Morgunblaðið - 15.12.1962, Blaðsíða 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 15. des. 1962
IV. Sjálfstyring
og eiginkona
SUNNUDAGSMOROUNN,
stinningskaldi og illt í sjó.
Við tókum þá ákvörðun að
halda til í káetunni og vera
ekki a@ flækjast um skipið
og pöntuðum mat upp á her-
’bergi til að eiga ekki á hættu
að þurfa að stökkva frá borð-
inu, ef maginn gerði uppreisn.
Undir slíkum kringumstæðum
getur hann nefnilega verið
eins ótryggur og stjórnmála-
ástandið í Suður-Ameríku. En
postafenið brást ekki.
Það var auðsótt mál að fá
matinn upp á herbergi, enda
þjónustan til fyrirmyndar. Og
ég gat legið í kojunni eins
makindalega og selur á skeri.
Það var þægileg tilfinning að
liggja þama og hugsa. Það var
langt síðan ég hafði fengið
stund til að veita mér slíkan
lúxus. Hin stranga samkeppni
blaðanna hefur í för með sér,
að við blaðamennirnir fáum
æ minni tíma til að hugsa,
og megum þó ekki við því.
En þarna lá ég Og þurfti
ekki að gera annað en góna
upp í loftið og venja mig við
að vera ég sjálfur. ísland.
horfið og eina staðreynd lífs-
ins ólgandi haf með grængol-
andi öldum og himni, sem sést
ekki út um kýraugað.
Sunnudagur á sjó er ekkert
frábrugðinn öðrum dögum.
Þó væri synd að segja að
öldurnar á Færeyjabankanum
ihefðu haldið hvíldardaginn
heilagan 23. september s.l.
Þær kepptust við að kasta
Gullfossi á milli sín, þessu
fjöreggi sjálfstæðiShugsjónar
íslenzks fólks. Þó voru nokkr-
ir farþeganna á stjái, lædd-
ust með veggjum eða laum-
uðust á barinn og enn aðrir
létu veltinginn ekki á sig fá.
eins og Þorsteinn Scheving
Thorsteinsson, sem var ófþreyt
andi að tala við farþega og
skipsmenn og segja sögur,
enda ágæt dægrastytfing, eins
Og á stóð. Ég heyrði síðar
eina af þessum sögum og var
hún eitthvað á þessa leið.
Maður nokkur kom inn 1
Reykjavíkurapótek með lyf-
seðil. Hann skimaði í kring-
um sig unz augu hans stað-
næmdust við mannanöfnin á
austurvegg afSreiðslusalarins.
Fyrir forvitnisakir sneri hann
sér að afgreiðslumanninum og
spurði: „Hvaða menn eru
’þetta, sem hafa fengið nöfnin
sín á vegginn?" Afgreiðslu-
maðurinn svaraði þurrlega:
„Það eru þeir sem hafa dáið
vegna þess að þeir fengu af-
greidd skökk lyf í apótekinu."
Þegar komið var undir
kvöld, hvessti enn og var allt
annað en auðvelt að hemja
sig í kojunni. Ég herti upp
'hugann og skrapp fram.
Mundi ekki vera uppbyggi-
legt að heimsækja vaktina í
brúnni? Fór þó fyrst út á
þilfar og gekk úr skugga um
að skipið væri á réttum kili
og sá þar mokkurn hóp karla
og kvenna liggjandi á víð og
dreif úti í ofviðrinu, sumir
höfðu búið um sig í svefn-
pokum. aðrir í stólum. Þetta
var einkennileg sjón, en skýr-
inguna á þessu uppátæki fólks
ins sagði einhver vera þá, að
það væri sjóhrætt og þætti
öruggara að vera sem næst
björgunarbátnum. Aðrir
héldu því fram ,að hópurinn
hefði reynt að verjast sjóveiki
með því að vera undir beru
lofti. „Hvaða fólk er þetta?“
spurði ég. „Þjóðverjar," var
svarað.
Ekki þótti mér ráðlegt að
hitta að máli sjóihetjurnar á
barnum, en gekk rakleiðis
upp í brú. Grétar stýrimað-
ur var að fara af vakt, en
Finnibogi stýrimaður kominn
upp til að taka við. Þegar
þeir kvöddust sögðu þeir
„Góða vakt.“ Og hásetarnir
kvöddust að venju með því
að segja gráðuna, sem siglt
skyldi eftir. Eins og á stóð
var ekki hægt að nota sjálf-
stýriútbúnaðinn. „Er hann
miklu betri?“ spurði ég.
„Hann er góð hvíld,“ svaraði
stýrimaðurinn, en hásetinn
greip fram í og sagði. „Við
erum jafnvel hrifnaii af sjálf-
virka stýrinu en konunum
okkar.“ En mér datt í hug að
eitt er sameiginlegt með
sjálfstýringunni og konunum,
þær taka líka að sér stjórn-
ina.
Daginn eftir, þegar við vor-
um komin yfir Færeyjabank-
ann og farin að nálgast Orkn-
eyjar og Skotland, fékk ég
leyfi til að stýra skipinu
nokkra stund eftir kompás.
Þá fyrst skildi ég það ástfóst-
ur, sem hásetarnir höfðu tek-
ið við sjálfvirka stýrið. Að
standa við stýri á skipi er
þreytandi verk og mikill
vandi að fylgja réttri stefnu.
Sjálfstýringin getur auðveld-
lega fylgt stefnunni upp á
gráðu, en þó er óvarlegt að
nota hana í von-du veðri og
slæmum sjó. „Hún stýrir ekki
eins vel undan verstu áföll-
unum, eins Og góður háseti
getur gert.“ sagði stýrimaður-
inn.
Meðan ég talaði við Finn-
boga þarna i brúnni, kom
Erlendur Jónsson skipstjóri í
þessari ferð, og leit á sjókort-
ið. Allt virtist í stakasta lagi,
þó ekkert heyrðist úti nema
hrvinur í vindi og myrkrið
væri svo dimmt í brúnni að
ómöguleglr væri að greina
andlit stýrimanns og háseta.
Friðþjófur loftskeytamaður
hafði samband við skipstjóra
og sagði okkur það helzta,
sem verið hafði í fréttum. Síð-
an fóru þeir Erlendur út, en
ég horfði á sjókortið og
fylgdist með því hvernig
Finnbogi mældi Gullfoss inn
á kortið. Hann leit upp og
sagði. „Við verðum komnir
yfir Færeyjarbankann í fyrra
málið, og þá lagast þetta.“
Mér leið betur. Ég sá að allt
var undir kontról og engin
ástæða til annars en bjóða
góða nótt. Þótti samt vissara
að biðja um tvær svefntöfl-
ur, ef hann gengi ekki niður
um nóttina. Það var hvort
eð er lítil von til þess að kom-
ast í bátana, meðan Þjóðverj-
arnir sátu við sinn keip.
V. Bláköld
stabreynd
Einu sinni var Edinborg
merkasti staðurinn á jarð-
kringlunni. Það var þegar ég
fór fyrsta skipti utan og út-
landið birtist mér í allri sinni
dýrð í Prinsinsstræti. Þá var
ég þess fullviss að enginn stað
ur gæti verið stórkostlegri
en þessi borg. Og einhvern
veginn hef ég ávallt síðan
geymt Holyrood-kastala á vís-
um stað í brjóstholinu, hann
kom inn í líf mitt óvænt og
formálalaust eins og falleg
fermingargjöf, sem ekki er
beinlínis hægt að gera kröfu
til.
Og Sir Walter Scott!
Hvernig gat annað verið en
þessi maður hefði verið mesta
skáld fyrr og síðar? Þarna
trónaði hann eins og þrjátíu
vatnsberar eftir Ásmund, stolt
ur og öruggur um sinn hag,
og fólkið þurfti að Mta hátt
til þess að geta horfzt í augu
við hann: þetta innsigli
skozkra mennta og bókmenn-
i-ngar. Eða ættum við heldur
að segja þessa kröfuhörðu ósk
bókmenntasnauðrar þjóðar
um að eiga hlutdeild í svo-
kallaðri menningu. Shake-
speare sjálfur hefur ekki einu
sinni eignázt svona stóra eftir
mynd af líkama sínum. Skozk
um bókmenntum ætti að vera
borgið.
Áður en við fórum með
síðdegislestinni til Lundúna,
skoðuðum við okkur um í
borginni. Sporvagnarnir og
stóru hestarnir, sem ég hafði
hrifizt hvað mest af sumarið
1946 voru horfnir, og ósköp
Venjulegir strætisvagnar og
vörubílar feomnir í staðinn.
Þannig var um margt. Edin-
borg var efeki lengur hluti af
ævintýri liðins tíma, heldur
bláköld staðreynd. Á sama
hátt og Scott gamli var
ekki lengur merkasta skáld
veraldarsögunnar, þannig var
Edinborg einnig hætt að
vera partur þess ævintýris,
sem Stefán Zweig kallar:
Veröld sem var; að vísu
sérkennilega fögur undir
kastalakórónunni og þar sem
Prinsinsstræti storkar græn-
um gróðri næstu hæðardraga
með gráum steini og malbíki,
en annars ósköp venjulegur
hluti af því Skotlandi, sem
dr. Samúel Johnson, sá skota-
hatari, hefði kallað botnlanga
Englands, ef hann væri enn
viðmælandi. En þó virtist mér
Edinborg frábrugðin öðrum
borgum á Bretlandseyjum í
því, að þar eru fleiri góðar
bókaverzlanir. í einni af þess-
unx ágætu verzlunum sá
ég lífshistoríu doktorsins,
sem þar var útstillt
líklega frekar í virðingarskyni
við Boswell en löngun til að
útbreiða skoðanir vinar hans.
Edinborg er eins ólík
Glasgow og dagur nótt, hún
er björt og hrein og yfir henni
óvenju léttur svi-pur í þessu
landi. Glasgow aftur á móti
svört og köld eins og leg-
steinn og verksmiðjusótið eins
og peningareykur yfir Rauða-
læknum. þegar skýhnoðra
dregur upp yfir Esju með
norðanflæsu yfir sundin. Ég
hef velt því fyrir mér, hvers
vegna fleiri fuglar eru í
Glasgow en öðrum borgum
Bretlands, en að engri niður-
stöðu komizt. En Glasgow er
eftirsótt af fleiri fuglum en
•þeim sem vængjaðir eru. Nú
flykkjast Islendingar til borg-
arinnar eins og sveitamenn í
kaupstaðinn áður fyrr. Þar
er ekki spurt í verzlunum.
„Hvaðan eruð þér?“, heldur
sagt: „Þér eruð frá íslandi.“
Þannig var það einnig í Edin-
borg. Ég spurði leigubílstjóra
til vegar, hann vísaði mér
réttu leiðina. Ég þafekaði fyr-
ir og fevaddi, hann sagði:
„Verið þér sælir, íslending-
ur.“ Ég stanzaði, horfði á
hann og spurði undrandi.
„Hvernig vitið þér að ég er
íslendingur?“ „Ég þekki Is-
lendinga í mílu fjarlægð,"
sagði hann hróðugur og bar
visifingur hægri handar upp
að húfuderinu. Ég fór leiðar
minnar án þess að vita, hvort
ástæða væri fremur til að
miklast eða móðgast.
VI. Sijörnuhrap
Minna var um dýrðir í
Lundúnum í haust en oft
áður. Leifehúslíf með daufara
móti og fáar bækur, sem
vöktu athygli. Næturklúlbb-
arnir voru að vísu á sínum
stöðum og flórsjó á Pígall, en
borg verður ekki dæmd af
þessum glitvefnaði peninga-
Mfsins.
Tvennt sáum við í Lundún-
um. sem af einlhverjum
ástæðum hafði farið fram hjá
okkur áður, þó undarlegt sé:
fiöken Brynhildi Sörensen,
sem hefur starfað frá byrj-
un í íslenzka sendiráðinu við
góðan orðstíc, og Britiáh
Museum. Við fórum til ís-
lenzku sendiherrahjónanna og
hittum þar norsfea ambassa-
dorinn Skaug, einlægan fs-
landisvin og hreinskilinn
diplómat, þó það hljómi ekki
beinlínis sannfærandi. Hann
átti von á Ólafi Noregskon-
ungi úr opiníberri heimsókn
til Frakklands og hafði í
mörg horn að líta, en lét sig
þó efeki muna um að hafa
álhuga á íslenzkum málefnum
og spyrja í þaula um fólk og
pólitík. Var einkar skemmti-
legt að kynnast þessum fjöl-
fróða og áhugasama fulltrúa
Islands og Noregs í Lundún-
um. Á þeim tíma sem Nordahl
Grieg svarf þessa eftirminni-
legu áminningu inn í örlaga-
ljóð Lundúnaborgar:
Hér teygðu sig turnar
að himni
en tímar þeirra eru liðnir —.
var ólafur konungur, þá krón-
prins Noregis, í útlegð með
föður sínum í borginni og
lögðu þeir feðgar þá stundum
leið sína í Danska klúbbinn í
leit að norrænum kliði. Síðan
hafa margir frelsiskyndlar
verið kveiktir og margir
slökktir, dökkt blóð hefur lit—
að. gamlan svörð í Ungverja-
landi og Alsír og margir hafa
spurt. „Var það þá til einskis
að Grieg orti í Lundúnum og
Ólafur krónprins hélt vörð
um hugsjón feðra sinna? Og
enn er spurt. Hvað sem þvá
líður leitaði konungur aflþrey-
ingar hér á fornum slóðum og
minntist þeirra stunda, þegar
faðir hans sýndi hvað mestan
manndóm evrópskra þjóð-
höfðingja. Þá var Lundúna-
borg eins og björgunarfleki i
stórsjóum múgborgarmyrkurs
og loftárása. nú kærkomin
hvíld frá ofsókn forvitinna
augna og alltof kurteiss um-
hverfis. Ekki vissi ég, hvort
konungur hygðist skreppa í
klúbbinn sinn gamla. Nú þarf
hann kannski ekki lengur á
honum að halda, en þangað
leita aðrir frá amstri dagsins,
meðal þeirra Björn Björnsson,
stórkaupmaður, sem bauð
okkur á heimleiðinni upp á
kalt borð og elefant. Ungur
sagðist hann hafa fengið á
sig stimpil norrænnar bók-
menntahefðar og hlaut nafn
Björnstjemes Björnsonar.
„Ég var svo óheppinn að fæð-
ast um það leyti, sem Björn-
stjerne Björnson naut mestr-
ar vegsemdar og virðingar og
íslendingar héldu að einung-
is hálf guðdómlegar verur
gætu fengið Nóbelsverðlaun,"
sagði hann við okkur og bauð
snaps. Faðir hans hefur lík-
lega dáð þetta norska fjjrir-
menni og sfeáld og ætlað syni
sínum stóran hlut, þegar gert
yrði upp eftir þá einu vertíð.
sem umtalsverð er. En þegar
hann var orðinn fullorðinn,
tókst honum að losa sig við
þennann kross erlendrar
frægðar; hann tilkynnti I
Morgunblaðinu undir fyrir-
sögninni „Stjörnuhrap", að
héðan í frá héti hann einfald-
lega Björn Björnsson. Þá hlé
ísland, þó þetta væri fínn
húmor. Mér fannst einhvem
veginn á honum, þó hann
segði það efeki beinlínis, að
hann hefði ætíð hrósað happi
yfir því að hafa ekki fæðzt á
velmektardögum Goethes.
Björn er góður íslendingur
og vill virðingu lands síns
sem mesta; trúir á framtíð
Islands af öllum kröftum og
ungmennafélagslegri inn-
spírasjón. Þó fannst mér hann
hafa óvenju víðan sjónhring
fyrir slíkan föðurlandsvin.
Hann er þess t.d. fullviss, að
við getum stundað mikinn
bisness í Evrópumarkaðslönd-
unum, án þess að bíða tjón á
sál okkar. Þangað vill hann
að leiðir landsins liggi, hvað
sem tautar og raular. Ein-
hvern veginn fannst mér hann
tafea undir með gömlum körl-
um, sem sögðu: „Islendingur-
inn getur allt.“ En hann er
ófeiminn að gagnrýna það
sem honum finnst miður fara
heima á Fróni, enda enginn
diplómat.
í Bretlandi er alltaf eitt-
hvað að gerast í andlegu lífi.
Þar standa listir og bók-
menntir djúpum rótum. Nýj-
ar greinar bætast sífellt á
þann stóra meið, Dylan
Thomas, John Osborne.
Frjálst þjóðfélag, ólíkar skoð-
anir. Það kastast í kekki milli
einstaklinga og hópa, menn
rífast, hnippast á og deila.
Þessi órói hefur sömu áhrif
á bókmenntirnar og feúa-