Morgunblaðið - 14.12.1962, Blaðsíða 2
2
MORGVNBLAÐIÐ
Fðstudagur 14. des. 1962
Ekki bólusett
að svo stöddu
GARNAVEIKI fannst fyrir nokkr
nm dögum í 5 kindura frá bæn-
um Skálpastöðum í Lundareykja
dal, Borgarfirði, eins og Mbl.
hefur áður skýrt frá.
Samkvæmt upplýsingum frá
Valbjörn stökk
4,25 m innanhúss
1 FYRRAKVÖLD bætti Valbjöm
Þorláksson ÍR enn íslandsmetið
í stangarstökki innanhúss. Stökk
hann nú 4.25 m. Er þetta í þriðja
sinn í þessum mánuði sem Val-
bjöm bætir metið.
ÍR heldur
Reykjavík-
urtitlinum
— og vann í 2
flokkum öðrum
REYKJAVÍKURMÓTINU í
körfuknattleik lauk að Háloga
landi í fyrrakvöld. Til úrslita
í m.fl. karla kepptu ÍR og
Ármann og vann IR með yfir-
burðum 79 stig gegn 42. Vann
ÍR alla sína leiki á móitinu,
og heldiur því Reyikjavíkur-
titlinium 1962.
í öðrum flokkum urðu úr-
slit þau að Ánrnann vann í
1 fflokki, KR vann í 2 flokki,
lið ÍR sigraði í 3 flokki og
einnig í keppni 4 aldursfflokks.
í úrslitaleik í þeim fíokki í
fyrrakvöld vann ÍR lið KR
með 46 stigum gegn engu.
5 íslenzk skip
seldu erlendis
ÞRÍR íslenzkir togarar seldu afla
sinn í Bretlandi í gær og einn
í Þýzkalandi. Þar seldi einnig ís-
lenzkt togskip.
Fylkir seldi í Hull 160 tonn
fyrir 8.952 sterlingspund.
Apríl seldi í Grimsby 156 tonn
fyrir 9.218 sterlingspund.
Narfi seldi einnig í Grimsby
168 tonn fyrir 8.880 sterlingspund.
Úranus seldi í Cuxhaven í fyrra
dag og í gær 217 tonn af síld
fyrir 105 þúsund mörk. Enn-
fremur 6.4 tonn af fiski fyrir
4.556 mörk.
Þá seldi togskipið Skagfirðing-
ur í Cuxhaven 92.5 tonn af síld
fyrir 43.828 mörk.
Guðmundi Gíslasyni lækni, til-
raunastöðinni að Keldum, verð-
ur á næstunni leitað að veikinni
í fé þar í grenndinni, m. a. tekn-
ar blóðprufur úr fénu. Aðalskoð-
unin fer samt ekki fram fyrr en
eftir hátíðar.
Kindur geta gengið með veik-
ina í ÍVi ár áður en hennar verð-
ur vart, en nautgripir árum sam-
an.
Á þeim svæðum, sem garna-
veikin hefur verið hérlendis, eru
lömbin bólusett árlega. Ennfrem-
ur á fjárskiptasvæðum, þar sem
sýkingar hefur orðið vart.
f Borgarfirði, austan Hvítár,
hefur ekki fyrr orðið vart við
gamaveiki.
Sagði Guðmundur Gíslason, að
ekki yrði tekin ákvörðun um bólu
setningu þar að svo stöddu, því
hún kynni að tefja fyrir og hefta
rannsóknir á því, hversu útbreidd
veikin er.
Hann sagði, að bólusetning
væri einn möguleikinn til að
koma í veg fyrir útbreiðslu veik-
innar og til hennar yrði gripið
ef á þyrfti að halda.
Blaðaliðið
vann 30:29
í GÆRKVÖLDI fór fram kapp-
leikur milli „landsliðsins“ í hand
knattleik og lið er íþróttafrétta-
menn blaða völdu. Lið blaða-
manna sigraði með 30 mörkum
gegn 29.
Á undan kepptu Ármann og
FH í kvennaflokki og skildu jöfn
5 mörk gegn 5.
Fiskvinnslu-
stöðvar á Pat-
reksfirði seldar
GENGIÐ hefur verið frá samn-
ingum um sölu á tveim fisk-
vinnslufyrirtækjum á Patreks-
firði. Þau eru Grótti h.f., sem er
fiskimjölsverksmiðja, og Kald-
bakur h.f., sem er frystihús.
Kaupandi er Þorbjöm Áskels-
son, útgerðarmaður frá Grenivík.
Hann mun taka við rekstri fyrir
tækjanna um næstu áramót.
Aðaleigandi hinna seldu fyrir-
tækja er Friðþjófur Jóhannes-
son, Patreksfirði. Þetta er hluti
af hinum miklu eignum Vatneyr-
arfyrirtækisins, sem áður var eitt
af umsvifamestu útgerðar- og
verzlunarfyrirtækjum landsins.
Kaupverð Grótta h.f. og Kald-
baks h.f. mun nema nálega 15
milljónum króna.
ÞESSI mynd var tekin af
Höfrungi n. í marz sl., þegar
hann var að sigla heim sökk-
hlaðinn af síld. Var hann þá
með 2.600 tunnur, og skip-
ið svo hlaðið, að sjór var hné
ðjúpur á þilfari milli spils og
síldarkassa, og sjór var á þilj
um fram undir hvalbak.
Óumbeðið jólafrí hjá
áhöfn aflahœsta bátsins
EINS og Morgunblaðið hefur
áður skýrt frá, bilaði blökk
vélarinnar í Höfrungi H. frá
Akranesi fyrir síðustu helgi.
Þá var báturinn aflahæsta
skip í síldveiðiflotanum, hafði
fengið 7.313 tunnur á síldar-
vertíðinni við Suður- og Vest-
urland. Næsta skip var Víðir
H. úr Garðinum með 6.928
tunnur.
Nú heltist þetta ágæta afla-
skip úr lestinni um tíma. —
Morgunblaðið hringdi í gær
upp á Skipaskaga til útgerð-
armanns og skipstjóra Höfr-
ungs II. Fyrst hittum við út-
gerðarmanninn, Harald Böðv-
arsson, að máli.
— Er ekki slæmt að láta
Höfrung II. liggja aðgerðar-
lausan, meðan hinir bátarnir
moka upp síld?
— Það getur hver maður
sagt sér sjálfur, -en annars
held ég, að ekki hafi gefið
nema einum tvisvar sinnum,
síðan vélin bilaði.
— Verðið þið að fá nýtt
stykki að utan?
— Já, frá Kaupmannahöfn.
Ég vonast til þess, að það
verði komið í kringum 20.
desember. — Annars er al-
gengt, að vélar bili í bátum,
en þessi bilun hefur e.t.v.
vakið sérstaka athygli, þar
sem hér er um einstakt afla-
skip að ræða.
— Eruð þið ekki hræddir
um, að aðrir bátar fari tals-
vert fram úr Höfrungi II. á
þessum tíma, því að sennilega
er nokkurt kapp í ykkur um
það, hver fiskar mest?
— Vitaskuld er kapp í öll-
um, og okkur leiðist að missa
þessa afladaga úr. Mig minn-
ir, að Haraldur hafi fengið
2000 tunnur fyrstu nóttina,
sem Höfrungur II. gat ekki
farið út. Annars er ekki hægt
að segja neitt um það, hver
verður aflahæstur að lokum.
— Er áhöfnin komin í vinnu
annars staðar?
— Nei, nei. Þetta er bara
smávegis jólafrí fyrir mann-
skapinn.
Þá hringdum við £ afla-
manninn Garðar Finnsson,
sem er skipstjóri á Höfrungi
II.
— Hvað kom eiginlega fyr-
ir vélina?
— Einfaldlega það, að blökk-
in er tærð.
— Finnst ykkur ekki slæmt
að dragast aftur úr hinum bát
unum?
— Það er auðvitað gaman
að vera fremstur, ef þú átt
við það. Annars hefur verið
hrikavitlaust veður síðan vél-
in bilaði, svo að við höfum
ekki enn misst af mörgum
róðrum.
— Haraldur sagði mér, að
áhöfnin biði bara í rólegheit-
um eftir nýju stykki frá Dan-
mörku, og hefði ekki útvegað
sér aðra vinnu á meðan.
— Já, það tekur því ekki
að fá sér vinnu á meðan. Við
bíðum bara.
Reynt að tryggja flutning
á skólafólki um áramótin
Hekla tafðist í 9 klukkustundir
STRANDFERÐASKIPIÐ Hekla
tafðist um 9 klukkustundir
vegna strandsins á Fáskrúðs-
firði. Hún var stödd á Norð-
firði í gær á leið til Akureyrar,
en fer svo austur um land til
baka og er væntanleg til Reykja-
víkur 18. desember.
Skemmdir munu ekki hafa
orðið á skipinu, þar sem send-
inn botn var þar sem það tók
niðri. Þegar Hekla kemur til
Reykjavíkur verður kafari send-
ur niður til að kanna botn henn-
ar í öryggisskyni.
Guðjón Teitsson, forstjóri
Kjörin hafa batnað
Andmæli stjórnarandstæðinga
byggjast á þrefoldum misskilningi
EINS og skýrt hefur verið frá
hér í blaðinu hafa kjarabæt-
ur undanfarin ár verið reikn-
aðar út og er niðurstaðan sú
að síðan 1958 hafi kjör sjó-
manna, verkamanna og iðnað-
armanna að meðaltali batnað
um 10% og um nær 43% frá
1950. Stjórnarandstæðingar
hafa andmælt þessum útreikn
ingi á þremur forsendum, sem
allar eru byggðar á misskiln-
Ángi.
í fyrsta lagi segja þeir að
reiknað sé með tekjum allrar
fjölskyldunnar en ekki fyrir-
vinnunnar einnar. Þetta er
rangt. Það er einungis reikn-
að með framtöldum tekjum
kvæntra manna úr þessum
stéttum sjálfra.
1 öðru lagi er sagt, að geng-
ið sé út frá vísitölu fram-
færslukostnaðar. Þetta bygg-
ist líka á misskilningi. Við
útreikninga iiefur verið not-
uð vísitala neyzluvöruverð-
lags, en í þeirri visitölu er
tekið með verðlag neyzluvöru
og ýmis konar þjónustu, ann-
arrar en húsaleigu. Þetta er
sama vísitala og Einar Ol-
geirsson hefur notað við út-
reikninga sína, sem birtir eru
i greinargerð með frumvarpi
hans um áætlunarráð ríkisins.
Því er einnig haldið fram,
að mismunurinn á þeim at-
vinnutækjum, sem koma fram
í úrtökunum úr skattafram-
tölunum, sem við er stuðzt og
þeim tekjum, sem Dagsbrún-
armenn, sem ynnu átta tíma
á dag á lægsta taxta, mundu
hafa, byggist eingöngu á því,
hve mikil eftirvinna sé unn-
un. Þetta er heldur ekki rétt.
Hér kemur einnig til greina,
að fleiri og fleiri tegundir
verkamannavinnu eru unnar
á öðrum taxta en lægsta taxta
Dagsbrúnar, að ákvæðisvinna
kemur sums staðar til greina
og yfirborgun viðgengst einn-
ig. —
Sú skoðun, að hinar háu
tekjur byggist á „vinnuþræl-
dómi“ samræmist líka illa
„samdráttarkenningu“ stjórn-
arandstæðinga. Hitt er sjálf-
sagt rétt, að menn vinna mik-
ið og vel hér á landi, þótt
vafasamt sé að nokkuð meira
sé nú unnið en á undanförn-
um árum og að minnsta kosti
ekki meira en var á árunum
eftir styrjöldina, þegar geysi-
leg eftirspurn var eftir vinnu-
afli, og raunar var líka mikil
atvinna 1958, eða það ár, sem
stjórnarandstæðingar miða
tíðast við, þegar þeir gera
samanburð á kjörum nú og
á tímum vinstri stjórnarinnar.
Þannig eru öll „rök“ stjórn-
arandstæðinga haldlaus, enda
vita menn það, að velmegun
hefur aldrei verið eins mikil
hér á landi og einmitt í dag,
þótt hún eigi hins vegar
áreiðanlega eftir að aukast
á næstu árum vegna viðreisn-
arinnar.
Skipaútgerðar rikisins, sagSi
Morgunblaðinu í gær, að siður
væri að útgerð skips færi fram
á sjópróf, ef skemmdir hefðu
orðið eða eitthvað óeðlilegt gæti
talizt við stjórn skips.
Hann sagði, að ekki hefði enn
verið ákveðið, hvort’ sjopróf
færu fram vegna Heklu strands-
ins, en benti á, að ekki hefði
verið um ásiglingu að ræða, held
ur hefði skipið verið við akkeri
og sigið áfram upp á marbakk-
ann.
Skipaútgerðin hefur nú í at-
hugun, hvað sé hægt að gera til
að tryggja flutning á skólafólki
um áramótin aftur til skóla
sinna. Verður mikið um slíka
flutninga vegna skóla á Aust-
fjörðum, Akureyri, Vestfjörðum
og víðar.
„Allt verður gert sem hægt
er til að koma á móts við þarfir
þessa fólks“, sagði forstjóri
Skdpaútgerðar ríkisins.
Sap;a úr
þrælastríðinu
ÚT ER komin hjá Prentsmiðju
Guðmundar Jóhannssonair bók-
in „Bryndrekinn“ eftir Clarence
Budington Kelland í þýðingu
Gissurar Ó. Erlingssonar. Gerist
hún í Bandarikjunum á timum
þrælastríðsirks og er að nofckru
leyti byiggð á sögulegum hekniád
um.