Morgunblaðið - 10.02.1963, Page 13

Morgunblaðið - 10.02.1963, Page 13
Sunnudagur 10. febrúar 1963 MORCVNBLAÐIÐ 13 Hvenær verður kosið? í kosninaglögunum segir, að þá er almennar, reglulegar al- þingiskosningar fara fram, skuli kjördagur vera hinn sami um land allt, siðasti sunnudagur í júnímánuði. Eftir því mundi kjördagur nú verða hinn 30. júní n.k., ef annað kæmi ekki til. En þá er á það að líta, að síðustu almennu þingkosningar fóru fram 25. og 26. október 1959, og samkvæmt stjórnarskránni skulu þingmenn kosnir til fjögurra ára. Svipað þessu stóð á árið 1953. Þá var Steingrímur Steinþórs- son forsætisráðherra í sam- steypustjórn Framsóknar og Sjálfstæðismanna. Hinn 4. maí 1953 gaf forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, -út forsetabréf með- undirritað af Steingrími forsætis ráðherra, þar sem forseti gerir kunnugt: „Forsætisráðherra hefur tjáð mér, að þar sem almennar kosn- ingar til Alþingis hafi síðast far- ið fram 23. og 24. október 1949 og umboð þingmanna falli því Seljalandsfoss í klakaböndum. REYKJAVÍKURBRÉF eigi niður, án^þingrofs, fyrr en á hausti komanda, er fjögur ár eru liðin frá kjördegi 1949, en hins svo til ætlazt í lögum nr. 80/1942, að almennar, regluleg- ar alþingiskosningar fari fram síðasta sunnudag í júnímánuði, beri nauðsyn til að rjúfa Al- þingi. Því mæli ég svo fyrir, að Al- þingi er rofið frá og með 28. júní 1953. Jafnframt ákveð ég, að al- mennar kosningar til Alþingis skuli fara fram þann dag, sunnu- dag 28. júní 1953.“ Á valdi ríkis- stjórnarinnar Samkvæmt þessu fordæmi, gem ekki hefur verið gagnrýnt svo kunnugt sé, er ótvírætt, að núverandi þingmenn halda þing- mennskuumboði sínu til 26. okt. ri.k., nema umboð þeirra verði, með þingrofi, fellt niður fyrr. Ef kosið yrði 30. júní, án þess að nokkuð annað væri að gert, mundu gömlu þingmennirnir halda umboði sínu nær fjóra mánuði eftir að nýir þingmenn hefðu verið kosnir. Slíkt er að vísu .hugsanlegt, en væri fyrir flestra hluta sakir mjög óheppi- legt. Hugsanlegt væri að færa hinn almenna kjördag til með lagabreytingu, t.d. þangað til í október, ef þingmenn vildu held ur láta kjósa þá frgkar en á hin- um lögákveðna degi, hinn 3Ö. júní. Engin rödd hefur heyrzt um slíka breytingu og kemur hún væntanlega ekki til. , Hvað sem slíkri lagabreytingu liði haggar hún og ekki þing- rofsrétti ríkisstjórnarinnar. — Hvernig sem á er litið, hefur rík isstjórnin í hendi sér, að á kveða með þingrofi kósningadag inn hvenær sem henni lízt, allt þangað til hinn 26. okt. n. k. Og samkvæmt fordæminu frá 1953 sýnist ekki verða hjá þingrofi komizt nema kjördagurinn sé fluttur til með lagabreytingu. Eysteinn fylgir fordæmi Evu AUir kannast við félagið Varðberg, sem ungir áhuga- menn úr öllum lýðræðisflokkum stofnuðu til styrktar vestrænni samvinnu og aukins skilnings á nauðsyn varna íslands. Á sl. ári vann félagið gott starf, ekki sízt með almennum fundum víðsveg- Laugard. 9. febrúar ar um landið. Nú á þessu starfs- ári hefur ungur Framsóknar- maður, mikill áhugamaður um þessi efni, tekið við formennsku félagsins. En þá bregður svo við, að öll almenn fundarhöld eru lát in niður fal.la, þó að félagarnir hittist öðru hvoru innan luktra dyra hverjum öðrum til hvatn- ingar. Skýringin á þessari ráða- breyttni dylst engum kunnugum. Á sínum tima þótti forystumönn um Framsóknar fátt um þessa félagsstofnun, þótt þeir fengju ekki að gert. Er og enginn efi á, að hún hefur haft stórmikil áhrif til hindrunar óþurftar- skrifum Tímans um varnarmál- in, sem áður voru ærið tíð. Þessu hafa Framsóknarbroddarnir orð- ið að una. En nú hafa þeir sett hinum ungu mönnum úrslita- kosti um, að þeir verði að hafa hægt um sig fram yfir kosningar. Við skoðunum þeirra er ekki amazt, ef þeir láta vera að hafa þær í hámæli um sinn. Flokks- broddarnir vilja vingast við aðra og þá er reynt að láta sem minnst á Varðbergsmönnunum bera. Eysteinn hyggst auðsjáan- lega fara að fordæmi Evu, ætt- móður okkar allra. Hvernig f ór f yrir felubörnunum Sagan af þvi, hvernig fór, þeg ar Eva faldi börnin sín, er sögð svo í Þjóðsögum Jóns Árnason ar: „Einhverju sinni kom guð al- máttugur til Adams og Evu. Fögnuðu þau honum vel, og sýndu honum allt, sem þaíi áttu innanstokks. Þau sýndu honum líka börnin sín og þótti honum þau allefnileg. Hann spurði Evu, hvort þau ættu ekki fleiri börn, en þau, sem hún var búin að sýna honum. Hún sagði nei. En svo stóð á, að Eva hafði ekki verið búin að þvo sumum börn- unum, og fyrirvarð sig því að láta guð sjá þau, og skaut þeim fyrir þá sök undan. Þetta vissi guð og segir: „Það sem á að vera hulið fyrir mér, skal verða hul ið fyrir mönnum.“ Þessi börn urðu nú mönnum ósjáanleg, og bjuggu í holtum og hæðum, hól- um og steinum. Þaðan eru álfar komnir, en mennirnir eru komn- ir af þeim börnum Evu, sem hún sýndi guði. Mennskir menn geta aldrei séð álfa, nema þeir vilji sjálfir, því þeir geta séð menn og látið menn sjá sig.“ sókn lækkun vaxta og aukna lánsf j árþennslu. Sumir telja, að þetta tal Fram- sóknar stafi af vanþekkingu þeirra á einföldustu frumatrið- um hagfræðinnar, og þeir trúi því í raun og veru, að vegna þess *að vaxtalækkun og láns- fjárþennslu hefu" t.d. bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi verið beitt til að vinna gegn at- vinnuleysi og stöðnun, þá hljóti hið sama að eiga við hér á landi, þótt atvik Séu öll önnur. Málefnafátækt Framsóknar Vissulega eru forystumenn Framsóknar ekki svo illa að sér eða skyni skroppnir, að þeir geri sér ekki grein fyrir, að hér stendur allt öðru vísi á. Það sanna þeir bezt með fullyrðing- verðbólgu og vinnuþrælkun. Þeir vita ofurvel, að hér er við að glíma þá aðstöðu, að ofþensla leiði til gjaldeyrishruns og síðar at- vinnuleysis, ef ekki verður að gert. Gegn slíkri ofþennslu firði og hinn í Reykjavík, hafi eru hvarvetna á byggðu bóli Láta þeir fara með si<í eins og álfa? - Víst er um það, að hvort sem þeir, er Eysteinn vill nú halda r til fyrir, fá að sjá óhreinu börnin hans, þá geta þau séð hina nýju heimilisvini og leikið þá grátt, ef þeim svo lízt. Hefðu og margir ætlað, að meiri manndómur væri í Varð- bergsmönnum en svo að þeir létu til lengdar bjóða sér þá meðferð að vera hafðir í felum. Er því ekki enn sýnt, hvorir eru meiri álfar, þeir eða forystumennirnir, sem reyna að fela þá. Fullkom- inn álfshátt virðist þurfa til að ætla sér að fara þannig með þróttmikla æskumenn. Því frem ur þegar athugað er, fyrir hverj- um verið er að fela. Það er svo sem ekki guð almáttugur, heldur vesalings Þjóðvarnar- mennirnir, sem Eysteinn er að reyna að blekkja. Reiðin við de Gaulle Skraf Framsóknarbroddanna og skrif Tímans um Efnahags- bandalagið skýrist af þessum elt- ingarleik við Þjóðvarnarmenn Áður en Framsókn kom auga á þann möguleika að yfirtaka Þjóðvarnarmenn í einni kippu var hún fyrst hlynt umsókn um fulla aðild að Efnahagsbanda- laginu og síðan aukaaðild. Það var einungis eftir að Framsókn fékk von í Þjóðvarnaratkvæðun- um, sem hún sneri við blaðinu, afneitaði því, sem hún áður hafði sagt og lýstj sig fúsa til að binda hendur sínar í máli, sem enginn heilskyggni maður gat þá enn sagt fyrir, hvernig við mundi horfa, er að því kæmi, að ís- lendingar þyrftu að taka ákvörð- un. Einmitt þess vegná töldu Framsóknarbroddarnir sér ó- hætt að vera enn frakkari í orð um. Eftir á gætu þeir alltaf sagt, að málin horfðu öðru vísi við en þeir hefðu, gert ráð fyrir. Á þetta mundi hvor^ eð er ekki reyna nema sjórihverfingarnar tækist svo vel, að styrkur Þjóð- varnar entist til að fá Framsókn afl til að pína sig inn í ríkis- stjórn, Þá væri tilganginum náð og þá þyrfti ekki lengur á Þjóð- vörn að halda. Svo er að sjá sem a.m.k. tveir 1 Þjóðvarnarmenn, annar í Eyja- látið blekkjast af þessum lodd- arabrögðum, og var von Fram- sóknar sú, að þessir tveir yrðu til að vísa hinum leiðina. Þá gerði de Gaulle henni þann grikk að reynast Efnahagsbanda laginu enn skeinuhættari en öll skrif og skraf Tímans og Fram- sóknar. Þess vegna heitist Tím- inn nú við de Gaulle, segir, að hann skuli ekki fá að skyggja á sig og um Efnahagsbandalagið skuli verða kosið hér á íslandi, hvað sem öllu öðru líði. Gerbreytt viðhorf Ef ekki mætti lesa þessi furðu- skrif nú daglega í forystugrein- um Tmans, mundu fæstir láta sér til hugar koma slíkt óráðs- hjal. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er augljóst, að alveg nýtt viðhorf hefur skap- azt í samvinnu vestrænna ríkja. Á þá þróun hafa bollalegging- ar . og gerðir okkar íslendinga ekki haft allra minnstu áhrif. Allt önnur og miklu sterkari öfl hafa þar ráðið úrslitum. Enn er ógerningur að sjá, hver framvindan verður. De Gaulle og Frakkar sýnast raunar ein- angraðir. Erigu að síður hafa þeir úrslitaráð. Ákvörðun þeirra ligg- ur ljóst fyrir. Þeir segja, að Bretar og aðrir geti gertz fullir aðilar Rómarsamningsins, ef þeir fullnægja ölluiri skilyrðum hans. En það er vegna þess að Bretar vilja ekki gerá það, sem samn- ingaumleitanir hafa farið út um þúfur. í því skyni að milda það, sem skeð hefur er í öðru orðinu sagt, að samningaumleitunum sé frestað og þær verði væntanlega teknar upp aftur. Slíkur árekst- ur, sem nú hefur orðið, hlýtur hins vegar að móta það, sem héð an í frá verður. Líklegast er, að óhjákvæmilegri samvinnu lýðræðisríkjanna verði fundinn nýr farvegur með eða án sam- vinnu Frakka. Það er því ein- göngu deila um keisarans skegg þegar verið er að þræta um mál- in eins og þau voru fyrir 14. jan Vextir og lánsfjárþennsla Eftir allan hamaganginn hefði mátt ætla, að Framsókn hefði næg aðfinningarefni gegn ríkis- stjórninni og þyrfti ekki að gera sig að fífli með því að neita að viðurkenna staðreyndir í alþjóða málum. En afstaða hennar í inn- anlandsmálum er ekki síður veik. í öðru orðinu þykist Tím- inn hafa himinn höndum tekið með yfirlýsingum forystumanna Sjálfstæðisflokksins um, að verð bólgan sé sú hætta, sem þjóð félagi okkar stafi enn mest hætta af. í hinu orðinu heimtar Fram- háir vextir og hófleg útlán helztu ráðin. Eysteinn Jónsson vissi þetta ofurvel, þegar hann var í ríkisstjórn og þurfti að glíma við svipuð vandamál. Um það vitna ótal ummæli hans, sem ekki eru fallin úr minni almenn- ings. Því trúir heldur enginn, að hann muni ekki sjálfur fullvel sínar fyrri kenningar, sem studd ust við viðurkenndar staðreynd- ir efnahagslífsins. Það er vegna þess, að forystumenn Framsókn- ar vita með sjálfum sér, að hér er um að ræða of auðsæ sann- indi, til að um þau tjái að þræta til lengdar, að þeir telja flokk sinn umfram allt þurfa á nýjum deiluefnum að halda. Bezta verk Hermanns Hversu langt er seilzt um tilbúin ádeiluefni sést m.a. í á- sökunum Tímans og einstakra Framsóknarmanna á Alþingi í garð Sjálfstæðismanna fyrir að hafa unnið með kommúnistum fyrir að skapa jafnrétti í Al- þýðusambandi íslands. — Nú, eftir 25 ár er það fært Sjálf- stæðismönnum til miska, að þeir á árunum 1938 og 1939 börðust fyrir því, að allir félagar í Al- þýðusambandi íslands nytu þar jafnréttis. Það er rétt, að komm- únistar voru þessu þá sammála, því að þeir vildu ekki una þv! að vera þar lægra settir en al- þýðuflokksmenn. En hver -var afstaða Framsókn ar í þeirri deilu? Þeir studdu að vísu óréttlætið á meðan þeir töldu sér fært, en það var ein- mitt einn þáttur í samningum um myndun samsteypustjórnar Hermanns Jónassonar vorið 1939, að þessu skyldi kippt í lag. Þegar Framsóknarmenn eru nú að skamma Sjálfstæðismenn fyr- ir þessa aldarfjórðungs gömlu at burði, þá eru þeir um leið að vega að Hermanni Jónassyni fyr- ir það, sem hann hefur bezt gert á öllum sínum stjórnmálaferli. Styðja kommúnista til óþurftarverka Ásakanir Framsóknar á Sjálf- stæðismenn byggjast á því, að ekki megi vera með réttu máli, ef svo vill til að kommúnistar styðji Það einnig. Samtímis sem á þessu er hamrað dag eftir dag gerist það, að Framsókn er ber að samvinnu við kommúnista um hin mestu óþurftar- og rang indamál. Óeðlilegur styrkur kommúnista í íslenzkun? stjórn- málum stafar eingöngu af völd- um þeirra innan verkalýðsfélag- anna og í Alþýðusambandi ís- Framhald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.