Morgunblaðið - 10.03.1963, Blaðsíða 17
MOP r. T’1\ RL AÐIÐ
r Sunnudagur 10. marz 1963
17
Stefán Jónsson námstjóri
f 70 ára
Á MORGNI þessarar aldar ljóm-
aði yfir landi okkar og þjóð
undursamleg þirta nýrrar dag-
renningar.
| Þeir, sem þá voru að vaxa úr
grasi gengu mót nýjum degi með
sterka trú og þjartar vonir um
endurheimt þjóðfrelsi og um
miklar framfarir í ættlandinu.
Með birtu hins nýja dags í aug-
um voru þeir búnír til sóknar og
varnar þeim hugsjónum, sem
foringjar sjálfstæðisbaráttunnar
og góðskáldin höfðu mótað og
greypt í hug og lijarta.
| Aldamótakvæði Hannesar Haf-
steins var í senn dagskipan geSin
á aldarmorgni og stefnumark.
) Fjöldi ungra manna og kvenna
skipuðu sér í fylkingar aldamóta
mannanna, gengu hugsjónum
þeirra á hönd hiklaust og af heil-
um hug. Þeir horfðu fram,
stefndu hátt, en mundu og
byggðu á dýrustu arfleifð trúar,
sögu og tungu.
' Þrátt fyrir gerningaveður
tveggja heimsstyrjalda eru flest-
ir þessara manna enn í dag trúir
þessum hugsjónum og munu
verða það til hinztu stundar. Þeir
trúa á sigur hins góða, þrátt
fyrir allt, og berja höfðinu við
steininn, þótt erfiðlega gangi að
samrýmast sjónarmiðum nýrra
veralda.
j Að baki hafa þeir lagt langan
starfsdag — og langan veg um
torleiði margvíslegra örðugleika.
Kosturinn oftast verið smár -—
laun og þökk x öfugu hlutfalli
við erfiðið. Þrátt fyrir það, eða
máske þessvegna, brenna þeim
enn eldar hugsjóna í hjarta —
og enn skín þeim í augum birta
hins nýja dags — frá því að för
I var hafin í morgunljóma nýrrar
aldar.
Einn þessara morgunmanna ald
arinnar er Stefán Jónsson náms-
stjóri, sem er sjötugur í dag.
Hap er Snæfellingur í þess
orðs beztu merkingu, fæddur
sunnanfjalls, starfaði beztu ár
ævinnar norðan fjalls, lifði og
hrærðist sem maður hins fagra
héraðs um áratugi.
Hann er fæddur þ. 10. marz
1893 að Snorrastöðum, sonur
hjónanna Jóns bónda þar Guð-
mundssonar og Sólveigar Magn-
úsdóttur. Hann stundaði nám í
Alþýðuskólanum á Hvítárbakka,
síðan í Kennaraskóla íslands og
lauk þaðan kennaraprófi vorið
1917. Tvær námsferðir hefur
hann farið til Norðurlanda og
kynnt sér framkvæmd fræðslu-
mála þar.
Stefán Jónsson er tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Guðrún
Þórðardóttir. Börn þeirra eru frú
Bjarghildur búsett í Reykjavík
og Davíð menntaskólakennari í
Noregi. Seinni kona Stefáns er
Lovísa Þorvaldsdóttir og eiga
þau tvö börn, enn ung að árum.
Stefán Jónsson á nú að baki
um 48 starfsár, sem ná yfir um-
brotamestu tíma í sögu þjóðarinn
ar. Hann var um fjögur ár kenn-
ari. Skólastjóri í Stykkishólmi
frá 1919-1946 — eða 27 ár —
námsstjóri samtímis skólastjóra-
starfinu í fjögur ár, en hefur
gegnt námsstjóraembættínu ein-
göngu síðan 1946 að hann flutt-
ist úr Stykkishólmi. Meðan hann
var í Stykkishólmi lét hann fé-
lagsmál mikið til sín taka á sviði
æskulýðsmála, samvinnumála og
stjórnmála.
Hann er maður vel máli farinn
og ágætlega ritfær. Hefur hann
m. a. flutt fjölda erinda um
fræðslumál, flutt útvarpserindi
um ýmis efni, ritað um marg-
vísleg efni og þýtt allmargar
unglingabækur. Nú síðustu árin
hefur hann verið ritstjóri æsku-
lýðsþáttar tímaritsins „Heima er
bezt.“
Hann er mikill unnandi þjóð-
legrar sögu og móðurmálið er
honum mikið hjartans mál. Hann
er smekkmaður og fegurðardýrk-
andi, orúður maður og virðuleg-
ur. Framkoman er aðlaðandi og
á hann mjög auðveit með að
umgangast fólk á öllum aldri.
Hann þótti ágætur kennari og
skólastjóri. Þegar föstu skipulagi
var komið á námsstjórn í skólum
hér á landi, föstu skólaeftirliti,
haustið 1941, var Stefán Jónsson
einn þeirra manna, er Jakob
Kristinsson ' fræðslumálastjóri,
valdi til námsstjórastarfa. Hann
var fyrstu fjögur árin námsstjóri
Austurlands, síðan í Borgarfirði,
Snæfellsnesi og Húnavatnssýslurn
árin 1946—1954 og námsstjóri
Norðurlands síðan 1954.
Ferðalög námsstjóra eru erfið,
þeir oftast eigin bifreiðastjórar.
Stefán Jónsson hefur reynzt hinn
mesti ferðagarpur, ekkert síður
hin seinni árin en áður fyrr.
Mörg verkefni námsstjóra eru
vandasöm og viðkvæm. Reynir
mikið á lagni og mannþekkingu
namsstjórans og kemur sér þá
einnig vel félagsleg þjálfun. Að-
eins eitt af mörgu sem fellur í
hlut námsstjóra, skal hér nefnt,
en það er sameining farskólahér
aða um einn heimavistarskóla.
Undanfarin ár hefur mikið áunn-
izt í þessum efnum. Þó verður að
segja það eins og er, að hér er
oft við ramman reip að draga,
þar sem við hreppapólitíkina er
að eiga. í lok 22 ára starfs sem
námsstjóri getur Stefán Jónsson
litið til baka yfir fjölskrúðugt og
mikið starf. M. a. má nefna að
honum hefur tekist í samvinnu
við jákvæða aðila að sam-
eina flesta hreppa Vestur-
Húnavatnssýslu og alla hreppa
Austur-Húnavatnssýslu, utan
kauptúna, um tvo heimavistar-
skóla — og nú er í byggingu
glæsilegur heimavistarskóli að
Laugalandi á Þelmörk í Hörgár-
dal fyrir næstu farskólahéruðin.
Það sem mest kann þó að vera
um vert í störfum námsstjórans
verður alltaf ósagt og ekki auð-
velt að meta.
Það kemur máske bezt fram í
því að hann sé auðfúsugestur í
skólunum, að í fylgd með honum
sé sólskin og ylur hjartahlýjunn-
ar — samfara því aðhaldi og
trausti, sem heimsókn hans veit-
ir, að hann sé fær um að ná full
um trúnaði þeirra, sem hann á
skipti við og kunni þá list að fara
vel með. Það fer ekki milli mála,
að þetta hefur Stefáni Jónssyni
tekizt mjög vel. Skólastjórar og
kennarar — og eigi síður ungir
nemendur skólanna, eiga þar
traustan hollvin og heilshuga
máissvara, hjartahlýjan og skiln-
ingsríkan. Af því hef ég haft náin
kynni á undanförnum árum, þe'g
ar haun hefur sótt mála þeirra
eða varið.
. Við þessi og að sumu leyti ör-
lagaríku tímamót í ævi Stefáns
námsstjóra er margs að minnast
og mikið að þakka. Eg þakka hon
um áratuga trausta vináttu,
ánægjuleg kynni og heilindi t
samstarfi. Söanu þökk eiga hon
um að gjalda fjöldi einstaklinga
viðsvegar um landið. En þjóðin
öll hefur ástæðu til að gjalda hon
um einlægar þakkir fyrir langan
starfsdag og mikið og gifturíkt
starf í þágu æsku landsins í nær
fimmtíu ár.
Samkvæmt lögum landsins skal
sjötugur maður láta af embætti.
Það mun og Stefán námsstjóri
gera í lok þessa árs. Hann mun þó
ekki setjast í helgan stein. Mörgu
er enn ólokið — og alltaf munu
einhver nauðsynjamál æskunnar
kalla hann til starfa. Vakandi
hugur hans mun gegna því kalJi
og verða fundvís á verkefni, sem
unnin verða áfram til heilla landi
og þjóð.
Hann er enn með yfirbragð
æskunnar, sem í aldarbyrjun hóf
göngu mót nýjum degi og hækk-
andi sól. Birta þess dags er hon-
um enn í augum.
Það er einlæg afmælisósk mín
til þessa vinar míns og samstarfs-
manns að sá dagur megi honum
enn endast um langan aldur og
að hann megi verða sem virkast-
ur þátttakandi í sigrum þeirra
hugsjóna, sem hann hefur helg-
að sig á langri starfsævi.
Þeim hjónunum og mannvæn-
legum börnum þeirra óska ég
bjartrar framtíðar.
Aðalsteinn Eiríksson.
---------------------- V
Söluturn
óska að taka á leigu sælgætis
búð eða húsnæði undir sæl-
gætisbúð. Fyrirframgr. á leigu
möguleg. Kaup koma einnig
til greina.
Tilb. sendist afgr. Mbl. fyr-
ir 15. marz, merkt: „Söluturn
— 6112.“
Hér sjáið þið hinn frœga Renault R8, sem er
bíil tramfíðarinnar. Nú er tœkifœri til að
kynnast þessari einstœðu bifreið, sem er með:
* 4ra cylendra vél með 5 höfuðlegum
-K diskabremsum á ötlum hjólum
- É í
SýningarbTll er í