Morgunblaðið - 15.12.1962, Blaðsíða 13
Eaugar'dagur 15. des. 1962
MORGU N BLAÐIÐ
13
mykja á ógróið tún bóndans.
1 Bretlandi eru jafnvel til
menn, sem fullyrða, að Dylan
Thomas sé ekkert skáld; bara
froðusnakkiur og bullari;
mælgi hans eigi ekkert skylt
við skáldskap. En þó þessi
fullyrðing verði endurtekin
(þúsund sinnum á hverjum
degi næstu hálfu öld, munu
Ijóð Dylans Thomas rísa úr
umhverfi sínu eins og heið-
mörk úr hraungrýti, Fem
IHill, Boem in Octdber. Nú er
jafnvel byrjað að bendla
Évtúsjenkó við mælgi. Enginn
má lengur segja neitt, allt á
að vera forframað og fínt og
óskiljanlegt, orð á stangli og
bravó (!) En tíminn lætur
ekki fara svona með sig. Hann
kann krók á móti bragði.
Hann vinsar úr. Svona á
(þetta að vera, meðam listin
er annað og meira en minn-
ingargrein í dagblaði.
Því miður verður að játa,
að fátt var um fína drætti í
leiklistarlífi Lundúnaborgar í
haust; bar mest á söngleikj-
um, eins og Sound of Music
og Blitz, sem fjallar um hug-
rakkt fólk í siðasta stríði;
senurnar hinar stórkostleg-
ustu, sem ég hef séð. Við aug-
um okkar blasir brennandi
Lundúnaborg og nauðsynlegt
að taka á öllu raunsæi og
brjóstviti til að fullvissa sig
um að það er 1962 en ekki
1942; Period of Adjustment
var ágæt sýning, gamanleikur
eftir Tennessee Williams með
happy end. Líklega hefur
skáldið verið nýbúinn að
ganga til sálfræðings, þegar
hann skrifaði þetta verk.
Brecht on Brecht vakti tals-
verða athygli. Þar var farið
með kafla úr verkum Berts
Brechts, en áherzla lögð
á það sem hann hafði sagt
hnittið um ævina. Lotta
Lenya, ekkja Kurt Weills,
sem samdi lögin við Túskild-
ingsóperuna, söng af innlifun
og smekkvísi. Hún var nokk-
uð við aldur, þar sem hún
stóð á sviðinu, en sýndist þó
ekki ýkjagömul. Þegar ég
kom heim, las ég í Time, að
hún væri 64 ára og nýgift
feitum, bandarískum málara,
Russel Detveiler að nafni, ZT,
ára. Og ég sem hélt það hefðu
verið lög Kurt Weills og ljóð
Berts Brechts, sem hún var
innblásin af á senunni! Að-
spurð sagið hún skömmu eftir
giftinguna: „Ef þú elskar
innilega, þá er aldurinn ekk-
ert nema tala í vegabréfi.1*
Af þessu má sjá að hún hefur
lært fleira af Brecht gamla en
neyðarlega revíutexta. Margt
af því sem flutt var á þessu
Brechtkvöldi var skemmti-
legt, en meira í ætt við snið-
ugheit en list. Og einhvern
veginn hvarflaði hugurinn til
Kirkegaards gamla, þessa
merkilega snillings orða og
andagiftar, sem maður getur
prísað sig sælan fyrir að hafa
ekki þurft að umgangast og
vera samtíða.
VII. Esjan
og Erasmus
Á leiðinni til Genfar var
staldrað við í Briissel, sem nú
tekur óðum við hlutverki höf-
uðbogar Efnahagsbandalags-
ins. 35g hafði ekki áður kom-
ið til Briissel og vissi ekki
hún væri heimsborg, með
konungshöllum og minnis-
merkjum um fornan tíma. f
þessard borg er lögreglan svo
vel vopnum búin að hver 10
ára strákur gæti verið stoltur
ef. Það er eins og hún eigi
ávallt von á því að til tíðinda
dragi. Þegar betur er að gáð,
kemur í ljós að engir kær-
leikar eru með þjóðarbrotun-
um tveimur, Vallónum og
Flæmingjum. Lítið dæmi um
það, hve litlu má muna eru
götunöfnin, sem fest eru á
skilti húsanna. Þau eni öll á
tveimur málum, vallónsku og
flæmsku. Mér datt 1 hug að
það væri erfitt að vera kon-
ungur í slíku landi. Það þarf
meira en lítinn diplómat til
að móðga engan við svoríkj-
andi umsátursástand. Mundi
Það ekki geta hrint af stað
borgarastyrjöld, ef eitthvert
götunafnið gleymdist t.d. á
vallónsku, spurði ég sjálfan
mig, enda kom á daginn að
upp úr sauð skömmu eftir að
við vorum þar á ferð.
Belgía er dýrt land með
miklum áhrifum, en fáum
einkennum. Mér fannst ég
aldrei vera í neinni sérstakri
borg í Briissel. Hún er ekki
belgísk, ekki hollenzk, þýzk
né frönsk. Hún er ekki einu
sinni Brússel. Það var eitt-
hvað í iðuköstum borgarinn-
ar, sem minnti á New York.
Sumir halda að New York sé
einkennandi fyrir bandarískar
borgir, en það er fjarri sanni.
Brussel og New York eru allt
og ekkert, önnur er höfuðborg
ingar hafa séð ógæfusamt
lífshlaup sitt speglast í ást-
leysi Jónasar Hallgrímssonar,
þannig finnst Hollendingum
sagan af litla drengniun, sem
stakk hnefanum í gatið á
varnarveggnum, lýsa þrot-
lausri baráttu þeirra við nátt-
úruöflin. Og eins og ógæfan
hefúr í senn smækkað okk-
ur og stælt, þannig hefur bar-
áttan við sjóinn kennt Hol-
lendingum að taka dugnað og
iðjusemi fram yfir hugvit og
franskan elegansa.
Fyrrum sendiherrahjón á
Islandi, Knútur greifi og frú,
búa í Brússel og gegnir greif-
inn sendiherrastörfum í
Belgíu fyrir ríkisstjórn sína.
Þau voru einkar vinsæl, með-
an þau dvöldust hér á landi,
enda hefur maður ekki lengi
talað við þau, þegar í Ijós
kioma blýjar tilfinningar í
garð fslands. Þau rifjuðu upp
ýmislegt frá liðnum dögum og
spurðu í þaula um vini og
kunningja, og báðu fyrir
kveðjur. Þau fengu sér oft
langa göngutúra um Reykja-
vík. „Ætli Reykvíkingum hafi
ekki þótt þetta undarlegir
heimsins, hin höfuðborg sam-
einaðrar Evrópu.
f Brússel hittum við
Schmidt, fulltrúa Eimskipafé-
lagsins í Rotterdam, glaðvær-
an Hollending, viðkunnalegan
og óhátíðlegan eins og skútu-
karl. Kona hans hefur sömu
eiginleika, hún skilur sálir.
Hún segir að Schmidt hefði
ekki átt að giftast, hann hefði
átt að vera piparkarl ævi-
langt, segir hún stríðnislega.
Og þann tekur undir með
breiðu brosi. Eitt líkaði hon-
um samt ekki, þegar ég dró
í efa að Rotterdam væri
stærsta hafnarborg Evrópu.
„Þér er óhætt að trúa mér,“
sárbændi hann, „hún er mesta
hafnarborg Evrópu.“ „Stærri
en Hamborg?" spurði ég.
„Miklu stærri.“ „Stærri en
Southampton?" „Iss,“ sagði
hann og gretti sig. Þegar við
kvöddum þau hjón, lofaði
hann að senda mér bækur og
bæklinga, þar sem mál hans
væri sannað með skýlausum
rökum. Nú sit ég við glóð
þes?ara hollenzku bókmennta
og segi í fullkominni undir-
gefni eins og skáldið forðum:
Hnjóskadalur er herleg sveit.
Hollendingar eru sagðir leið-
inlegir, en sjaldan hef ég
kynnzt jafnskemmtilegu fólki
og Schmidt-hjónunum. Af því
dró ég þann lærdóm, að Hol-
lendingar eru eins og annað
fólk, skemmtilegir og leiðin-
legir. Eitt er víst þeir hafa
stælt karakter sinn í þrot-
lausri baráttu við haf og
vinda. Á sama hátt og íslend-
fuglar, sem voru á sífelldu
flögri um bæinn,“ sagði greif-
inn og brosti. Bætti svo við:
„Á turnþaki sendiherrabú-
staðarins á Hverfisgötu er dá-
lítið hús, þar sem við sátum
oft og horfðum yfir sundin,
haf-ið þér komið þangað?“
„Nei,“ svaraði ég.
„Jæja, svo þér hafið ekki
séð Esjuna þaðan, það var
leiðinlegt. Það er yndislegt að
sitja þarna uppi á þaki og
horfa yfir sjóinn og skoða
Esjuna og Akrafjall. Hún er
falleg, Esjan.“ Ég hafði varla
samsinnt því, þegar greifinn
bætti við. „Vitið þér hvað er
langt frá sendiherrabústaðn-
um að Esjunni?“
„Nei, það veit ég ekki,“
sagði ég.
„Ég skal segja yður það,“
sagði hann, „það eru ná-
kvæmlega tólf mílur. Og ég
hef stundum velt því fyrir
mér, hvað svona stutt vega-
lengd hefur getað valdið
miklum deilum. Að hugsa sér
það skyldi ekki vera meira
flæmi sem kom af stað þorska
stríðinu," bætti hann við eins
og hann vildi koma því að,
hvað heimurinn er enn van-
þroskaður. En það gerði hann
ekki vegna þess Knútur greifi
er góður diplómat.
Áður en við kvöddum þau
hjón, vildi greifinn endilega
að við heimsæktum safn Eras-
musar frá Rotterdam, sem
varðveitt er í Brússel. Og
þangað lét hann aka okkur í
sendiráðsbílnum, undir dönsk-
um fána eins og í gamla daga.
Það fer vel á því að haldin
sé í heiðri minning Erasmus-
ar í væntanlegri höfuðborg
nýrrar Evrópu. Erasmus var
maður stórra hugsjóna og
nauðsynlegrar endurskoðunar
á mennta- og trúarlíf Evrópu.
Hann kom eins og gróðurskúr
með hlýjum vindum. Hann
krafðist þess að plægður yrði
þurr og ófrjósamur akur
kaþólskrar skólaspeki og
skrifaði svo mörg ádeilu- og
fræðslurit um áhugamál sín,
að illt er að henda reiður á
þeim öllum. Sagt er að hann
hafi jafnvel skrifað bækur á
hestbaki. Sem betur fer er
Sigurður frá Brún ekki byrj-
aður á því ennþá.
Eins og oft er um mikla
menn, sást Erasmus ekki allt-
af fyrir. Um sjálfan sig sagði
hann m.a. „Þeir (guðfræðing-
arnir) geta aðeins prédikað á
sama tíma og ég skrifa bæk-
ur, sem munu lifa að eilífu.
Þeir tala aðeins við sinn söfn-
uð; mínar bækur verða aft-
ur á móti lesnar um víða ver-
öld. Ávallt verður nóg af guð-
fræðingum, en menn á borð
við mig fæðast aðeins einu
sinni á öld og varla það.“
Erasmus þjáðist sem sagt
ekki fremur en ýmsir aðrir
af minnimáttarkomplexum.
En gagnstætt þeim örlögum,
sem flestir sjálfsdýrkendur
hljóta, að falla í duftið og
gleymast að eilífu, verður
skerfur Erasmusar til menn-
ingarsögunnar ávallt talinn
hin merkasti og bækur hans
verða lesnar um víða veröld,
enda óumdeilanlegur skerfur
til menningarsögu 16. aldar.
Trúin fyrst, síðan vísindin.
Það var boðskapur skólaspek-
innar í fáum orðum. Ef
heimspeki, vísindi eða listir
studdu veldi kirkjunnar áttu
þau rétt á sér, annars ekki.
Erasmus virðist hafa haft
mikla ánægju af að gera grín
að „vísindamönnum“ þessarar
stefnu. f einu rita sinna, Lof
heimskunnar, segir hann
m.a., að sumir þessara manna
séu svo lærðir, „að jafnvel
postularnir mundu komast
skammt í rökræðum við þá.
Þeir segja, að þó Páll geti
ákveðið hvað orðið trú þýði,
geti hann þó ekki gert það
eins nákvæmlega og af eins
mikilli skarpskyggni og þeir.
Ef postularnir væru spurðir
um, á hvern hátt Mkami
Krists á himni sé frábrugðinn
líkama Krists á krossinum,
mundi hvorki Pétur né Páll
geta svarað spurningunni eins
vel og skólaspeki.“
Þannig dregur hann þessa
fulltrúa þröngsýninnar sund-
ur og saman í háði og hafði
mikil áhrif í þá átt að lækka
í þeim rostann. En Lúther
lánaðist aldrei að fá hann á
sitt band og undir ævilokin
snerist hann á móti stefnu
Lúthers. Hann var hvorki
nógu mikill diplómat til að
sigla beggja skauta byr né
nógu fanatískur til að fylgja
öðrum. Þess vegna hlaut hann
þau örlög að sitja ofan í milld.
Þó undarlegt megi virðast,
á skólaspekin enn sína full-
trúa, eins og sjá má aif nýprent
aðri klausu úm kommúnism-
ann í Rauðu stjörnunni í
Peking. Þar segir:
„Allir kommúnistar verða
að leggja sig fram um að auka
hæfni sína til að greina Marx-
Leninisma frá endurskoðun-
arstefnunni, til að gera sér
grein fyrir, á hverp hátt má
berjast gegn kreddutrú með
Marx-Leninisma, í stað þess
að berjast gegn Marx-Lenin-
isma með endurskoðunar-
stefnu undir því yfirskini að
verið sé að berjast gegn
kreddutrú, og til að gera sér
ljóst, hvernig berjast má gegn
sértrúarstefnu með alþjóða-
stefnu öreiganna, í stað þess
að berjast gegn alþjóðastefnu
öreiga með stórþjóðaskrumi og
þröngri þjóðernisstefnu undir
því yfirskini að verið sé að
vinna bug á sértrúarstefnu.“
Ef þetta er ekki ljóst, „þá
er það af því að þið hafið
glatað tengslum ykkar við
alþýðuna" og gerzt sek um
„að hafa lokað dyrum ykk-
ar“, segir blaðið ennfremur.
Ef Erasmus hefur ekki snú-
ið sér í gröf sinni, þegar þess-
ar línur birtust á prenti, er
það einungis vegna þess hann
skilur ekki kínversku.
M.
Hamilton Beach
hrærivélar
Verð: 2670,00
3177,00
4457,00
5 ára
ábyrgð
22. ára reynsla hér á landi.
Helgi Hiagnússon & Co.
Hafnarstræti 19. — Símar 13184, 17227
Elzta byggingavöruverzlun hér á landi.