Morgunblaðið - 01.03.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.03.1963, Blaðsíða 17
Fðstu(3»£ur 1. marz 1963 MORGVIS B r. Á ÐIÐ 17 Gís// Sigurgeirsson 70 ára Úlfar Kristjánsson Kvebja TÍMINN líður. Fyrir 39 árum lágu leiðir okkar Gísla Sigur- geirssonar fyrst saman á fundi í Góðtemplarareglunni. Um nán- ari kynni varð J>ó frekar lítið um skeið. En tvx> síðustu ára- tugina hefur samstarf ofekar verið mjög náið, svo náið, að ég hef stundum kallað heimili hans mitt annað heimili, og fer fjarri því að það sé nokkurt öfugmæli. I Mjög væri því freistandi að skrifa ítarlega um þennan ágæta vin minn á þessum tímamótum í líifi hans, þegar það er orðin tízka í landi voru, og lög þó, að heimilt sé að taka starfið frá mönnum á þeim aldri — leggja |>á til hliðar. En í stað þess verð- ur þetta aðeins stutt afmælis- kveðja. 1 Gísli er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur, fæddur 1. marz 1893, og hefur alið þar allan ald- ur sinn. Foreldrer hans voru merkis- hjónin Sigurgeir Gíslason, verk- stjóri, og síðar sparisjóðsgjald- keri, mikiHil bindindishetja oig kirkjuvinur, og Marín Jónsdóttir, yndisleg kona og móðir. Veit ég, að Gísli telur það verið hafa mikla hamingju lífs síns að alast upp á fyrirmyndarheimili, þar *em fagrar dyggðir mótuðu all- an heimilisbraig og sáð var heil- brigðum frækornum í ungar sál- ir. Og eplið féll heldur ekki langt frá eikinni. Gísli fetaði trúlega i fótspor föður síns. Hann gekk ungur í Flensborgarskólann og lauk þaðan kennaraprófi. Á sumr um stundaði hann vegavinnu víða um land hjá föður sínum og var síðan sjálfur lengi verk- ítjóri. En nú um tvo áratugi hefur hann verið starfsmaður á skrifstofu Hafnarfjarðarbæj- ar og er nú jafnframt heilbrigð- isfulltrúi bæjarins. Vel ætla ég að Gísli hafi rækit skyldustörfin, |>ví að bæði er hann verkmaður og myndvirkur og snyrtimennsk an honum í blóð borin. Hitt er miér þó kunnara, að hann á ýmis hugðarmál, sem hann- hefur lagt mikla alúð við og fórnað miiklu starfi, enda unn ið ómælt gagn. Ber þar hæst tvœr hugsjónir, hugsjón krist- innar trúar og bindindishugsjón- in, en hann ann báðum heilshug- ar. Gísli gekk barn að aldri í stúk- una Morgunstjörnuna í Hafnar- firði og hefur lengi verið einn af aðal forystumönnum hennar, og um áratugi í framvarðarsveit íslenzkra templara. Hann átti sæti í framkvæmdanefnd Stór- stúku íslands meira en tvo ára- tugi, og ávallt reiðubúinn til að þoka fram merki Reglunnar og bindindismálsins, ef færi gafst. Vel kann hann til verka í félags- málabaráttunni,, fróður um þá hluti, vel máli farinn og ósérhlíf- inn, einlægur og brennandi í and- anum. Sannarlega hefur hann á vaxtað trúlega arfinn úr for- eldragarði. Samstarf okkar Gísla er orðið nokkuð mikið í Góðtemplara- reglunni, og þar kynntist ég fyrst áhuga hans og starfshæfni. En samstarf okkar hefur þó ekki verið síður náið í Fríkirkju söfnuðinum í Hafnarfirði nú hátt á annan áratug. Allan þann tíma, og lengur þó, hefur Gísl1 verið í stjórn safnaðarins, alltaf staðið á söngpalli og oftsinnis annazt orgelleiik við guðsþjónustur, er á milli hefur borið. En Gísli ann mjög hinni svásu list söngs- ins eins og allri hljómlist yfir- leitt. Ég get ekki lokið þessari af- mælisgrein án þess að minnast heimilis afmælisbarnsins og þakka fyrir mig liðna tíð, en líkt hið sama, veit óg, að marg ir vildu nú gera. Á heimili hjón anna Gísla Sigurgeirssonar og frú Jensínu Egilsdóttur að Strand götu 19, ríkir jafnan glaðværð og þar er gestrisni og rausn svo mikil og einlæg, að öllum hlýtur að líða þar vel. En húsbóndinn á þar ekki einn hlut að máli. Þáttur húsfreyjunnar er þar sízt minni. Gísli Sigurgeirsson skildi það þegar í æsku, og öll reynsla hans hefur staðfest það, að .......allt var ógert verk, sem ekki studdi mannúð sterk.“ Sá, sem lifir og starfar í þeirri trú, hefur ekki til ónýtis lifað. Ég óska afmælisbarninu, fjöl- skyldu hans og ástvinum, heilla og blessun á þessum merkisdegi og um ókomin ár. Kristinn Stefánsson. 'A Fundur ráðherra V ars j árbandal. Varsjá, 28. febr. (NTB) Varnarmálaráðherrar og æðstu hershöfðingjár Varsjár bandalagslandanna eru nú sam ankomnir á fundi í Varsjá. — Ekki hefur verið skýrt frá því hver sé ástæðan til fundarins, eða hvað verði rætt.. SÚ harmafregn barst mér sunnu- daginn 24. febrúar sl. að Úlfar vinur minn hefði farizt 1 hús- bruna þá um morguninn. Mig setti hljóðan. Gat þetta verið satt. Gátu örlögin verið svona grimm. Úlfar Kristjánsson rafvirki var fæddur 7. desember 1930, sonur ágætishjónanna Guðrúnar Bjarnadóttur og Kristjáns Sveinssonar. ' Leiðir okkar Úlfars lágu sam- an í Ljósafoss h.f. 1952, þegar ég hóf þar nám í rafvirkjun hjá Jóni Sveinssyni rafvirkjameist- ara. Úlfar hafði byrjað nám hjá honum nokkru áður. Á ég marg- ar ánægjulegar minningar um samstarf okkar þar. Ég man allt- af eftir því að oftast var hringt og beðið um Úlfar til hvers kon- ar vinnu. Fór það svo að virð- ing mín jókst mjög á honum og ég fann að mig langaði til að líkjast honum í starfinu. Að loknu námi skildu leiðir okkar um stund. En svo hófum við starf saman í Ljósvakanum h.f. árið 1957. Tókst þá með okkur mikil vin- átta, sem hélzt ávallt síðan. Þó fór svo að lokum að sjórinn, sem Úlfar hafði ávallt þráð og var honum efst í huga gegn um öll árin, varð til að skilja líiðir okk- ar að nokkru leyti. Virtist mér Úlfar aldrei hafa verið eins ham- ingjusamur eins og eftir að hann komst á sjóinn. Þar virtist hann eiga heima. Þó var nokkuð sem skyggði á hamingju hans, þótt hann léti það lítt í ljós. Það var sífelld vanheilsa konu hans, því hana og börnin elskaði hann framar öllu. Fylgdist ég vel með þessu, því oft og einatt kom hann við hjá mér þegar hann kom úr heimsóknartímum af spítalanum frá henni. Svo núna þegar allir vonuðu að konan væri að verða hraust, varð hann að kveðja okkur svo skyndilega. Eftirlifandi kona hans, Hrefna Svava Þorsteinsdóttir, reyndist honum góður lífsförunautur og átti hann henni margt ómetan- legt að þakka. Ég bið góðan guð að blessa og vernda börnin hans, Þorstein 5 ára, Unni 7 ára og Guðlaugu 8 ára, sem voru auga- steinar föður síns. Kæri vinur. Ég kveð þig með söknuði, þar sem leiðirnar hafa skilið að sinni, en minningin um góðan dreng verður mér og öðr- um vinum þínum gott veganesti þar til við sjáumst aftur. — Konu þinni, börnum og foreldr- um votta ég mína dýpstu samúð. Stefán Jóhannsson. BÖKAMARKAÐUR BðKSALAFfLAGSIMS í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Austurstrœti 18 | Mikill fjöldi gamalla íslenzkra bóka , frá öllum stærstu útgefendum lands- i ins á ótrúlega lágu verði. 1 Allt að 70% afsláttur frá upphaflegu 1 bókaverði. • • i 1 Sjaldgœft tœkifœri til hagkvcemra bókakaupa Bóksalafélag íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.