Morgunblaðið - 02.12.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.12.1962, Blaðsíða 13
iSunnudagur 2. desember 1962. MORGVNBLAÐIÐ 13 lhMULLER 4 LESBÓK BARNANNA Grámann í Garðshorni 5. Fer karl þá og teymir cftir sér kúna og þykir ferð- in orðin ill. En á leiðinni gerir á hann niðamyrkan norðanbyl með frosti, svo hann villist og sér nú ekki annað, en liann muni sjálf- sagt missa kúna og likleg- ast verða úti sjálfur. En í því hann er að hugsa um þessi bágindi sín, kemur að honum gangandi maður með stóran sekk á bakinu. Maður inn spyr karlinn, hvernig á Því standi, að hann sé þar í slíku veðri með kú á ferð. Karlinn segir honum þá allt, hvernig á standi. Hinn segir, að hann megi vera viss um að missa kúna og óvíst, að hann komizt lífs af sjálfur. ð. „Er þér miklu betra, karl minn, segir hann, „að láta mig fá kúna fyrir sekkinn, sem ég ber, því þú getur vel komizt leiðar þinnar með hann, en í honum er kjöt og bein.“ Og hvort sem þeir töluðu um þetta lengur eða skemur, þá höfðu þeir kaup- in. Tók maðurinn kúna og fór burt með hana, en karl vasaði af stað með sekkinn og þótti hann þungur. Komst karl nú heim og sagði kerl- ingu sinni, hvernig farið hafði með kúna, en lét drýgilega yfir sekknum. 7. Byrstist þá kerling, en karl bað hana hið skjótasta að setja upp pott með vatni. Setti hún upp stærsta pott- inn í kotinu og fyllti hann með vatni. Þegar vatnið sauð fór karlinn að leysa firá sekkn um og var nú heldur en ekki hreyfingur í honum. En þeg- ar hann var búinn að leysa frá sekknum, hljóp upp úr honum lifandi maður full- tíða í gráum fötum frá hvirfli til ilja. Han sagði, að þau mundu verða að sjóða eitt- hvað annað en sig. Varð nú karlinn hissa, en kerlingin bálvond og sagði, að þarna væri hann kominn með flónsk una. 8. „Fyrst hefur þú skilið okkur,“ segi-r kerling, „við þann eina bjargargrip, sem við áttum, svo nú erum við bjargarlaus með öllu og þar á ofan bætt á okkur heilum manni til að fæða.“ Jöguðust þau karl og kerl- ing nú góðan tíma út úr þessu, þangað til Grámann segir, að ekki tjái þetta, hann skuli fara á stúfana og vita, hvort hann geti ekki útveg- að þeim og sér eitthvað að eta, því skamma stund muni þau þrífast á nöldrinm -)< -K -K -X ■m Litla Vala Aftur og fram og inn um bæinn er hún á þönum margan daginn. Búa þarf sem bezt í haginn: baka, steikja, skúra, þvo. — Oft hún vinnur á við tvo! Til allra verka er hún lagin, en oft hún þarf að gala: „Sérðu afi! Svona gerir Vala.** Litla Vala, Utla Vala. — Lítið kann hún enn að tala. Hún kann bara að hlægja og gala, hoppa og skoppa tU og frá, — létt í spori, liturtá. Seinna lærir hún líka að smala lömbunum í haga, og um sól og sumar bögu að laga. Þýð eru brosin, ljúf er lundin, létt eru sporin, hlý er mundin, — leikur og syngur hringahrundin, — hláturinn ómar silfur — tær. — Hún er öllum, öllum kær. Þegar húmar um hlíð og sundin hættir hún samt að gala, en hvíslar: „Afi, hér er kominn Vala.** Hvar sem er hún, hvert sem fer hún, hlýju og gleði með sér ber hún. Mömmu og pabba yndi er hún. Öllum gefur hún brosin sín, — gjöful er litla ljúfan mín. Og ef að gamla afa sér hún er hún að reyna að gala: „Sjáðu afi, — svona stór er Vala.“ Eftir svari ei hún bíður, upp á hné mitt strax hún skríður. Rómurinn er svo undur þýður, — ^enginn henni neita má. Þreytt er hún eftir stjamp og stjá! ! Sigrar hana blundar bliður. — J Björt, sem liljur dala, ^ í afa fangi sætan sefur Vala. —- ' MAGNÚS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.