Morgunblaðið - 10.03.1963, Qupperneq 2
2
MORGUWBLAÐIÐ
Sunnudagur 10. marz 1963
Starísfræðsiunám-
skeið fyrir kennara
Á FUNDI borgarstjómar s.l.
fimmtudag urðu allmiklar um-
ræður um starfsfræðslu í skól-
um borgarinnar.
Tilefni uimræðnanna var til-
laga, er Örlygur Hálfdánarson
('F) flutti þess efnis, að skipu-
ieggj a í tilraunaskyni starfskynn
ingu í nokkruim bekkjum ungl-
inga og gagnfræðastigsins á kom
andi skólaári. Til að undirbúa
það sem bezt skyldi fela Ólafi
Gunnarssyni að skipuleggja
starfsfræðslunámiskeið fyrir kenn
ara á hausti komanda.
Flutti tillögumaður langa fram
söguræðu um gildi starfsfræðsl-
unnar fyrir þjóðfélagið.
Óraunhæfur tillöguflutningur.
Þórir Kr. Þórðarson (S) taldi
Starfsfræðsluna vera merkilegt
mál og væru sennilega allir sam-
mlála um gildi hennar. Hann gat
hins merka brautryðjendastarfs
Ólafs Gunnarssonar, sálifræðings,
í þessum efnum, en hann hefur
starfað hjá Reykjavíkurborg síð-
án 1951 og árið 1955 hóf hann
starfsfræðslu í 2. bakkjardeild-
um unglinga og gagnfræðastigs-
ins og hefur því síðan verið hald-
ið áfram í öllum þessum bekkj-
ardeildum skólanna. Auk þess
Laugavegs-A pot ek
laust
í SÍÐASTA Lögbirtingarblaði er
auglýst laust til umsóknar lyf-
söluleyfi í Lai.gavegs-Apoteki og
er umsóknarfrestur til 1. apríl.
Stefán Thorarensen hefur rekið
Laugavegsapotek í áratugi.
hiefði verið hald-
inn á vegium
borgarinnar al-
mennur stairfs-
fræðsludagur,
sem vakið hefði
athygli og gafið
góða raun.
Taldi í»KÞ
ekki raunihæft
nú að flytja til-
lögu um að „skipuleggja í til-
raunaskyni“, það sem þegar
hefði verið reynt í nokkur ár.
Þá upplýsti ÞKÞ, að starfs-
fræðslunámskeið kennara hefði
þegar verið ákveðið og yrði það
haldið í september n.k. Væri á-
kveðið að fá hingað danskan sér-
fræðing í þessum efnum, er stæði
fyrir kennaranámskeiðinu. Yrði
það námskeið haldið af fræðslu-
stjóra Reykjavíkur.
Það væri því ljóst, sagði ÞKÞ,
að þegar hafa verið ákveðnar
þær framkvæmdir, sem þessi þátot
ur tillögunnar gerði ráð fyrir.
Lagði ræðumaður til, að til-
lögu ÖH yrði visað til fræðslu-
stjóra. Hann taldi að vísu, að
það hefði ekki mikinn tilgang,
þar sem varla yrði roeira gert
í þessum efnurn.
Kristján Benediktsson (F)
hvatti til þess, að tillaga flokks-
bróður hans yrði samþykkt, þrátt
fyrir fengnar upplýsingar.
Óskar Hallgrímsson (A) var
ekki sammála því, að færa starfs-
kynningnuna smám saman ytfir
á hendur kennaranna. Taldi
hann, að við starfsfræðslu þyrfitu
að staa’fa sérmenntaðir menn,
Benti hann á í því samfoandi,
hvort ekki væri æskilegt, að við
framhaldsdeild kennaraskólans
yrði efnt til sérstakra námskeiða
fyrir þá kennara, sem vildu sér-
hæfa sig í starfsfræðslu.
Alfreð Gíslason (K) hneýksl-
aðist mjög á því, að flá ætti hing
að „danskan" menn, til að „kenna
börnum starfsfræðslu“, enda
hlyti slíkur maður að vera ó-
kunnugur íslenzku atvinnulífi.
Geir Hallgrímsson, borgar-
stjóri, benti á, að hér væri um
misskilning að ræða hjá borg-
arfullitrúanum, eins og reyndar
oft áður. Hinn danski sérfræð-
ingur kæmi hingað aðeins til að
skipuleggja starfsfræðslunám-
skeið fyrir kennara.
Tillaga Þóris Kr. Þórðarsonar
var að lokum samþykkt gegn
atkvæðum Framsóknarmanna og
kommúnista. ,
Tékkneski sengvarinn
Jíri Koutný syngur hér
HINGAÐ til lands er kominn á
vegum Tónlistarfélagsins tékkn-
eski söngvarinn Jirí Koutný og
mun hann halda hér tvenna tón-
leiika (Ljóðakvöld), n.k. mánu-
dag og þriðjudag kl. 7 e.h. í Aust
urbæjarbíói, fyrir styrktarfélaga
Tónilistarfélagsins.
Á efnisskrá þessara tónleika
eru þessi verk: „Liederkreis" op.
39 eftir Robert Sohumann. Söngv
arinn syngur öll lög úr „Sehwan-
engesang" eftir Franz Schubert,
„Am Meer“, „Der Atlas“, „Ihr
Bild“ og Das Fishermádohen".
Þá koma fjórir sígaunasöngvar eft
ir Adolf Dvorák. Sögvar þess-
ir eru gerðir við Ijóð úr sam-
nefndum kvæðaflokki eftir skáld
ið Adolf Heyduk. Þeir fjalla um
líf sigaunans í blíðu og stríðu,
um ástir hans og þrár, og er
sígauninn, hinn hrjáði en frelsis
unnandi sonur nátúirunnar, í hug-
um beggja höfunda tákn ánauð-
ugar þjóðar þeirra.
Við opnun útibúsins í Keflavík. A myndinni eru talið frá vinstri: Sveinn Jónsson, bæjar-
stjóri Keflavíkur .Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Verzlunarb ankans, Alfreð Gíslason, bæjar-
fógeti í Keflavík, Þorvaldur G uðmundsson, flormaður bankar áðs Verzlunarbankans og Björn
Eiríksson, bankastjóri hins nýja útibús. y
IJtibú Verzlunarbankanns I Keflavík
VERZLUNARBANKI fslands opn
aði í gær útibúi í Keflavík og
er það fyrsta útibúið frá þeim
banka utan Reykjavikur.
Útibú Verzlunarbankans í
Keflavík sbenidur við helztu aðal-
götu bæjarins, Hafnargötu, í húsi
nr. 31. Húsakynnin eru vistleg
og smekklega innréttuð eftir
þörfum nútíma þanikastarfsemi.
Veitir það Keflvíkingum alla þá
þjónustu sem Verzlunarbankinn
lætur í té.
Bankaistjóri hins nýja útibús
er Björn Eiriksson, fyrrverandi
flul'ltrúi í Verzlunarbankanum,
en aðrir starfsmerm eru: Hrafn
Þórisson ,gjaldkeri og Alda Kjart
ansdóttir, bankaritari. Hið nýja útibú Verzlu narbankans í Keflavík.
Sinfóníutónleikar
TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit
ar íslands, sem haldnir voru í
samkomuhúsi Háskólans í fyrra-
kvöld undir stjórn Williams
Stricklands, hófust með Egmont-
forleik Beethovens og tveimur
sönglögum hans úr harmleikn-
um Egmont eftir Göthe. Tals-
verð reisn var yfir flutningi
forleiksins og gaman að fá að
heyra sönglögin, sem voru ágæt-
lega flutt af amerísku söng-
konunni Sylvia Stahlmann. Hún
söng einnig „Sieben frúhe Lied-
Þá syngur Koutný 3 lög eftir
Hugo Wolf, „Versohwiegene
Liebe“, „Verborgenheit" og „Der
Rattanfánger“ „Sá einn er þekk-
ir þrá“ og lag úr ,-,Don Juan“
efltir sama tónskáld.
Tékneski baritónsöngvarinn
Jirí Koutný er fæddur árið 1930.
Hann stundaði söngnám í Tón-
listarbáskólanom í Prag og lauk
þaðan burtfararprófi.
Árið 1958 hlaut Koutný fyrstu
verðlaun í „Haydn-Schubert
söngkeppni“ í Vníarborg, og
tveimur árum síðar hlaut hann
viðurkenningarskjal fyrir frá-
bæra framimistöðu í söngkeppni
í Berlín, helgaðri Robert Scshu-
mann.
Jiri Koutný hefur komið fram
á tónleikum víða um lönd. Hann
er nú fastráðinn einsöngvari við
Karlin-söngleikahúsið í Prag.
Árni Kristjánsson pianóleikari
annast undirleik með þessum
söngvara á tónleikum Tónlistar-
félagsins.
Kirkjukvöld í
Lougorneskirkju
NÆSTKOMANDI þriðjudags-
kvöld kl. 8,30 efnir Bræðrafélag
Laugarnessóknar til fjölbreyti-
legrar samverustundar í Laugar
neskirkju.
Hefir Bræðrafélagið starfað
innan safnaðirns um nær tíu ára
skeið og unnið kirkju sinni og
söfnuði af mikilli alúð.
Dagskrá þessa kirkjukvölds er
vönduð mjög svo sem sjá má af
þessari upptalningu:
Fyrst mun séra Þorsteinn Jó-
hannesson, fyrrv. prófastur í
Vatnsfirði og ritari félagsins
flytja ávarp.
Þá syngur kirkjukórinn nokk
ur lög undir stjórn Kristins Ingv
arssonar. Þá mun síra Bjarni Jóns
son, vígslubiskup flytja ræðu
kvöldsins. Kristinn Hallsson
óperusöngvari syngur þar næst
nokkur lög.
Þá les Jakob Hafstein upp, en
hann er einn í stjórn félagsins.
Undir lokin syngur svo kirkju
kórinn enn fáein lög. Og loks
lýkur sóknarpresturinn samkom
unni.
Aðgangur er ókeypis, og er
þessu kirkjukvöldi eingöngu ætl
að að vera til uppbyggingar og
gleði, þeim, er þangað koma.
Er vonandi að sóknarbúar meti
þessa viðleitni Bræðrafélagsins,
og fjölmenni í Laugarneskirkju á
I
1 þriðjudagskvöldið næsta.
1 Garðar Svavarsson.
er“ (sjö lög frá æskuárum) eftir
Alban Berg. Þessi lög eru samin
á ‘árunum 1905—8, meðan tón-
skáldið var enn í hinum stranga
skóla Arnolds Schönbergs. Þau
eru í síðrómantískum stíl með
impressionistísku ívafi, ljóðræn
Og einkar fínlega unnin, og
merkileg heimild um þroska-
feril þess manns, sem síðar varð
höfundar óperunnar Wozzeks.
Einnig þessi lög flutti söngkonan
af listrænni nákvæmni og mik-
illi tónvísi, og er tvímælalaust,
að hér er á ferð ágætlega mennt-
uð og reynd listákona. Hún
hefði sannarlega átt skilið til-
litssamari og nærfærnari undir-
leik heldur en þann, sem Sin-
fóníuhljómsveitin hafði að bjóða
að þessu sinni.
Aðalviðfangsefni hljómsveitar-
innar var „ítalska" sinfónían
eftir Mendelssohn. Flutningur
hennar var hversdagslegur og
blæbrigðalítill, verkið var „spil-
að í gegn“ en náði aldrei flug-
inu. Einstöku sinnum, t. d. í upp-
hafi lokaþáttarins, brá fyrir
leiftrum, sem lofuðu góðu, en
þau lýstu skamma stund. Yfir
öllum flutningnum var grófgerð-
ur og þyngslalegur blær, sem
fer þessu fíngerða verki sérlega
illa. — Að lokum söng Sylvia
Stahlmann tvær aríur úr óper-
um eftir Puccini. Staðsetning
þeirra á efnisskránni var út í
hött, enda uku þær litlu við
gildi hennar, og hefði farið stór-
um betur, að tónleikarnir hefðu
endað á sinfóníunni.
Við höfum nú með stuttu
millibili hlýtt á þrenna „sin-
fóníutónleika“, þar sem fram
hafa komið frægir og ágætir
söngvarar: fyrst Kim Borg, þá
Irmgard Seefried og nú loks
Sylvia Stahlmann. 1 öll skiptin
hefir söngvarinn verið aðalatrið-
ið en hljómsveitin aukaatriði
Hún hefir „aðstoðað" söngvarana
og síðan leikið, eins og til upp-
fyllingar, eitthvað af þeim verk-
um, sem hún hefir oftast flutt
áður og þarf því minnst fyrir að
hafa að koma upp sómasamlega
Tónleikar hennar eru með sama
áfrahaldi á hraðri leið til að
verða „rútínu“-fyrirbæri. Hér
þarf að vera á verði, og aðai-
stjórnandinn, Mr. Stricland,
verður að taka hlutina fastari
tökum en verið hefir, éf hljóm-
sveitin á ekki að koðna niður Og
stárf hennar að breytast í eins
konar „uppmælingarvinnu", þótt
hún eigi nú meira mannvali á
að skipa en nokkru sinni hefir
verið áður.
Jón Þórarinsson.
— Tugir marma ...
Framhald af bls. 1.
sem varð snemma í morgun !
nágrenni Arnsberg. Nær fimmtíu
manns særðust svo að flytja
varð í sjúkrahús.
Sprengingin varð á annarrl
hæð verksmiðjubyggingar og
hrundi þak hennar yfir verka-
menn, er þar voru að starfi. —-
Margir grófust til bana í rústun-
um.
Eftir sprenginguna steig svart,
þétt ský upp af slysstaðnum og
breiddist yfir nágrennið og allt
til Arnsberg, sem er í tæpra 25
kílómetra fjarlægð.
Ráðstefna
SUS í dag
í DAG lýkur ráðstefnu Sam-
bands ungra Sjálfstæðismanna
um íbúðabyggingar. Fundirn-i
ir í dag hefjast kl. 14.30 og
fundarstaður er Sjálfstæðis-
húsið við Borgarholtsbraut í
Kópavogi.
í dag flytja erindl Gisli
Halldórsson, arkitekt, um
lækkun byggingarkostnaðar
og Manfreð Vilhjálmsson,
arkitekt, um byggingarlistina
og ibúðina.
Síðar í dag verður farlff í
kynnisferð og skoðaðar íbúðir1
i í Reykjavík.
Hópferð verður á furdar-
stað frá Valhöll og verður
I lagt af stað kl. 1.15.