Morgunblaðið - 10.02.1963, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.02.1963, Qupperneq 20
20 M ORCU /V Bl AÐIÐ Sunnudagur 10. febrúar 1963 PATRICIA WENTWORTH: MAUD KEMUR í HEIMSÓKN Ungfrú Silver tók til máls. — Þú ert að gera þér óþarfa áhyggjur. Ungfrú Cray hefur vellagaðan fót, sem er minnst tveim númerum stærri en þetta. Hún er stór kona. Honum létti í skapi. — Ég er bjáni. Eins og þú getur þér sjálf sagt til , tek ég mér þetta nærri. — Já, svaraði hún, góðlátlega. — En þetta eru mikilvæg verks- ummerki, Randal. Það þýðir, að einhver kona — en ekki ungfrú Cray — stóð hér milli runn- anna og gekk síðan upp þrepin. Það gæti bent til þess, að hún hefði þurft að koma sér snögg- lega í felur. Við skulum hugsa okkur, að hún hafi komið hing- að til að hitta Lessiter en hafi þá heyrt einhvern annan vera á ferli, og þá dregið sig inn í runnana. Það getur vel hafa ver ið ungfrú Cray, sem truflaði hana, Og þá liggur nærri að halda, að hún hafi stigið upp á þrepin, til að hlusta. Hafi svo verið, getur hún hafa heyrt mest af því, sem þeim fór í milli inn í stofunni. Við megum ekki ganga út frá, að hún hafi haft neina ástæðu til að óska honum bana. En ef — ég segi ef — hún hefur haft einhverja slíka á- stæðu, hver áhrif getur þá þetta samtal hinna hafa haft? Hún hef ur orðið þess vísari, að það var Lessiter, sem tók konuna frá Carr Robertson og Carr hafði orðið þess vísari, og hafði þotið að heiman, í þannig sálarástandi, að ungfrú Cray þorði ekki ann- að en fara til Lessiters, til þess að vara hann við. Þá gæti hún líka hafa komizt að þessari erfða skrá, sem ungfrú Cray átti að njóta góðs af. Og ef hún hefur haft morð í huga, geturðu þá hugsað þér hentugri kringum- stæður en þarna voru fyrir hendi, til þess að fremja það, án þess að upp kæmist? Hann hló ofurlítið, eins og hann væri í vafa. — Nei, líklega ekki. Og nú ferðu væntanlega að gefa mér nákvæma lýsingu á þessum glat aða morðingja. Hún svaraði rólega: — Ekki í bili. Ég held ég ætti heldur að yfirgefa þig núna. Þú þarft auð- vitað að bera saman bækur þín- ar við fulltrúa og láta gera mót af þessum fótsporum. Það er heppilegt, að engin rigning skuli hafa verið síðan á miðvikudag, en það er aldrei heppilegt að ganga út frá, að þurrt veður haldist. Ég er ekki frá því, að með nákvæmri rannsókn . sé hægt að finna kalkagnir á efra þrepinu, og eins á gólfteppinu. ef þessi manneskja hefur farið inn í stofuna. Hefurðu vasaljós, eða á ég að ljá þér mitt? — Ég hef það í bílnum. — Þá ætla ég að fara. Það er ágætis veður núna, og ég hef ekki nema gott af að ganga. Randal March gekk aftur inn í stofuna og hringdi upp lög- reglustöðina í Lenton. XXXI. Jónatan Moore setti frá sér bollann og sagði: — Nei, þakka þér fyrir, góða mín, en röddin var eins og utan við sig og hann hélt áfram að horfa á Elísabetu fraenku sína og unga manninn með skuggalega svipinn, sem hún hafði nú trúlofazt í annað sinn — og óþarflega umhugsun- arlítið, að honum fannst. Gleði sú, sem slíku fylgja ber, var ó- trúlega fjarlæg. Það gat vel ver- ið, að hann væri kominn út úr heiminum — og hafði ekkert á móti því, þar eð hann var ekk- ert hrifinn af þessum eftirstríðs- heimi — en hann var aðallega að hugsa um það, að mikið var talað um Carr Robertson um þessar mundir og honum fannst, sem sagt, Elísabet hafa verið ó- þarflega fljót á sér. Augnatillit ið, sem hann sendi Carr nú, líkt — Mundirðu gera það? — Já, elskan min. Hann féll á kné við stólinn hennar. Án allra orða eða kossa þrýsti hann höfðinu að öxl henn ar og hélt henni fast. Þannig voru þau kyrr langa stund. Þegar hann loks leit upp, sagði hann: — Holderness hefur snúizt hugur. Nú segir hann, að ég verði að gefa skýrslu við réttar- haldið, og mér væri betra að láta ekki þurfa að toga hana upp úr mér. Hann heldur, að hún orki betur á lögregluna, ef hún kemur sjálfkrafa, og ég fer strax til lögreglunnar. — Ætlarðu að gera það? — Ég veit ekki. Ég vildi ein- mitt tala um það við þig. Mér finnst, að í sama vetfangi, sem ég gef skýrslu, hljóti þeir að taka mig fastan — eða þá hana Riettu. Hann varð hörkulegur á svipinn er hann sagði síðustu orðin. — Carr! — Maðurinn var dauður klukk an hálfellefu, tveim tímum eftir að ég hafði ógnað honum. Ein- hverntíma á þessum tveimur klukkutímum milli þess, að við Rietta vorum þarna, var hann drepinn. Og ég fór þaðan með regnkápuna hennar Riettu, al- — Nú gleymdum við stráknum. Hann, sem hefði haft svo gott af sveitaloftinu. ist mest því, sem hann væri að 1 bl6ðuga. Það> að ég átti raun- athuga einhvern grip, sem hann efaðist um, að væri ósvikinn. Satt var það, að hann hafði þekkt Carr lengi, en þá minnt- ist hann skírteinanna, sem hann hafði fengið með fína skrifborð- inu forðum! Fimmtíu ár hjá sömu fjölskyldu, og kvittaður reikningur frá gömlum greifa, sem átti að tryggja hundrað ár x viðbót! Bn einhverntíma á þessum hundrað og fimmtíu ár- um, hafði gerviborði verið skot- ið ir.n. Það koma alltaf tímabil í lífi manna, þegar þeir geta snúið sér að fölsunum. Samvizk- an iinast og atvik og kringum- stæður reyna um of á veiku blettina og þá verður heiðarlegi maðurinn fantur. Elísabet gat alveg lesið hugs- anir hans, svo að henni næstum létti, þegar hún sá hann hrista höfuðið með efasvip, standa síð- an upp og ganga út. Þegar hann var kominn nógu langt burt, sagði Carr: — Það er Víst litill vafi á því, hvað Jónatan frændi er'að hugsa. Hún leit einkennilega á hann. Augu hennar voru alltaf skær, en nú voru þau enn skærari af ófelldum tárum. Hún sagði: — Já, hann er víst í sæmilega miklum vafa. Ef ekki það væri.. — .. þá væri ég ekki hérna, eða hvað? Hún kinkaði kolli. Líklega. Þá væri þér bannaður aðgangur hér, og ég yrði að hitta þig einhvers staðar í laumi. verulega regnkápuna, gerir ekki annað en dreifa sökinni — Ri- etta fær hálfu milljónina og ég fæ hefndina. Þau met standa hér um bil jafnt. Hann lá enn á hnjánum en snerti hana ekki lengur. Hún gerði enga tilraun til að brúa bilið milli þeirra, en horfði að- eins á hann og sagði hugsandi: — Heldur þú, að Rietta hafi gert það? Hann dró sig enn fjær og kreppti hnefana. — Ég held ekkert.. ég get ekkert hugsað. En ef þú leggur þessar staðreyndir fyrir hundr- að manns, munu nítíu og níu þeira segja, að ef ég ekki hafi myrt hann, þá hafi Rietta gert það. En í raunveruleikanum verða þarna ekki nema tólf at- kvæði, og það er mikið útlit fyrir, að þau atkvæði verði ein- róma. Þögul mótmæli hennar æstu hann aðeins upp. — Hvað þýðir að tala um það. Böndin berast að öðru hvoru okkar. Ef ekki Rietta gerði það, þá ég. Og ég gerði það ekki. Og hvað þá? — Heldurðu virkilega, Carr, að. .? — Ég get ekkert hugsað, eins og ég var að segja þér. Þegar ég reyni það, verður svarið aldrei annað en þetta: „Annaðhvort Rietta eða ég“. — En þegar þú hugsar ekkert, Carr? — Þá fæ ég löng Ijós augna- blik og veit þá, að hún hefur ekki gert það. — Ég eir feginn, að þú skulir þá þykjast vera með fullu viti. Skuggasvipurinn var kominn á hann aftur. Hann sagði: — En það er bara þetta, að við erum ekki með fullu viti — við erum undir martröð. Og hvað kemur þessi martröð við fullu viti? Hún gekk til hans. — Það er nú samt það, sem getur bjargað okkur út úr þessu. — Okkur? — Já, elskan mín. Hann greip hendinni svo fast um arm hennar, að hún fann þar marblett seinna. — Ef ég væri viss um Riettu, skyldi ekki standa á mér að gefa þessa bölv- aða skýrslu. — Ég er viss um það. — Hversvegna? Srhurt brauð Snittur cocktailsnittur Canape Seljum smurt brauð fyrir stærri og minni veizlur. — Sendum heim. RAUÐA MYLLAN Laugavegi 22. — Sími 13528. Nú er rétti tfminn a9 panta -fyrir vorið 20ára reynsla hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON *GO HF KALLI KUREKI WELL, HE PIDW’T CHECk MV FOCkETS.-LE'S SEE WHAT I &07 LEFT' A JACLKNIFE AN' A FEW MATCHES, m' THAT'S ALL * K - K Teiknari: Fred Harman Hann leitaði þó ekki í vösum mín- um. Hvað hef ég nú þar? Vasahníf og nokkrar eldspýtur, það er allt og sumt. Legghlífarnar og sporarnir eru of þung til þess að ganga með. Ég verð að fleygja þeim. Kalli leitar árangurslaust að vatns- dropa. ÍSIlItvarpiö Sunnudagur 10. febrúar 8.30 Létt morgunlög. 9.20 Morgunhugleiðing um músik. (Árni Kristjánsson). 9.35 Morguntónleikar: Spænsk tón list eða í tengslum við Spán. 11.00 Messa í Neskirkju (Prestur: séra Jón Thorarensen. Organ leikari: Jón ísleifsson). 12.15 Hádegisútvarp. 1315 Tækni og verkmenning; XV. erindi: Hafnargerðir (Aðal- steinn Júlíusson vita- og hafn armálastjóri). 14.00 Miðdegistónleikar: Óperan „Konsúllinn" eftir Gian-Carlo Menotti. — Þorsteinn Hann- esson kynnir. 15.40 Kaffitíminn: a) Magnús Pét- ursson og félagar hans leika, b) Þýzkir tónlistarmenn leika og syngja létt lög. 16.30 Endurtekið efni: a) Sigur- veig Guðmundsdóttir flytur frásöguþátt: Götur í Þing- vallahrauni (Áður útv. 21. nóv. s.l.). b) Olav Eriksen frá Osló syngur lög eftir Grieg, við undirleik Árna Kristjánssonar (Áður útv. 27. des.). 17.30 Barnatími (Skeggi Ásbjarnar- son): a) „Flekka", saga frá Rússlandi (Guðrún Guðjóns- dóttir). b) Hugrún ræðir við 9 ára dreng og les frum- samda sögu: „Sólargeislinn og regndropinn". 18.20 Veðurfregnir. 18.30 „Syngdu gleðinnar óð“: Gömlu lögin sungin og leik- in. 19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Spurt og spjallað í útvarps- sal. — Þátttakendur: Bene- dikt Gíslason frá Hofteigi, Björn Þorsteinsson sagnfræð- ingur, Jón Steffensen próf- essor og Skúli Þói'ðarson sagn fræðingur; Sigurður Magn- ússon stjórnar umræðum. 21.00 Sitt af hverju tagi (Pétur Pétursson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. — 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 11. febrúar 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Búnaðarþáttur: Frá setningu búnaðarþings. 14.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum": Jó- hanna Norðfjöi'ð les úr ævi- sögu Gretu Garbo (17). 17.05 Sígild tónlist fyrir ungt fólk (Reynir Axelsson). 18.00 Þjóðlegt efni fyrir unga hlust endur (Ingimar Jóhanness.), 18.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Um daginn og veginn (Gunn- ar Benediktsson rithöf.). 20.20 Dönsk tónlist: Strengjakvart- ett nr. 2 op. 34 eftir Her- mann D. Koppel (Koppel- kvartettinn leikur). 20.40 Spurningakeppni skólanem- enda (7): Kvennaskólinn og Miðbæjarskólinn keppa öðru sinni. Stjórnendur: Arni Böð varsson cand. mag. og Mar- grét Indriðadóttir. 21.30 Utvarpssagan: „íslenzkur að« all“ eftir Þórberg Þórðarson; V. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lestur Passíusálma hefst (1), Lesari: Séra Bjarni Sigurðs- son á Mosfelli. 22.20 Hljómplötusafnið (Gunnar Guðmundsson). 23.10 Skákþáttur (Ingi R. Jóhanns- son). —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.