Morgunblaðið - 28.11.1962, Page 20

Morgunblaðið - 28.11.1962, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 28. nóvember 1962 fyrirtækinu. Hann reyndi að selja nokkur af hlutaibréfum sín- um, en enginn vildi kaupa. Mill- er lagði ekkert fram. Ef 20th hefði haldið fast við sitt lengur, hefði Marilyn gefizt upp. Miller gætti þess að koma hvergi nærri kaupsýslustörfum hennar. Á þessum tíma trúði hann því — eins ög Karl Marx — að fjármálasamband milli manns og konu væri óheppílegt samband. Skortur Millers á áhuga á þessum erfiðleikatím- um jók á gremju Greenes síðar meir, þegar Miller snerist gegn Ihonum. Hjá kvikmyndafélaginu hafði bylting átt sér stað. Daryl Zan- uck hafði látið af forstjórastörf- um sínum og sett upp sjálfstætt fvrirtæki.' Buddy Adler var nýi forstjórinn. Hann var eindreginn í því að sættast við Marilyn og Félagið hafði greitt hálfa milljón dala fyrir kvikmyndarréttinn að fá hana aftur til föðurhúsanna. „Bus Stop“, og Marilyn var eins og sköpuð í aðalhlutverkið. í desember var snögglega farið að hraða samningum Og dagana fyrir jól vann Delaney að því myrkranna milli að gera upp- kast að samningi milli 20th og Monroe-félagsins, sem báðir að- ilar gætu verið ánægðir með. Á gamlársdag 1055 undirritaði Marilyn nýja samninginn. Þessi dagur var áríðandi fyrir hana, af því að þær tekjur, sem hún hefði á lágtekjuárinu — eða rétt- ara sagt tekjulausa árinu — gerðu henni ekki svo mjög til í sköttum. Við undirritunina fékk hún ávísun á 142.500 dali. Þessi upphæð var einskonar uppbót, af því að Charles K. Feldman, sem átti þátt í fram- leiðslunni á „Seven Year Itch“, hafði einnig verið umiboðsmaður her.nar og hafði komið fram sem fulltrúi hennar í samningum við sjálfan sig, án þess að umboðs- mennskunni væri áður lokið. Fé- lagið greiddi Marilyn 200.000 dali í viðbót fyrir kvikmynda- réttinn að skáldsögunni „Horns for the Devil“. Þetta var hreinn ágóði, og Monroefélagið notaði hann til að kaupa „The Sleeping Frince,“ leikrit Terence Ratt- igans, sem Greene hafði verið að bera víurnar í. Marilyn sam- þykkti þessi kaup án þess að hafa lesið leikritið. Samningurinn er glæsilegt skjal, 85 blaðsíður að lengd. Hann gaf Marilyn réttindi, sem engin kvikmyndaleikkona hefur áður haft né síðan. Hún sam- þykkti að leika í fjórum mynd- um á ári fyrir félagið og fá 100.000 dali fyrir hverja þeirra — yfir sjö ára tímabil. Svo átti hún rétt á að leika í minnst einni mynd á ári sjálfstætt og koma fram í sex sjónvarpssýningum á ári. (Hún hefur afþakkað tilboð um 500.000 dali fyrir eina ein- staka sjónvarpssýningu). En meðan hún ynni að myndunum hjá 20th, átti hún að fá 500 dali á viku fyrir aðstoðarstúlku og lausaútgjöld. Allar myndir hennar skyldu vera í A-flokki, en þrátt fyrir nánari skýrgreiningu á því nafni, er það nógu tvírætt til þess, að hægTarleikur var fyrir hana að segja leikrit ekki vera í þeim flokki, aðeins ef henni leizt ekki á þau. Ein greinin gaf henni vald til að velja sjálf leikstjóra. í samningnum voru taldir upp sextán leikstjórar, sem hún taldi geta komið til mála. Marilyn fékk líka rétt til að velja sjálf ljósmyndarana. Með- al þeirra sem upp voru taldir í samningnum og hún taldi geta komið til mála, voru Harry Stradling, Hal Rossen, James Wóng Howe Og Milton Krasner. Grein 11 í samningnum hefst þannig: „Þjónusta listamannsins sem hér er um samið, er sér- staks eðlis — einstæð, óvenju- leg og sjaldgæf og svo listræns eðlis og svo mikils virði fyrir Fox, og hæfileika listamannsins geta ekki aðrir bætt upp....“ Svona setning eða einhver henni lík er í hverjum samningi, til þess að vera einskonar grund- völlur fyrir skaðabótakröfu, ef leikarinn stendur ekki við skuld- bindingar sínar. En þó að setningin hafi inni að halda mikið lof um listamanninn, er hún samt ekki annað en lagafrauð sem segir heldur lítið til um mikilvægi leik arans. Það kemur alltaf — eða a.m.k. oftast — maður í manns stað. En ekki í staðinn fyrir Marilyn Monroe. Félagið hafði reynt að lifa án hennar í heilt ár — og gat ekki. Hún var raunverulega bæði „einstæð", „óvenjuleg“ og sitt- hvað fleira Og „mikils virði fyrir Fox“. XXVII. Joshua T.ogan og „Bus Stop“. Á blaðamannafundi í New York, 9. febrúar 1956, tilkynnti „Monroe forseti" væntanlega sam vinnu sína við Sir Laurence Olivier um „The Sleeping Prince“, leikrit eftir Terence Rattigan. „Það hefur lengi verið óskadraumur minn.að leika móti Sir Laurence" sagði hún. Það var á þessum fundi, sem húrt hitti fyrst fjandskap blaðanna ódulibúinn. En ekki vissi hún um ástæðuna til hans, og heldur ekki kunni hún að snúast við honum. Gamla bragðið að leika á ein- stæðingsskapinn og munaðarleys- ið til að afla sér samúðar, dugði nú ekki lengur fyrir 100.000 dala kvikmyndadrottningu og auk þess forseta í stóru kvikmynda- félagi. Meirá að segja var þarna gengið að henni — líkast því sem hún yæri fyrir rétti — að gera grein fyrir yfirlýsingum sínum um ást sína á listum. CXrðin geta í augum leikkonu Oft verið orð- in tóm en samtímis raunveruleg. En heimurinn krefst þess að orð og gjörðir fylgist að. Blöðin höfðu verið Marilyn vinsamleg hingað til, ef undanteknir eru trúmálanöldrarar. Þegar henni var lífsnauðsyn á, að athygli væri vakin á henni, höfðu blaða- fulltrúar hennar legið í blöðun- um um aðstoð og smjaðrað fyrir þeim. En nú var hún orðin hlédræg- ari. Aðal-auglýsingastjóri hennar var Arthur Jacobs, skrumari frá Hollywood. Hann og Monroe skyldu ákveða, hvernig og hve- nær hún skyldi tala. Eins og stjórnmálajöfur vildi hún helzt láta skoðanir sínar í ljós á blaða- mannafundum. Sendlar frá tíma- ritum og blöðum, sem leituðu eftir „einkaviðtölum“ við hana, höfðu hlaup en lítil kaup. * Hún hafði brotið eina hinna óskrifuðu reglna, sem gilda í Ameríku, með því að láta sem hún væri betri en allir hinir. Það var hún reyndar. Hún var orðin höfðingi. En í lýðræðis- landi dugar ekki að vera að leika höfðingja, jafnvel þótt maður sé það, heldur verður maður að koma fram eins og kunningi, gera sér upp auðmýkt og heilsa með handabandi. Eða — ef mað- ur þykist vera utan og ofan við allan almenning — koma þá alls ekki fram í dagsljósið, eins og Garbo. En Marilyn hafði svo lengi neytt almenningsvinsæld- anna í óhófi, að nú gat hún ekki án þeirra verið. Á blaðamannafundinum sátu þau öll fyrir myndum: Monroe, Sir Laurence, Rattigan og Greene varaforseti. Monroe var sleikt og skrautbúin með glæsilega hár- greiðslu og í flegnum, þröngum kjól, með snúrum fyrir hlýra- bönd. önnur snúran slitnaði með- an á fundinum stóð. Judit Crist frá New York Herald Tribune, kom með lásnælu og bætti úr biluninnL Marilyn hafði ekki við að svara spurningum um ást hennar á leikhúsinu, orðróminn um vin- áttu þeirra Millers, Leikaraskól- ann Vivien Leigh, Dostojevski. — Þú spyrð hvað ég ætli að gera við allar þessar flöskur. Auðvitað ætla ég að þær til þess að senda þér flöskuskeyti, ef skipið ferst. Hún kvaðst vera ákveðin að leika Grúsjenku. „Hvernig stafarðu Grús- jenku?“ spurði einhver hæðnis- lega. Hún þagnaði og skimaði kring um sig, til þess að vita, hvaðan spurningin kæmi. „Ég býst við, að það byrji á G“, svaraði hún hikandi. Hvernig þótti Vivien Leigh að láta manninn sinn fara að leika á móti Monroe — hlutverkið, sem hún sjálf hafði leikið í London? „Konuna mína langaði aldrei til að....“ byrjaði Sir Laurence, en þá greip Marilyn fram í: „Ég á það.... Ég á við, að félagið mitt á réttinn á leikritinu. Þegar Oliver var beðinn að segja álit sitt á leikhæfileikum Marilynar, svaraði hann, stutt og laggott: „Að mínu áliti hefur ungfrú Monroe þann merkilega hæfileika að geta gefið til kynna, þessa stundina, að hún sé óstýr- látasta stelpa heims, en í næsta andartaki, að hún sé sakleysið sjálft. Áhorfendurnir fara af sýn- ingunni spenntir vegna þess, að þeir vita ekki, hvort hún er. En flestum spurningum var beint að henni Og það kom illa við hana, hversu meinlegar þær voru og tortryggnislegar. Einn ljósmyndarinn sagði: „Hvernig leið þér, Marilyn, þeg- ar snúran slitnaði?“ Það mátti vel merkja á tóninum, að hann var að gefa í skyn, að þetta hefði verið viljandi gert. En nú brauzt skapið í henni út. Hún HETJUSÖGUR / J íslenzkc myndablað V fyrir börn 8-80 ára Hfiðl HðTTUfi °9 kappar hans hefti komið‘<C\ W í bókabúðir og kostar aðeins 10 krónur. * * * SAGA BERLINAR * -K * Þegar á árinu 1952 voru hinar birgu verzlanir V-Berlínar orðnar alger andstæða A-Berlínar, þar sem aðeins flokksskrifstofur, leikhús og önnur áróðurstæki voru byggð, og búðir uppfullar af áróðursspjöldum, en næstum ekkert til þess að selja. í»á var ákveðið að byggja hina frægu Stalin Allée, löng stórhýsi með gamaldags íbúðum fyrir flokksfor- ingja og vísindamenn, sem voru í náð. En áróðurinn náði ekki lengra en til framhliðarinnar — garðurinn á bak við var eins og áður, eins og teiknar- inn, sem sjálfur er A-Berlínarbúi, sýnir hann. Snemma á 'árinu 1953 dó Stalín. Það var bæn allrar Evrópu, að þetta yrðu endalok harðstjórnar kommún- ista. Blærinn, sem feykti til Rauða fánanum, sem dreginn var í hálfa stöng yfir Brandenborgarhliðinu, blés vonaranda um meginlandið — og rústirnar í A-Berlín. horfði á manninn og varirnar hreyfðust hljóðlaust nokkrar sekúndur, en þá svaraði hún, næstum ofsalega: „Hvernig þætti þér ef eitthvað slitnaði á þér, framan í fullum *al af blá- ókunnugu fólki?“ SHÍItvarpiö Miðvikudagur 28. nóvember 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við sem heima sitjum**: Svan- dís Jónsdóttir les úr endurminn- ingum tízkudrottningarinnar Schiparelli (13). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla 1 dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Kusa i stofunni4* eftir Önnu Cath.- Westly; X. — (Stefán Sigurðs- son). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð/Magnús Magnússon skipstjóri talar til sjómanna. 20.05 Létt lög: Bob Steiner og hljóm- sveit hans leika. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Ólafs saga helga; V. lestur (Óskar Hall- dórsson cand mag.). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Pál ísólfsson. c) Séra Gísli Brynjólfsson próf- astur á Kirkjubæjarklaustri flyt ur frásöguþátt: Prestarnir í eld- sveitunum; fyrri hluti. d) Jóhann Hjaltason kennari flytur erindi: Vermehn og ver- stöður. 21.45 íslenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Saga Rotschild-ættarinnar eftir Frederick Morton; IX. (Her- steinn Pálsson ritstjóri). 22.30 Næturhljómleikar: Tónleikar Sin fóníuhljómsveitar íslands 22. þ.m.; síðari hluti. Stjórnandi: William Strickland. a) Tvær noktúrnur: „Skýjafar'* og „Hútíðisdagur" eftir Claude Debussy. b) Svíta og rússneskt skerzó eftir Igor Stravinsky. 23.05 Dagskrárlok. Fimmtudagur 29. nóvember 8.00Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Á frívaktinni": sjómannaþáttur (Sigríður Hagalín). 14.40 i.,Við, sem heima sitjum'* (Sig- ríður Thorlacius). 16.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla i frönsku og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Ragnarsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Úr ríki Ránar: Ingvar Hallgrlmí son magister talar um átuna i sjónum. 20.25 Tónleikar: Svíta yfir kínverskt stef op. 138 eftir Sergj Vasii- énko. 20.40 íslenzkt tónlistarkvöld: Minnzt 150 ára afmælis Péturs Guðjohnsen* organleikara og tónskálds. Dr, Hallgrimur Helgason flytur er- indi; Dómkórinn og dr. Páli ís- óifsson flytja sálmalög eftir Pét ur Guðjonhsen og lag, er Sigfúa Einarsson samdi tU heiðurs hon- um. 21.15 Á Ströndum: Dagskrá úr sumar- ferð Stefáns Jónssonar og Jóns igurbjörnsson; síðari hluti. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Saga Rotschild-ættarinnar eftir Frederiok Morton; X. (Herstekm Pálsson ritstjóri). 22.30 Djassþáttur (Jón Múli Árnasoa son). 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.