Morgunblaðið - 12.03.1963, Side 1

Morgunblaðið - 12.03.1963, Side 1
24 síður öícgwiMaMfö 50. árgangur 59. tbl. — Þriðjudagur 12. marz 1963 PrentsmiSja Morgunblaðsbi* „Valiö er: Bann eða nevtrónusprengja - óhugnaniegasta vopn í heimi" Örninn, sem lenti í dýraboganum á Brelðabólsstað á Skógar- strönd. Hann bóf sig hátt til flugs út í frelsið sl. sunnudag eftir góða aðhlynningu. Sjá nánar á 3. síðu. (Ljósm. Birgir Kjaran. Veröur Bidault veitt hæli í Bayern? Yíirlýsing yíirvalda þykir benda til þess Bonn, Karlsruhe, Herrsching, Fulltrúi saksóknarans í Karls- ’ ruhe stjórnaði yfirheyrslunni. Skýrt var svo frá í Herrsehing, að yfirheyrslan miðaði fyrst og fremst að því að ganga úr skugga um, hvort Bidault hefði stjórnað andspyrnuhreyfingunni OAS, þann tíma, er hann hefur dvalizt í V-Þýzkalandi. Þá mun einnig vera ætlunin að ganga úr skugga um, hvort hann hafi lagt stund á annað ólöglegt eða glæp- samlegt athæfi þar í landi. J 11, mars —NTB ' TALSMAÐUR yfirvalda í Bayem í V-I>ýzkalandi skýrði svo frá í kvöld, að ef Georges Bidault, fyrrverandi forsætis- ráðherra Frakka, myndí senda yfirvöldum héraðsins beiðni um landsvist, þá gæti vel til greina komið, að slíkt leyfi yrði veitt. 1 Bidault lýsti því yfir nú um helgina, að hann væri póli- tískur flóttamaður, og vildi fá landsvist í V-Þýzkalandi. Hafði Bidault sent Adenauer, kanzlara V-Þýzkalands, bréf um helgina, en kanzlarinn sendi það til baka, óopnað. ) Þykir *því yfirlýsing yfir- valdanna í Bayem nokkurri furðu sæta, þar eð talsmaður v-þýzku stjómarinnar sagði í dag, að afstöðu stjórnarvald- anna til beiðni Bidaults mætti að nokkru marka af viðbrögð- um kanzlarans. | Er kunnugt varð um ofan- greinda yfirlýsingu yfirvalda í Bayern, var tilkynnt í París, að franska stjórnin gæti því aðeins fallizt á, að Bidault fengi hæli í V-Þýzkalandi, að tryggt yrði, að hann hætti ger samlega afskiptum af stjórn- málum. Frá því var skýrt í dag, að Bidault hefði um nokkurt skeið dvalizt í einbýlishúsi, skammt í dag til yfirheyrslu í Herrsching Bayern. Þaðan var hann fluttur í dag til yfirheyrslu í Herrching. Stóð hún daglangt, ef frá er talið tveggja tima hlé, er gert var. Fréttamaður spurði talsmann v-þýzku stjórnarinnar þess, hvert Bidault hefði átt að senda beiðni sína, annað en til Aden- auers. Svaraði talsmaðurinn því til, að samkvæmt gildandi lögum í V-Þýzkálandi væri það verk- efni útlendingaeftirlitsins í við- komandi héraði að fjalla um mál þeirra manna, sem leituðu hælis. Því myndi útlendingaeftirlitið í Bayern fá málið til meðferðar. Vegna eðlis þess mætti þó telja líklegt, að haft yrði samráð við innanríkisráðuneytið í Bayern, sem sennilega myndi leita álits stjórnardeilda í Bonn, þá e. t. v. einnig skrifstofu kanzlarans. Talsmaðurinn tók fram, að færi svo, að Bidault fengi ekki landsvist í V-Þýzkalandi, væri honum heimilt að halda til hvers þess lands, er hann óskaði — vildi það veita honum viðtöku. stórveldin senn hef ja smíði ó- hugnanlegasta gereyðingar- vopns, sem nokkru sinni hefði heyrzt um, nevtrónusprengj- segir Dean Rusk, utanríkisráðherra DSA Utanríkisráðhérra Banda- ríkjanna, Dean Busk, lýsti því yfir við utanríkismála- nefnd öldungadeildar Banda- ríkjaþings í dag, að brýn nauð syn væri á því að koma á banni við tilraunum með kjarnorkuvopn. Sagði ráðherr ann, að ef ekki næðist sgm- komulag í þessu máli myndu unnar. Ruslb skýrði frá því, að grundvöllur hefði þegar ver- ið lagður að smíði Þessa vopns sem dræpi allt kvikt, en skildi hús og mannvirki eftir ó- sködduð. Huíbert Humphrey, ölidunga- deildarþingmaður, sem er sér- fræðingur á sviði hemaðar, skýrði frá því við þetta tæki- færi, að mörg lönd muni hafa í huiga að fullkomna þá tækni, sem þartf til smíði slikra ógnarvopna. Þá skýrði Rusk frá því, að það væri álit þeirra manna í Bandaríkjunum, sem bezt fylgdust með afvopnunarmál- unura, að Sovétríkin vidu ekki semja um tilraunabann, af þvi að Bandaríkjamenn myndu standa betur að vígi hemaðar lega, yrði slikt bann sett á. Það væri orsök þess, að Sov- étríkin vildu ekki ganga til samninga. Skýrði Rusk málið þannig, að birgðir Bandaríkjanna af kjarnorkuvopnum væru mun meiri en birgðir Sovétrikj- anna. „Þau vopn verða þó einskis nýt, verði farið að framleiða nevtrónusprengjur", sagði Rusk að lokum. USSR á nú mesta „fiskiskipaflotann" London, 11. marz — NTB CHARLES Orr-Ewing, vara- flotamálaráðherra B r e t a, skýrði frá því í dag, að Sovét- ríkin ættu nú stærsta „fiski- skipaflota“ í heimi. —^Sagði hann þann flota vera notað- an til víðtækrar „upplýsinga- söfnunar“. Ráðherrann sagði, að eng- inn vafi léki á því, að öll starf semi Sovétríkjanna á þessu sviði’ miðaði að því að auka Framh. á bls. 23 I Skilar SAS ágóða 1964? DANSKA blaðið „Berlingske Tidende" skýrir frá því, að ráðamenn SAS geri ráð fyrir, að félagið muni hagnast á ár- inu 1964. Hefur blaðið þessar upplýs- ingar úr viðtali, er nýlega birt ist við Poul Beck-Nielsen, einn af forstjórum SAS, í tímarit- inu „Ingeniörens Ugeblad". Þar skýrir Nielsen . jafn- framt frá því, að SAS muni ekki hefja innanlandsflug á nýjum leiðum í Danmörku. Þó geti hugsazt, að tekið verði upp áætlunarflug á vegum SAS á leiðinni frá Gautaborg — London, með viðkomu í Tirstrup. í viðtalinu víkur Nielsen nokkuð að Grænlandsflugi, og félaginu „Grönlandsfly", sem SAS stendur að nokkru leyti að. Heldur forstjórinn því \ fram, að á Grænlandi muni vera hentugast að nota þyrlur. 7 teknir ölvaðir við akstur í Rvk. SJÖ ökumenn voru teknir i Reykjavík fyrir ölvun við akst- ur frá þvi síðdegis á laugardag og þar til í gærkvöldi. Landakröfur Kínverja á hendur Sovétrikjunum 50V£T - BANDARÍSKA útvarps- stöðin „Voice of America“ skýrði frá því um helgina, að Kínverjar hefðu nú gert kröfur til stórra lands- svæða í Austur-Síberíu, lands, sem um aldar skeið hefur verið á yfirráða- svæði Sovétríkjanna. Ber útvarpsstöðin fyrir sig skrifum í Alþýðudag- blaðinu í Peking, aðalmál- gagni kínversku kommún- istastjórnarinnar. — Grein sú, sem um ræðir, birtist á laugardag, og er því þar haldið iram, að hér sé um að ræða kínverskt land, sem tekið hafi verið með valdi á fyrri öld. Segir í grein blaðsins, að landsvæðið, sem hér um ræð- ir, og er víðáttumikið, hafi verið tekið aí Kínverjum á árunum 1851 til 1801, með nauðungarsamningum. Hafi stjórn zarsins staðið að þeim aðgerðum. Vilji Kínverjar nú ná rétti sínum á nýjan leik. Athyglisvert er að á þessu svæði eru þrjár stórar borgir, sem talsvert hafa komið við sögu, bæði iðnaðarborgir og hafnarborgir. Helztar þeirra eru (sjá kort), iðnaðarborgirnar Khab arovsk og Komsomolsk, en auk þess hafnarborgin Vladi- vostok. Er hún ein aðalhafnar borg Sovétríkjanna við Kyrra haf. Komsotnoláki Khabarovák Vlqáivo Jai 3* \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.