Morgunblaðið - 14.12.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.12.1962, Blaðsíða 17
Föstudagur 14. des. 1962 MORGVNBLAÐIÐ 17 Afmælisútgáfa Máls og menningar komin út Bækurnar verða afhendar áskrifendum í Reykjavík i Bókabuð MÁLS OG MEIMIMIIMGAR, Laugavegi 18, en verða sendar áskrif- endum úti á landi með fyrstu ferð. Tvær kviður fornar með skýringum eftir Jón Helgason 1 þessari bók eru birtar tvær af elztu kviðum Eddu. Völundarkviða og Atlakviða, ásamt ýtarleg- um skýringum og ritgerðum um kv.æðin, forsögu þeirra, fyrirmyndir og hliðstæður. Jón prófessor Helgason er kunnur að djúpstæðri þekkingu á forn- um skáldskap og engu síður að sérstökum hæfi- leikum til að miðla lesendum af henni. STEFÁN JÓNSSON: Vegurinn að brúnni Skáldsaga Þessi nýja skáldsaga Stefáns Jónssonar er mikið verk, sem höfundur hefur unnið að síðustu árin. í sögu tveggja bræðra, sem vaxa upp eftir fyrri heimsstyrjöldina, eru ->fnir þættir úr örlögum þeirrar kynslóðar sem lifði þroskaár sín á kreppu- tímunum. JÓHANNES ÚR KÖTLUM: Óljóð Síðasta ljóðabók Jóhannesar úr Kötlum. Sjödægra, flutti með sér algera endurnýjungu á ljóðstíl hans. Með þessari bók brýtur skáldið enn nýtt land, og er þó skeleggur og óhlífinn sem jafnan fyrr. í>að er nú æ betur að koma í ljós að Jóhannes úr Kötl- um er eitt fremsta skáld nútímastefnunnar í ljóða- gerð á íslandi. Enginn á frjórri hugmyndir en Einar um framtíðar- þjóðfélag íslendinga. í þessari bók birtist kjarninn úr ritgerðum hans um framkvæmd sósíalisma og iýðræðis, nýsköpun íslenzks þjóðfélags og um þjóð- frelsisbaráttu íslendinga. Björn I>orsteinsson hefur annazt útgáfu bókarinnar, en Sverrir Kristjánsson ritar inngang. HALLDÓR STEFÁNSSON: Blakkar rúnir Smásögur Eftir að hafa gefið út tvær skáldsögur á undan- förnum árum, Fjögra manna póker og Söguna um manninn sem steig ofan á höndina á sér, kemur Halldór Stefánsson nú aftur að sérgrein sinni, smásagnagerðinni. ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON: í Unuhúsi Skrásett eftir Stefáni frá Hvítadal Stefán frá Hvítadal var sú list lagin að færa frá- sagnir um kynni sín af ýmsum mönnum í furðu - lega skoplegan búning, og var sá spéskapur mörg- ttmunun á að hlýða". Sýnishorn þessarar frásagn- nrlistar birtist í minningum Stefáns úr Unuhúsi, sem Þórbergur Þórðarson skráði eftir skáldinu 1922. EINAR OLGEIRSSON: Vort land er í dögun HALLDÓR KILJAN LAXNESS: Prjónastofan Sólin Nýtt leikrit Halldór Kiljan hefur nú hvílt sig um stund frá sagnagerð, en ryður sér kappsfullur nýja braut í leikritasmíð, og þar er ekki síður haft á honum vakandi auga. Strompleikurinn olii miklu umróti í hugum leikhúsgesta. Frjónastofan Sólin er flókn- ara leikrit, öldin í grímubúningi, heimsviðburðir í hnotskurn, rangarök gerast og líða hjá. JÓN HELGASON: Tuttugu erlend kvæði og einn betur — þýdd og stæld A' undirtektum þeim að dæma sem Jón Helgason hlaut þegar hann las úr þessum ljóðaþýðingum í vor, er óhætt að fullyrða að Tuttugu erlend kvæði og einu betur verði á sína vísu annar eins bókmenntaviðburður og fyrsta útgáfa frumsam- inna ljóða Jóns fyrir tuttugu og þremur árum. FRBÐRIK ÞÓRÐARSON: Grískar þjóðsögur og ævintýri Þessi bók flytur lítið sýnishorn grískrar sögu- skemmtunar eins og hún gerist nú á tímum. Annars vegar eru ævintýri eða lygisögur, hinsvegar nokkr- ar sögur úr grískri þjóðtrú af því tagi, sem enn hefur verið trúað til skamms tíma af flestum, sem hlýddu á eða sögðu. Sögurnar eru allar skráðar eftir munnlegum frásögnum á þessari öld eða hinni síðustu. RANNVEIG TÓMASDÓTTIR: Andlit Asíu Ferðasaga í þessari bók bregður höf. upp myndum frá Ind- landi, Nepal, Ceylon, Kambodia, Tailandi, Uzbe- kistan og Kazakstan. Rannveig hefur jafnt auga fyrir fornum musterisborgum, náttúrufegurð land- anna og örlögum fólksins og kann að gera marg- litan vefnað. Barbara M. Árnason skreytti bókina í austurlenzkum stíl. SVERRIR KRISTJÁNSSON: Ræður og riss Fáir íslenzkir ritgerðahöfundar hafa kunnað betur en Sverrir Kristjánsson að ydda orð sín og senda skeyti sín beint í mark: og fáir standa jafn föstum fótum í jarðvegi húmanískrar arfleifðar sem hann. Það er því ekki vonum fyrr að gefið er út úrval greina hans um menn og málefni, pólitík og bók- menntir síðustu tuttugu ára. GUNNAR BENEDIKTSSON: Skrfitamál uppgjafaprests Þetta eru elztu fyrirlestrar og ritgerðir Gunnars Benediktssonar, frá þeim árum þegar orðið var of þröngt um hann innan kirkjunnar og hann hóf boðskap sinn um réttlæti í þjóðfélaginu. Margir minnast þess umróts sem þessar ritgerðir ollu á sínum tíma, en þær hafa ekki birzt áður í bókar- formi. Bókin er helguð sjötugsafmæli höfundar. Afmælisútgáfan er aðeins seld áskrifendum í einu lagi og er þegar uppseld en allar bækurnar nema ein (Prjónastofan Sólin) koma út einstakar hjá Heimskringlu. í dag koma þessar bækur í bókaverzlanir: Jón Helgason: TUTTUGU ERLEND KVÆÐI OG EINU BETUR — Halldór Stefánsson: BLAKKAR RÚNIR — Þórbergur Þórðarson: í UNUHÚSI — Rannveig Tómasdóttir: ANDLIT ASÍU — Stefán Jóns- son: VEGURINN AÐ BRÚNNI — Jóhannes úr Kötlum: ÓLJÓÐ. Mál og menning Laugavegi 18 •— -------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.