Morgunblaðið - 28.11.1962, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 28.11.1962, Qupperneq 13
MiSvikudagur 28. nóvember 1962 MORGUNBLAÐ1Ð 13 New York, laugardag 24. nóvember. 1>AÐ er einkennilegt að vera staddur á Fifth Avenue fjölfarnasta breiðstræti þess- arar miklu borgar, auðu og nær mannlausu um hádag. Hvar er allur manngrúinn, sem var hér í gær og fyrra- dag? Það er fimmtudagur 22. nóv ember, „þakkargjörðardagur“ Bandaríkjamanna. Þann dag heldur fólkið sig á heimilum sínum og heldur hátíð eftir efnum og ástæðum. Þessi dag * ur hefur verið hátíðlegur haldinn allt frá dögum hinna fyrstu evrópsku landnema í Norður-Ameríku. Þeir þökk- uðu guði sínum að lokinni uppskeru fyrir gjafir hans og mildi. Kalkúni, sem Banda ríkjamenn kalla „Tyrkja“ var slátrað og fjölskyldan safnaðist saman til bænagerð ar og síðan veizlu. Enn þann dag í dag er Tyrkjanum slátr að og guði þakkað fyrir upp- skeruna og allt það góða, sem einstaklingunum og þessari dugmiklu og auðugu þjóð Sígtirður Bjarnason: „Skuggl litlu þjóð annaM yfir SÞ. friði fyrir vitfirringu og æffl múgmennskuimar. • Tveir þriðju hlutar mannkynsins svelta í árbók Sameinuðu þjóðanna er einnig frá þvi skýrt að tveir þriðju hlutar mannkynsins fái ekki nægilega næringu. Um 65% af jarðarbúum hafa aðeins 17% af heildartekjum mannkyns ins. íbúar Evrópu, sem eru 22% jarðarbúa, hafa hins vegar 35% af heimstekjunum og Bandaríkja menn, sem eru 6% mannkyns- ins hafa 42% af beimstekjun- urh. Þær þjóðir, sem mestan mat hafa og beztrar næringar njóta eru Norðurlandaþjóðirnar, Ástralía, Austurríki, Sviss, ír- land, Bretland, Bandaríkin, Ar- gentína og Nýja-Sjáland. Þj óðir þessara landa eiga kost á um eða yfir 3000 hitaeiningum í dag legri fæðu sinni. • Ný riki í Sþ. Á þessu þingi Sameinuðu Þjóðanna hafa 6 ný ríki bætzt í samtökin. Eru fjögur þeirra í Afríku en tvö í Ameríku, Eru hinar Sameinuðu þjóðir nú orðn- ar 110 talsins. Hin nýju ríki eru þessi: Burundi í Austur-Afríku um 28 þús. fermílur að stærð með 2,2 millj. íbúa, sem nær allir eru svartir. Rwanda, 26 þús férmílur, íbúa fjöldi 2,7 millj. svertingja. Þessi tvö nýju ríki voru áður ein nýlenda er nefnd- ist Rwandi-Urundi. Laut það lengi Þýzkalandi en var í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar sett undir stjórn Belga, sem stjórnuðu landinu þar til nú, að 'því var skipt í tvö ríki og veitt sjálfstæði. Þriðja Austur-Afríku ríkið, se rnn úhefur öðlazt sjálf- stæði og gengið í Sþ. er Uganda. Stærð þess er 94 þús. fermílur Vaxandi áhrif Aslu og Afríkuþjóða hefur hlotnazt. En nú er svo komið að í áratugi hefur hin mikla uppskera verið eitt af aðal vandamálum amerísks landbúnaðar. Offramleiðsla landbúnaðarafurða kostar ríkissjóð mikil útgjöld. Ógrynni af bandarísku korni Ihefur verið gefið fátækum þjóðum og notað til efnahags- legrar aðstoðar og upphygg- ingar víðs vegar um heim. „Þakkargjörðardagur“ Banda- ríkjamanna og sú hugsun, sem bak við hann liggur er fallegur siður, sem á sterkar rætur í Ihjörtum þjóðarinnar. Hann er ein mesta hátíð ársins, sem hefur að sjálfsögðu í för með sér mjkla önn og viðbúnað á heimilum fólksins. En allur hátíðarviðbúnaður Ihefur margar hliðar. Ein er sú, sem snýr að umferð og ferðalög iim. Á þessuim þakkargjörðar- degi fórust 11 manns í umferðar- slysum í New York ríki og 171 í öllu landinu. • Mannfjöldinn í heimlnum. Samikvæmt upplýsingum, er Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út voru íbúar jarðarinnar árið 1959 2905 milljónir. Hefur þeim Bíðustu árin fjölgað uim 48 millj. á ári og eru því orðnir rúmlega þrír milljarðar. Árið 1600 er talið að mannkyn ið hafi verið 300-400 milljónir manna. Tveimur öldum síðar hafi sú tala tvöfaldazt. Um alda- mótiin 1900 eru jarðarbúar orðn- jr 1500 milljónir. Sextíu árum eíðar hefur sú tala tvöfaldazt. Með þessari fjölgun er talið að tm næstu aldamót muni jarðar búar vera orðnir 6—7 milljarðar ef þróunin fær að ganga sinn gang. Gert er ráð fyrir að 100 •nilljónir manna fæðist árlega á næstu áruim en um 52 milljón- ix deyi. Þýðir það að fjölgunin nemur eins og fyrr segir um 48 milljónum á ári. Svarar það til þess að mannkyninu fjölgi um fimm þúsund rnanns á hverri klukkustund eða um 85 manns á mínútu. Árið 1959 eru þessi lönd fjöl mennustu lönd heimsins: Meginland Kína með 669 millj. Indland 403 milljónir, Sovétrík- in 210 milljónir og Bandaríikin með 178 milljónir. í þessum fjór um löndum búa þá 1460 milljón ir manna, eða rúmur hekningur mannkynsins. Næst að mannfjö'lda er Japan með 93 milljónir. Lönd með í- búafjölda yfir 50 milljónir eru Brazilía, Indónesía, Pakistan, Vestur-Þýzkaland og Bretland. Meðalfjölgun mannkynsins í heild nemur um 17 af þúsundi á ári. En í einstökum löndum og álfum fjölgar fólkinu miklu örar. Mest er fjölgunin í Kína. Þar nenvjr hún nær 28 af þús- undi á ári. í Suður-Ameríku fjölgar fólkinu um 26 af þús- undi á ári. íbúar Asíu eru nú taldir 1624 milljónir eða töluvert fleiri en helmingur allrar jarðarbúa. í Evrópu er fjölgunin miklu hægari eða um 8 af þúsundi að meðaltali á ári. Yfirburðir Asíu að því er mannfjölda varðar verða því meiri með hverju ár inu, sem líður. • fsland strjálbýlasta landið. Evrópa er þó ennþá þéttbýlasta heimsálfan með að meðaltali 85 manns á hvern ferkílómetra Asía er ekki langt á eftir með 60 á ferkílómetra. Meðalfjöldi íbúa heimsins á hvern ferkílómetra er 21 maður. Þéttbýlasta land heims er Hol- land með 350 íbúa á ferkílómetra. Strjálbýlustu löndin eru hins vegar: ísland, Kanada og Ástra lía. Þar eru færri en tvær mann eskjur að meðaltali á ferkiló- rnetra. Okkur fslendingaum er gjarnt að barma okkur yfir fámenni okikar og strjábýli og víst er dýrt og erfitt fyrir litla þjóð að búa í stóru og hrjóstrugu landi. En landrýmið á íslandi, bæði rækt anleg.t land og öræfi, firðir, dal ir, heiðar og óbyggðir felur í sér stórkostleg auðæfi, sem er hinn mikli sparisjóður framtíð arinnar. Samfærsla byggðarinn ar á undanförnum árum hefur í stórum dráttum verið eðlileg af- leiðing af gerbreyttum atvinnu og þjóðlifsháttum. En það bæri vott mikilli skammsýni ef menn og íbúafjöldi 6,5 millj. Af þeim eru aðeins 11 þús. hvítir menn Uganda var áður brezk nýlenda Verður það áfram í brezka sam- veldinu. Fjórða Afrikuríkið er Alsír, sem er 850 þús fermílur að stærð með um 10 millj. fbúa, þar af eina millj. af frönskum og evr- ópskum ættum. Alsír var eins og kunnugt er frönsk nýlenda. Aðdragandi Sjálf stæðis þess var 7—8 ára styrjöld. Tveir Asíumenn, U Thant framkvæmdastjóri SÞ og Múhammed Zafrullah Khan forseti 17. allsherjarþingsins (til hægri). drægju af því þá ályktun, að islenzk byggð eigi um alla fram tíð að verða bundin við örfá svæði á landinu en meginbluti ísands afréttir refa og minka.! Þróunin mun ekki ganga í þessa átt nema takmarkaðan tíma. ísland framóíðarinnar verður alit byggt, ekki vegna þess að áfthagaást eða róman- tík reki fólk út um nes og upp til dala, heldur vegna hins að það vantar land. Land til þess að reka búskap á grundvelli nýrrar þekkingar á náttúru og gæðum landsins, land til þess að byggja upp verstöðvar og iðjuver við beztu fiskimið heimsins, og síðast en ekki sízt land til þess að njóta lifsins í Hin tvö nýju ríki í Vesturálfu eru Jamaica, sem er smáeyja í Karíbaihafinu, rúmlega 4 þús. fermílur að stærð og Trinidad eyjar tæplega 2 þús. fermílur að eyjur tæplega 2 þús. fermílur að stærð. íbúafjöldi á Jamaica er 1,6 millj., flestir svartir eða þel dökkir en á Trinidad og Tobago 827 þús., einnig flestir þeldökk- ir. Bæði þessi nýu rrki voru brezkar nýlendur og verða áfram innan samveldisins. Uganda var 110. ríkið, sem gekk i Sameinuðu þjóðirnar. Áð ur en ræður hófust á þinginu til þess að bjóða það velkomið var fáni hins nýja ríkis dreginn að hún meðal fána annarra þjóða fyrir framan aðalstöðvarnar. Forseti Rwanda, Gregoire Kay- ibanda flytur ræðu á þingi Sþ. Þannig heldur þróunin áfram. Nýlenduþjóðirnar fá sjálfstæði hver á fætur annaxri og skipa sér í sveit frjálsra þjóða innan aTheimssamtakanna. Stofnendur Sameinuðu þjóðanna voru aðeins 51. Nú eru þær orðnar 110. Þó eru stórveldi eins og Kína og Þýzkaland enn utan þeirra og inn byrðis klofningur hindrar nokkr ar aðrar þjóðir frá þátttöku. • „Skuggi litlu þjóðanna“. Sumum þykir nóg um hina öru fjölgun meðlimaþjóða Sþ. Og tala um „skugga Htlu þjóð- anna“ yfir samtökunum. Á alls herjarþinginu hafa allar þjóðir, stórar og smáar jafnan atkvæð- isrétt. En stórveldin hafa neitun arvald í Öryggisráðinu. í því eru í raun og veru fólgin úrslitaá- hrif þeirra á starf og stefnu sam takanna. Dag Hammarskjöld sagði að stórveldin gætu e.t.v. verið án Sameinuðu þjóðanna. En litlu þjóðirnar gætu það ekki. Er það áreiðanlega orð að sönnu, þrátt fyrir margvíslegan ófullikomleika samtakanna. En stóru þjóðirnar þurfa einnig á þessari viðleitni til að vernda heimsfriðinn að halda. Sameinuðu þjóðirnar eru tæki mannkynsins til þess að hindra tortímingu jarðarbúa í nýrri styrjöld en tryggja lií og framiþróun á jörðinni. Þetta tæki getur verið ófull- ikiomið og vanþroska. En það verður að vera til. Án þess er ekki hægt að vera. • Áhrif Asíu og Afríku. Meirihluti hinna Sameinuðu þjóða er nú Asíu og Afríku þjóð ir. Framk'væmdastjóri samtak- anna er Asíumaður U Thant frá Burrna og forseti Allsherjarþings ins er Asíumaður Muhammed Zafrullah Khan frá Pakistan. Þannig setja hin nýju ríki og ungu þjóðir í stöðugt vaxandi mæli svip sinn á alþjóðasamtök in. Ekki fer hjá því að mörgum finnist stundum lausingjabragur á framikomu og málafylgju sumra fulltrúa þessara nýju ríkja. Eink um er áberandi þrotlaus mælgi sumra Afríkufulltrúanna, sem aldrei virðast geta þagað, hvort sem um er að ræða mál, sem þeir hafa vit á eða ekki. Asíumaðurinn er kyrrlátari og orðvarari en Afríkumaðurinn. Hann leggur oft meiri áherzlu á að hlusta en tala og temur sér stillingu og jafnvægi hug- ans. U Thant ber þessi einkenni Asíumannsins í ríkum mæli. Framkoma hans mótast jafnan af gætni og íhygli. Hann situr oftast hreyfingarlaus eins og Buddalikneski í sæti sínu við hli^ >ta allsherjarþingsins. Þau . hvorki af honum né c x cunhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.