Morgunblaðið - 10.03.1963, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.1963, Blaðsíða 4
4 MORCVIVBL A Ð1 Ð Sunnudagur 10. marz 1963 Vélritun Tek vélritun í heimavinnu. Uppl. í síma 16769. Geymið auglýsinguna. Til sölu. lítið notað gólfteppi (ax- minster) 2x3 á stærð, einn ig enskur þvottai>ottur með 2 rofum. Tækifærisverð. Reynimel 45, uppi. Kýr til sölu Get selt nokkrar kýr á öll um aldri. Burðartími marz - apríl. Sími 50 um Brúar land. íbúð óskast Mæðgur óska eftir 2ja — 3ja herb. íbúð fyrir 14. maí Vinna báðar úti. Uppl. í síma 20611. Austineigendur Allt gangverk úr Austin 8 o.fl. til sölu. Allt í fyrsta- flokks standi. Uppl. að Sog vegi 192. Sendiferðabíll með stöðvarplássi til sölu Uppl. í síma 12662. milli 6—8 næstu kvöld. Keflavík — Skyndisala næstu 3 daga veitum við meiri og minni afslátt af öll um vörum verzlunarinnar. Notið þetta einstæða tæki færi. Elsa, Keflavík Til sölu á Akranesi ELnbýlishús á góðum stað í bænum. Nánari uppl. gef ur Loftur Halldórsson. Vesturgötu 137 eftir kl. 20. Sími 410. Óska eftir 2ja — 3ja herb. íbúð til leigu. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 51188. Málverk Eftirmyndir af málverkum Picasso, Van Gogh, Gaug- uin, Degas o.fl, Glæsilegt úrval. Húsgagnaverzlun Árna Jónssonar Laugavegi 70. Bátur til sölu tæp 2 tonn. Vél 10 ha. Penta. Uppl. í síma 51250. Tvær systur í fastri vinnu óska eftir lít illi íbúð strax. Tilb. merkt „Reglusamar — 6436“ send ist afgr. Mbl. Lítil íbúð óskast Ungt kærustupar vill taka á leigu litla íbúð sem fyrst Erum barnlaus og vinnum bæði úti. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Nán ari uppl. í síma 18743 frá kl 1. Til sölu nýlegt vel með farið drengjareiðhjól með gír ó. fl. Uppl. í síma 15489 xnilli kl. 1—5. jt Vil kaupa Volkswagen, árg. 1960—’61 Staðgreiðsla. Uppl. í síma 18872. En Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vér enn vorum í synd- um vorum. (Róm. 5, 8.). f daff er sunnudagur 10. marz. 69. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 5:45. Síðdegisflæði kl. 17:5». Næturvörður i Reykjavík vik- una 9. til 16. marz er í Ingólfs Apóteki. veitt úr sjóðnum, en betur má ef duga skal. Margar eru ekkj- urnar og mörg eru börnin mun- aðarlausu. Merkin eru afhent í dag í Sjálfstæðshúsinu uppi frá kl. 9 fyrir hádegi. Húsmæðrafélag Rcykjavíkur vill minna á spilakvöldið í Breiðfirðinga- búð, mánudaginn 11. þ.m. kl. 8.30. Konur, mætið stundvíslega og takið með ykkur gesti. Neyðarlæknir — sími: 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga nema laugardaga. Næturlæknir í Hafnarfirði vik- una 9. til 16. marz er Ólafur Ein- arsson, sími 50952. Næturvörzlu i Keflavík hefur í dag Kjartan Ólafsson. Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9,15-8, laugardaga frá kl. 9,15-4., helgidaga frá kl. 1-4 e.h. Simi 23100. Holtsapótek, Garðsapótek og Apótek Kefiavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7 laugardaga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. Orð lífsins svarar 1 sima 10000. FRÉTTASIMAR MBL. — eftir tokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 I.O.O.F. 3 — 144311* = %'A —0- I.O.O.F. 10 = 1443118^ = 9.0. n EDDA 59633127 — Kosn. St. M. Prófessor dr. Stefán Einarsson flyt- ur fyrirlestur í hátíðasal Háskólans í dag kl. 2 e.h. Fyrirlesturinn nefnist „Ónáttúra og afskræming, flókin sam- setning og ofljóst 1 dróttkvæðum og máftaralist Picassos*'. Öllum er heimill aðgangur að fyrir- lestrinum. Framhaldsfundur Félags kjólameist- ara verður haldinn 12. marz að Mið- stræti 7. kl. 8:30. Slysavarnadeildin Hraunprýði heldur fund þriðjudag. 12. marz kl. 8:30 i Sjálfstæðishúsinu. Venjuleg fundar- störf. Ýmis skemmtiatriði. Húsráðendaskemmtun Lágafellssókn- ar verður haldin í Hlégarði laugar- daginn 16. barz. Kvenfélagið Hrönn heldur fund að Hverfisgötu 21. þriðjudaginn 12 þjn. kl. 8:30. eh. Tízkusérfræðingur mæt- ir. Kvennadeild Slysavarnafélagsins f Rvík heldur fund í Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 11. þ.m. kl. 8.30. Skemmtiþáttur, Gunnar Eyjóifsson og Bessi Bjamason. HIN árlega merkjasala Ekkna- sjóðs íslands er í dag. Reykvískir íoreldrar, leyfið börnum yðar að koma og selja merki sjóðsins. Nokkrum sinnum hefur verið Kvenfélag Neskirkju. Kynningar- fundur fyrir utanfélagskonur í sókn- inni verður haldinn þriðjudaginn 12. marz kl. 8.30 í félagsheimilinu. Auk venjulegra fundarstarfa verða þarna skemmtiatriði og síðan kaffiveitingar. að væri mjög ánægjulegt ef þessi fundur yrði vel sóttur, bæði af fé- lags- og utanfélagskonum. Kvenfélagið Keðjan: Skemmtifund- ur þriðjudaginn 12. marz kl. 8.30 að Bárugötu 11. Fjölbreytt dagskrá. Nýir meðlimir velkomnir. Húsmæðrafélag Reykjavíkui vill minna konur á spilafundinn mánu- daginn 11. þ.m. í Breiðfirðingabúð kl. 8.30. Konur, mætið stundvíslega og takið með ykkur gesti. Sólveig Magnúsdóttir frá Nesi í Grunnavík er 75 ára í dag. Hún dvelur á heimli dóttur sinn- Gefin voru saman í hjónaband 4. marz, af séra Þorsteini Björns- syni, Ingunn Guðmundsdóttir og Jón Viðar Jónsson, Bergstaða- stræti 33. (Ljósm.: ASIS). „Höfuð annarra/* Myndin er af Birni Einarssyni og Sigurði G. Guðmundssyni í sýningu Leikfélags Kópavogs. Um leik- ritið segir Sigurður Grímsson m.a.: höfundurinn deilir þung- lega, en með bráðskemmtilegri kímni og skopi á verði rétt- vísinnar og þá spillingu, semhann telur eigi sér stað meðal trúnaðarmanna þjóðfélagsins. (Mbl. 28. 2. sl.). Næsta sýning er á Mánudagskvöld kl. 8:30. Mér finnst sem vori, að vetrarskýjabaki, og veðurblíðan eins og sumardag, við læk og tjörn er tæpast nokkur klaki í trjánum syngja fuglar gleðilag. Og prúðir geislar skreyta skógaryndi í skammdeginu og fegra lífið allt, því sólin skín, og brosir ljúfu lyndi, og lætur engu brjósti verða kalt. Við eigum land, sem dýrar gjafir gefur í gróðurríki því sem ekki frýs, sem okkur mildum vetrarfaðmi vefur í vorsins leit, að hjartans blómadís. Frá himnum sendur blíður bróðurandi í blænum hreyfir streng í ljóði manns. Hve væri þjóðin sæl í sínu landi ef sjá hún vildi gjafir skaparans. Kjartan Ólafsson. í 5 hreppum lUýrasýsIuj og Hnappadalssýslu ÞAÐ hefur orðið að samkomu lagi, að umboðsmaður Morg- unblaðsins í Borgarnesi, Jón Ben. Ásmundson, hefur tekið að ér að vera umboðsmaður Morgunblaðsins í Hraunhreppi og Álftaneshreppi í Mýra- sýslu, og Kolbeinsstaðahreppi, Eyjahreppi og Miklaholts- hreppi í Hnappadalssýslu. Með þessu fyrirkomulagi standa vonir til að hægt verði að bæta verulega þjónustu Morg- unblaðsins við lesendur í þess um hreppum, og blaðasending ar verði miklu örari en verið hefur. Er þegar komin nokk- ur reynsla á hið nýja fyrir- komulag. Hefur það vakíð mikla ánægju á þeim heimil- um, í fyrrgreindum hrepp- sem þegar njóta góðs af hinni bættu þjónustu. Jón Ben. Ásmundsson for- stjóri mun framvegis annast fyrirgreiðslu fyrir blaðið í áðurnefndum fimm hreppum og m.a. annast innheimtu blaðs ins. Til hans geta nýir áskrif- endur snúið sér. Dirfska ræningjaforingjans var nú rokin út í veður og vind. — Hjálp, ég hef enga fótfestu.... ég renn, kvein- aði hann. — Það er nú einmitt ætl- unin, svaraði Pepita, — hversvegna heldur þú að ég hafi lyft tunnunum og hellt víninu úr þeim? Háu Jte?amp gaf til kynna, að pen- ingafalsarinn þyrfti ekki lengur að velta því fyrir sér, hvort hann gæti haldið sér. — Æ, ó.... hjálpið mér! stundi hann, — ég skal láta sakir niður falla, — Það viljum við hins vegar ekki, sagði Pepita. Þú getur legið þarna niðri og skolað af þér — það er ekki svo djúpt að h*j drukknir. Góða skemmtun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.