Morgunblaðið - 10.03.1963, Síða 6

Morgunblaðið - 10.03.1963, Síða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. marz 1963 Helgi Tryggvason kennari sexfugur Samkvæmt áreiðanlegum heimilduim segir að Helgi Tryggvason, kennari við kenn- araskóla íslands, sé sextugur á þesum degi. Ekki þarf að kynna Helga á þesum tímamótum ævi hans, þar eð hann er þegar fyrir löngu landskunnur fyrir störf sín í þágu alþjóðar, bæði á Alþingi sem þingskrifari á yngri árum og síðar sem kennari við eina af grundvallar-menntastofnun þjóðfélagsins, en þar hefir hann kennt í ýmsum greinum, þar á meðal í þeirri þýðingarmestu list, sem kennd er á landi voru, að kenna öðrum mönnum hversu kenna skuli börnum. Helgi er Húnvetningur að ætt, en það elnkennir ýmsa mæta mienn úr hans heimahéraði að þeir eru atorkusamir og þraut- seigir mjög. I>ótt Helgi hafi nú verið kennari nokkuð á fjórða áratugí þá hefir hann stöðugt sjálfur verið að læra og bæta við þekkingu sína, bæði utan lands og innan og er slíkt mjög til fyrirmyndar ungum mönnum. Sálfræði og uppeldisfræði nam h.ann við Háskólann í Edinborg og við Háskóla ís'lands lauk hann embættisprófi í guðfræði. Hann hefir þannig sýnt sig sem „vin- ur þekkingarinnar“ eins og Forn- Grikkir komust að orði, bæði með því að tileinka sér sem rnest af henni og með því að miðla öðrum. Ekki hefir þessi þekk- inigarleit verið in abstracto, að- greind frá lífinu sjálfu, ekki Cogito-ergo-sum heimspekings- ins, heldur hefir Helgi jafnan beint þekkingu sinni að velferð og heillum annarra manna, not- að hana í þjónustu lífsins, lif- andi manna og þess Guðs, er lífið gaf. Þetta hefir m.a. komið fram í því hve alhliða virkur Helgi hefir verið á ýmsum sviðum fél- agslífs, einnig utan skólanna. Hann hefir látið til sín taka í bindindishreyfingunni, í velferð- armálum blindra og mállausra, í sunnudagaskólastarfi, íþrótta- málum, kristilegu stúdentahreyf- ingunni, kirkjulegri prédikun og leikmannastarfi, í baráttu Nátt- úrulækningafélagsins fyrir heil- brigðum lifnaðarháttum og einn- ig í stjórnmálum. Þreki og þekk- ingu hefir hann janfan beint til stuðnings og eflingar góðum og heillavænlegum málstað, og í engu hvikað frá sannfæringu sinni um það, sem hann vissi rétt vera. Af því, sem þegar er talið, má skilja að Helgi Tryggvason á fjölda samverkamanna, vina og kunningja, sem árna honum allra heilla á þesum degi og vænta sér framvegis mikils góðs af hon- um. Enginn kostur er að telja upp nema lítið eitt af því, sem hann hefir með sæmd af hendi leyst á því skeiði ævinnar, sem af er. Eitt er þó e»n sem ekki má gleymast. Þótt æfingakenn- ari við kennaraskóla kenni fyrst og fremst fulJorðnu fólki hversu það skuli kenna börnum, (en þetta starf er að minum dómi eitt hið vandasamasta og ábyrgð- armesta í voru þjóðfélagi) þá koma einnig börnin sjálf hér við Páll Hallbjörnsson: „Hin hvítu segl“ sögu sem sjálfstæðar og lifandi mannverur, því án þeirra væri æfingakennslan auðvitað ekki möguleg. Sérhver æfingakenn- ari hefir sín börn, ákveðinn hóp, sérstakan bekk. Vináttusamband myndast milli barna og kennara og Helgi er einn þeirra, sem kunnir eru fyrir það hve mikið þeir gera fyrir börnin sín — og þau eru honum mjög hjartfólg- in. Hve mörg þessi börn eru orð- in á þessum árum, hef ég enga hugmynd um, en ég hef kynnzt nokkrum þeirra. Og frá börn- unum hans, eldri og yngri, ekki síður en frá samverkamönnun- um, berast honum hinar hug- heilustu óskir á þessum degi. Jóhann Hannesson Systir mín á Súgandafirði hringdi til mín fyrir skömmu og sagði mér, að hún hefði nýlesið bókina „Hin hvítu segl“, eftir þá Jóhannes Helga og Andrés Matthíasson frá Haukadal í Dýra firði, og væri í bókinni farið van- virðu- og svívirðingarorðum um bróður okkar, Sigurð Hallbjörns- son, útgerðarmann á AkranesL Eftir að ég hafði lesið bókina og kynnt mér málavexti, var ég strax ákveðinn í að mótmæla á opinberum vettvangi þeim ó- hróðri og hreinum álygum, sem fram eru settar í nefndri bók á bls. 56 og 57, og snúast um atriði úr lífi og framkomu Sigurðar bróður mins. En með því að æskuvinur minn og fyrrverandi skipverji Sigurðar, Gunnar M. Magnúss, skáld, hefur í Þjóð- viljanum, 23/2, 45. tbl., svarað óhróðri höfundanna og bent þeim mjög rækilega á villur þeirra, verða hér aðeins nefnd nokkur atriði til viðbótar. Höfundar bókarinnar kalla Sigurð Hallbjörnsson, Sigurð skurð. Þessi nafngift þeirra hon- um til handa er fjarstæða og bull eitt. Það var allt annar maður á Suðureyri við Súgandafjörð, sem stundum var nefndur þessu auk- nefni, af því að hann vaggaði til hliðanna, er hann gekk (að ég held). En það er sem höfundar hafi nautn af að klína þessu auk- nefni á Sigurð Hallbjörnsson í niðrandi merkingu og honum til háðungar. Þeir segja ennfrem- ur: „Þegar refsingin kemur yfir hann og skip hans brotnar .... “ Hvílík skammaryrði eru ekki þetta frá hendi höfunda! Hafa ekki mörg skip strandað fyrr og síðar undir ýmsum kringumstæð- um, án þess að hægt væri í því sambandi að tala um sérstaka „refsingu'* skipstjórunum til handa? Það er eins og höfundar álíti, að þetta hafi verið gleði- stund fyrir Sigurð, þar sem þeir láta hann kasta fram háðs- vísu um sjálfan sig, sem auðvitað eins og annað hjá þeim, er rang- fært, og bull, að vísan sé eftir hann. Nei, það var áreiðanlega engin gleðistund fyrir Sigurð, að missa nýkeypt skip sitt í góðu veðri, aðeins fyrir smá óhapp. — Skip, sem hann þá hafði bundið við vonir sínar og framtíð. Mér ætti að vera nokkuð kunn- ugt um strand Samsonar, þar sem ég var skipverji á honum og um borð í skipinu, þegar það strand- aði í Brimnestánni utanvert við Suðureyrarkaupstað. Einnig ætti mér líka að vera allkunugt um lundarfar og umgengnishætti Sig urðar, bæði sem bróður hans og einnig vegna þess, að ég var með honum á sjónum frá 15 ára aldri, samfleytt um 5 ára skeið. Sigurð- ur Hallbjörnsson og fleiri höfðu keypt Samson frá Akureyri og gert hann út frá Súgandafirði. Hrútafjörður kemur því ekkert hér við sögu, og skipið var ekki á hákarlaveiðum, þegar það strandaði, heldur á þorskveiðum. Enginn viður úr hjöllum eða öðr um húsum Jóns heitins Pálma- sonar var notað til lagfæringar í lest þess. Allt skraf þeirra félaga um það er heilaspuni og rugl eitt. Jón Pálmason formaður á „Blíð við“ og Sigurður Hallbjörnsson, voru mestu mátar og áttu aldrei í útistöðum hvor við annan, enda Sigurður sérstaklega vel liðinn í Súgandafirði yfirleitt. En höfundar segja orðrétt: „Og sá fjandskapur, sem hann hefur egnt yfir sig, nær yfir landamæri lífs og dauða.“ Geta þessir vesa- lings höfundar tilfært og sannað þann fjandskap, sem þeir telja að Sigurður hafi egnt yfir sig? Og enn segja höfundar: „Hann treður illsakir við báða heim- ana.“ Hvers á Sigurður Hall- björnsson að gjalda af hendi þesa ara pörupilta með slíku orðfæri? Hvað þekktu þeir hann? Hverju svara þeir til fyrir dómsstólun- um um þessi tilhæfulausu illyrði? Það væri ekki óeðlilegt að eftir- lifandi kona Sigurðar, Ólöf Guð- mundsdóttir á Akranesi og börri þeirra hjóna, búsett þar og hér i Reykjavík, gæfu þeim kost á aS sanna gildi ummæla sinna á opiri berum vettvangi, því að slík skrif um dána heiðursmenn er hreint níð, sem ekki á né má líðast i framtíðinni þeim, er telja sig hæfa til að rita og gefa út bækur um menn og málefni. Höfundar segja: „Makalaus maður Sigurður Hallbjörnsson. Hann stendur gjallandi uppi i andlitið á mönnum og gerir grín að þeim. Setur sig aldrei úr færi að eignast óvin og verður vel á- gengt.“ Þessi ummæli eru svo mikil fjarstæða og hrein öfug- mæli við raunveruleikann, að slíkt mál er aðeins óþrifalegt mál færi siðlausra manna. Ég var víða með Sigurði heitnum, við strendur og í bæjum þessa lands. Eg þekkti því að eigin raun, a<5 hann kynnti sig mjög vel og kynntist einmitt víða úrvals- mönnum, sem sumir hverjir eru ennþá á lífi og myndu fúsir votta sannleiksgildi þessara orða minna. Sigurður Hallbjörnsson var sannur heiðursmaður, sem gott var fyrir unglinga að taka sér til fyrirmyndar. Hann var mjög vin- sæll og vinmargur, um Vestfirði, alla, Siglufjörð, Njarðvík syðra, Keflavík og Reykjavík. Alls stað Framh. á bls. 23 Merkilegur eiginleiki segulstáls. Margt er nú talað um dul- armátt segulbanda. Eiga þau að hafa alls kyns undrakraft, lækna eiginlega hvað sem er, eins og töfralyfin, sem auglýst eru í þýzkum og frönskum myndablöðum, og sjálfsagt í álíka blöðum um heim allan. Þetta er ekkert nýtt, trú á seg ulstáli er eldgömul. Velvakandi minnist þess t.d.r að í íslenzkum þjóðháttum séra Jónasar á Hrafnagili er þeirra lofsamlega getið í hjátrúarkafla þar. Segir þar: „Það bætir samlyndi hjóna, að maðurinn beri á sér hjarta úr hrafni, en konan úr' kráku, eða bera á sér segulstein. Ef maður er hræddur um, að konan hafi framhjá sér, skal hann leggja segulstein eða segulstál undir höfuð hennar sofandi; ef hún er honum trú, snýr hún sér að honum og faðmar hann, en ann ars snýr hún sér frá honum og veltir sér ofan á gólf, ef mikil brögð eru að“. Þetta finnst Velvakanda, að seljendur segulbanda hér ættu að hafa í huga við sölu sína. Það er ekki ónýtt að geta sannpróf- að það svona auðveldlega, hvort maður hefur verið kokkálaður. Þessi notkun segulbandsins er líka þjóðleg. • Dvínaði mátturinn á tímabili? Segulmagnaðir læknisgrip- ir seldust sæmilega hér fyrir og um aldamótin, en svo er eins og lækningamátturinn hafi eitt- hvað dvínað á fyrri hluta ald- arinnar, a. m. k. lagðist sala þeirra niður. Kannske það stafi af einhverju ólagi á segulsvið- inu? Hafa segulskautin ruglazt? Var kompásskekkja í mannfólk inu? Voru íslendingar orðnir svo segulmagnaðir af notkun slíkra gripa, að þjóðin varð ó- næm um skeið? Ætli afstaða himintungla hafi verið óhag- stæð? A. m. k. virðist þetta nú hafa lagazt, og er gott til þess að vita. • Frá Peking til Julianehaab. Sagt er, að bönd þau hin ágætu, sem nú eru seld hér, séu framleidd í Japan. Hafi Japanir selt mikið af slíkri framleiðslu til kínverskrar sveitaalþýðu fyr ir seinni heimsstyrjöld, en Kín verjar hafa verið mjög segultrú aðir um aldir, svo að Japanir áttu góðan markað og öruggan í Kína. Af heimspólitískum á- stæðum tók fyrir þennan mark- að eftir stríðið, svo að fynr- tækin í Japan áttu bágt um skeið. Unnu þau þó nokkurn markað í Indónesíu og á Filipps eyjum, en ekki nóg til að fylla upp í skarðið kínverska. Hug- kvæmdist þá einum framleið- andanum að reyna að selja varn ing sinn í Þýzkalandi, en þar hef ur alls konar hjátrú verið öflug um langan aldur, eins og auglýs ingar í blöðum Þjóðverja bera með sér. Hefur Japaninn senni lega rekizt á þýzkt myndablað og séð sér leik á borði. Hvað um það, salan varð stórkostleg, og innan skamms voru böndin farin að renna út eins og heitar iummur um öll 1-íorðurlönd, nema Finnland, enda bjargar gufubaðið Finnum frá gigtinni. Hinir gigtveiku og hjátrúarfullu Skandínavar kaupa böndin hins vegar í ríkum mæli, og nú er röðin komin að íslendingum. Skyldu þau vera farin að seljast í Grænlandi? Spennir japanskl segulbandahringurinn að lokum um hnattkúluna alla? P. S. Seinustu fregnir herma, að segulböndin séu farin að selj ast í stórum stíl í Togo, Ghana og Gíneu. ÞURRHLÖÐUR eru endingarbeztar Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.