Morgunblaðið - 01.03.1963, Blaðsíða 20
20
MORfíVHRlAÐIÐ
Föstudagur 1. marz 1963
PATRICIA WENTWORTH: —
MAUD SILVER
________ KEMUR I HEIMSÓKN
á eftir mér.
— I>að er þá Alan Crover skrif
erinn minn — hann á heima í
Melling. Jú, mínir herrar, það
er ekki nema rétt, að ég heim-
sótti frú Weiby bæði þessi kvöld,
og það er vonandi ekki glæpsam
legt að heimsækja fagra konu.
En hitt er annað mál, a. maður
hefur engan áhuga á að auglýsa
slíkt, í öðru eins kjaftábæli og
þorpið hérna er, en ég er fús til
að viðurkenna þessar tvær heim
sóknir mínar. En hvað er ann-
ars um þær?
Drake sagði hvasst: — >ér vor
uð í nágrenninu við Mellinghús
ið milli tíu og hálfellefu á mið-
vikudagskvöldið?
Hr. Holderness brosti. — Já,
ég var að heimsækja frú Welby.
— Á þeim tíma?
Brosið hvarf ekki. — Góði lög
reglufulltrúi minn....
— f>ér segizt hafa verið hjá
frú Welby.
— Hún mun vafalaust stað-
festa það.
Það var stutt þögn. Drake leit
á iögreglustjórann.
March sagði: — Vitið þér þá
ekki, að frú Welby er dáin?
Höndin, sem hafði haldið á
skjalinu lyftist með rykk, en
féll síðan aftur niður á hnéð. Roð
inn í kinnunum hafði greinilega
dofnað.
— Nei! >að eru óhugnanlegar
fréttir.
— Svo að þér vissuð það
ekki?
— Nei, hvernig hefði ég átt að
vita það?
— >ér voruð hjá henni á laug
ardagskvöldið og á sunnudags-
morgun var hún látin.
— Hvernig dó hún?
— Af of miklum svefntöflum.
Hr. Holderness hallaði sér aft-
ur í stólnum og sagði í hálfum
hljóðum:
— >að kemur mér illilega á
óvart — ég hef þekkt hana síðan
hún var barn. Og svo bætti hann
við: — Lofið þér mér aðeins að
jafna mig.
>egar mínúta var liðin, hafði
hann jafnað sig og sagði rólega.
— Eg sé, að ég verð að seja
ykkur það, sem ég var að vona,
að ég kæmist hjá að segja. Frú
Welby var ekki beinlínis skjól-
stæðingur minn, en hún var alda
vinur og spurði mig stundum til
ráða. Hún kom hingað á laugar
dagsmorguninn og trúði mér fyrir
því, að hún væri í alvarlegum
vandræðum stödd: Eg skal taka
það fram, að hún var búin að
búa þarna í Hliðhúsinu í nokk
ur ár, fyrir sama sem enga
leigu. Frú Lessiher hafði útvegað
henni húsgögn í húsið og — með
réttu eða röngu — skildi frú
Welby þetta þannig, að þessir
innanstokksmunir væru gjöf tiil
sín. Hún gekk meira að segja
svo langt að selja suma af þeim
>egar hr. Lessiter kom heim,
gekk hann í málið — og kom til
mín, til að ráðgast um það. Hann
grunaði, að eitthvað af þessum
munum hefði verið selt, þar á
meðal Cosway-smámynd, sem
var mjög verðmæt, og hann var
í sérlega hefni gjörnu skapi. Eg
reyndi að blíðka hann, eftir því
sem ég gat, en hann vildi ekki
láta telja sig af' því að kæra
þetta, ef hann fengi nægar sann
anir í hendurnar. Á miðvikudags
kvöldið hringdi hann mig upp tii
að segja mér, að hann hefði fund
ið minnisblað, sem móðir hans
hefði skilið eftir handa honum,
og þar stæði svart á hvítu, að
innanstokksmunirnir í Hliðhús-
inu hefðu aðeins verið léðir frú
Welby, en alls ekki gefnir. Svo
endurtók hann þann ásetning
52
sinn að kæra hana. Eg gat mér
þess til, að frú Welby hefði feng
ið samskonar tilkynningu, og
vissi vel, hve nærri hún myndi
taka sér það, svo ég tók bílinn
minn og fór að finna hana. Hér
gerði hann þögn.
>egar hvorki Drake né lög-
reglustjórinn gerðu neina athuga
semd lyfti hann hendi á sama
hátt og áður, lét hana síðan
falla á hné sér og hélt áfram
ræðu sinni.
— Eg fann hana afskaplega
illa á sig komna. Hún sagðist
hafa farið upp í Mellingbúsið að
reyna að hitta James Lessiter,
en er hún varð þess vör, að ung
frú Cray var stödd hjá honum
hafði hún snúið frá aftur. Hún
vildi reyna aftur að hitta hann,
en ég benti henni á, að það
myndi alls ekki vera hyggilegt
— miklu betra að lofa honum
að sofa á þessu um nóttina. Eg
sagði henni, að ég þættist viss
um. að hann mundi koma til
mín og ráðgast um málið, og þ-á
mundi ég benda honum á, hvílík
ur álitshnekkir það gseti örðið
honum ef hann færi að fara eins
langt og hann kæmist og grípa
til örþrifaráða. Eg fullvissaði
hana um, að það væri mjög ó-
liklegt, að hann gripi tiil hörku
bragðs. Hún talaði eitthvað um
að gera aðra tilraun til að tala
við hann sjálfan, en ég réð henni
eindregið frá því. Og þegar ég
skildi við hana hélt ég, að hún
væri hætt við það.. Hann þagn
aði, leit á lögreglustjórann og
sagði. — Viljið þér bóka eitthvað
af þessu? Eg sé, að fulltrúinn
skrifar ekki neitt.
March svaraði með alvörusvip:
— >ér getið gefið skýrslu seinna
ef þér óskið þess. Og þér gerið
yður ljóst, að bún getur orðið
notuð sem vitnisburður.
— Vitanlega. En svo að ég
haldi , áfram, þá frétti ég um
andlát James Lessiters á fimmtu
dagsmorgun. Mér varð afskap-
lega hverft við. Lögreglan bað
um aðstoð mina til að komast að
því, hvort nokkurs væri saknað
úr húsinu, og ég fór með skrif-
aranum og bar saman við skrána
yfir innanstokksmuni. Varr Rob
ertson leitaði ráða hjá mér, varð
andi afstöðu sína til málsins, og
mér þótti rétt að láta þess getið.
að Cyril Mayhew hefði sézt í
Lenton, kvöldið sem morðið var
framið. Eg réði Robertson til að
gefa lögreglunni ítarlega skýrslu
Laugardagsmorguninn kom svo
frú Welby í skrifstofuna til mín
Eg hef ekki leyfi til að skýra
frá öllu, sem hún sagði mér, en
eins og á stendur finnst mér það
skylda mín að segja, að hún
gaf í skyn, að hún hefði farið
aftur til Mellinghússiys þetta
kvöld, eftir að ég skildi við hana
Og sálarástand hennar fyllti
mig óróa. Eg bað hana að fara
heim og leggja sig og svo skyldi
ég koma og tala við hana um
kvöldið. Eg var í hálfgerðum
SHtltvarpiö
Föstudagur 1. marr
15.00 Síðdegisútvarp.
8.00 Morgunútvarp.
17.40 Framburðarkennsla I esper-
anto og spænsku.
18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan"*:
Guðmundur M. Þorláksson
talar um Jón Sigurðsson.
18.20 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir.
18.50 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Erindi: Verkalýðurinn og þjóð
félagsþróunin (Hannes Jóns-
son félagsfræðingur).
20.35 Tónleikar: Píanókonsert nr.
1 1 Des-dúr op. 10 eftir Pro-
kofj ef f.
20.50 í ljóði: Að vera fslendingur,
þáttur i umsjá Baldurs Pálma
sonar.
21.15 Tónleikar: Kvintett fyrir
horn, fiðlu, tvær víólur og
selió (K407) eftir Mozart.
21.30 Útvarpssagan: „íslenzkur að-
all“ eftir Þórberg Þórðarson;
X. (Höfundur les).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmar (17).
22.20 Efst á baugi (Tómas Karls-
son og Björgvin Guðmunds-
son).
22.50 Á síðkvöldi: Létt-klassisk
tónlist.
23.25 Dagskrárlok.
Laugardagur 2. mari.
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín
Anna Þórarinsdóttir).
14.40 Vikan framundan: Kynning
á dagskrárefni útvarpsins.
15.00 Fréttir. — Laugardagslögin.
16.30 Danskennsla (Hreiðar Ást-
valdsson).
17.00 Fréttir. — Æskulýðstónleikar,
kynntir af dr. Hallgr. Helga-
syni.
18.00 Útvarpssaga barnanna: „Vista
skipti“ eftir Einar H. Kvaran;
111. (Helgi Hjörvar).
18.20 V eðurfregnir.
18.30 Tómstundaþáttur barna og
unglinga (Jón Pálsson).
18.55 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir.
20.00 „Karnaval“, forleikur op. 92
eftir Dvorák.
20.10 Leikrit: „Glataði sonurinn**
eftir Alek?ej Arbuzov, 1 þýð«
ingu Halldórs Stefánssonar,
— Leikstj.: Gísli Halldórsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmar (18).
22.20 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.
16250 VINNINGAR!
Fjórði hver miði vinnur að meðaltatil
Hæstu vinningar 1/2 miHjón krónur,
Lægstu 1000 krónur.
Dregið 5,‘hvers mánaðar.
ALLTAF FJÖLGAR YOLKSWAGEN
Akið mót hækkandi
sól og sumri í
nýjum
VOLKSWAGEN
VORIÐ
Vinsældir VOLKSWAGEN hér á landi
sanna ótvírætt kosti hans við okkar staðhætti —
VOLKSWAGEN er ekkert tízkufyrirbæri,
það sannar bezt hið háa endursöluverð hans.
Verð aðeins kr. 121.525,00.
VOLKSWAGEN er vandaður sígildur bíll.
Volkswagen er einmitt framleiddur fyrir yður.
— PANTIÐ TÍMANLECA -
VOLKSWAGEN ER 5 MANNA BÍLL
HElLDVfRZLUNIH HEKLA HF
Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275.
iNú er rétti tíminn a3 panta
20ára reynsla hérlendis
SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON aCQ HF
KALLI KUREKI
- *
* -
TeiknarL* Fred Harman
T9IS OLD GUÖ GlVES ME.
A FUWWY FEELIM&.' X CAW
JUST SEE THE &HOST OF
AK) OLD COMaUISTADOE
STAMDIM&A M'&HTWATCH/
BROMCO.'YOd
SCARED OF
6+tOSTS ? A
HARD-CASE
UKE YOU?
JUST 'CAUSE ÝDU'RE
EDUCATED DOM'T MEAM
YOU KW0W EVERYTHIW&.'
IVE SEEN SOME THIW&S
/A ■— Þessi gamla byssa vekur hjá mér
' einkennilega tilfinningu. Það er eins
©g ég sjái fyrir mér framliðinn,
•pánskan sigurfara, sem stendur á
^ verði við herbúðirnar.
— Þú... .þú sagðir framliðinn.
^ —- Bikkju-Bjami, ertu hræddur við
drauga? Jafn harðsvíraður karl og þú
ert.
— Þó þú sért eitthvað menntaður,
þýðir það ekki að þú vitir allt. Ég
hef séð sitthvað, sem....
— (Það getur orðið gaman að
þessu). Hversvegna ætti ég að halda
því fram að þú hefðir á röngu að
standa. Hversvegna skyldu þessir
gömlu hermenn ekki verða órólegir á
tunglskinsnóttu. Maður fær beinlínis
gæsahúð við tilhugsunina.
— REYNDU AÐ HALDA ÞÉR
SAMAN.