Morgunblaðið - 14.12.1962, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 14.12.1962, Qupperneq 11
Föstudagnr 14. des. 1962 MORCV1SBLAÐ1Ð 11 Gervisamtal um jólabókmenntir, gömul og nýjól Til hvers gefa menn jólagjafir? Að gefa jólunum sinn fasta sess úr gamla timanum og gera Jbau lifandi þátt i nútimanum. Þau má aldrei vanhelga HVER L.i ÞÁTTUR HELGAFELLS til viðhalds og endurnýjunar jólunum? Prjónastofan Sólin er nú hið mikla stolt forlagsins, enda meðal þess djarfasta og frumlegasta, sem þessi mikli galdramaður hefir gert. Sumir hafa enn ekki áttað sig á verkinu, en það gerir ekkert til, það svíkur engan að eiga um stund inni hjá Halldóri Laxness. Ritgerðasafnið „Dagleið á fjöllum" er önnur jólabók Laxness og hefir ekki verið til í aldarfjórðung, og þannig ný bók. í þessu safni eru birtar ýmsar snjöllustu greinar skáldsins, um Unuhús, Stephan G., Kirkjuna á fjallinu, Kjarval, Tómas Guðmundsson og Stefán frá Hvítadal, svo fáar séu nefndar. Það er annars næstum jafnmikil eftirspurn eftir ritgerðum H. K. L. og skáldsögum hans, og sýnir það eitt nauðsyn þess að hafa þær alltaf til. Hvað er svo nýtt eftir Nóbelsverðlaunaskáldið? Traustar, jákvæðar bókmenntir, eitthvað sem er ekta eins og jólin voru og eru og verða alltaf hjá þeim, sem trúa því að undrið gerist. Við eigum hundruð bóka, sem eru klassiskar eins og jólin. En aðaljólabækur okkar í ár eru Ásgrímsbókin, Prjónastofan Sólin og Dagleið á fjöllum eftir Laxness, skáldsagan Benoní eftir Hamsun og ljóðabók Hannesar Péturssonar, Stund og staðir. Eitthvað fyrir alla, og allt ekta. _ Ásgrímsbókin er mesta og fallegasta verkið, sem Helgafell hefir gert til þessa og unnið hefir verið hérlendis. f>að kostar eins mikið að gera þessa bók eina og tíu venjulegar bækur, og auðvitað er langmestur hluti þess prentun sjálfra málverkanna, því bókin er gefin út vegna myndanna. Þar er Ásgríms Jónssonar að leita, hins mikla snillings og hjartfólgna sonar og samvizku íslenzkrar náttúru og sögu. Ásgrím Jónsson er að finna í þessum myndum og hvergi annarsstaðar. Og þeir sem skoða þær af heilum hug þurfa engrar skýringar. Og þér getið treyst því að prentanirnar mundu hafa glatt meistarann, en hann valdi' sjálfur flestar myndimar. — Textinn, sem fylgir Ásgrímsmyndunum, eru endurminningar listamannsins, skráðar af trúnaðarvini hans Tómasi Guðniundssyni, af slíkri nærfærni og ástúð, að sjaldgæft mun að fá komizt í jafnnáin andleg tengsli við mikinn listamann. Endurminningar Ásgríms eru líka meira virði til skilnings á list hans en alit annað til samans, sem skrifað hefir verið um hann á langri ævi hans, því samvinna þeirra Tómasar var bókstaflega fullkomin. Siáið saman og gefið foreldrum ykkar Ásgrímsbókina, samvizku þjóðarinnar. Og hvað er svo af öðrum nýjum skáldskap ? í þetta sinn urðum við að fara út fyrir landsteinana í leit að góðri skáldsögu handa okkar vandlátu við- skiptavinum. Skáldsagan Benoní eftir Hamsun var eins af eftirlætisbókum Jóns sáluga Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi, hins mikla Hamsunsþýðanda og notaði hann síðasta árið, sem hann lifði til að þýða hana, og lauk þó ekki við hana að fullu, en Andrés Björnsson lauk verkinu. Þessari bók þarf ekki að mæla með. Og svo er það bók Hannesar Péturssonar sem allir tala um. Af hverju? Því er fljótsvarað. Hannes hefir ungur gerzt stórskáld í landi ljóðanna. Kvæði hans eru okkur ekki aðeins fágaður skáldskapur hámenntaðs heimsborgara, þau eru sannarlega blóð af okkar blóði, örlög góð og ill, kvíði okkar og eftirvænting. Þau eru í senn dulinn beygur varnarlauss einstaklings við yztu höf og örugg trú, sönn og óbrjáluð lífstrú, reist á því fyrirheiti, sem aldrei mun bregðast íslendingi, að undrið gerist, landið haldi áfram að kalla á okkur til sín. „Enn gerist undrið .... Enn verður lyngmórinn athvarf söng- fuglsins, aftur renna hjar^rnar til efstu grasa“. Svona tala skáld með örugga, óbrjálaða lífstrú. Meb Helgafellsbækur i jólapoka num verða eins og i gamla daga ný og endurnýjuð eins og i fyrra og hitteðfyrra Helgafellsbœkur fást hjá bóksölum og í U n u h ú s i jólin egta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.