Morgunblaðið - 10.02.1963, Qupperneq 10
10
MORCXJTSBLÁfílÐ
Sunnudagur 10. febrúar 1963
Í3í
v mynimm
Okkur vantar
bara strákinn
Nýgift
ÞRIÐJA brúðkaupsmyndin,
sem birtist í Dagbók Morgun--
blaðsins, var af Gíslínu Krist-
jánsdóttur og Guðjóni Odds-
syni, starfsmanni hjá Málar-
anum. Birtist hún í blaðinu
11. febrúar 1960.
Ein af stúlkunum, sem vinn
ur hér á blaðinu, rak augun
í brúðkaupsmyndina, þar sem
hún lá á borðinu hjá okkur:
„Nú, ætlið þið að eiga viðtal
við Gíslínu og Guðjón,“ sagði
hún. „Ég mundi ráðleggja
ykkur að borða ekki of mik-
ið áður en þið farið til þeirra,
þau taka svo afskaplega vel á
móti gesturn."
Þessi orð lýsa viðtökunum
ef til vill betur en nokkuð
annað. Og var einhver að segja
að ungu húsmæðurnar nú til
dags væru ómyndarlegar og
kynnu tæpast til verka.
Gíslína og Guðjón hafa fest
kaup á rúmgóðum og björt-
um kjallara á Ægissíðu 64
og búið hann smekklega hús-
gögnum á nýtízku vísu. Fyrst
eftir að þau giftust bjuggu
þau á Fálkagötu 26, „eða ná-
kvæmlega eitt ár, einn mán-
uð og einn dag,“ sagði frúin.
Þau hjónin hafa eignazt
tvær dætur, Jóhönnu Mar-
gréti, sem verður tveggja ára
í marz, og þriggja mánaða ó-
skírt telpukríli. Hanna litla
fékk að vera á fótum svo-
lítið lengur en venjulega
vegna komu blaðamannsins:
hún tifaði á stuttum og bústn-
um fótunum fram og aftur um
stofugólfið og lék sér að ný'
fengnu leikfangi: lukkutrölli.
Eitthvað var hún óánægð með,
hvað tröllið var úfið um hár-
ið og endurtók í sífellu:
„Klippa — klippa."
„Það er leikur einn að sjá
um heimilið, þegar krakk-
arnir eru frískir," sagði Gísl-
ína, „en stelpurnar lágu báðar
í mislingum fyrir stuttu og
sú yngri er eiginlega enn ekki
búin að ná sér. Þá óskaði ég
þess ég hefði margar hendur
og gæti haldið á þeim báðum
í einu.“
„Við höfum heyrt þið stund
ið mikið íþróttir.“
Þau fóru bæði að skelli-
hlæja.
„Við gerðum það hérna áð-
ur fyrr,“ sagði Guðjón.
„En þá vorum við svo af-
skaplega létt á fæti,“ sagði
Gíslína.
„Hún var í handknattleiks-
liði Þróttar, sem sigraði í Is-
landsmóti 1958,“ sagði Guðjón.
„Hann var í meistaraflokki
í fótbolta," sagði Gíslína, „var
kosinn í stjórn Þróttar 1957 og
situr þar enn.“
„En hvers vegna hættuð
þiðJ“ spurðum við.
„Ég var á æfingum tvö
kvöld í viku, Gíslína önnur
tvö, og svo þurfti ég að fara
á fundi við og við,“ sagði
Guðjón. „Afleiðingin varð sú
að við sáumst ekki nema með
höppum og glöppum og þá á-
kváðum við að hætta. En við
förum stundum á Völlinn og
inn á Hálogaland til að fylgj-
ast með.“
..H.............
Guðjón og Gíslína með b örn sin.
„Allir kannast nú við barn
fóstruvandræðin,“ sagði Gísl-
ína. „Þegar við fáum barn-
fóstru viljum við heldur fara
í bíó eða út að borða og
dansa, svo Hálogalandsferð-
irnar eru nú ekki eins margar
og ég hefði kosið,“
„Etru ekki í saumaklúbb?"
spyrjum við Gíslínu.
„Jú, jú, ág fer í saumaklúbb
tvisvar í mánuði. Við skóla-
systurnar í gagnfræðaskóla
verknáms ákváðum að halda
hópinn með því að hittast í
saumaklúbb reglulega, en nú
hafa nokkrar helzt úr lestinni
og nýjar bætzt við eins og
gengur."
„Vinnurðu enn í Málaran-
um?“ spyrjum við Guðjón.
„Já, ég er búinn að vinna
þar í sjö ár, afgreiði á efri
hæðinni."
„Eruð þið bæði Reykvíking
ar?“
„Já, Guðjón er meira' að
segja uppalinn hérna á Holt-
inu,“ sagði Gíslína, „en flutti
þaðan um tíma. Segja má, að
hann sé kominn aftur á forn-
ar slóðir.“
„Og þið kunnið vel -við til-
við í seinustu viku, í sama
veruna?“ spurðum við að lok-
um.
„Ég er nú hrædd um það,“
svöruðu þau einum rómi. „Nú
vantar okkur bara strákinn,
en kannski við bíðum með
hann þangað til stelpurnar
komast á barnfóstrualdurinn.“
Tilveran er skattskýrsla
FJÓRÐA brúðkaupsmyndin
birtist 12. febrúar 1960. Undir
henni stóð:
„S.l. laugardag voru gefin
saman í hjónaband ungfrú
Guðrún Karlsdóttir og Bene-
dikt Blöndal, cand. jur.“
Tæpum þremur árum síðar
nánar tiltekið miðvikudaginn
30. janúar á heimili þeirra
hjóna á Víðimel 60. Húsbónd-
inn situr í ruggustól, frúin
ber fram kaffi og 14 mánaða
gamall sonur þeirra leikur sér
að gömlu útvarpstæki á gólf-
inu.
Benedikt: Jú, við biðum
með að giftast þar til ég hafði
lokið námi. Ég lauk lögfræði-
prófi 25. janúar 1960 og við
giftum okkur nokkrum dög-
um síðar, þegar ég var búinn
að jafna mig. Ég fór strax.að
vinna á skrifstofu hjá Bæjar-
útgerðinni, um haustið fórum
við til Englands,' og var ég
við nám á lögfræðiskrifstofu
í London í nokkra mánuði. I
janúar 1961 snerum við aftur
heim, ég fór aftur að vinna hjá
Bæjarútgerðinni, jafnhliða
sem ég tek að mér lögfræði-
störf í skrifstofuholu minni
hér í bæ eftir vinnutíma þar.
Nú, nú, þegar við komum
aftur tókst okkur, með hjálp
góðra manna, að kaupa þessa
íbúð og höfum átt hér heima
í rúmt ár. Konan hefur nóg
að gera með heimilisverkin,
auk þess sem hún hefur allar
fjármálaáhyggjurnar. Og til-
veran hjá mér um þessar
mundir er ein einasta skatt-
skýrsla. Þetta er allt og sumt
sem ég hef að segja — er ekki
annars erfitt að hafa viðtöl
við fólk sem ekkert getur
sagt?
Blaðam.: Jú, frekar.
Benedikt: Þá get ég bætt því
við, að við vöknum milli 8 og
9 á morgnana, og ef drengur-
inn vaknar á undan okkur sit-
ur hann grafkyrr í rúmi sínu
og gefur ekki frá sér hljóð fyrr
en við vöknum. Þetta er þægt
og gott barn, þó við segjum
sjálf frá, konan sér um upp-
eldið. Nú, ef Morgunblaðið er
komið áður en ég fer í vinn-
una, renni ég augunum yfir
það, annars les ég blaðið þeg-
ar ég kem heim í hádegismat.
Að vinnutíma loknum sitjum
við hjónin í rólegheitum
heima og njótum líðandi stund
ar.
Blaðam.: Takið þið engan
þátt í félagslífi?
Benedikt: Hvað eigið þið
Guð'rún, Karl og Benedikt
‘■'ssPWEBl \ V,
Nýgift
við með félagslífi? Við kjós-
um í almennum kosningum
og borgum þjóðfélagsgjöldin.
Blaðam.: Farið þið aldrei í
leikhús, bíó eða þess háttar?
Benedikt: Það kemur fyrir,
en ég vil fara þangað til að
hlæja — það er hægt að gráta
heima hjá sér. Það er annars
alveg voðalegt hvað allt er
sorglegt í heimi hér, maður
þarf ekki annað en skrúfa
frá útvarpinu og þá er sagt
frá því í fréttum hvað de
Gaulle sé vondur við Breta-
greyin og Krúsjeff við aum-
ingja Kastró og þannig mætti
lengi telja. Skemmtilegasta
útvarpsefni, að mínum dómi,
er morgunleikfimin; það er
ekkert eins gaman, þegar mað
ur vaknar tímanlega, að
skrúfa frú útvarpinu og
hlusta á morgunleikfimina.
Blaðam.: Hvenrig kunnuð
þið við ykkur í Bretlandi?
Guðrún: Alveg prýðilega,
þó veðrið hafi ekki verið upp
á það bezta. Heimilishald í
Bretlandi og hér á íslandi er
annars ekki sambærilegt, hér
eru heimilistæki miklu al-
gengari og lifsþægindin meiri
Blaðam.: Ég finn það á kök
unum að þú hefur verið í
húsmæðraskóla.
Framh. á bls. 15.
tni.M