Morgunblaðið - 01.03.1963, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 01.03.1963, Qupperneq 24
fe HIBYLAPRYÐI HF __Hallarmúla s f m I 38 177 50. tbl. — Föstudagur 1. marz 1963 Bifreið út af veginum d FagradaL Steyptist70m Ökumanninum tókst að henda sér út og slapp ómeiddur ReyðarfirSi og Egilsstööum, 28. febrúar. JEPPABIFREIÐIN U-138 frá Norðfirði fór út af veginum í Skriðum á Fagradal um há- degisbilið í dag. Rann bifreið- in fyrst niður um 12 metra bratta og tókst ökumannin- lun þá að kasta sér út. Stéypt- ist bifreiðin svo niður í gljúfrið, um 70 metra fall. Ökumaðurinh, Árni Þórhalls son, Kirkjubóli í Norðfirði, var á leið til Egilsstaða einn síns liðs. Ók hann nýjum Austin-Gypsy- jeppa, U-138. Þegar jeppinn var kominn all- ofarlega í svonefndar Skriður á Fagradal missti Ámi stjórn á honum. Nokkurt svell var á veg- inum, en kanturiiin þó auður. Jeppinn rann niður snarbratt- an halla, um 12 me.tra langan. Tókst Árna þá að opna hurðina og henda sér út áður en jeppinn kom að- klettabrúninni. Frá henni er a.m.k. 70 metra fall nið- ur í gljúfrið, sem Fagradalsá rennur eftir. Jeppinn steyptist þangað niður. Er hann svo mikið skemmdur, að hann er talinn gjörónýtur. Ámi slapp með smávægilegar skrámur. Hann fór upp á veginn aftur og lagði af stað gangandi til Reyðarfjarðar, en það er um 8 kílómetra vegalengd. Nokkru síðar kom bifreið eftir veginum og fékk Árni far með henni til Reyðarfjarðar. Þar tilkynnti hann um slysið og fór svo til læknis í öryggis- skyni. Hann fór síðdegis heim til sín. Árni Þórhallsson sagði, að hann hefði misst stjórnina á bif- reiðinni sökum þess að stýri hennar hafi farið úr sambandi. Veður var ágætt, þegar slysið varð, en nokkur rigning var. Reynt verður síðar að ná bifreið- inni upp. Fréttaritari Morgunblaðsins á Egilsstöðum átti í gær tal við Sigurð Sveinsson, bifreiðaeftir- litsmann, Reyðarfirði, sem fór niður að flaki jeppans. Telur Sigurður, að líkleg ástæða fyrir slysinu sé sú, að á Framhald á bls. 23. Karlamirfengu sjó í matinn sinn Þýzki tógarinn nú í Vestmannaeyjahöfn — Viðtal við hafnsögumanninn en þá var ÞÝZKI TOGARINN Trave frá Kiel liggur nú á Friðarhöfn í Vestmannaeyjum, en hann tók niðri á Faxaskeri við Eyjar í af takabrimi og roki aðfaranótt miðvikudags. í fyrrinótt lá tog- arinn undir Eiðinu og hjá honum voru varðskipin Albert og Óðinn. Albert dró togarann til hafnar og aðstoðaði dráttarbáturinn Lóðsinn við það verk. Óðinn fór í humátt á eftir ef frekari hjálp þyrfti. Togarinn var kominn til hafnar um kl. 10:30 í gærmorg- un og hafði tekið um tvo tíma að draga hann undan Eiðinu og inn til Eyja. Eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær mótti engu muna, að togarinn sykki eftir að hann tók niðri á Faxaskeri, enda afspyrnu slæmt veður, hávaðarok og mik ið brim. Morgunblaðið átti í gær tal við Jón í. Sigurðsson, hafnsögumann í Vestmannaeyjum og fer frásögn hans hér á eftir: — Lóðsinn fór af stað héðan á níunda tímanum í morgun til að aðstoða varðskipin við að koma Trave til hafnar. Veður var slæmt og versnaðí þegar á leið. — Ætlunin var að fara af stað fyrr um morguninn, of mikið rok. — Albert dró togarann og hafði úti um 170 faðma af dráttarvírn- um. Lóðsinn hjálpaði líka til, því togarinn gat enga björg sér veitt, var stýrislaus, skrúfan brotin, og aflvélarnar störfuðu ekki. — Það tók um tvo tíma að koma togaranum inn á höfnina, þar sem hann liggur nú. Leki er á honum og verður kafari send ur niður á morgun til að kanna skemmdirnar, ef veður leyfir. — Togarinn rakst á Faxasker með bakborðssíðuna, líklega á norð-véstur horn skersins. Það varð þeim til lífs. Helgi fórst á Reykjanes- kjördæmi KJÖRDÆMISFUNDUR Sjálfstæð isflokksins í Reykjaneskjördæmi verður n. k. föstudag 8. marz í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði og hefst kl. 21. Fundarefni: Ákvörð un framboðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. sínum tíma við Faxasker sunnan vert. , — Það var engin furða þótt Þjóðverjunum litist ekki á blik una, þegar óhappið varð. O'fsa- veður var, mikið brim og kol-. svarta myrkur. Þetta leit illa út. — Sjór gekk yfir skipið, eink- um áftan til. Nokkrar skemmdir hlutust af þessu og karlarnir fengu sjó í matinn sinn. Þeir fengu vist sumir sjokk, enda allt í svartakafi. — Farið var með togarann und ir Eiðið, þar sem hann lá sl. nótt við akkeri. Albert lá við síðuna og dæhir voru settar um borð til 'að hamia gegn lekanum. Framih. á bls. 23. 9 ára drengur fótbrotnar NÍU ára drengur, Guðmundur Pétursson, varð fyrir bifreið á gatnamótum Þinghólsbrautar og Kópavogsbrautar kl. 11.45 í gær- morgun. Guðmundur brotnaði á hægra fæti og var hann fluttur í Landa- kotsspítalann. Egilsstöðum, 27. febr.: - I gærkvöldi kom hlaup i j Grímsá og sprengdi hún af sér . allan ís, 50—60 cm þykkt lag, og kastaði jökunum upp á! bakkann. Við bæinn Hvamm í Valla- | hreppi brotnaði staur í há- spennulinu, sem liggur að Hall' ormsstað. Var í dag unnið að ' viðgerð á linunni. Meðfylgjandi mynd sýnir | verksummerki. (Ljósm.: Ari Björnsson). Ók drukkinn út af AKUREYRI, 28. febrúar. — Um kl. 18 í kvöld fór bifreið, sem var á leið frá Akureyri til Lauga lands, út af veginum hjá bænum Gröf í Kaupvangssveit Tveir menn voru í bifreiðinni og sluppu báðir ómeiddir. Eig- andinn ók ekki sjálfur, en hafði falið félaga sinum stjórnina. —. Grunur leikur á, að ökumaður- inn hafi verið undir áhrifum áfengis. Bifreiðin, sem var nýkomin af verkstæði, er mjög mikið skemmd. Mál ökumannsins er 1 rannsókn. — Sv. P. Heimdallur MÁLFUNDAKLÚBBUR, fundur verður í kvöld kl. 8,30. Stjórnin. Börnin, sem sjást hér á myndinni skemmtu sér greinilega konunglega, þótt sum þeirra virð- ist hafa á tilfinningunni að þau megi í rauninni ekki hlæja. Spumingin er að hverju bau eru að hlæja og svarið við því er á 3. sáSu blaðsins í dag. (Ljósm. Sv. Þorm.). Rangá komst áleiðis | Fjögux íslenzk skip d Kattegat í gær FJÖGUR íslenzk skip voru í gær á íssvæðinu á Kattegat og var ekki vitað til þess í gærkvöldi, að neitt þeirra væri komið á leiðarenda. • Rangá, annað flutninga- skip Hafskips, sem i gær var fast í ís á Kattegat, losnaði í gærmorgun, en komst ekki til Gautaborgar. í gærmorgun mun ísinn á Kattegat hafa gliðnað nokkuð, og Rangá, sem þá hafði verið fast í ísnum rúman sólarhring, losn- aði og hélt áleiðis til Gauta- borgar. Um hódegisbilið bár- ust þær fréttir að skipið væri búið að fara um 12 milur, en ferðin gengi seint, þvi renn- urnar, sem mynduðust í ísn- umum opnuðust og lokuðust á vixl. í gærkvöldi barst svo skeyti frá skipinu, þar sem aðeins sagði að skipið hefði stoppað um hálfníu leytið, eftir sænskum tíma. Ekki var gefin nein skýring hvort það væri frekar af völdum ísa eða myrkurs. Þoka var i gær á þessum slóðum og munu ísbrjótar ekki hafa verið að starfi af völdum hennar. • Þrjú önnur skip eru á þessum slóðum, Dísarfell, Fjallfoss og Tungufoss. Dísar- fell er á leið til Gautaborgar en beið í gær við ísröndina, 17 mílur fró Vinga, eftir að- stoð ísbrjóts, sem ekki unnu í gær vegna þoku. ' • Fjallfoss var á 'leið til Kaupmannahafnar, og í gær- kvöldi var ekki vitað hvort hann væri kominn, en hann hafði verið væntanlegur sið- degis í gær. Leiðin til Kaup- mannahafnar mun nú 'vera greiðfærarí og íslítil renna meðfram Sjálandi. • Tungufoss var ó leið til Lysekil, en var snúið þaðan vegna ísa til Gautaborgar. Ekki var vitað hvernig ferð skipsins gengi, en talið ó- s^nnilegt að það hefði lagt í ísinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.