Morgunblaðið - 10.03.1963, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 10.03.1963, Qupperneq 12
!2 MORCVNBL4Ð1Ð Sunnudagur 10. marz 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjórí: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Byjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðilstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti '6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakið. STANDA ÞEIR VIÐ STÓRU ORÐIN? TVWorgunblaðið upp í gær, rifjaði það að þá voru tvö ár liðin frá því að land helgisdeilan við Breta var leyst farsællega. Þá urðu, eins og menn muna, mikil á tök í íslenzkum stjórnmálum, þar sem kommúnistar og for ysta Framsóknarflokksins stóðu saman gegn íslenzkum hagsmunum og hugðust nota þetta viðkvæma deilumál til að hnekkja völdum Viðreisn arstjórnarinnar. Sem betur fer kom það strax í ljós, að almenningur var hlynntur lausn deilunnar, enda verður að segja þá sögu eins og hún er, að Bretar sýrxdu þá mikinn velvilja í garð íslendinga, þrátt' fyrir þau erfiðu samskipti, sem verið höfðu milli þjóðanna um skeið. Ástæðulítið er að rifja upp afstöðu kommúnista. Hún var auðvitað í þessu máli, eins og öllum öðrum, byggð á öðru en þjóðhollustu. Hinsvegar er fyllsta ástæða til að rifja upp afstöðu Framsóknarflokksins, enda gekk hann jafnvel feti framar en kommúnistar í ofsafengnum skrifum og að- dróttunum. Megininntak stefnu Fram- sóknarflokksins í landhelgis- málinu var það, að samning- urinn við Breta væri „nauð- ungarsamningur“, sem ein- hliða bæri að fella úr gildi af íslands hálfu. Til þess þyrfti ný stjórn að taka við völdum og þá væntanlega sam- stjórn Framsóknarflokksins og kommúnista. ’Síðan hafa kommúnistar byggt hugleið- ingar sínar um „þjóðfylking- arstjórn" á þessari afstöðu Framsóknarflokksins meðal annars. Nú eru Alþingiskosningar skammt undan og Morgun- blaðinu er ljúft að rifja upp þessar yfirlýsingar Fram- sóknarflokksins. Hann kvaðst mundu vilja kjósa um land- helgismálið, leggja það undir dóm íslenzkra kjósenda, hvort þeir vildu afnema samning- inn við Breta og stefna mál- inu að nýju í algera óvissu. Spurningin er nú: Ætlar Framsóknarflokkurinn að standa við stóru orðin og kjósa um landhelgissamning- inn? LANDHELGIN OG EBE 17nn frekari ástæða er til að skora á Framsóknarflokk- iim að upplýsa, hvort hann vill standa við stóru orðin um það að kjósa um landhelgis- samkomulagið, með hliðsjón af því, að málgagn hans hef- ur lýst því yfir, að íslenzka ríkisstjórnin hyggist gæta við skiptamálefna okkar á svip- aðan hátt og hún fór með landhelgismálið, þegar það var farsællega til lykta leitt. Framsóknarmenn hafa þann- ig lýst því yfir, að þeir telji, að Viðreisnarstjómin mimi hafa svipaðan hátt á í við- skiptum okkar við Efnahags- bandalag Evrópu og Fríverzl- unarsvæðið og hún hafði í landhelgisdeilunni. Þeir hafa jafnframt sagt, að þeir vildu gera lausn landhelgismálsins að meginkosningamáli og nú síðast, að þeir vildu kjósa um afstöðuna til Efnahagsbanda- lagsins. Sízt skal því mótmælt, að núverandi stjómarflokkar muni hafa svipaðan hátt á í samskiptum við aðrar þjóðir og þeir gerðu í landhelgis- deilunni. Þeir munu leitast við að ná sem mestum hags- munum fyrir ísland. Þjóðin hefur nú séð hvernig lausn landhelgisdeilunnar varð í raun. Landsmenn geta nú kosið um landhelgismálið af reynslu og þekkingu. Þess vegna er skorað á Framsókn- armenn að standa við stóru I orðin. Við skulum kjósa um það, hvernig haga eigi sám- skiptum okkar við aðrar þjóðir, jafnframt því sem að sjálfsögðu verður kosið um viðreisnina. Á síðari helmingi 20. ald- arinnar getur sú stefna ekki ríkt, sem lýsti sér í orðum eins af þingmönnum Fram- sóknarflokksins. Hann sagði: „Eina örugga vörnin gegn því að ekki verði samið af sér er að greiða atkvæði gegn öllum samningum, hverju nafni sem nefnast". Ef svo fáránlegri stefnu ætti að fylgja í milliríkjamál- um mundu íslendingar skjótt einangrast og hér verða litlar framfarir. HVENÆR ER BIKARINN FULLUR? fjótt menn hafi ekki búizt * við þjóðhollustu af komm únistum, þá vekur það samt furðu, að þeir skuli hafa tekið beina afstöðu með Rússum í njósnamálinu og ráðizt harka lega að íslendingnum, sem Lokaatriði Kleopötru-kvikmyndarinnar: Markús Antoníus, sem Richard Burton leikur, stendur yfir líkbörum fornvinar síns, Brútusar (leikinn af Kenneth Haigh), áður en hann breiðir káptw sína yfir líkið. Síðan tekur hann á móti sigur launum eftir orustuna við Philippi. Mínútu síðar sagði Mankiewicz kvikmyndastjóri: „Hættiðl“ Kleopötru-myndinni lokiö I - kostnaður varð kr. 1600 mállj. KVIKMYNDIN um Kleó- pötru, með Elísabeth Taylor í titilhlutverki, er nú loksins fullgerð. Kvikmyndatakan hófst í Pinewood Studios fyr ir þremur árum og lauk á sama stað sl. sunnudagsmorg- un, eftir allsöguleg ferðalög kvikmyndafólksins til Ítalíu, Spánar og Egyptalands. Kostn aðurinn við myndatökuna var um 37 milljón dollara eða um 1600 milljónir íslenzkra króna. Síðustu þremur milljónunum var varið til endurtöku orr ustuatriðis á Spáni. Þar þurfti að ráða á ný fjögur þúsund aukaleikara og byggja hesthús fyrir eitt þúsund hross. Kvikmyndin verður frum- sýnd í Rivoli-leikhúsinu í New York 12. júní og skömmu síð ar verður hún sýnd samtím is í 50—60 stærstu borgum Bandarík j anna. Framangreint er haft eftir Darryl F. Zanuck, einn af for stjórum 20th Century Fox, þegar hann var staddur í Par ís á dögunum. Hann sagði enn fremur, að ágreiningurinn milli hans og leikstjórans, Joseph Mankiewicz, hafi ver ið mjög ýktur i öllum blöð- um. Sannleikurinn væri aftur á móti sá, að kvikmyndin hefði ekki verið nógu góð eins og Mankiewicz bjó hana úr garði og út af því hefðu deil urnar sprottið. Sagði Zanuck, að leikstjórinn hefði verið bú inn að vinna of mikið Og of lengi við myndina til að sjá kvikmyndinni voru samþykkt ar, þótt kostnaðurinn við kvik hana í réttu Ijósi, og Liz myndatökuna ykist að mun. Taylor og Richard Burton Maniewicz (við myndavélina hefðu verið á bandi Mankie-), Liz Taylor og Richard Burton wicz. En sættir hefðu tekizt síðasta morguninn, sem unn með þeim öllum að lokum ogið var við Kleopötru-kvikmynd- nauðsynlegar breytingar á ina. Mankiewicz (við myndavélina), Liz Taylor og Richard Burton draga andann léctar, þegar kvikmyndatökunum er loksins lokið. Myndin er tekin í Pinewood Studio, Iver Heath, Buck- inghamshire, síðasta daginn, en þar hófst og enduðu kvik- myndatökurnar. M upp kom um njósnirnar, enda þótt hann sé gamalreyndur kommúnisti og hafi um langt skeið þjónað þeim dyggilega. Fyrir þessum árásum stend ur Kúbuvinurinn Magnús Kjartansson. Hann hefur séð til þess að blað hans tæki af- stöðu gegn íslenzkum hags- munum, þegar erlent ríki not aði diplómatisk réttindi til þess að vega að öryggi hans eigin lands. Venjan er sú erlendis, þeg- ar upp kemst um njósnamál, að þær þjóðir, sem njósnirn- ar beinast gegn, standa sam- einaðar gegn njósnurunum, jafnvel kommúnistar hafa þar hægt um sig, þegar upp kernst um atferli húsbænda þeirra, en hér gengur komm- únistablaðið svo langt að taka upp hanzkann fyrir njósnarana. Þessi forherðing er svo einstæð, að ekki er furða þótt menn fordæmi þá, sem -að þessum skrifum standa og spyrji þeirrar spurningar, hve langt menn geti gengið í þjónustusemi við erlent vald. Svarið við þeirri spumingu virðist nú auðsætt. Það eru engin takmörk fyrir því, hve langt kommúnistar eru reiðu- búnir að ganga í þjóðsvikum. ef þau þjóna yfirboðurunum austur í Moskvu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.