Morgunblaðið - 15.12.1962, Síða 16

Morgunblaðið - 15.12.1962, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 15. des. 1962 Þessi nýi penni er framleiddur sérstakleya fyrir karlmenn Loksins er kominn sjálfblekungur, sem ekki þarf að efast um að eingöngu er fram- leiddur fyrir karlmenn. Shaffer’s nýi PFM er grófur, gerður til að endast og þér getið valið úr 5 tegundum og 4 litum. • Eini pennaoddur heims sem er innlagður dýrmætum málmi gerður til að þola karl mannstak. # Að undanskilinni Enorhel-penna- blekfyllingu þá snertir oddurinn Sigfús Jóhannesson Vallaneshjálegu aldrei blekið. • Karlmannlegt karlmannstak • Hettuklemma öryggisútbúnaði pennaskaft fyrir með sérstökum SHEAFFEBS UMBOÐIÐ EGILL GUTTORMSSON Vonarstræti 4 — Reykjavík. „Dæm svo mildan dauða drottinn þínu barni — eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni, — eins og lítill lækur ljúki sínu hjali þar sem lygn í logni liggur marinn svali.“ Mér varð hugsað til þessa erínd is er síminn færði mér lát Sig- úsar vinar míns oig samstarfs- manns. Þessara óska skáldsins sem flestir vildu gera' að sinni, en aðeins fáir öðlast í reyndinni. Skráðar heimildir herrna að Sig fús hafi fæðst að Mýrum í Skrið- dal 27 júní 1807, sonur Jóihann- esar Jónassonar og Jónínu Jóns- dóttir seni lengi bjuggu að Skjögrastöðum í Vallahreppi. Sigfús ólst upp með foreldrum sínum og giftist árið 1919 Guð- björgu Guðmundisdóttur frænd- konu sinni fná Vopnafirði. Dvöld- ust þau fyrsta ár hjónabandsins heima á Skjögrastöðum, síðar á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal og Hlíðarseli í Feilum en lengst bú- andi hjón í Vallaneshjáleigu eða í 34 ár, lengst af ein, en síðustu árin í félagi við dóttur sína og tengdason, eða í skjóli þeirra að einhverju leyti, unz hann varð bráðkvaddur að morgni þess 31. ágúst 1962. Þetta er svipað því sem mun finnast skráð um hérvistardaga Sigfúsar heitins, en það líf sem hann raunverulega lifði er hul- ið eins og fjölda annarra manna sem ekki skilja eftir sig sér- etæð spor. Sem unglingur man ég eftir ungum fríðum manni frá Skjögra stöðum í göngu á Gilsárdal. Síð- ar sá ég sama manninn þá ný- giftan með glæsilega konu á sam komu að Mjóanesi í Vallaihreppi, P3/ls Gefeðaúrlð öllum fremra og frægra - um lönd op liöf - hvað gefur betur til kynna örugga smekkvísi nútímamannsins. Aöeins ROAMER býðúr mér einmitt það er ég þarfnast: E3 1« Fyrsta flokks gæði. E3 2. Ósvikinn glsesileik. Q 3. Alla kosti (lOO% vatnspétt, gengur af sjálfu sér, sýnir dagatal o. s. frv.) Q 4. Furðusamlega hagkvæmt verð. Q Upplýsingar um neesta umbo9smann hjá Northern Trading Co. P. O. Box 1092 Reykjavík Hið heimsfræga svissneska gæðaúr en kynni mám af Sigfúsi hófust ekki fyrr en löngu síðar, eða 1928, að morgunlagi snernma í maí, er hann stóð í fjörunni við Lagarfljót með fjölskyldu sína, búslóð og sumt af bústofni, þá að flytja búferlum að Vallanes- hjéleigu. Esftir það vorum við nágrannar í sama túni ósundur- girtu samfellt í þrettán ár. Sú vinátta sem þá var bundin losn- aði ekki þó fundum fækkaði eft- ir að ég fluttist hingað, og árun- um fjölgaði frá kynningu. Við flesta samfundi flugu tvíræð svör á báða bóga en þanmig sögð, að hvorugur misskildi. Þetta voru beztu gr ævi minn- ar, og ef til vill naut hann sín þá líka bezt. Ég get ekki hugsað mér betri og skemmtilegri ná- granna en Sigfús var, lipran og raungóðann, þó hafði hann galla að mér fannst. Hann var hesta- maður og eyddi of miklum tíma frá búi sínu við hesta bæði sum- ar og vetur, enda tamdi hann marga góðhesta á þeim árum og síðar, þó ég viti ekki eins vel um það. Ég skildi ekki eðli og ánægju ‘hestamamnsins til fulls fyrr en annar hestur minn sem hann taondi fyrir mig kom úr tamn- ingu, og ég brá mér bæjarleið, til að reyna hann. Sú ferð var mér unun fyrst, en á heimleig- inni þótti mér sú rauða baldin srvo ég blístraði til að spekja j hana. Næstu mínútur kenndu i mér hvað það var að vera ekki j hestamaður. Sigfús fór öðruvísi að: undir þessum kringumstæð- um hefði hann slegið flötum lófa ofan á malkka hestsins, en blístr- að til að aufca fjörið. Þrátt fyrir hestamennskuina stundaði Sigfús bú sitt vel, bjó fremur litlu búi, enda litlar jarð- ir og rýrar sem hann bjó lengst j af á. Vallaneshjáleigu bsetti hann mikið að húsakosti sléttaði túnið og skilaði um 8 ha í ný- rækt er hann féll frá. Mér er nær að halda að hann ‘bafi oft sótt hestana til þess eins að dreifa áhyggjunuim og sækja til þeirra kraft og þrek til næsta daigs, svo nátengdir virtust þeir vera maður og bestur. Sigfús heitinn var lánsmaður, lítfsförunauturinn bjó honura heimili af litlum efnum eins og bezt verður á kosið, og sýndi í verki, að hún var starfi sínu vaxin, glaðlynd og gestrisin. En fáir baða í sólskini a-lla ævi. Af sex börnuim sem þau hjón eign- uðust misstu þau tvö í æsku, hin eru uppkomin, þrjú búsett i Vallahrepp en eitt í Vík í Mýr- dal. Á síðari árum fylgdi hann otft ferðamönnum lengri eða skemm ri veg, hans yndi var að blanda geði við menn og kunni vel að njóta riáttúrufegurðar hins fagra Fljótsdalshéraðs. Síðustu ár ævi sinnar gekk hann með dauðann í hjartanu, því kom ljárínn ekki að óvör um hvorki honum sjálfum eða þeim sem þekktu heilsu hann bezt. En mildur var dauðinn, að ekki skyldu líða fullar tíu mín- útur frá því hann gekk út heil- brigður og þar til hann var liðið lí'k. Það átti hann skilið. Elli- árin hetfðu ef til vill orðið hon- um þung, þar sem hann var orð- inn sjóndapur og þar með tví- sýnt að hann hefði lengi úr þessu geta notið samvista við hestana sem var hans yndi alia ævi, án hesta gat hann ekki lifað. Hans skap var líkt og hetj- unnar sem heldur vildi deyja, en harðstjórans und vald sitt leggja. Vér sem trúum því að efcki sé öllu lokið með dauðanum, vonumst eftir að sjá hann í hill- ingum á hesti hinu megin grafar. Blessuð sé minning hans. Geitdal 26. okt. 1962. Sinsebjörn Jónsson. 40 Evrópusátt- málar RÁÐHERRANEFND Evrópu- ráðsins heldiur fund í París n.k. mánudag, hinn 17. desember, og verður utanríkisráðberra Ítalíu, A. Piccioni, í forsæti. Sama dag verður haldinn fundur nefndar- manna og fulltrúa ráðgjafaþingis EvrópuráðsdniS. * Ráðherranefndin mun ræða starf Evrópuráðsins að dóms- málum, og mun ítalski ráðherra Bosco skýra nefndinni frá fundi diómsmálaráðherra Evrópu, sem haldinn var í Róm í október. — Þá verður fjallað um flótta- mannamál, en að þeim hefur Evrópuráðið starfað árum sam- an. Forstjóri flóttamannahjáipar Sameinuðu þjóðanna mun á- varpa ráðherranefndina. — Loks verða lagðar fram til undir skriftar þrír nýir Evrópuráðs- sáttmálar. Fjalla þeir um fébóta ábyrgð gistihúsa, gerðadióma í verzlunarmálum og aðstöðu þeirra, sem hlotið hafa örkuml í ófriði. Að þessum þrem sátt- málum meðtöldum hafa 40 sátt- málar um ýmds efni verið geröir á vegum Eyrópuráðsins. (Frétt frá upplýsingadieild Evrópuráðsins). ^ Ný harnahók eStir Ármann Sr. Einarsson K O MIN er út hjá bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri ný barnabók eftir Ármann Kr. Ein- arsson, kennara. Þetta er 20. bók- in, sem kemur út eftir Ármann, og 16. barna- og unglingabók- in. Á kápusíðu segir svo um bók þessa: „Þessi nýja bók, „Óli og Maggi“ er framhald af „óskasteininum hans Óla“, sem kom út 1961. — Þetta er sjálfstæð saga, þótt að- alpersónan sé sú sama. Nú er Óli orðinn sendisveinn í bóka- búðinni hjá Jóa frænda. Hann eignast nýjan félaga, Magga hugvitsmann og ber kynni þeirra að með nýstárlegum hætti.“ Þeir félagarnir lenda síðan í hvers kyns ævintýrum. Bók þessi er smekkleg að frá- gangi og hefur Halldór Péturs- son, listmálari, gert í hana nokkrar teikningar. Um höfundinn segir svo á kápusíðu: „Ármann Kr. Einarsson er fýr- ir löngu orðinn ein vinsælasti rithöfundur hérlendis, sem skrif- ar fyrir börn og unglinga. Sögur Ármann Kr. Einarsson hans eru ekki einungis bráð* skemmtilegar, heldur einnig gæddar þeirti hlýju og bjartsýni, sem hefur holl og heilbrigð á- hrif á hina ungu lesendur.**

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.