Morgunblaðið - 28.11.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.11.1962, Blaðsíða 14
MORGTJNBLAÐ1Ð 14 Miðvikudagur 28. nóvember 1963 Öllum þeim, sem heiðruðu mig með skeytum, gjöfum og á annan hátt á áttatíu og fimm ára afmæli mínu 11. þ. m. sendi ég hugheilar þakkir og kveðjur. Hafliði Þorsteinsson, Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, Reykjavík. Mitt innilegasta hjartans þakklæti færi ég ykkur öll- um sem auðsýndu mér vináttu á áttræðisafmæli mínu 24. nóv. sl. með heimsóknum, gjöfum og skeytum. — Guð blessi ykkur öll. Petrea A. Jóhannsdóttir, fyrrum Ijósmóðir. Húsmæður — Einhleypir Nú er vandinn leystur — engar áhyggjur með skyrturnar framar. SKYRTAN, Hátúni 2, sér um það. Góð og fljót afgreiðsla. — Einnig tekinn frágangsþvottur, blautþvottur. Sækjum — sendum. — Reynið viðskiptin. Sími 24866. Gefinn 20% afsláttur af 30 stykkjum. Komið snemma með jólaþvottinn.________________ Vegna jarðarfarar JÓNS STEFÁNSSONAR listmálara, verða skrifstofur Tónskáldafélags íslands og Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar lokaðar frá hádegi í dag. Móðir okkar, tengdamóðir og amma SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, frá Kringlu, Dalasýslu, andaðist að heimili dóttur sinnar Stigahlíð 12, 26. þ.m. Börn, tengdabörn og barnabörn. Móðursystir mín JÓNÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR andaðist 27. nóvember á Elliheimilinu Grund. Fyrir hönd aðstandenda. Steinunn Sigurgeirsdóttir. Maðurinn minn, faðir og sonur SIGURGEIR GUÐJÓNSSON bifvélavirki, Grettisgötu 31A, sem lézt sunnudaginn 25. þ. m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. þ. m. kl. 10,30 f. h. Ólína Steindórsdóttir og börn, Kristín Jónsdóttir. Astkær eiginmaður minn og faðir okkar JÓN KRISTÁNSSON, framkvæmdastjóri, Þingvallastræti 20, andaðist að Sjúkrahúsi Akureyrar 22. þ.m. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 3. des. kl. 2 síðdegis. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Lovísa Jónsdóttir og börn. Útför bróðurs míns ÞORLÁKS LÚÐVÍKSSONAR fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 29. nóvember kl. 1,30 e. h. Fyrir hönd systkinanna. Georg Lúðvíksson. Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við and- lát og jarðarför systur okkar ÖNNU LAXDAL kaupkonu, Akureyri. Systkinin. Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför systur okkar GUÐMUNDAR HRÓBJARTSSONAR fyrrum bónda Hellatúni. Börn, fósturbörn, tengdabörn, barna og barna-barna-börn. í fáum orðum sagt Framhald af bls. 10. „Báðar.“ Og hérna eru bær “ | „Upp úr því hefur tekizt vinatia meó yiutur jom: „Já, Jón kom oft heim og var þá stundum í fylgd með Poul Uttenreiter, sem skrif- aði bók um hann og Vilhelm Gretor, sem var sérfræðingur í þýzkri pólitík og íslenzkri list. Það var _ skemmtilegur félagsskapur. Ég var mi'klu yngri en þeir, en hafði ánægju af að umgangast þá, tala við þá og fræðast af þeim. Nú er Jón Stefánsson látinn Eg sakna hans mjög, ég sakna vinar í stað. Island hefur miisst mikið. í augum allra Dana vajr hann íslenzkt stór- menni. Ég er þó ekki viss um að allir Danir hafi skil- ið list hans, en þeir dáðust að henni. Ég verð viðstaddur útför Jóns bæði sem ambassa- dor Danmerkur og vinur". „En segið mér eitt, kynnt- uzt þér Sögunum í æsku?“ „Já, ég las allar íslenzkar bækur, sem til voru á dönsku bæði fornbókmenntir og nú- tímabókmenntir. Faðir minn sagði mér sögurnar, þegar ég Ívar drengur, en ég las þær, þegar ég stálpaðist og mundi þá eftir þeim.“ „Höfðuð þér gaman af þeim?“ . „Já, það hafði ég.“ „Hvað vilduð þér segja um / móralinn í íslenzkum fornbók 1 menntum?" í „Mér finnst hann vera í l samræmi við þessar trölls- legu persónur og þann tíðar- anda, sem þá réð. Ég vona að frændi minn, Sigurður Nor- dal, verði sæmilega ánægður með þetta svar.“ Áður en við lukum samtal- \ inu, sagði ambassadorinn mér frá því, að hann hefði unnið að heimsendingu danskra manna úr fangabúðum Þjóð- verja síðustu mánuði styrj- aldarinnar. Yfirmaður þess- arar starfsemi var Hvass, nú verandi ambassador Dana í Bonn. Þegar Folke Berna- dotte fór í hjálparleiðangur sinn til Þýzkalands, var Hvass yfirmaður þeirrar deildar danska utanríkisráðu neytisins, sem hafa skyldi samband við leiðangur Berna dottes. En Hvass hafði einung is stutta viðdvöl í Þýzkalandi hverju sinni. Bjarne Paulson var ritari hans með búsetu í Þýzkalandi og átti að sjá um daglegt samband við Berna- dotte og menn hans. Hann sagði að það hefði verið mikil reynsla. Bérnadotte hafði aðal stöðvar sínar í höll Bismarcks | fursta í Friederichsruhe, 15 kílómetra fyrir utan Hamborg Bismarok þessi er afkomandi kanslarans gamla með sama nafni. Hann á nú sæti í Vest ur-þýzka þinginu. „Hvernig líkaði yður við Folke Bernadotte?" spurði ég undir lokin. „Hann var mikill persónu leiki og hafði djúp áhrif á þýzku samninganefndarmenn ina og Gestapó, og þurfti mik ið til. Starf hans bar góðan árangur, það er enginn vafi á því að tugum þúsunda manna var bjargað fyrir hans atbeina. Hann hafði valda menn í hverju rúmi. Hann var ákveðinn og rólegur i framfcomu, en fastur fyrir. Hann var hugrakkur mað- ur. Þegar víglínan nálgaðist Ham.borg, sóttum við einn sól arhringinn 4500 fanga úr búð um nazistanna og sendum þá heim. Þá var morgum bjarg- að frá bráðum bana á síð- ustu stund, er óhætt að segja." Ég spurði Bjarne Paulson að lokum. „Hvernig er samvinna Dana og íslendinga nú?“ „Den er fin,“ svaraði hann ákveðið, „betri en nokkru sinni.‘ M Höfum fengið hinar margeftirspurðu Höfum einnig fyrirliggjandi aukatæki við vélina svo sem: Grænmetiskvörn....... kr. 223,50 Sneiðara................ — 356,00 Drykkjarblandara .... — 122,50 Hakkavél ............... — 979,00 Höfum einnig margar aðrar vörur frá SUNBEAM t.d. rakvélar fyrir dömur og herra, steikarpönnur, straujárn og dósa- opnara. Sunbeam þekkja aSðir Á hljómplötu þessari túlkar ein af kunnustu söngkonum okkar, Sigurveig Hjaltested, þrjú íslenzk lög ásamt eina af perlum Schuberts, Litanei. Söngur hennar ber vitni um hina miklu hæfileika þessarar listakonu, sem hefir komið löndum sínum svo skemmtilega á óvart síðustu árin. Söngnám hefur hún stundað innanlands hjá V. M. Demetz og hinni ástsælu óperusöngkonu okkar, Maríu Markan, og erlendis í Mozarteum, Salzburg. Er þetta fyrsta hljómplata Sigurveigar, og getur hún sannarlega verið stolt af árangrinum. Það mun þykja mikill fengur í þessum glæsilega skrefi til þess yfirgripsmikla íslenzka hljómplötusafns, sem E.M.I. og Fálkinn h.f. hafa gefið út. Ragnar Bjömsson leikur undir á orgel og píanó af mikilli smekkvísi, og er ekki sízt honum að þakka hinn góði árangur þessarar upptöku. FALKINN HF. (hljomplötudeild)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.