Morgunblaðið - 15.12.1962, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.12.1962, Blaðsíða 19
Laugardagur 15. des. 1962 MORCUNRLAÐIÐ 19 Jón Kristjánsson fraimkvæmdastjóri — minning Reykhólakirkja Margrét Ragnars- dóttir Fædd 22. janúar 1935. Dáin 6. desember 1962. 1 D A G verður gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík útför Margrétar Ragnarsdóttur. Hún var fædd hér í Reykja- vík, dóttir hjónanna Sigríðar Runólfsdóttur, héðan úr Reykja- vík, og Ragnars Bárðarsonar frá Bolungarvík, sem nú búa að Langagerði 100 hér í borg. Ung fluttist hún með foreldr- um sínum til ísafjarðar og ólst þar upp. Eftir að hún hafði lokið ungl- ingaprófi þar, fór hún í Verzlun- arskólann hér í Reykjavík og út- skrifaðist þaðan 1957. Hún giftist 2. marz 1957 æsku- vini og skólabróður sínum frá Isafirði, Jóni S. Jónssyni, og stofnuðu þau heimili sitt fyrst hér í Reykjavík. Þaú bjuggu hér um tveggja ára skeið, en fluttust þá til Evanstone í Bandaríkjun- um, þa'r sem maður hennar var við tónlistarnám síðastliðin 4 ár. Af alúð og dugnaði studdi hún mann sinn við námið og voru bæði mjög samhent að ná því marki er að var stefnt. Enda virtist björt og glæsileg framtíð blasa við hinum ungu hjónum. Höfðu þau eignazt eina dóttur, Þóreyju Rögnu, sem nú er 5 ára, og dreng, Ragnar Þór, sem nú er tæplega 8 mánaða gamall. En strax eftir að hann fæddist, kom í ljós að Margrét var haldin ill- kynja sjúkdómi, sem fljótlega var séð, að ekki yrði við ráðið, þó allt væri gert sem í mannlegu valdi stóð. Gerður var á henni hver uppskurðurinn á fætur öðrum og lá hún sárþjáð vikum og mánuðum saman, og sýndi þá undravert þrek og dugnað í öll- um þeim raunum, og maður hennar sýndi óbilandi kjark við að hjúkra henni, dag og nótt, all- an þann tíma. Erfitt er að sætta sig við að Margrét, sem var svo ung og full af lífskrafti, skuli vera horfin sjónum okkar, í blóma lífsins. Sárastur er þó söknuðurinn hjá eiginmanni hennar og ungu börnunum þeirra. Við kveðjum þig nú hinztu kveðju, elsku frænka, og þökk- um þér allt það, sem þú varst okkur. Eiginmanni þfnum, börnum, foreldrum og systkinum, sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur, og biðjum góðan guð að styrkja þau í þeirra sáru sorg. Frænkur. HINN 22. nóvember sl. andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri Jón Kristjánsson, fram- kvæmdástjóri, Þingvallastræti 20, Akureyri, eftir stutta sjúk- dómslegu. Jarðarför hans fór fram 3. þ. m. frá Akureyrar- kirkju, að viðstöddu fjölmenni. Jón Kristjánsson var fæddur á Akureyri 16. nóvember 1890. Var því nýlega orðinn 72 ára gamall er hann lézt. Hann var sonur Kristjáns Nikulássonar, lögregluþjóns, og konu hans, Maríu Jónsdóttur, sem búsett voru á Akureyri. Eignuðust þau 8 börn sem öll eru látin, nema elzta barnið, Jakob prentari, búsettur á Akureyri. Jón Kristjánsson ólst upp hjá foreldrum sínum á Akureyri, og átti þar heima allt sitt líf. Ungur að árum, eða strax eftir barnaskólanám, innritaðist hann í Gagnfræðaskóla Akureyrar, og útskrifaðist úr honum 16 ára gamall. Hann mun ekki hafa haft hug á frekara skólanámi, þrátt fyrir nægar gáfur. Hugur hans beindist fljótt að fram- kvæmdum á sviði atvinnumála. Að skólanámi loknu, lagði hann stund á söðlasmíði hjá föður sín- um, sem var meistari í þeirri iðngrein, og lauk því námi á til- settum tíma. Við þá iðngrein starfaði hann í nokkur ár, svo og við húsgagnabólstrun, í félagi við bróður sinn, Friðrik. Árið 1917, kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Lovísu Jóns- dóttur frá Drangsnesi í Stein- grímsfirði, dóttur hins þekkta fræðimanns og kennara, Jóns Jónssonar, ættaðs úr Vogum á Suðurnesjum. Kona hans var Anna Sigríður Árnadóttir, ættuð úr Steingrímsfirði, mesta mynd- ar- og dugnaðarkona. Jón Kristjánsson og kona hans eignuðust 4 mannvænleg börn, sem öll eru á lífi. María, gift og búsett í Svíþjóð; Kristján, for- stjóri og einn eigandi Niðursuðu- verksmiðjunnar K. Jónsson & Co., Akureyri; Mikael, einnig eigandi sama fyrirtækis, og Jón Árni, menntaskólakennari á Ak- ureyri. Sjúpson átti Jón, sem hann ól upp og kostaði til mennta, Tryggva Jónsson, niður- suðufræðing í Re; kjavík. Hann er nú forstjóri oð aðaleigandi fyrirtækisins Ora Kjöt & Rengi, sem hann rekur af stórhug og miklum myndarbrag í Kópavogi. Svo ólu þau hjón upp bróður- dóttur Lovísu, Margréti Ódu Ingimarsdóttur, til 12 ára aldurs. Eins og áður var að vikið, beindist hugur hans fljótt að verklegum framkvæmdum. Ung- ur að árum, tók hann að sér um- sjón með síldarkaupum og söltun fyrir sænsk fyrirtæki. _Ekki mun hann hafa getað fellt sig við að vinna undir annarra stjórn, því fljótt kom að því, að hann stofn- aði sitt eigið fyrirtæki, og rak í mörg ár síldarsöltun og síldar- kaup. Einnig síldarútgerð. Var hann til fleiri ára einn stærsti síldarkaupmaður á landinu. Þennan atvinnurekstur stundaði hann fram til ársins 1940, eða þar til í stríðsbyrjun. ótalinn er allur sá fjöldi fólks, sem góðs naut af framkvæmda- semi Jóns. Oft hafði hann í vinnu um og yfir 100 manns yfir síldartímann. Samtímis atvinnurekstr-i þeim, sem að framan er lýst, hafði hann ýmis konar önnur störf með höndum. Hann var fram- kvæmdastjóri Vélbátasamtrygg- ingar Eyjafjarðar í nokkur ár. Hann starfrækti stórt landnóta- brúk, til síldveiða á Akureyri, í mörg ár í félagi við bróður sinn, Adólf. Eftir að hann hætti síldarsölt- un stofnaði hann fyrirtækið Bólstruð húsgögn hf. á Akur- eyri. Það fyrirtæki rak hann af miklum dugnaði, eins og allt annað sem hann gerði, allt fram til ársins 1961, að hann, vegna heilsubrests, neyddist til að selja það. Eftir það, og til hinztu stundar, vann hann í skrifstofu niðursuðuverksmiðjunnar, sem áður er lýst, með sonum sínum. Hann var og meðeigandi og einn stofnandi þess fyrirtækis. Jón var gleðimaður mikill, söngelskur og hafði ágæta tenór- rödd. Hann var óspar á að taka lagið þá er gesti bar að garði, en það var ekki sjaldan, sem það kom fyrir. Heimili þeirra hjóna var alla tíð rómað fyrir gestrisni og myndarbrag. Ég, sem þessar línur rita, átti því láni að fagna, að kynnast Jóni heitnum mjög vel og náið. Ég held að ég hafi aldrei kynnzt betri manni. Hann var góðmenni í fyllstu merkingu þess orðs. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni, án fyllsta til- efnis. Hann tók ævinlega mál- stað þess sem var minni máttar. Ef fátækur maður leitaði til hans í neyð sinni, var ég stund- um vitni að því, að hann fór og fékk lánað það sem um var beð- ið, heldur en að geta ekki lið- sinnt manninum. Jón Kristjántson var trúmað- ur mikill. Aldrei heyrði ég hann efast um tilveru annars lífs. Dauðann óttaðist hann ekki. Hann trúði á annað og fullkomn- ara líf en það sem við lifum hér á jörðu. Hann leit á lífið hér sem byrjunarskóla, skóla til undirbúnings fullkomnara lífi. Lífi, sem við tekur, þá er við yfirgefum þessa jörð. Hann mun aldrei hafa efazt um líf að loknu þessu. Þessvegna kveið hann ekki brottfararinnar héðan. Fregnin um andlát Jóns heit- ins koin held ég engum á óvart, sem fylgzt höfðu með heilsufari hans hin síðari ár. Hann hafði lengi þjáðst af sjúkdómi í höfði. En það má með sanni segja, að hann barðist góðu baráttunni í þeim veikindum. Vafalaust var honum sjálfum ljóst, að hann mundi ekki komast til heilsu á ný. En hann lét aldrei á því bera. Hann var ávallt svo bjart- sýnn, að menn furðaði stórum. Trú hans á föðurkærleika Guðs, var honum ávallt stoð í öllu hans lífi. Með Jóni Kristjánssyni er fall- inn í valinn mætur og góður maður, og einn mesti drengskap- armaður sem ég hef kynnzt. Mun hans lengi minnzt í huga mínum. Um leið og ég þakka öðlings- manninum vináttu og fórnfýsi mér og mínum til handa, sendi ég eftirlifandi konu hans og börnum, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ég bið góðan Guð að vernda þau og varðveita um ókomin æviár. I. J. UM aldaraðir hefur hin íslenzka kirkja ásamt íslenzka sveita- fólkinu unnið saman að því að halda uppi minningu landsins. Þegar hallæri gengu yfir land- ið sótti fólkið til kirkjunnar þann styrk og þann þrótt, sem hjálpaði því yfir erfiðastu hjallana. Án trúarinnar og kirkjunnar væri hér sennilega engin íslenzk menning í dag. Búandi fólk á íslandi hefur miklu hlutverki að gegna, því að í samvinnu við skaparann vinn- ur það að því að fegra og bæta landið og skila þvi enn fegurra og frjósamara í hendur óborinn ar kynslóðar. Til kirkjunnar er því miður alltof lítið sótt, en hún er sá hornsteinn sem menning vor byggist á, og verði kirkjan lögð til hliðar verður skammt að bíða endaloka siðmenningar á íslandi. Til kirkjunnar er só'tt á öllum stærstu timamótum æfi vorrar. Þjónn kirkjunnar gefur oss sam an í hjónaband. í kirkjunni látum vér skíra og ferma börn vor og þaðan fer fram hinzta kveðjan hér á jörð því er það skylda vor, að hús það, sem þjónar svo miklu hlut- verki í lífi voru sé það vel úr garði gert að oss sé sómi að. Nú er söfnuður Reykhólakirkju að koma sér upp veglegu guðs- húsi og er hún vel á veg kominn en þó vantar enn á að því verki sé lokið. Sigfús Halldórsson tónskáld hefur sýnt Reykhólakirkju þann einstaka velvilja að teikna tvær útgáfur af kirkjunni og gefa söfnuðinum þær og hefur nú sóknarnefnd gefið þessar mynd- ir út í póstkortsformi til ágóða fyrir Reykhólakirkju. Nú fara Jólin að nálgast og við þá hátíð hefur skapast sú siðvenja að senda vinum og vandamönnum kveðju á jóla- korti og ættu allir velunnarar Reykhólakirkju að kaupa nokk- ur kort og styrkja þannig gott málefni. Kortin fást í Reykjavík hjá Guðmundi Andressyni gull- smið, Laugaveg 50. Skartgripa- verzlun Sigurðar Jónssonar, Laugaveg 10. Bókaverzlun Sæ- mundar Björnssonar. SPEGLAR Speglar í teakrömmum. — 3 gerðir. Úrval af speglum. — Framleiðum einnig spegla eftir máli fyrir jól. Fallegur spegill er kærkomin jólagjöf. Glersalan og Speglagerðin Laufásvegi 17. — Sími 23560. ÓDÝR EPLI í ítölsk: MORGENDUFT STARK DELICIOUS Amerísk: McINTOSH DELICIOUS ROI Kr. 136,50 ca. 9 kg. kassi Kr. 189,00 ca. 9 kg. kassi Kr. 350,00 ca. 19 kg. kassi í lausri vigt kr. 23.00 pr. kg. Kr. 440,00 ca. 19 kg. kassi í lausri vigt kr. 26.00 pr. kg. Jólapöntunarseðlar með verði ca. 300 vörutegunda eru afgreiddir í öllum matvörubúðum KRON. Vinsamiegast gerið tíðan samanburð á verði KRON og annarra verzlana. MATVORDBIJDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.