Morgunblaðið - 15.12.1962, Síða 8
9
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 15. des. 1962
rut*CAR*>/Nt*
\irr~sftin*-.*'. 'l/sriLs
FYRIR skemmstu var sett
lipp ný gerð mjaltavéla að
Þórustöðum í Ölfusi af svo-
nefndri Gascoigne-gerð. Hér
er um að ræða pípumjalta-
kerfi, sem lagt er í fjósið, en
engar fötur eru notaðar við
mjaltirnar. Mjaltakerfi þetta
mun vera hið fullkomnasta,
sem hér hefur verið sett upp,
þá er öll tæki hafa verið til
þess fengin. Með því verður
sett upp mælitæki, þar sem
Finnbogi Arndal (með mjaltatækin) sýnir Jóhannesi Eiríks- syni, ráðunaut, hin nýju tæki.
Ný gerð mjaitavéla
flýtir mjöltun um þrið jung
tiltölulega auðvelt er að mæla
mjólkurmagnið úr hverri kú,
um leið og hún er mjólkuð.
I*á er auðvelt að taka fitu-
prufur við mjaltirnar.
Fréttamanni blaðsins gast fyrir
skömmu tækifæri til að bregða
sér austur að Þórustöðum í ölf-
usi með þeim Árna Gestssyni,
forstjóra Globus h.f., en fyrir-
tæki hans flytur þessar mjalta-
vélar inn, og Jóhannesi Eiríks-
syni, ráðunaut hjá Búnaðarfélagi
íslands. Jóhannes er sá ráðunaut-
Hin nýju mælitaeki, sem nú
eru tengd við kerfið á ein-
íaldan hátt.
ur félagsins, sem mest lætur sig
skipta mjaltir og mjaltatækni.
Það var orðið áliðið dags, er
við renndum í hlaðið á Þórustöð-
um, þangað var ætlunin að koma
er mjaltir hæfust til þess að fá
tækifæri til að horfa á vinnu-
brögðin. Við hittum þegar þau
hjón Pétur og Rögnu á Þórustöð-
um og var okkur tekið af mikl-
um hlýleik og gestrisni, svo sem
venja er á hinu mikla fyrirmynd
arheimili þeirra hjóna.
Vélarnar settar i gang.
Síðan gengum við út í fjós og
rétt eftir að við komum þangað
settu þeir fjósameistarinn, Finn
bogi Arndal og brezkur sérfræð-
ingur frá Gascoigne-verksmiðj-
unni, Currie að nafni, vélarnar af
stað. Við tökum strax eftir að
mjaltakerfi þetta er frábrugðið
öðrum pípumjaltakerfum, sem
hér hafa verið sett upp, að því
leyti að mjólkurleiðslur eru úr
gleri í stað þess að annarsstaðar
hefur plast verið notað. Þetta er
að sjálfsögðu talsvert dýrari lögn,
en hún hefur þann kost fram yf-
ir plastið að glerið þolir miklum
mun meiri hita og ennfremur
sterkari hreinsunarefni, þegar
þrífa skal pípurnar. Að sjálf-
sögðu er þrifnaður í sambandi við
kerfi sem þetta eitt þýðingar-
mesta atriðið.
Ný gerð sogskipta.
Þá tökum við eftir að grænt
ljós blikkar stöðugt á veggnum yf
ir fjósdyrunum. Þarna er um að
ræða einskonar rafmagnsheila,
sem stjórnar sogskiptunum í
þessu mjaltakerfi. Þetta orsakar
að slagafjöldi sogskiptanna er á-
vallt hinn sami. Meðan allt
gengur eðlilega blikkar grænt
ljós á veggnum, en bregði eitt-
hvað út af kemur rautt Ijós í
staðinn. Hér er um að ræða nýja
sogskipta, og hlutföll þeirra eru
þrír á móti einum. Samkvæmt
mælingu, sem framkvæmd var á
Hvanneyri á afköstum þessarra
nýju sogskipta, kom í Ijós, að við
það eitt að nota þá, styttist mjalta
tíminn um 18%.
í hinu myndarlega Þórustaða-
fjósi er nú mikið um að vera, þar
sem þeir Finnbogi Arndal og
Currie fylgjast með hinum nýju
mjaltatækjum en gestirnir horfa
á. Auk okkar komu í heimsókn
forstjóri Mjólkurbús Flóamanna,
Grétar Símonarson, og tveir sér-
fræðingar aðrir í mjólkurbúinu,
starfsmenn hans.
Stytti strax mjaltatimaim
um 40 mínútur.
Nú er skoðað og skeggrætt með
an Finnbogi þýtur með mjalta-
tækin milli kúnna, þvær þær og
snyrtir fyrir mjaltirnar. Hann ger
ir fyrst tilraun til að hafa fjögur
tæki í gangi í einu, en það reyn-
ist ofviða einum manni. Það mun
hinsvegar vel fært fyrir einn
mann að stjórna þremur tækjum.
•Er það sýnilega mikil afkasta-
aukning frá fyrri gerðum mjalta
véla. Fullvíst er talið, að þetta
nýja kerfi flýti mjöltun um 30%
frá því að nota fötukerfið.
Við skoðum nú þessi tæki ofur
lítið nánar og röbbum við þá sér
fræðinga, sem þarna eru stadd-
ir. Öll mjaltatæki í kerfinu eru
úr ryðfríu stáli en pípur úr gleri,
eins og fyrr segir. Hraðkælir er
í mjólkurhúsi við enda kerfisins.
Finnbogi lætur í ljós ánægju með
afköst þessa kerfis. í fjósinu á
Þórustöðum eru 36 kýr og strax
í fyrsta skipti, sem þessi nýju
tæki voru tekin í notkun í fjós-
inu, styttist mjaltatíminn um 40
mínútur.
Þá er eins gott að hætta
nautgriparækt.
Við tökum Jóhannes Eiríksson
tali og berst talið fyrst að vigtun-
um á nyt kúnna. Jóhannes segist
lengi hafa verið að velta því fyrir
sér, hvernig takast mætti að vigta
mjólkina úr hverri kú fyrir sig
með þessu nýja kerfi, án þess að
það hefði nokkrar tafir í för með
sér. „Slík tæki sem þessi munu
að öllum líkindum“, segir Jó-
hannes, „verða tekin í notkun á
stærstu og beztu kúabúum lands
ins og ef svo fer og ekki er jafn
framt hægt að vigta nytina úr
hverri kú er eins gott að hætta
allri nautgriparækt".
Nýtt mælitæki.
Árni Gestsson, forstjóri Globus,
grípur fram í þetta samtal, og
segir að ástæðulaust muni að ótt
ast ,að ekki verði til hagkvæmt
tæki til mælinga á nyt kúnna.
Til sé einmitt slíkt tæki hjá
Gascoigne-verksmiðjunum og
verði það komið hingað í Þóni-
staðafjósið eftir nokkra daga.
Tæki þetta er mjög einfalt í notk
un og á mælipípu, sem er utan á
tækinu má lesa mjólkurmagnið
með nákvæmni, sem er innan við
y4 úr kg. Hann segir tæki þetta
vera tiltölulega ódýrt og Jóhann-
es tekur undir að fyrrgreind ná-
kvæmni innan við Yi úr kg. sé
nægilegt til skýrslugerðar um nyt
kúnna. Tæki þetta er um það bil
þrisvar sinnum dýrara en mjólk-
urrisla, sem notuð er nú allvíða
hér á landi. Hinsvegar er mest
notað hér af gormavogum, en þær
eru mjög ónákvæmar. Jóhannes
gat þess sem dæmi, að maður
nokkur hefði ekki alls fyrir löngu
keypt sér mjólkurrislu og er
hann tók að nota hana í stað
gormvogarinnar lækkaði meðal-
nyt í fjósinu hjá honum um 200
kg. á kú.
Ætlunin er að reyna þetta
mælitæki frá Gascoigne á viður
kenndri tilraunastöð og fá úr
því skorið þar, hvort það full-
nægji ekki öllum þeim kröfum,
sem til þess þarf að gera. Hins
vegar má taka fram, að tæki
þetta hlaut silfurverðlaun á mjólk
urverðlaunasýningu í Olympia í
London í október sl.
Við spyrjum Jóhannes um
fleira, biðjum hann að láta í ljós
Athugun á hreinlæti.
Við snúum okkur nú til Grétars
Símonarsonar, mjólkurbússtjóra,
og spyrjum um hans álit á þessu,
Grétar lætur í ljósi að honum lit-
ist allvel á þetta, segir hinsvegar
að ómögulegt sé á þessu stigi máls
ins að gefa ákveðna umsögn um
tækin. Mjólkurbúið muni hins-
vegar fylgjast af kostgæfni með
tækjum sem þessum og hann
bendir á að mjólkurbúið sé reðiu
búið að veita þá þjónustu að fram
fari rannsókn á því, hvort full-
komið hreinlæti sé viðhaft við
notkun tækjanna. Kvað hann
mjög einfalt að hleypa vökva
gegnum tækin, taka hann síðan
og bakteríurækta til þess að sjá,
hvort um hættulegar bakteríur
sé að ræða í kerfinu.
Þá snúum við okkur til Péturs
bónda og fjósameistara hans og
spyrjum þá um álit þeirra á
þessu nýja kerfi. Pétur segir að
sér lítist mjög vel á þetta og ekki
sé vafi á því að fjósamennirnir
séu mun fljótari með sín störf
eftir en áður. Finnbogi lætur
sömuleiðis vel af kerfinu, segir
þó að miðað við eldra mjalta-
kerfi séu nokkrar breytingar á
þessu frá því, einkum hvað
snertir slagafjölda sogskiptanna.
Taldi hann að enn sem komið er
hefðu sumar kýrnar ekki vanizt
breytingunni, mundi það þurfa
að taka sinn tíma, sem eðlilegt
er.
Þekkt tæki hér á landi.
Að síðustu ræðum við ofurlitla
stund við Árna Gestsson, sem haft
hefur á hendi sölu á hinum gam-
alreyndu Gascoigne-tækjum, sem
til hafi verið hér á landi frá þvl
árið 1947, en Gascoigne mjalta-
vélar munu vera 30—40 ára gaml
ar. Þessi útfærsla, sem hér um
1 Þórustaðafjósinu. M. a. sjást brezki sérfræðingurinn Currie,
Grétar Símonarson, mjólkurbússtj. og Arni Gestsson, forstj.
álit sitt á þessum tækjum, eftir
að hann hefur horft á þau vinna
dágóða stund.
Léttari vinna — meiri afköst.
Hann segir í fyrsta lagi, að allt
bendi til að hér sé um að ræða
léttari vinnu og stóraukin vinnu
afköst hjá fjósamönnum. Þá megi
nefna að þetta hafi stórmikinn
kost, þar sem fjósin eru stór, því
þá verði enginn burður á fötum
um fjósið. Þá er vigtunin með
þessu tæki, sem áður hefur verið
lýst, stórkostlegt atriði. En Jó-
hannes bendir á, að það þýði
ekkert fyrir trassa og sóða að
hafa kerfi eins og þetta. Það er
sem sé langþýðingarmesta atrið
ið í sambandi við þessi pípukerfi
að fylgt sé fullkomlega öllum
reglum um hreinsun á kerfinu.
Sé það gert, er óhætt að fullyrða,
að engin mjaltakerfi skila betri
og heilnæmari mjólk en þessi,
þar sem mjólkin kemur aldrei í
snertingu við sjálft fjósloftið.
ræðir og sett var upp I fjósinu &
Þórustöðum, hefur verið í notk
un frá árinu 1957 víðsvegar er-
lendis. Liggur því þegar fyrir góð
reynsla af tækjunum.
Ámi tók það fram að bændum
og öðrum þeim, sem áhuga hefðu
á mjaltatækjum, væri velkomið
að koma og skoða hin nýju tæki
á stöðum þeim, sem þau verða nú
á næstunni sett upp, því bænd-
urnir hafa góðfúslega gefið leyfi
sitt til þessa. Auk þess sem tækin
hafa nú verið sett upp á Þóru-
stöðum verða þau sett upp I
Syðra-Langholti í Hrunamanna-
hreppi ,Ytra-Hólmi í Akraness-
hreppi og á tilraunastöðinni á Ak
ureyri.
Að lokinni ánægjulegri stund
í Þórustaðafjósinu er sezt inn i
stofu hjá frú Rögnu og tekið til
við kræsingar, skrafað og skegg-
rætt um landbúnað og landbún-
aðarnýjungar og j*hvel berast
málarar og listamen* í taL