Alþýðublaðið - 10.07.1920, Page 3

Alþýðublaðið - 10.07.1920, Page 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 " :: Vanti yður bifreið, þá gjörið svo vel að hringja í síma 716 eða 880. :: :: Steinolía og þingmenska Það er alment gert ráð fyrir þvf, að þingmenn eigi að hafa eitthvert vit á landsmálum, hverr- ar tegundar sem þau eru, að þeir sjái örlítið út fyrir ask sinn og sinnar sveitar. Margir munu þó ef til vill álíta, að sú raunin hafi ekki orðið á ^im þingmenn vora suma hverja, og hefir jafnveí komið til orða að láta þá taka þingmenskupróf, að þeir væru látnir læra undirstöðu- atriðin í landsmálaíræðum, áður en þeir færu á þing. En hvað sem er um þekkingu þingmanna vorra á landsmálum yfirleitt, þá er það víst, að 2. þ.m. Reykvíkinga hefði gott af að auka landsmálaþekkingu sína, og jafnvel einnig á öðrum sviðum. Hann segir í Vísi i gær, að brezku samningarnir hafi líklega! ekki gengið í gildi fyr en 1919. Hann heidur, að þegar sagt er: 1917—18, þurfi bæði árin endilega að vera innifalin í því. Raunar getum vér upplýst þingmanninn um það, ef hanh veit það ekki, að landið hafði olíuverzlun þangað tii í júlí 1918 og reyndar lengur, því birgðir þess voru ekki gengn- ar upp fyr en um haustið. Hann heldur að félag, sem verið er að stofna í Danmörku og hafi vonir um að geta útvegað olíu, mundi verða happadrjúgur milli- liður. Ætli það væri ekki betra að ísienzka stjórnin reyndi heldur að komast í samband við þá, sem þetta íélag hefir vonir uml að fá olíu hjá? Eða er þingmaðurinn fastur í þeirri eldgömlu villu, að íslendingar geti ekkert verzlað við útlönd nema „ígegn um" Danskinn. Þingmaðurinn virðist heldur ekki geta gert greinarmun á jafn ein- földu og mismuninum á samning- um um einkaleyfi og samningum yfirleitt, en vér vonum fyrir hans hönd að þetta sé aðeins útúrsnún- iugur. Þær upplýsingar, sem hann gefur um steinolíuverðið í Noregi, eru rangar. Steinolía kostaði þar 76 kr. tunnan í apríl, en ólíkiegt að hún hafi lælckað siðan. í viðtalinu við Eskildsen frkv.- stjóra er heldur hvergi sagt að hið lága verð olfunnar í Noregi stafi eingöngu af mismuni á farm- gjaldi. Hér eru því rangt tilfærð orð frkvstj. og viljum vér leggja það undir dóm manna hversu sæmilegt það er. Varla er sú vitleysa svaraverð, að Alþbl. hafi verið að ,bera blak af Steinolíufélaginu", þótt vér álít- um á hinn bóginn ekkert unnið við að bera á það lognar ásakanir, enda það elcki sæmilegt. Þingmaðurinn segist vera að „sletta sér fram í" þetta mál og þurfti hans umsagnar þar eigi við, þótt það sé að vísu alis lofs vert af honum að vera hreinskilinn. Það er á allra vitorði, að hann er „sérfræðingur" í að sletta sér fram í mál, sem hann virðist ekki ætíð bera sem bezt skynbragð á; má þar til nefna: Hrossasölumálið, Kjötsölumálið, Hveitiverðið í vet- ur o. fl. o. fl. Og altaf hefir hann runnið á rassinn, en orðið þing- maður fyrir vikið, reykvískum kjósendum til lítils hróss. Þingmanninum hefði verið ráð- legra að láta ekki bónda norðan úr Húnavatnssýslu snúa út úr sér þingmannssætið í vetur (því eina vonin fyrir hann til að verða þing- maður áfram, var að hann hefði getað „flotið" upp f 5. sætið) heldur en að vera að „sletta sér* tram í“ mál, sem hann ekki hefir aflað sér nægilegrar þekkingar til að ræða um. En hversvegna heimta nú bæði Mgbl. og Vísir að stjórnin skerist í leikinn? Það er ekki óeðlilegt að vér jafnaðarmenn krefjumst þess, En hvers vegna dugir nú ekki hin frjálsa samkepni? Hafa blöðin breytt um hugarfar? Gieðilegt væri ef sú væri orðin raunin á. En þeir, sem þekkja aðfarir þeirra blaða að fornu og nýju, vita hvað er á seiði, vita að þau þora ekki í þetta skifti að halda fram hinni frjálsu samkepni. Þetta er vort, síðasta orð tii þing- mannsins í þessu máli, þvf hann er kunnur að því, að vilja ætfð hafa síðasta orðið, eins og þrætu- gjarnir krakkar. X Afgreidsla biaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingóífsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. íO, þann dag, sem þær eiga a& koma í blaðið. > „ÖTitimm fyrirgeíst alt“ segir Morgunblaðið. Þetta er ef til vill of satt hjá Mgbl. Það er líklega, þess vegna að „ritdómar- anum" hefir ekki verið gefin ráðn- ing opinberlega fyrir að hafa saurgað vé íslenzkra bókmenta með leirburði sínum. Það er líklega þess vegna, að aðalrit- stjóra blaðsins hefur ekki verið sparkað út af íslenzkum ritvelli sakir misþyrminga hans á íslenzkri tungu. Það er Ifklega þess vegna sem Islendingar hafa ekki ennþá hirt Morgunblaðsflónin að verðleikunv fyrir. að ljúga vísvitandi upp og rangfæra erlendar fréttir daglega. Og máske er það þes6 vegna, að almenningur fyrirgefur auðmönn- um fjáraustur þeirra í Morgun- blaðshítina, fyrirgefur þeim tilraun þeirra til að kaupa almennings- álitið, fyrirgefur þeim það af þeirri ástæðu að mennirnir viti ekki hvað þeir eru að gera. Vissulega finnast stundum spak- mæli 1 Morgunblaðinu en þau standa ekki ætíð f heppilegu sam- bandi — fyrir blaðið, enda er það ekki eðlilegt því Mgbl. er orðið svo vant að tönlast á vit- leysunum að spakmælin fara því iila í munni. Mátinn. Hverfur grátur, hýrnar brá, hækkar sátur gæða: Er nú mátinn orðinn sá engum láta blæða.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.