi og þá yrði freist- ingin of sterk. Það má Bryn- jólfur eiga, að ég held hann hafi hugsað eitthvað svipað. Svo varð Finnur Jónsson, dómsmálaráðherra, eins og þú veizt, þó hann væri ekki lögfræðingur“. í tilefni þessara orða Áka Jakobssonar, segir Tíminn, að forystumenn Sjálfstæðis- flokksins hafi getað hugsað sér, að kommúnistar fengju dómsmálin í hendur í Ný- sköpunarstjórninni, þótt slíkt felist raunar alls ekki í orð- um Áka, heldur hitt að þann möguleika hafi kommúnistar rætt í sinn hóp, áður en frá stjórnarmyndun var gengið. Staðreynd er, að kommúnistar fengu ekki dómsmálin. En aðalatriðið er, að í tilefni af þessum um- mælum gefur Tíminn í gær eftirfarandi yfirlýsingu: „Með þvi (þ.e. embætti dómsmálaráðherra) hefðu kommúnistar fengið valdið yfir gæzlu laga og réttar í landinu, en það var einmitt þetta vald, sem þeir notuðu fáum árum síðar í Tékkósló- vakíu, Ungverjalandi og víð- ar, til að brjóta andstæðinga sína á bak aftur og tryggja full yfirráð Rússa“. Og síðar segir: „Sannarlega skyldi enginn láta blekkjast af hræsnis- skrifum manna, sem eru nú uppvísir að þeirri sök að hafa boðizt til að leggja gæzlu laga og réttar í landinu í hendur kommúnista“. Framsóknarmenn játa þann ig, að þeir geri sér fulla grein fyrir því, að kommúnista- deildin hér á landi er ná- kvæmlega sama eðlis og í þeim löndum, þar sem hún sveik þjóðir sínar undir jám- hæl heimskommúnismans. — Þetta á heldur engum að geta dulizt, eftir valdaránið í lepp- ríkjunum, þótt lýðræðislegir forystumenn í þessum ríkj- um hafi það sér til afsökunar, að þeir gerðu sér þá ekki grein fyrir því, að kommún- ískir samstarfsmenn þe’irra voru þjóðsvikarar, sem reiðu- búnir voru til að beita of- beldi, ef þeir fengu skipun um það. Þeir menn hafa hinsvegar enga afsökun, sem þrátt fyrir þessar upplýsingar ganga til samstarfs við kommúnista og greiða götu þeirra til valda- ráns. AÐSTOÐIN VIÐ KOMMÚNISTA ótt Framsóknarmenn hafi nú lýst því yfir, að kommúnistar hér á landi séu sama manngerðin og sú, sem í Tékkóslóvakíu, Ungverja- landi og víðar, braut and- stæðinga sína á bak aftur og tryggði full yfirráð Rússa, herða þeir baráttuna í þágu kommúnismans. í sama blaði og Framsókn- armenn lýsa þannig eðli kommúnista hér á landi, ráð- ast þeir með heift að lýð- ræðissinnmn og nefna þá jafnvel nazista og Hitlersað- dáendur. Ekkert getur þjón- að kommúnistum betur en það, að reynt sé að læða því inn hjá almenningi, að innan lýðræðisflokka séu verstu einræðis- og glæpatilhneig- ingar í hávegum hafðar. — Hvarvetna nefna kommúnist- ar helztu andstæðinga sína fasista og reyna á þann hátt að telja fólki trú um, að í rauninni séu ekki til neinir sannir lýðræðissinnar. Nú orðið er hinsvegar litið þannig á kommúnista í lýð- ræðisríkjum, að þeim verður lítið ágengt í áróðri sínum. Þess vegna gleðjast þeir á- kaflega, þegar þeir fá í lið AGA KHAN IV., sem þekkt- ur var undir nafninu Karim prins, þar til afi hans Aga Khan, lézt 1957, er andlegur leiðtogi 20 milljóna Múhameðs trúarmanna. Hann er ókvænt- ur og nú eru hinir trúuðu þegn ar hans orðnir óþolinmóðir. Þeir vilja að leiðtogi þeirra kvænist og eignist erfingja. -- XXX ---- Þegar Karim, sem nú er 25 ára og talinn beinn afkomandi spámannsins Múhameðs, heim sótti fyrir skömmu nokkurn hluta þegna sinna í austri, kvöddu þeir hann með þessum orðum: Aga Khan VL — Þeir trúuðu eru að missa þolinmæðina. Þeir skilja ekki með sér lýðræðissinna til þess að stimpla andstæðing- ana aðdáendur einhverra mestu glæpamanna sögunn- ar. —- Framsóknarmenn vita full- vel, hvað þeir eru að gera, þegar þeir ganga til liðs við kommúnista í þessari áróð- ursiðju. Þeim er ljóst, að með því eru þeir að leitast við að grafa undan trú landsmanna á lögum og rétti. Þeir telja þetta þó nauðsynlegt með hliðsjón af því, að þeir gerð- ust þeir ógæfumenn að brjóta gegn lögum og dómum á Al- þýðusambandsþingi. Sú athöfn Framsóknar- manna að standa með komm- únistum að lögbrotunum á Alþýðusambandsþingi er að vísu naumast fyrirgefanleg, en hitt er þó hálfu verra, að þeir skuli þjappa sér fast upp að kommúnistum í áróðurs- iðju þeirra og einskis svífast. LÍNURNAR SKÝRAST ¥Tndanfarna daga hafa lín- ^ urnar skýrzt í íslenzkum stjórnmálum. Framsóknar- menn hafa lengi neitað því, að þeir væru í nánu samstarfi hvers vegna þú hikar svona lengi við að velja þér konu ... Ef Múhameðstrúarmennirn- ir í Indlandi, Pakistan, Afgan- istan, Súdan og Egyptalandi, fylgdust með því, sem gerist í samkvæmislífinu í Evrópu, myndu þeir sennilega skilja betur hvers vegna Karim kvænist ekki og þeir myndu einnig skilja, að óþolinmæði þeirra eykur á þá erfiðleika, sem hinn ungi Aga Khan á við að etja. Hann vill gjaman kvænast og hefur þegar fundið sér konu efni. En hann er í miklum vanda, því að hann getur ekki haldið tignarstöðu sinni og hin um miklu tekjum, sem hann hefur af henni, ef hann kvæn ist sinni hjartans útvöldu. Að ur en afi Karims lézt 1957 hafði hinn ungi prins lofað honum, að kvænast aldrei konu, sem ekki væri Múham- eðstrúar. Þegar hann gaf þetta loforð var það auðvelt fyrir hann, því að hann hafði ekki kynnzt hinni fögru Anouchu von Mehks, dóttur flótta- manns frá Lettlandi, sem nú er verksmiðjueigandi í París. Karim og Anouchka hittust fyri 1959 í næturklúbb í St. Tropez í S-Frakklandi. Þegar hann bauð henni upp í dans kynnti hann sig og sagði: — Ég er Aga Khan. — Já, það er sennilegt, svar aði hún, Pétur mikli var afi minn. við kommúnista, þótt Morg- unblaðið hafi haldið því fram og fært að því gild rök. Nú er hinsvegar þannig komið, að ekki þarf um þetta að deila. Á Alþýðusambands- þingi sýndu Framsóknar- menn, að ekki gekk hnífur- inn á milli þeirra og komm- únista, jafnvel ekki þegar að því kom að fremja þurfti lög- brot, og síðan hafa þeir sízt verið eftirbátar kommúnista í „þjóðfylkingarbaráttunni". Þannig er nú orðið um tvær fylkingar að ræða í hinu íslenzka þjóðfélagi, annars vegar er bandalag Framsókn- armanna og kommúnista og hinsvegar þeir tveir- lýðræðis- flokkar, sem standa að Við- reisnarstjóminni. Þá greinin auðvitað á um ýmislegt, en eru þó báðir staðráðnir í að standa vörð um lýðræði og frelsi þjóðarinnar og leitast við að styrkja fjárhagslegt sjálfstæði hennar. Hin fylkingin ætlar sér að ná völdum og mynda stjórn, sem kommúnistar segja „að eigi að vera alþýðustjóm eða þróast upp í það“. Þetta þurfa allir íslendingar að gera sér ljóst, og þá er ekki hætta á því að þeir tefli sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar í voða. Þau urðu ástfangin og síðan hafa þau alltaf hitzt þegar tækihm hefur gefizt. Nú vilja hinir trúuðu þegnar Aga Anouchka frá París. Khans koma honum í hjóna- band og hann verður að kvæn- ast stúlku úr þeirra hópi, en Anouchka er kaþólsk. Um þessar mundir dvelst Aga Khan í Bombay á Ind- 1-andi og hugsar um framtíðina. Á hann að fara að dæmi Ját- varðs VIII., fyrrverandi Breta konungs, og taka ástina fram yfir tignarstöðuna, eða á hann að gegna áfram skyldum sín- um, Aga Khan? Það er erfitt, jafnvel fyrir afkomanda spámannsins, að taka slíka ákvörðun. Erlendar fréttir í stuttu máli París, 24. nóv. - AP. Það var tilkynnt í aðalstöðv- |um Aitlantshafsfbandalagsins í dag, að ráðherrafundur banda- lagsrikjanna yrði haldinn 13,— 1'5. desemiber. Þá munu koma saman utan- ríkis- varnarmála- og fjármála- ráðherrar NATO-ríkjanna. Berlín, 24. nóv. - AP. Þrír A-þjóðverjar flúðu í dag frá A-Berlín yfir í vesturhlut- ann. Þeir syntu yfir skipaskurð í skjóli nætur. * Cape Town, 24. nóv. - NTB. Lögregla gerði húsleit og framkvæmdi fjöldahandtökur annað kvöldið í röð í bænum Paarl, nærri Cape Town. 4Ö blökkumenn voru handteknir. Fyrir nokkrum dögum kom tii mikilla óeirða í bænum og létu a.m.k. 6 blökkumenn og 2 hvítir menn lífið í þeim átökum. n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.