Morgunblaðið - 01.03.1963, Síða 14

Morgunblaðið - 01.03.1963, Síða 14
14 M O R C V 1\ B l 4 fí 1 Ð Föstudagur 1. marz 196S Innilegar þakkir færi ég öllum, sem með heimsókn- um, gjöfnun og á annan hátt glöddu mig á 70 ára afmælis- degi mínum. Jóhanna Magnúsdóttir, SvarfhólL Ég sendi ölium vinum og vandamönnum, sem gerðu mér afmælisdaginn minn 19. febrúar ógleymanlegan á alian hátt, með heimsóknum, gjöfum, blómum og heilla- skeytum mínar hjartans þakkir. — Guð blessi ykkur öll. Geirþrúður Sigurjónsdóttir, Hraunteigi 28, R. Tilboð óskast í Ford Consul Cortina 1963 í því ástandi sem bifreiðin er nú eftir veltu. Bif- reiðin verður til sýnis að „Bifreiðaverkst. Hemill“, Elliðaárvogi 103 í dag. Tilboð óskast send bifreiða- deild vorri að Laugavegi 178,götuhæð fyrir kl. 12 laugardaginn 2. marz. TRYGGING H.F. Laugavegi 178. Fósturdóttir mín, GUÐRÍ7N SIGFÚSDÓTTIR Vesturgötu 44, andaðist 27. þ. m. í Landakotsspítala. Fyrir mína hönd og annara ættingja. Pálina Þorláksdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir og amma ÓLÍNA J. MELSTED lézt að Elliheimilinu Grund 26. febrúar. Gunnar, Lilja og Páll Melsted. Faðir okkar og tengdafaðir HALLMUNDUR SUMARLIÐASON andaðist að Bollagötu 6, 28. febrúar. Jarðarförin ákveðin síðar. Börn og tengdaböm. Eiginmaður minn SIGFÚS Þ. ÖFJÖRÐ * Lækjamóti, sem andaðist 23. þ. m. verður jarðsunginn frá Selfoss- kirkju laugardaginn 2. marz kl. 2 e.h. — Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á sjúkrahúsið á Selfossi. Lára Guðmundsdóttir. Útför móður minnar, SIGRÍDAR FRIÐJÓNSDÓTTUR frá Sílalæk, Hagamel 36, fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 2. marz n.k. kl. 10,30. Athöfninni verður útvarp?* Fyrir hönd vandamanna. Jónas Jónasson. Ég þakka auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins mins MAGNÚSAR JÓNSSONAR frá SjónarhólL Fyrir mfna hönd, barna og annarra vandamanna. Erlendsína Helgadóttir. Þökkum innilega öllum, sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu, við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu STEINUNNAR GÍSLADÓTTUR Nóatúni 26. Börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum hjartanlega sýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför dóttur okkar og systur R U T H Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og hjúkr- unarliði lyflæknisdeildar Landsspitalans svo og öllum er glöddu og heimsóttu hana í veikindum hennar. Einnig Þökkum við af alhug allar gjafir, skeyti og kork Sigurbjörn og Adam Hoffritz, . og systkini hinnar látnu. Vigfús Guttormsson S/öð — Minning HINN 6. þ.m. var til moldar bor- inn hér í Reykjavík Vigfús Gutt- ormsson fyrrum bóndi á Ána- stöðum í BreiðdaL Foreldrar hans voru séra Guttormur síðast prestur að Stöð í Stöðvarfirði og frú Þórhildur Sigurðardóttir frá Harðbak í Þistilfirði, og var hún siðari kona hans. Séra Guttorm- ur var fyrst prestur á Svalbarði og þar fæddist Vigfús sál. 10. júlí 1879 en fluttist þaðan með foreldrum sínum 1888 að Stöð í Stöðvarfirði er séra Guttormur hafði fengið veitingu fyrir 7. marz sama ár. Vigfús heitinn var af góðu bergi brotinn og stóðu að honum miklar prestaættir austur þar. Afi hans, faðir séra Guttorms, séra Vigfús, sem hann hét eftir var prestur að Ási í Fellum Guttormsson fyrst prestur við Reykjavíkurskóla 1807 og siðar prests að Hólmum í Reyðarfirði og síðast að Vallanesi, fjölhæfur lærdómsmaður. Hann var sonur séra Páls prests Magnússonar á Valþjófsstað. Kona séra Gutt- orms Pálssonar var Margrét Vigfúsdóttir prests í Valþjófs- setað Ormssonar en kona séra Vigfúsar í Ási var Björg Stef- ánsdóttir persts á Valþjófsstað Árnasonar, sem voru foreldrar séra Guttorms 1 Stöð. Hér er nú aðeins sagt frá næstu ættingjum, sem sýna það sem áður er sagt, að góðir stofn- ar stóðu að Vigfúsi heitnum. Hann ólst upp 1 föðurgarði og mun hgur hans hafa staðið til meira náms, einkum í þeirri fræðigrein, sem forfeður hans voru mest rómaðir fyrir, nefni- lega málfræði. Skilyrði öll virt- Guðrún Oddsdóttir TIL MINNINGAR UM okkar kæru trúarsystur, GUÐRÚNU ODDSDÓTTUR, F. 6. sept. 1882, d. 2. maí 1962. Frá trúarsystrum. Sem slokkni Ijós, sem hverfi rós af kvisti, nú hljóðnuð er þín rödd og bænarmál. í dýrðarborg hjá Drottni Jesú Kristi frá dimmu jarðar horfin er þin sáL Hann fann þig unga, Frelsarinn vor blíði. ViS fótskör hans þér veittist trúarglóð. Hann átti þina sál í starfi og stríði, þinn styrkur var hans endur- lausnarblóð. Við þökkum, Guðrún, geisla- brotin björtu, sem bárust okkur til frá þinni sál, og einatt glöddu okkar veiku hjörtu, í eldraun skírð við Jesú kær- leiksbáL Nú blessa vinir bjarta minning þina og bíða endurfunda Jesú hjá. Þá mun hans brúður björt sem sóiin skína í birtu Drottins náðarstóli frá. Kristín Sæmunds. ATHUGIÐ ! að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. ust líka fyrir hendd. Faðirinn fjölfróður um þessa hluti og son- urinn móttækilegur og fullur áhuga. En lífið er nú ekki svo einfalt, sem það lítur út fyrir frá bæjar- dyrum þeirra, sem standa fjær. Stöð í Stöðvarfirði er gamalt prestssetur, og þar hafa margir merkir prestar verið, en líklega fáir ríkir. Jörðin er að vísu all- góð bújörð, en fremur lítil og án allra hlunninda. Sveitin lítil og fámenn. Presturinn, sem jafn- framt var bóndinn, var í röð merkra klerka sem góður sálu- sorgari og kennari, enda hafði hann kennt mörgum piltum und- ir æðra skólanám, málamaður og latinuhestur, fátækur með stóra fjölskyldu, en allt öðrum hugðarefnum en vera bóndi. Vinnufólkið svokallaða var þá að hverfa úr sveitum og flytja í þéttbýlið. En búið verður að reka, það er höfuðskilyrði þess að fjölskyldan geti lifað sóma- samlegu lífi í sveit á íslandi um þessar mundir. Embættislaunin lítil og greiðast oft í baugabrot- um og skjaldaskriftum. Og niður staðan? Jú, elzti sonurinn verður að vinna og systkinin öll, eftir því sem aldur og þroski leyfir. Enn timinn líður og áhuginn fyr- ir menntamálum dofnar. Þannig er sagan, sem er víst ekkert eins- dæmL Árið 1903, um haustið, hefur Vigfús sig þó upp í það að slíta heimdrangann og siglir til Nor- egs og gengur þar í lýðháskóla vetrarlangt, sem verður hans eina skólaganga fyrir utan heima kennslu föðursins og sjálfs- menntunar, sem var að mestu bundin við málakennslu í ýms- um tungumálum, svo sem latínu, frönsku og norðurlandamálin. Árið 1904 kvæntist Vigfús Ingigerði Ko'nráðsdóttur, Sveins- sonar og konu hans Sigríðar Hjálmarsdóttur, hreppstjóra og stórbónda á Brekku í Mjóafirði. Sveinn, faðir Konráðs, var Her- mannsson, Hermannssonar í Firði í Mjóafirði og Þóru Jónsdóttur, en kona Sveins var Ragnhildur Konráðsdóttir Salómonssonar frá Vík í Lóni og var hann bróðir þriðju konu Hermanns í Firði Jónssonar Pamfíls, en albróðir þeirra var Árni bóndi í Svínhól- um í Lóni og Jón verzlunarstjóri á Kúvíkum við Reyðarfjörð, sem margt mætra manna er frá kom- ið. — Fyrstu árin bjó Vigfús í Stöð móti föður sínum, en 1907 flutt- ust þau að Ánastöðum í Miðdal, lítilfjörlegu harðbýliskoti, innsta bæ sunnan ár í suðurdalnum, sem nú er kominn í eyði og þar bjuggu þau í 18 ár eða til 1925, að konan missti heilsuna og þau fluttust til Norðfjarðar og þar dó Ingigerður ’ eftir langvarandi heilsuleysL Þau eignuðust 2 börn, Sigríði, sem dó rúmlega 20 ára, f. 18. 8. 1905, og Guttorm Hermann, f. 6. 6. 1906 og er hann þjónn á Gull- fossi. Eftir að þau fluttust til Norð- fjarðar stundaði Vigfús barna- kennslu á vetrum en ýmiskonar kaupavinnu á sumrum. Eftir lát konu sinnar fluttist hann til Stöðvarfjarðar, en stundaði far- kennslu, aðallega í Fáskrúðs- fjarðarhreppi, má svo segja óslit- ið úr því til 1951 að hann fluttist til Reykjavíkur, þar sem sonur hans var þá búsettur og stund- aði Vigfús smábarnakennslu á- fram þar til nú fyrir þrem árum, en jafnhliða því hafði hann at- vinnu við að skrifa upp orðtök fyrir orðabókarnefndina, sem ég held þeim hafi líkað vel, enda var Vigfús orðlagður fyrir trú- mennsku og einstaka samvizku- semi í hverju starfi. Kynni mín sem þetta rita af Vigfúsi voru ekki mikil framan af ævi, og urðu fyrst náin er við vorum báðir fluttir til Reykjavík ur, sem mun hafa verið sama ár- ið, 1951,’en eftir það fundumst við oft og rifjuðum upp gamlar minningar frá æskustöðvunum. Ég þakka honum því hér með samveruna um leið og ég sakna samveruslitanna. Að lokum vil ég votta einlæga samúð mína til sonarins og eft- irlifandi systkina og annarra náinna vina og frænda við frá- fall hins samvizkusama og góða drengs, sem Vigfús Guttormsson áreiðanlega var. Lifið heil. Marteinn Þorsteinsson. Washington 27. febr. NTB. V a marTruála ráðherra V.- Þýzkailands, Kai-Uwe von Hassel ræddi í dag við Kenn- edy Bandarikj afor se.ta í Wash ington. Að viðræðum þeirra loknum ræddi þýzki ráðherr- ann við fréttamenn og lagði álhorzlu á það, að sitjórnir Bandiaríkjanna og Vestur- Þýzkalan-ds væru sammáia um stefnuna, sem taika sikyidi i vannanmálum Evrópu Hann sagði, að Vestur-Þjóðiverjar væru reiðuibúnir að taka þátt 1 kjarnorkuiher AtJantshafs- bandalagsins, sem nú væri f ráði að koma á íót Vil kaupa Willys station 6 cyl. í fullkomun lagi, ekki eldri en árgang ’55. Skipti á rússneskum jeppa yfirbyggðum koma til greina. Upplýsingar að Laugateig 19 kjallara eftit kl. 3 í dag. íbúð — Húshjálp íbúð 2—3 herbergja óskast nú þegar, 4 fuliorðið í heimili. Húshjálp og barnagæzla eftir samkomu- lagi. — Upplýsingar í sima 33494. - Sumarnómskeið í Englondi Dalhousie School, Bexhill-on-Sea, Sussex, Englandi heldur enskunámskeið íyrir stúlkur innan við 17 ám aldur, frá 31. mai til 30. ágúst Tekið verður á móti nemendum á Lundúnaflugvelli, ef óskað er. Állar nánari upplýsingar fást hjá skólastjóra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.