Morgunblaðið - 28.11.1962, Blaðsíða 24
FRÉTTASfMAR MBL
— eftir loknn —
Erlenðar fréttir: 2-24-85
Innlendar fréttir: 2-24-84
287. tbl. — Miðvikudagur 28. nóvember 1962
I Kaupmannahötn
Með hverri Faxa-flugferð til K.-
hafnar kemur MBL. samdægurs i
Aviskiosken, i Hovedbanegárden
Reyndi að selja
stolin deyfilyf
SL. sunnudag var lögreglunni
gert aðvart um að piltur hefði
undir höndum deyfilyf, og væri
að reyna að selja þau. Lögreglan
fór á staðinn tók piltinn. Reynd-
ist hann hafa í fórum sínum
nokkur glös af deyfilyfjum og tvö
glös af morfíni.
Við rannsókn málsins kom í
ljós að lyfjunum hafði verið stol-
ið úr apóteki einu hér í bæ er
framið var þar innbrot í fyrra
mánuði. Hafði annar maður brot-
izt þar inn en látið piltinn fá
lyfin til þess að kanna fyrir sig
hvort hann gæti ekki selt þau.
260 þús.
kr. sekt
KL. 18 í gær var kveðinn
upp vestur á ísafirði dómur
í máli skipstjórans á
Grimsby-togaranum Aston
Villa, sem tekinn var að
veiðum í landhelgi. Var
skipstjórinn dæmdur í
260.000 kr. sekt. til Land-
helgissjóðs, en 8 mánaða
varðhald til vara. Afli og
veiðarfæri voru gerð upp-
tæk, og skipstjóra gert að
greiða allan sakarkostnað.
Stúdentafagnað-
ur á Selfossi
30. NÓVEMBER nk. heldur Stú-
dentafélag Suðurlands 1. desem-
berfagnað í Selfossbíói. Til fagn-
aðarins mæta stúdentar af Suður
landsundirlendi. — Ó. J.
Steindór Hjörleifsson í hlut-
verki sínu í „Kviksandi“.
Sjóprófum
lokið
SJÓPRÓFUM í máli danska skips
ins Hans Boye, sem strandaði á
Hólmagranda sl. laugardags-
kvöld, lauk í gær. Komu þá fyrir
rétt menn, sem voru á hafnsögu-
bátinum Haka, og skipstjórinn á
Hans Boye kom aftur fyrir rétt.
Ekkert nýtt kom fram í málinu,
og telur skipstjórinn á danska
skipinu, að hafnsögumaðurinn frá
Akranesi hafi ekki sýnt nægilega
aðgæzlu.
i............
Eiríkur hélt til Bretlands I gær
EIRÍKUR Kristófersson, fyrrv.
skipherra hjá La ndh elgisgæzl -
unni, hélt áleiðis til Bretlandis í
gærmongun í boði. Capt. Barry
Andersons og brezka flotans. Um
tíu-leytið hédt hann á fund
brezka sendiherans og hitti þar
Skipstjórann á gæzluskipinu HMS
Russel, sem komið hafði til
Reykjavíkur fyrr uim morgun-
inn til þess að sækja Eirík. Lagð
ist Russel úti á ytri hftfn. Um
kl. 11 fóru Eirikur og skipstjór-
inn niður að hiöfn og um borð í
léttabát, sem flutti þá út í Russ-
el. Skipið létti síðan aikkerum
um hádegisbilið og sigldi áleið-
is til flotaihafnarinnar Rosyth í
Slkotlandi, en þar er Anderson
æðsti yfirmaður.
1>ESSI mynd var tekin á
Loftsbryggju í gærmorgun,
þegar Eiríkur Kristófersson
var á leið í léttabátinn, sem
flutti hann út í HMS RusseL
Frá vinstri: Brian Holt, ræðis
maður, Alan Snell, skipstjóri
á Russel, og Eiríkur Kristó-
fersson. (Ljósm.: Mbl. ÓL
K. M.).
H itaveituborun
hœtt í Ólafsfirði
ÓLAFSFIRÐI, 27. nóv.
í NÓTT var hætt borun á jarð-
hitasvæðinu í Garðsdal (Skeggja
brekkudal). Verður borinn nú
fluttur til Húsavíkur.
í sumar og haust hafa tvær
Síldarsala
í Þýzkalandi
ÞRJÚ íslenzk skip seldu síld og
annan fisk í Þýzkalandi í gær.
Voru það togaramir Marz og
Geir og togskipið Margrét.
Marz seldi í Cuxhaven 88.5
tonn af síld fyrir 47.875 miörk og
138.1 tonn af öðrum fiski fyrir
104.600 mörk. Salan nam því alds
152.475 mörkum.
Geir seldi í Brenhaven 62.6
tonn af síld fyrir .37.200 mörk
og 115.5 tonn af öðrum fiski fyrir
86.400 mörík, — alls 123.600 mörk.
Margrét seldi í Bremenhaven
85.4 tonn af síld fyrir 52 þús.
mörk.
Fiimm íslenzk skip eru nú á
leið til Þýzkalands með síld.
holur verið boraðar hér. Sú fyrri
gaf göða raun, og fengust í fyrstu
úr henni um 48 sekúndulítrar af
46 stiga heitu vatni á 283ja m
dýpi. Síðar hitnaði vatnið í 53
gráður, en magnið minnkaði jafn
framt í 30 sek. 1., eins og ráð
hafði raunar verið gert fyrir.
Þá var hafizt handa um að
bora seinni holuna, sem nú hefur
verið hætt við. Er hún 130 m
frá hinni fyrri. Var búizt við því,
að þar yrði hitt á ön.nur göng,
en þegar komið var niður á
503ja metra dýpi, var ekkert
teljandi vatn komið. Telja jarð-
fræðingar vonlaust að fara
dýpra á þessum stað, og að e.t.v.
hafi verið farið fram hjá göng-
unum. Er óráðið, hvenær og
hvar hér verður borað næst.
— J. Á.
Ambassadorar
ÁKVEÐIÐ hefur verið með sam-
komulagi milli ríkisstjórna ís-
lands og Póllands, að skiptast
framvegis á ambassadorum, en
fram' að þessu hefur verið skipti
á sendiherrum.
(Frá utanríkisráðuneytinu).
Steindór Hjörleifsson
fékk Silfurlampann
STEINDÓR Hjörleifsson
leikari hlaut Silfurlampa
Félags íslenzkra leikdómara
fyrir bezta leik sýndan á
leikárinu 1861—62. Hlaut
hEinn lampann fyrir leik
sinn í hlutverkinu Jonni
Pope í „Kviksandi". Silfur-
lampinn var afhentur við
hátíðlega athöfn í Þjóðleik-
húskjallaranum í gærkvöldi.
Mbl. náði snöggvast tali af
Steindóri í gærkvöldi.
Kvaðst hann telja sér þetta
mikinn heiður, og að sér
væri það mikil ánægja að
veita Silfurlampanum við-
töku. Hann sagðist og vera
ánægður með að eiga þátt
að því, að Leikfélagi Reykja
víkur væri sýnd þessi virð-
ing, en hann kvaðst álíta, að
lampinn væri viðurkenning
til allra þeirra, sem með
honum störfuðu að „Kvik-
sandi“.
HMS Russel á ytri höfninni í gærmorgun
Litil sildveiði i gærkvöldi:
Yiir 80 bálor komnir á veiðar
SÍLDARBÁTARNIR héldu sig í
gærkvöldi sunnan í Jökultung-
unni, en ekki var mikið þá um
að vera á miðunum. Bátamir byrj
uðu snemma að kasta, en lítil
Crímsey:
Bátur sekk-
ur — Síld-
artunnur
fjúka
Grímsey, 27. nóv.
Á SUNNUDAGINN gerði
hér aftakaveður af vestri og
stórsjó. Vindhraðinn mun
hafa náð hámarki kl. þrjú
á mánudagsmorgun, og var
hann þá a. m. k. 12 vind-
stig.
Átta trillubátar lágu hér
í höfninni, og sökk einn
þeirra. Hefur trillan sýni-
lega rekizt á aðra trillu og
brotið af henni stýrið.
Tæpar 2.000 tunnur af salt
síld lágu hér á plani, og fóru
í sjóinn af þeim milli eitt
og tvö hundruð tunnur.
veiði var, enda ekki hagstætt veð
ur, nokkur kaldi en þó kastandi.
Veðurhorfur voru hins vegar góð-
ar.
Nú eru rúmlega 80 bátar komn
ir á síldveiðar, og fleiri eiga eftir
að bætast við.
Postafene
MBL. hafði tal af landlækni,
dr. Sigurði Sigurðssyni í
gær. Sagði hann, að ekkert
nýtt væri að segja um lyfið
postafene í bili, en greinar-
gerð væri væntanleg frá em
bætti hans á næstunni.
Lyfið hefði aðeins verið selt
gegn lyfseðli hér á landi.
Um nokkra notkun mundi
sjálfsagt hafa verið að ræða,
en ekki væri vitað um það,
hve mikil hún hefði verið.
Ekki.hefði verið um sérstakt
eftirlit með útgáfu lyfseðla
á postafene að ræða, en með
athugun væri hægt að
kanna, hve mikil brögð
hefðu verið að neyzlu þess.
Ekkert hefði komið í ljós,
sem benti til hættulegra
aukaverkana vegna notkun-
ar postafenes hér á landi.