Morgunblaðið - 10.03.1963, Page 10
10
M O R <; V N B L 4 fí 1 Ð
Sunnudagur 10. marz 1963
11 ölvaðir
undir
stjórn
LöGREGLAN skýrði frá því
í gær, að um síðustu helgi
hefðu alls verið teknir 11 ölv
aðir ökumenn, 4 aðfaranótt
mánudagsins.
Lögreglan sagði 1 þessu sam
bandi, að henni bærust fréttir
um þetta eftir ýmsum leiðum
svo sem frá aðstandendum og
kunningjum þessara manna,
einnig fró veitingahúsum í
bænum. Mönnum skal því
bent á að hugsa sig um tvisv-
ar áður þeir aka bifreiðum
sínum undir áhrifum áfeng-
is, því eftirlit með þessu er
orðið mjög strangt og lög-
reglunni er mikið kappsmól
að ná þessum mönnum áður
þeir verða valdir að slysi eða
óhappi.
IMHMNHMMMH
Keppa á
Holmenkollen
ÁKVEÐÐ er að þrír ungir ís-
firðingar fari til keppni í alpa-
greinunum á Holmenkollen, en
mótið þar hefst um næstu helgi.
ísfirðingar þessir eru Hafsteinn
Sigurðsson, Sverrir Jóhannesson
og Samúel Gústafsson.
í>á munu tveir ísfirðingar, sem
í vetur hafa dvalizt í Voladalen
í Svíþjóð taka þátt í göngu-
keppninni á Holmenkollen. Heita
þeir Kristinn Guðmundsson og
Sigurður Jónsson.
Kaupmenn
Kaupfélög
Framleiðendur
ÚTVEGUM FRÁ
V-ÞÝZKALANDI
ALLAR TEGUNDIR
ÚTSTILLIN G A-
LÍKANA
Sigurgeir Sigurjónsson
hæstaréttarlögmaður
Málflutningsskrifstofa
Óðinsgötu 4 — Sími 11043.
Koup og Sulu
Schannongs minnisvarðar
Biðjlð um ókeypis \erðskrá.
Kþbenhavn 0.
0. Farimagsgade 42,
Ver doktorsritgerð við raunvís-
indadeild Svartaskóla
HINN 23. febrúar s.l. varði Sig-1
urður Jónsson doktorsritgerð í
náttúruvísinduim við raunvísinda
deild Svartaskóla. Hópur
franskra vísindamanna var við-
staddur vörnina, svo o<g allmarg-
ir íslendingar í París.
Sigurður Jónsson kom til Frakk
lands haustið 1948 og innritaði
sig þá þegar í raunvísindadeild-
ina í París. Vorið 1954 lauk hann
kandídatsprófi í náttúruvísind-
um — licence d’enseignement.
— Veitir það réttindi til kennslu
í menntaskólum, en til prófsins
þarf, auk undirbúningsnáms,
stig í jarðfræði, dýrafræði og
grasafræði.
Upp úr því fór Sigurður að
vinna að þörungarannsóknum.
Fékk hann veturinn 1954—1955
vinnustofu í deild þeirri, sem
stjórnað er af hinum þekkta grasa
fræðingi Lucien Plantefol. Hef-
ur hann síðan stundað þar
rannsóknir sínar, auk langdvala
á hafrannsó'knarstöðvum við
strendur Atlantshafsins og suður
við Miðjarðarhaf. Hefur hann
notið til þessara ransókna styrkja
frá Centre National de la Rec-
herche ScientifiqUe, — Rannsókn
arstofnun franska ríkisins og frá
Vísindasjóði íslands.
Doktorsprófið, sem Sigurður
gekk undir, er hið svonefnda
Doctorat d’État, ríkisdoktorspróf.
Er það æðsta menntagráða, sem
veitt er við Svartaskóla. Til þess
að geta gengið undir það próf
þurfa menn að hafa lokið fyrr-
nefndu licence d’enseignement,
og leggja fram tvær ritgerðir:
aðalritgerð Sem byggð er á sjálf-
stæðum rannsóknum, og auka-
ritgerð, sem fjallar um annað
efni. Er Sigurður Jónsson fyrsti
íslendingurinn, sem lýkur þessu
doktorsprófi við Svartaskóla, en
útlendingar ganga þar venjulega
undir doktorspróf, sem kallað
er Doctorat d’Université, en til
þess eru gerðar minni kröfur.
Aðalritgerð Sigurðar fjallar að
mestu um ættliðaskipti meðal
grænþörunga í Norðurhöfum,
þ.e.a.s. hvernig ættliðirnir, gró-
liður og kynliður, taka við hvor
af öðruim í lífi þörungsins, hinn
fyrrnefndi eftir frjógvun, hinn
síðarnefndi eftir rýriskiptingu.
Slík ættliðaskipti eru reyndar
einkenni allra kynjaðra vera, og
sérstaklega tiltækilegt rannsókn
arefni meðal þörunga, þar sem
ættliðirnir eru þar venjulega að-
skildir.
Tegundir þær, sem rannsókn-
ir Sigurðar snerust aðallega um,
eru af ættkvíslunum Acrosip-
honia og Spongomorpha, sem
algengar eru við íslendsstrendur.
Meðal þessara þörunga fara ætt-
liðaskipti yifirleitt fram milli eins
útlítandi ættliða, en með rækt-
unartilraunum á rannsóknar-
stofu hefur Sigurði tekizt að sýna
fram á það, að regluleg ættliða-
skipti eiga ser hins vegar stað
hjá fyrrnefndum ættkvislum
milli gersamlega ólíkra ættliða.
Ættliðirnir eru svo frábrugðnir
í útliti, að þeir hafa ekki aðeins
verið taldir til sérstákra teg-
unda, heldur skipað í alveg ó-
skildar ættir meðal grænþör-
unga. — Rannsókn þessara ein-
kennilegu ættliðaskipta hefur
leitt til þess, að tveimur teg-
unduim er nú færra í jurtarík-
inu.
Enn fremur hafa rannsóknir
Sigurðar snúizt um frumbygg-
ingu þessara þörunga, einkum
mólekúlbyggingu frumveggj-
anna, grænuberakerfið og frum-
skiptinguna, svo og byiggingu
annarra hluta frumunnar. Einn-
ig hafa rannsóknirnar tekið til
uppvaxtarmiáta þalsins og margra
annarra merkilegra vandamála
í sambandi við þessar lífveirur,
Dr. Sigurður Jónssou.
sem of langt yrði að rekja hér.
Rannsóknir Sigurðar hafa leitt
í ljós nýja ætt meðal grænþör-
unganna, sem Sigurður hefur
nefnt Acrosiphoniaceae. Hefur
þessum þörungum hingað til ver-
ið ruglað saman við Cladophor-
aceae-ættina, sakir áþekkra út-
litseinkenna, sem eru ekki kom-
in til af öðru en líkri þróun
tveggja einstaklinga við svipuð
skilyrði. Er hér um mjög merki-
legt þróunarfyrirbæri að ræða,
sem er sérstaklega áberandi hjá
ýmsum dýrum, t.d. hvölum og
fiskum, leðurblökum og fug.lum
o.s.frv., og kalla mætti á íslenzkyi
samlikingarfyrirbærið.
Rétt er að geta þess ,að niðu.r-
stöður rannsókna Sigurðar hafa
þegar verið teknar upp í frönsic
og skandínavísk vísindarit.
Aukaritgerð Sigurðar fjallar
um nýjungar í fínbyggingu á-
kveðinna hluta plöntufrumunn-
ar, sem komið hafa fram á síð-
ustu árum í rafeindasmásjánni,
en geysimikil þekking hefur
siglt í kjöilfar notkunar þessa
undratækis.
Andimælendur við vörnina
voru prófessor Lucien Plantefol,
úr Frönsku vísindaakademiunni,
og þeir Feldmann og Ohadefaud,
Framh. á bls. 23 ,
Á mánudagskvöld verður
frumsýning á Herranótt
Menntaskólans 1963, og verð-
ur að þessu sinni sýnt leikrit-
ið „Kappar og vopn“ (Arms
and the Man), eftir George
Bernard Shaw.
Þetta er gamanleikur, eins
og Bernard Shaw var lagið
að semja þá, fullur af glensi
og skemmtilegu orðaskaki,
sem þó skilur eftir sig eitt-
hvað meira en tóma skemmt-
unina fyrir áhorfendur að
hafa heim með sér.
Leikstjóri er Helgi Skúla-
son, og er það í fjórða sinn,
sem hann setur á svið Herra-
nótt fyrir Menntaskólanema,
en leikendur eru 8, Már Magn
ússon, Ásdís Skúladóttir,
Kristín Waage, Kjartan Thors,
Laugavegi 176. sfmi 3-52-52.
Herrandtt 1963: Kappar og vopn
HANSA-glugga
tjöldin
eru frá:
HANJSA
Sviðsmynd úr 1. þætti, frá vinstri: Andrés Indriðason, Kristín Waage, Sigurgeir Steingrímsson,
Ásdis Skúladóttir og Þórunn Klemenzdóttir.
Leikstjórinn, Helgi Skúlason, isegir þeim Má Magnússyni og
Friðrik Sóphuss. til milli þátta.
eftir Bernard Shaw
Andrés Indriðason, Friðrik Þýðinguna gerði Lárus Sig-
Sóphusson, Þórunn Klemenz- urbjörníson, og hann stjörnaði
dóttir og Sigurgeir Stein- einnig sýningu leiksins á
grímsson. Herranótt fyrir 18 árum.
.....................llu!.l),j.,.UL.;j)Hpill,,,,,.,.l(Bii1^
E TH MATHIESEN HF
IAUGAVEG 178 SIMI 36S70