Morgunblaðið - 15.12.1962, Síða 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Laugar'dagur 15. des. 1962
Gunnar Gunnarsson
bóndi i Syðra-Vallholti
ÞANN 3. desember sl. andaðist
í sj úikraihúsinu á Sauðánkróíki
Gunnar bóndi Gunnarsson í
Syðra-Vallholti í Skagaifirðd.
Kom fráfall hans okkur vinium
hans ekiki á óvart, því að heilsa
og kraftar voru þrotnir og vairð
honum hvíldin ljúf og kærkom-
in. Útför hans verður gerð í dag
frá sóknarkirkju hans að Víði-
mýri.
Hann var fæddiuir að Syðra-
Vallholti í Vallihióllmi 8. nóv. 1889.
Foreldrar hans voru Gunnar
bóndi í Syðra-Vallholti Gunnars
son og kona hans Ingibjörg Ólafs
dóttir. Börn þeirra Vailihoits-
hjóna voru átta og eru nú tvær
diætur á lífi, Sigríður húsfreyja
á Stóru-Ökruim í Blöndiuhlíð,
giift frænda sínum Birni Sigurðs-
syni bónda þar, og Þórunn bú-
sett á Siglufixði. Þau hjón,
Gunnar og Ingibjörig, voru bæði
af hinni kunnu Skíðastaðaætt,
sem kennd er við Skíðastaði á
Laxárdal, eina mestiu landlkosta-
jörð í Skagafjarðarsýsliu.
Á Skíðastöðum bjuggu um
hálfrar aidar skeið, frá 1822 til
18T0, Gunnar Gunnarsson og
Guðrún Þorvaidsdóttir og er
Skíðastaðaætt frá þeim runnin.
Áttu þau margt barna og eru
afkomendiur þeirra fjöilmargir.
Gunnar á Skíðastöðum var stór-
bóndi og héraðshafðingi, og eru
af honum ýmsar frásagnir. Hann
var einn af forystumönnum Skag
firðinga í undirbúningi norður-
reiðar og heimsóknar til Qríms
amtmanms á Möðruvöllum árið
1849. Margir afkomenda hans
bera nafn hans, og er Gunnar
sá, sem hér er minnzt, fjórði
maður í beinan karllegg frá
Gunnari gamla á Skíðastöðum,
sem hét nafni hans.
í Skíðastaðaætt ér margt af
dugmiklu atgerfisfólki og eru
þeir ættmenn margir atorkusam
ir starfsmenn. Lífsfjör og glað-
sinni eru rík einkenni í ætt þess-
ari, og kornu þessir ættarkostir
allir ríkulega fram í öllu fari
og háttum Gunnars í Syðra-
Vallholti.
Búskap á feðrajörð sinni hóf
Gunnar 1914, en kvæntist ekki
fyrr en 1925. Þá gekk hann að
eiga Ragnhildi Erlendsdóttur frá
Beinakeldu í Þingi. Ragnhildur
er kona vel gefin og velgerð á
alla lund, sem tekið hefir mik-
inn þátt í félagsmálum kvenna
í sinni sveit og hvarvetna skipað
sæti sitt með sæmd. Þeim hjón-
um varð sjö barna auðið, og eru
sex þeirra á lífi. Eina dóttur
misstu þau barnumga. En börnin
eru: Gunnar, bóndi í Syðra-Vall
holti, Ingdbjörg húsfrú í Reykja
vik, gift Móses verkfræðingi«Að
alsteinssyni. Ástríður Helga,
skrifstofustúlka hjá prentsmiðj-
unni Eddu. Erla Guðrún, er starf
ar við Alþjóðabankann í Was-
hington, Ásgeir, heima í Syðra-
Vallholti og Sigurður, starfsmað
ur hjá Fiskideild Atvinnudeild-
ar Háskólans.
Þá ólu þau hjón upp frænku
Gunnars, Ólöfu Björnsdóttur frá
Krithóli á Efribyggð, nú gift
kona í Reykjavik. Glöggt má
kenna dug Skíðastaðaættar í öll-
um framgangi þeirra Vallhol'te-
syskina og ekki hefur sá hún-
vetnski arfur, sem þeim var
fenginn frá móðurinnd, rýrt
manngildi þeirra.
Gunnar í Syðra-Vallholti var
með betri bændum í sinni sveit.
Hann unni sinni fögru jörð og
jók kostagiíldi hennar með auk-
inni ræktun og umbótum. Hann
var slitviljugur eljumaður, sem
aldrei taldi eftir sér að taka
til höndium, sínum og öðrum til
nytsemdar.
Framan af búskap þeirra Vall
holtshjóna mun fjárhagur þeirra
hafa verið þröngur, ekki sízt
meðan börnin voru í ómegð, enda
þá miklir erfiðleikar í ári fyrir
bændur yfirleitt, í fjárhagislegu
tilliti, og engiir fæðingarstyrkir
og fjölskyldiubætur að styðjast
vdð. En dugur þeirra hjóna brást
ekki, þó að efalaust hafi þá á
stundum verið meira á sig lagt
en hollt var og hóf var á. En um
annað var ekki- að ræða, ef af
átti að komast, og þegar börnin
komust á legg og til hjálpar við
bústörfin, þá greikkaðiist hagur
allur.
Þegar ég nú minnist þessa
aldna bónda, þá korna mér helzt
í hiug þessi orð Filippíbréfsins:
„Verið glaðir. Ljúfilyndi yðar
verði kunnugt öllum mönnum.“
Ég minnist þess vart að hafa
kynnzt gdaðari manni né ljúfari í
lund en Gunnari í Syðri-Vall-
holti, nema skyldi einum frænda
hans sem einnig er horfinn af
sjónansviðinu.
Þegax við Seilhreppingar
komum saman til mannfagnaðar,
einu sinni á vetri eða svo, þá
lét Gunnar sig þar sjaldnast
vanta meðan heilsan leyfði. Á
slíkum fundum okkar var hann
öllum glaðari, söng mest af öíli-
um og dansaði mest af öllum.
Ókunnugum gat jafnvel fundizt
nóg tdl um fjör hans og lífsgleði,
en engum blandaðist hugur um,
að gleði hans var heil og sönn,
hreinlega sprottin afi þeinri
kennd, sem lýst er í
vísunum alkunnu og marg-
sungnu:
„Það liggur svo makalaust
ljómandi á mér
mér líkar svo vel hvernig
heimurinn er.“
Bölsýnd fannst ekki í fari
Gunnars í Syðra-Vallholti, og
deilugirni var víðs fjarri eðdi
hans cg huga. Ljúfljmdi hans
var öllum, sem þekktu, kunnugt.
Öllum og öllu vildi hann vel og
laun hans eru og l£ka þau, að
hann er nú kvaddur af hlýjum
huga og með blessunarósikum
allra þeirra, sem honum kynnt-
ust.
Það er fagurt í Syðra-Vallholti,
og sólar nýtur þar vel. Bærinn
stendur í sunnanverðu Vallholt-
inu í mdklu túni, sem hallar til
suðurs og vesturs niður að
siéttunni, sem teyigir sig til allra
átta úr fiá holtinu. Steinn né
gróðarlaus blettur finnst naum-
ast í landi jarðarinnar. Allt er
vafið grasi og gróðri. Og sé
gengið upp á Vallholtið getur
að líta eitt fegursta útsýni í
héraði otkkar.
Allur meginhluti þess blasir við
auga, siéttan mikia og fjalla-
hringurinn, og yzt í norðri rísa
útverðir þess úr hafi. Séum við
stödd á þessum stað í heiðbjörtu
júníkvöldi, þá gefst okkur sýn,
sem aldrei úr minni Mður.
Notokru fyrir mdðnættið rennir
miðnætursólin undan Tindastóii
og svífur hægt og hóglega með
hafisbrún til austunáttar. Furðu-
legum purpuraljóma slær yfir
héraðið allt. Hugur áhorfand-
ans fyllist lotningu og gleðd. Dýrð
Drottins Ijómar í kringum hann.
Það var inn í þennan heim og
þessa fegurð, sem Gunnar í Syðra
Valliholti fæddist fyrir 73 árum.
Nú er andi hans borinn inn í
enn fegurri og sólbjartari heima.
Við sem eftir stöndum gleðj-
umst yfiir þessari nýju fæðingu
hans, um leið og við þökkum
samverustundirnar og kynnin
öll og biðjum ættingjum og vin-
um látins heiðursmanns blees-
unnar Guðs í bráð og lengd.
Gunnar Gíslason.
Karlmanna-
frakkar
ú r
P O P L I N
N Æ L O N
TERYLENEog
ULLAREFNUM
í miklu úrvali.
/T
Laugavegi 27 — Sími 12303.
Skóldsögur, sagna-
þætlir og aídamóta*
BLAÐINU hafa borizt nokkrar
toækur frá bókaforlagi Odds
Björnssonar á Akureyri. í þeirra
hópi má geta fyrstu skáldsögu
ungs höfundar, Magneu frá
Kleifum. Hefur saga þessi birzt
sem framhaldssaga í tímaritinu
„Heima er bezt“ og hlotið vin-
sældir. „Sagan er spennandi og
hugljúf ástarsaga,“ svo sem um
hana segir á kápusíðu. Sagan
heitir „Karlsen stýrimaður". Ný
framhaídssaga eftir Magneu frá
Kleifum birtist um þessar mund-
ir í tímaritinu „Heima er bezt“.
Þá sendir bókaforlag Odds
BjörnssOnar frá sír síðara bindi
af skáldverki Mika Valtaris,
„Förusveinninn". Ber þessi bók
undirtitilinn „Með Stór-Tyrkj-
anum“. Forlagið hefur áður gefi-
ið út Egyptann, Ævintýramann-
inn og fyrra hefti þessa ritverks,
„Förusveininn" eftir sama höf-
und.
Á kápusíðu bókarinnar segir
að þetta sé síðara bindið afi
hinni ævintýralegu og spennandi
skáldsögu um ástir og tryggðrof,
kvennabúr og geldinga, orustur
og bardaga, stjórnmálabrellur,
sjóræningja og krossferðaridd-
ara.
Þeir eru
konunglegir! i/nTV?
kæliskápur
Crystal KJng
Góðír grciósluskífmárar.
Sendum um allt land.
10 IV I X
Crystal Queen
og
Crystal Prince
o. kohnerup hansen Slml 12606. Suðurgðlu 10.
Þá hefur forlagið og sent frá
sér 5. bindi í sagnaflokkinum
„Svipir og sagnir“. Ber þetta
bindi nafnið „Fortíð og fyrir-
burðir“. Er hér um að ræða
þætti úr Húnavatnsþingi. Á
kápusíðu segir svo um þessa
bók:
„Þessi bók er 5. og síðasta bind
ið í ritsafninu „Svipir og sagn-
ir“ en eins og kunnugt er, þá
eru þetta sagnaþættir úr Húna-
vatnsþingi, að mestu leyti tekn-
ir saman af sr. Gunnari Árna-
syni, Magnúsi Björnssyni á Syðra
Hóli og Bjarna Jónassyni í
Blöndudalshólum.“
í lok þessarar síðstu bókar í
sagnafilokki þessum er ítarleg
nafnaskrá yfir öll fimm bindin og
gefur það bókinni aukið gildi.
Sr. Gunnar Árnason ritar for-
mála bókarinnar en bókin er
282 bls. að stærð, vönduð að
öllum frágangi.
Þá sendir forlagið frá sér 3.
bindi af Aldamótamönnum ,eftir
Jónas Jónsson frá Hriflu. Jón-
as ritar aðfararorð fyrir þessari
'bók og segir þar, að iþetta sé síð-
asta bindi í flokki þessum. Hann
segir ennfremur um æviþætti
þessa:
„Æviþættir mínir um aldamóta
menn eru margir, en þó alltof
fáir. í þessum þáttum leitast ég
við að gefa sanna og ljósa mynd
af söguhetjunum, lýsa verkum
sem vert er um að tala. Til eru
nokkrar góðar ævisögur af skör-
ungum sögunnar á þessu tíma-
ibili. Slík verk exu dýrmæt en
hafia ekíki mikla þýðingu fyrir
almenning í landinu. Greindir
og góðir borgarar segjast ekki
hafa tíma til í tómstundum sín-
um að lesa ævisögu í nokkrum
bindum.“
Fleira segir Jónas í aðfararofð
um sínum, en síðan hefjast þætt-
irnir, sem eru um Þorgils gjall-
anda, Guðmund Guðmundsson,
Valdimar Briem, Stephan G.
Stephansson, Þórarin Böðvars-
son, Guðmund Friðjónsson, Jón
Trausta, Þorvald Thoroddsen,
Bjarna Sæmundsson, Einar
Séra Gunnar Árnason
Benediktsson, Harald Níelsson,
Einar H. Kvaran, Markús Bjarna
son, sr. Jón Bjarnason, Stefaníu
Guðmundsdóttur og síðan er eft-
irmáli og loks nafnaskrá. Bó’kin
er 194 bls., vönduð að öllum bún-
aði.
Loks hefur blaðinu borizt
Barnasaga eftir hina kunnu
barnakennara á Akureyri, þau
Jennu og Hreiðar Stefánsson.
Barnasagan, sem þau senda frá
sér að þessu sinni, heitir Adda
og litli bróðir. Hún hefur verið
gefin út áður árið 1947, en er
nú endurbætt. Teikningar í bók-
ina hefur Halldór Pétursson gert.
Þetta er 17. barnabókin, sem þau
Jenna og Hreiðar Stefánsson láta
frá sér fara. Á kápusíðu segir
svo um þessa bók:
„Hinar svokölluðu ödduhæk-
ur náðu strax óvenju miklum
vinsældum, þegar þær byrjuðu
að koma út árið 1946. Þessar bæk
ur hafa verið ófáanlegar um ára
bil en í fyrra kom fyrsta bókin
í þessum vinsæla bókaflokki út
í 2. útgáfu og hér kemur nú
önnur bókin í bókaflokknum i
nýrri útgáfu. Öldu-bækurnar eru
tilvaldar handa börnum, sem
nýrri útgáfu. Öddu-bækurnar eru
skrifaðar á léttu máli, sem börn
skilja, og prentaðar með mjög
skýru letri.“
ATHUGIÐ !
að borið saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu, en öðrum
blöðum.