Morgunblaðið - 02.12.1962, Page 5
Sunnudagur 2. desember 1962.
MORL'UDIBLAÐIÐ
5
Norsk blöð vinveitt Loftleiðum
*
„Spor i ósæmilega átt," segir Dagen
um tilfæki SAS
FLEST norsku blöðin hafa und-
anfarið iátið r ljós álit sitt á þvt
uppátæki S.A.S. að ætla að
þröngva ríkisstjórnum Dana,
Norðmanna og Svía til þess, að
hóta Loftleiðum lendingabanni ef
félagið verði ekki auðsveipt í
santningum, eða að öðrum kosti
fá leyfi stjórnanna til þess að
fljúga skrúfuflugvélum (D.C. 7)
fyrir lægra verð en IATA ákveð-
ur, til þess að klekkja á „Loft-
leiðurn" og reyna að útrýma þeim
úr samkeppninni. Yfirleitt finnst
blöðunum þessi nýja sókn S.A.S.
lítið drengileg, og það er auð-
heyrt, að Loftleiðir eiga marga
yini í Noregi.
Blaðið „Dagen“ í Bergen segir
svo í ritstjórnargrein:
„Þessi stefna (S.A.S.) er að
vorri skoðun skref í ósæmilega
(,,uverdig“) átt, og þessvegna
vonum vér að SAS geti fundið
aðrar leiðir útúr ógöngum sínum.
Væri ekki möguleiki á sam-
Vinnu milli þessara flugfyrir-
tækja? . . .“
„Stavanger Aftenblad" tekur
til athugunar þá frétt, að SAS
óski að skandinavisku löndin
segi upp flugferðasamningum við
ísland til þess að þvinga Loft-
leiðir til samninga um fargjöldin.
Síðan segir blaðið:
„Alveg nýlega var haldinn
norrænn fundur þingmanna og
ráðherra 1 Osló. Þetta var fyrir
frumkvæði Norðurlandaráðsins.
SAS óskar að láta telja sig
skandinaviskt UNO. Félagið er
með réttu hreykið af hinni góðu
sambúð nágrannanna þriggja. En
við erum fleiri á Norðurlöndum.
Þegar þess er minnzt sem sagt
var um norræna samvinnu á
Oslóar-fundinum nýlega, mundi
það vekja furðu ef hinir sömu
forsætisráðherrar gerðust með-
mælendur þeirrar leiðar, sem
SAS nú hefur valið, þ. e. að
spyrna Loftleiðum úr í myrkrið.
Það þýðir ekki aðeins að við
missum það góða flugsamband
sem Loftleiðir hafa séð okkur
fyrir, heldur væri það líka alv-
arlegt tilræði gegn samheldni
Norðurlanda. ísland mundi þá
verða að leita fyrir sér um mögu-
leika í öðrum áttum.
Ef samkeppni Loftleiða meiðir
SAS svo mjög, er það úrræði
til, að hverfa aftur að skrúfuflug
vélum á ákveðnum dögum og
setja um leið verðið niður. Þá
lendir þetta að minnsta kosti
ekki á farþegunum“.
Meðal annara blaða, sem ræða
málið í ritstjórnargreinum má
nefna „Verdens Gang“, sem
hefur birt mjög harðorða grein
um S.A.S.
Fréttir þær, sem í fyrstu voru
haðfar eftir talsmönnum SAS, að
félagið tapaði 30 milljónum
sænskra króna á samkeppni Loft-
leiða hafa nú verið bornar svo
rækilega til baka, að ekki er
ymprað á þeirri tölu lengur. >á
lítur svo út, sem þessir talsmenn
SAS hafi haldið, að Loftleiðir
flyttu nær eingöngu fólk milli
Norðurlanda og Ameríku, þó að
slíkt sé fjarri öllum sanni. Sam-
keppni Loftleiða bitnar því ekki
síður á flugfélögunum sunnar í
álfunni en á SAS. Karl Nilsson
aðalforstjóri í Stokkhólmi hefur
upplýst í viðtali við „Tidning-
emas Telegrambyrán“, að SAS
I hafi mánuðina apr.—sept. haft
56% sæta skipað að meðaltali,
en önnur IATA-félög (Lufthansa,
Air France etc.) ekki nema 53%.
Samt finnur SAS sig knúð til að
veitast að Loftleiðum, og er það
skringilegur vottur „norræns hug
arþels".
Nilsson forstjóri lætur í sama
viðtali í ljós, að best væri að
að félögin tvö gætu komizt að
samkomulagi um flugferðir yfir
Norður-Atlantshaf. En af hálfu
hans eða annara SAS-manna
hefur ekki annað komið fram til
þessa, en að Loftleiðir eigi að
hækka verð sitt og fækka ferðum.
Eða til vara, að SAS fái að fljúga
skrúfuvélum fyrir lækkað verð
og á þann hátt keppa við sjálft
sig — eða m. ö. orðum auka sam-
keppnina, sem það kveinar undan
nú. ESSKÁ.
Reykjavík Murland
TIL AKCREYRAR:
þriðjud., föstud. og
sunnudaga.
FRÁ AKUREYRI:
miðvikud., laugard. og
mánudaga.
NORÐURLEDÖ HF.
u
Q
£
0
Ui
Q
&
0
IL
TZ-JTl-l
TAUNIS TRADER
SENDIBIFREIÐIR
fáir þér að burðarmagni 850, 1000 eða 1250 kg.
Hentugar til hinna margvíslegustu vöruflutn-
inga eða með litlum breytingum til mann-
flutninga.
Verð frá kr. 142 þúsund með miðstöð, aftur-
og hliðardyrum.
ERl' FnUGGJM
UMBOÐIÐ KR. HRISIJÁNSSDN H.F.
SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00
KJÓLASÝNING
Bergljót Ólafsdóttir
heldur kjólasýningu í Sjálfstæðishúsinu í dag
sunnudag kl. 4 síðd.
Kynnir Rúrik Haraldsson.
Húsið opnað kl. 3,30.
Aðgangur ókeypis.
NÝ BÚÐ í NÝJUM BÚNINCI
S K 0 V A L
Austurstræti 18 Eymundssonarhúsi.
OPIMAR í FYRRAMÁLIÐ MED IMYJU FYRIRKOMIiLAGI
—Enskir og hollenzkir kvenskór úr leðri.
^< Enskir og hollenzkir karlmannaskór úr leðri.
-K Inniskór fyrir kvenfólk, karlmenn, unglinga og börn
Kuldaskór fyrir kvenfólk, karlmenn og börn.
-k
G/ör/ð svo vel
að líta inn
Svartir drengjaskór stærðir 24—39 o.m.fl. o.m.fl.
SKÚVAL
Austurstræti 18 Eymundssonarhúsi.
■ 1:4 ■IFORP ■ fORPÖJ