Morgunblaðið - 15.12.1962, Side 5

Morgunblaðið - 15.12.1962, Side 5
Laugardagur 15. des. 1962 MORCVNBLAÐIÐ 5 íslenzkir atvinnuvegir eiga sér glæsta framtíð Frá umræðufundi Heimdallar um framtíð íslenzkra atvsnnuvega EINS og mönnum er kunnugt efndi Heimdallur til umræðu- fundar.. um atvinnumál íslend- inga miðvikudaginn 5. desem- ber. Var fundurinn vel sóttur og fluttu framsögumennirnir, Othar Hansson framkvstj., Pétur Sæ- mundsen framkvstj., Björn Sig- urbjörnsson dr. phil. og Guð- mundur Garðarsson fulltr. snjöll erindi, hver um sinn atvinnu- veg og verður nokkurra atriða úr ræðum þeirra getið hér á eftir. SJÁVARÚTVEGUR. Othar Hansson framkvstj. kvað íslendinga fyrist hafa orðið fisk- iðnaðarþjóð um 1880, er þilskipa Othar Hansson útgerð hófst við Faxaflóa. En eftir því sem liðið hefði á 20 öldina hefði fiskiskipum lands- manna fjölgað rnjög ört og ailar veiðiferðir orðið sífellt stórvirk- ari. Ekki var nema um tvær aðferðir að ræða við geymslu mat væla. Þurrkun og niðUrsuðu, þótt frysting matvæla hefði að vísu þekkzt fyrir aldamót, en ekki komin á það hátt stig, að hægt væri að beita henni við fiskvinnslu. Bkki var því í önn ur hús að venda um vinnslu og varðveizlu fisiks, sem hér veidd- ist, en að þurrka hann. Því nær aliur fiskafli fslendinga var salt- aður, bæði þorskur og síld, en aðrar aðferðir til þurrkunar voru lengi vel forsmáðar. Bræðsla lýsis úr fisklifur var þá á byrjunarstigi og sömuleiðis síldarbræðsla, næstum eingöngu á vegum erlendra manna. Slóg og bein var ekki hirt framan af, nema í mjög litlum mæli. Nú eru viðhorfin önnur, þvi í dag er það einmitt úrgangurinn sem meginmáli skiptir í sam- bandi við margar greinir fisk- vinnslunnar. Svo er t.d. um karfafrystingu að úrgangurinn verður að bera uppi öll vinnu- laun, umbúðir, frystingu og út- skipunarkostnað. Margar þjóðir hafa lagt sig mjög frarn um að gjörnýta þessi efni og nefndi Othar til dæmis m.a., að Kanada menn eru teknir að framleiða manneldismjöl úr fiskúrgangi. Rakti hann síðan áfram þróun fiskiðnaðarins. Um 1930 hrundu sa 1 tf isksma rka ð i r n i r oikkar, en wpp úr því var Fiskimálanefnd rtofnuð, 1935, en með henni var lagður grundvöllur að freðfisk- iðnaði íslendinga. Áður en síð- ari heknsstyrjöldin skali á, var hraðfrysting komin á töluverðan rekspöil hér á landi, aðallega vegna samninga við brezkan kaupanda, en jóikst um allan helming, þegar brezka stjórnin fór að kaupa hér hraðfrystan fisk á striðsárúnum. í stríðinu Btofnuðu hraðfrystihúsaeigendur eigin samtök og hefur verið unn- ið markvisst að því síðan að byggja upp markaði og bæta framleiðsluhætti í þessum þýð- ingarmesta þætti fiskiðnaðar okkar. Löks kvað hann möguleika fs- lenzks fiskiðnaðar í dag næst- um ótæmandi. Hér hafa á und- anförnum árum verið reist hag- ræn og fullkomin fiskiðjuver, sem geta, ef þau aðeins fá tæki- fæti tid, margfaldað útflutnings verðmæti sjávaraflans. Ef um leið væri reynt að efla verk- menningu og tæknimenntun, væri hægt að koma hé,r upp blómlegum efnaiðnaði, sem ynni hin margvíslegustu efni úr fiski og úrgangi. IÐNAÐUR. Pétur Sæmundsen framkvstj. ræddi framtíð iðnaðarins, annars en landbúnaðar- og fiskiðnaðar, er kom í annarrá hlut. Fyrst í stað kvað hann löggjafarvaldið lítt hafa látið iðnaðarmál til sín taka, en á kreppuárunum eftir 1930 hefði viðhorfið tekið að breytast og háværar raddir kom- ið fram um það, að hið opinbera styddi eflingu innlends iðnaðar, sem sparað gæti erlendan gjald- eyri og skapað aukna atvinnu. Og verði því ekki neitað, að á þessum árum, er hinum illræmdu innflutningshöftum var komið á, hófst hér ýmiss konar iðnaður í skjóili haftanna, sem síðar hef- ur sannað tilverurétt sinn í sam- keppni. Undánfarin ár hefur mikið verið rætt og ritað um nauðsyn þess að gera atvinnulíf þjóðarinnar fjölbreyttara og efna hagsafkomuna þar með öruggari Hefur einkum verið bent á nauð- syn þess, að íslendingar kæmu sér upp nýjum útflutningsat- vinnuvegum við hlið þeirra, sem fyrir eru. En talið sé, að þóft sjávarútvegurinn haldi áfram að þróast með svipuðum hraða og verið hefur undanfarinn áratug, muni það ekki nægja til að tryggja þann vöxt þjóðartekna, sem telja verður nauðsynlegan vegna fjölgunar þjóðarinnar og stöðugt aukinna kröfugerða um bætt lífskjör. í framihaldi af þessu ræddi Pétur nokkuð stóriðju á íslandi, en um helming virkjanlegs vatns afls á landinu kvað hann í tveim ám, Þjórsá og þverám hennar og Pétur Sæmundsen Jökulsá á Fjöllum, svo að um stórvirkjun yrði þá að ræða í annarri hvorri. Einnig þyrfti þungaiðnaður að vera staðsettur við sjó, þar sem annaðhvort góð hafsikipahöfn eða hafnarskilyrði eru fyrir hendi. Að þessu leyti hefur svæðið sunnanlands yfir- burði yfir svæðið norðan lands, þar sem Þjórsá rennur í sjó skammt frá Þorlákshöfn, en þar eru fyrirhugaðar mi'klar hafnar- framikvæmdir í framtíðinni og auk þess koma svo Reykjavík og Hafnarfjörður einnig til greina. Næstu hafnarframikvæmd ir við orkusvæðið á Norðurlandi eru í Húsavík. En umfangsmesti iðnaðurinn, sem rætt hefur verið um í því sambandi, er alúminíumiðnaður og er nú talið víst, að það muni borga siig að setja upp slíka verk smiðju hér á landi, þar sem unnt muni að framleiða nægi- lega ódýra raforku til þess. Laks ræddi Pétur nokkuð möguleika þess að beita hvera- orku til iðnaðar og gat sérstak- lega um vinnslu þungs vatns í því samibandi. LANDBÚNAÐUR. Björn Sigurbjörnsson dr. phil. rakti í upphafi ræðu sinnar þró- un landbúnaðarins nokkrum orð- um. Vakti hann athygli á hinu Dr. Björn Sigurbjömsson gjörbreytta viðhorfi í dag, þar sem landbúnaðurinn er ekki lengur eini atvinnuvegurinn eða aðalatvinnuvegurinn, heldur einn af nokkrum atvinnuvegum þjóð- arinnar. Til þess að hann geti þrifizt og blómgazt verður hann að hafa markaði og framleiða góðar vörur með .svo litlum til- kostnaði, að þær séu samkeppnis færar á markaðinum. En til þess að það geti átt sér stað, verð- um við að líta raunhæfum aug- um á landbúnaðinn sem atvinnu grein, og meðan á þeirri skoðun stendur, sleppa allri viðkvæmni gagnvart þeirri náttúrufegurð, sem íramleiðslustaðurinn hefur upp á að bjóða. Þó kvað hann slíka viðkvæmni eiga fullan rétt á sér, enda sjálfur haldinn henni, en hún mætti ekiki glepja mönn- um sýn, er íhuguð væru þau gæði, sem í landslaginu búa. Þess vegna eigi prófsteinninn á það, hvort jörð skuli haldast í byggð eða leggjast í eyði að vera sá, hvort þar sé hægt að fram- leiða góða vöru með svo litlum tilkostnaði og fyrirhöfn, að það skapi bóndanum góðar tekjur. En áður en þeirri spurningu er svarað, hver sé framtíð land- búnaðar á íslandi og á hvern hátt við getum bezt tryggt hana, skulum við fyrst gera okkur grein fyrir, á hvað undirstöðu landbúnaðarframleiðslan er byggð. Hún er í stuttu máli byggð á einu grundvallarlögmáli lífsins hér á jörðinni; reyndar á þeirri forsendu, að líf geti þrifizt. Eða m.ö.o. að plöntur hafa þann hæfi- leika einar að geta hagnýtt sér orku sólarinnar til þess að breyta andrúmloftinu, jarðvegi og vatni í lífræn efni. En með bú- störfum er framleiðsla plantn- anna hagnýtt, annað hvort bein- línis, t. d. með sölu kartaflna og grænmetis, eða með því að fóðra húsdýr með plöntum og selja síðan afurðir þeirra. Þessi framleiðsla plantnanna á lífræn um efnum er að sjálfsögðu meiri, þar sem hitastig er hærra, og mest í regnskógum hitabeltis- ins. En af þessum sökum hefur landbúnaður okkar aðallega byggzt á ræktun grass til skepnu fóðurs. Þó vaxa margar græn- metistegundir betur hérlendis og verða bragðmeiri en þar sem hitastig er hærra. Hins vegar eru nær öll grænmetisafbrigði okkar aðflutt, svo og grasfræið, en yfirleitt ekki sniðin við þau skilyrði, sem bjóðast á þessu landi. En meðan svo sé, kvað hann öryggi ræktunarinnar allt- af ótryggt. Loks veik hann að því, að jarðhitinn gjörbreytti við horfum okkar til ræktunar á nytjajurtum, sem ella væri ó- hugsandi að rækta hér norður undir heimsskautsbaug, en mögu leikar gróðurhúsaræktunar eru hins vegar nær ókannaðir. Okkur vantar meiri upplýsing- ar um, hvað á að rækta og hvernig á að haga ræktuninni, til þess að gæði framleiðslunn- ar séu sem mest og kostnaður við hana sem minnstur. Án þess- ara upplýsinga hlýtur landbún- aðurinn að standa í stað og í kjölfar stöðvunar fylgir hnign- un. Ef svo fer, getur landbún- aðurinn hvorki keppt við aðra atvinnuvegi né innflutta land- búnaðarvöru. Það sem máli skiptir um fram- tíð lahdbúnaðarins er, hvort okk ur tekst að haga framleiðslunni svo, að atvinnuvegurinn verði blómlegur og að þeir, er hann stunda, beri gott hlutskipti úr býtum eða a.m.k. til jafns við þá, er aðra atvinnu stunda. — Vöxtur landbúnaðarframleiðslu er háður því fyrst og fremst, að markaður sé fyrir hendi til að taka við vörunni. Án markaða þýðir ekki að auka framleiðsl- una og án þess að framleiðslu- kostnaður sé lækkaður og gæð- in fullnægjandi þýðir ekki að leita nýrra markaða. En með raunnhæfum rannsóknum er unnt að finna nýjar aðferðir, sem laskka framleiðslukostnað- inn og auka gæðin og þess vegna eru rannsóknir frumskilyrði fyr- ir framförum í landbúnaðinum. VERZLUN OG MARKAÐSMÁL Guðm. H. Garðarsson fulltrúi hóf mál sitt á því, að er rætt væri um íslenzka atvinnuvegi, hefði það oft verið hefðbundin venja að ræða um þrjá höfuð- og undirstöðuatvinnuvegi lands- manna, þ.e. sjávarútveg, land- búnað og iðnað, en hinum fjórða, sem í nútímaþjóðfélagi er for- senda fyrir velgengni hinna þriggja, verzluninni, er oftast sleppt og á hana litið sem ein- hvers konar hliðargrein, sem þjóðfélagið verður að burðast með. En sé litið til atvinnusögu íslenzku þjóðarinnar, sést, að hagur og velgengni íslendinga hefur byggzt á því, hvort lands- menn hafa sjálfir farið með þessi mál eða ekki. Rakti hann síðan þróun þess, hvernig fslendingar smám saman tóku verzlunina í sínar hendur og útflutningsat- vinnuvegunum óx fiskur um hrygg. En aðeins í sölu afurða hrað- frystiiðnaðarins hefur sú leið verið farin að nokkru marki, að fslendingar annist sjálfir mark- aðs- og sölustarf á erlendum mörkuðum, þ.e. þeir hafa sjálfir brotizt áfram á mörkuðunum með fullunna vöru undir eigin vörumerki. En þó ber þess að gæta, að Loftleiðir hafa unnið hliðstætt brautryðjendastarf á sínu sviði og tekizt afburða vel að byggja sína þjónustustarf- semi upp. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna reið fyrst á vaðið og hefur gengið lengzt í þessum efnum, en hún var stofnuð af einkaframtaksmönnum i þessari Guðmundur H. Garðarsson atvinnugrein 1942. Er eigi of- mælt, að af hálfu þessara sam- taka hafi brautin verið rudd í markaðsmálum í nútímaskiln- ingi, þar sem unnið er á kerfis- bundinn hátt að því að samræma mikla framleiðslu þörfum og kröfum endanlegra neytenda á stórum en dreifðum heimsmörk- uðum. Það væri rangt að segja, að þessi viðleitni hafi ekki bor- ið árangur. Um það vitnar mik- ill útflutningur og háar gjald- eyristekjur sem og tugir hrað- frystihúsa. SÍS efndi einnig til útflutnings á hraðfrystum sjáv- arafurðum, en það hefur verið í smáum stíl fram á síðustu ár. Hins vegar hefur SÍS haft svo til einkarétt á útflutningi kjöt- afurða. Ræddi Guðmundur síðan nokk ur um uppbyggingarstarf Sölu- miðstöðvarinnar .sérstaklega í Bandaríkjunum. En hann kvað þaðan eiga að taka þá fyrir- mynd, sem fara eigi eftir í sölu þessara þýðingarmiklu afurðlt, hraðfrystra sjávarafurða. En til þess að íslendingar geti stuðlað að aukinni útflutnings- starfsemi og mætt hinum nýju viðhorfum, sem eru að myndast í heiminum, er þeim nauðsyn- legt, að samstaða sé um mark- aði og sölumál, ekki aðeins þess iðnaðar, er skapar forystusess- inn í atvinnulífi landsmanna, hraðfrystiiðnaðinum, heldur einn ig í öðrum iðngreinum, svo sem á sér stað hjá nágrannaþjóðun- um. En til þess að það sé unnt, þarf fyrst og fremst að gæta þess, að þau samtök, er fjalla um útflutningsmál landsmanna, séu ætíð vakandi fyrir sérhverri framþróun og möguleikum, sem kunna að verða á hinum ein- stöku mörkuðum. En forsenda þess, að vel megi takast í þess- um efnum, er sú, að meira fé sé varið til markaðsmála en gert hefur verið. Auk framsögumanna tóku til máls ólafur Gunnarsson, Kristj- án Jóh. Kristjánsson, Pétur Guð- jónsson og Rögnvaldur Pálsson. Itfý Gítar- bók ÚT er komin „Gítarbók“, eftir Katrínu Guðjónsdóttur. Er þar að finna vel skipulagðar æfingar, allt á þriðja tug, fyrir þá, sem vilja læra gítarleik. Höfundur segir m.a. í formála: „Með tilliti til þess, hive örfáir virðast hafa áhuga fyrir að læra gítarleik eftir nótum, þá hef ég samið kerfi þetta til að auka fjölbreytni gítarundirleiks þegar sungið er. í stað þess aðeins að „slá“ hljómana, er kennt að „brjóta" þá líkt og þegar spilað er eftir nótum. Nótur eru ekki notaðar, heldur mjög einföld merki er sýna i hvaða röð strengirnir eru spdlaðir." Heftið hefur að geyma margar teikningar, er sýna á einfaldan hátt, flest það, sem rætt er um í hverjum kafla. Er ekki að efa, að þeir, sem leg^ja stund á gitar leik munu finna margt athyglis- vert í þessari bók.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.