Morgunblaðið - 12.03.1963, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.03.1963, Qupperneq 6
6 MOnGVlSBLAÐlÐ Þriðjudagur 12. marz 1963 Ný 66 manna álma í Hrafnistu nnadagsinsá 25 ára afmæli Sjóma AÐALFUNDUR Sjómanna- dagsráðs í Rvík og Hafnarfirði var haldinn í Hrafnistd, sunnu- daginn 3-. marz 1963. Formaður var kjörinn Pétur Sigurðsson; gjaldlkeri Guðmund- ur H. Oddsson; ritari Kristens Sigurðsson- Meðstjórnendur Hil- mar Jónsson og Tómas Guðjóns- son. Varamenn í stjóm; Tómas Sig- valdason, Kristján Jónsson og Theódór Gíslason. Endurskoðend ur: Henry Hálfdánarson og Sig- fús Bjarnason. Sjómiannadagurinn átti 25 ára afmæli á sl. ári. Vegna þess var gefið út sérstakt afmaelisblað af Sjómannadagsblaðinu og hátíða- höld í sambandi við daginn voru nokkru fjölþættari en annars. Nokkur atriði hátíðahaldanna voru kvikmynduð. Henry Hálfdánarson aðalhvata maður að stofnun samtakanna, og formaður þeirra fyrstu 23 árin, var sæmdur æðsta heiðursmerki Sjómannadagsins. Friðriik Ólafs- son, skólastjóri stýrimiannaskól- ans, M.E. Jessen, fyrrv. skóla- stjóri Vélskólans, Garðar Jóns- son fyrrv. form. Sjómannafélags Reykjavíikur, og Þorsteinn Árna- son vélstjóri, voru sæmdir heið- ursmerki Sjómannadagsins fyrir störf að mennta- og félagsmálum sjómanna- Auk þess voru 6 sjó- menn heiðraðir. Þá afhenti Sjó- mannadagurinn Hrafnistu að gjöf málverk af Sigurgeir heitnum Sigurðssyni, biskupi, en hann bar málefni Sjómannadagsins mjög fyrir brjósti. Málverkið gerði Magnús Á. Árnason. Ríkisstyrkur til sjúkra- húsa verði hækkaður KJARTAN J. Jóhannsson, Birgir Finnsson og Gísli Jónsson hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um, að ríkisstjórn in láti undirbúa breytingu á lög- um nr. 93 frá 31. des. 1953 um sjúkrahús, þess efnis, að ríkis- (styrkur samkvæmt lögunumr verði hækkaður. Við það sé mið að, að styrkurinn ásamt þeim dag gjöldum, sem sjúkrahúsunum er leyft að taka, nægi til þess, að unnt sé að veita þá þjónustu, sem til er ætlazt, án verulegs rekstrar halia. Undirbúningi sé hraðað svo, að tillögurnar verði tilbúnar næsta haust. Þingsályktuninni fylgir svo- hljóðandi greinargerð: í Árnessýslu UMBOÐSMENN Morgun- blaðsins í eftirtöldum sex hreppum Árnessýslu eru: Gunnar Sigurðsson Selja- tungu, fyrir Gaulverjabæjar- hrepp. Karl Þórarinsson á Kjartanstöðum fyrir Hraun- gerðis og Villingaholts- hreppa. Róbert Róbertsson fyrir Biskupstungur, Jón i Sigurðsson í Skollagróf fyrir Hrunarrannahrepp og um- boðsmaður fyrir Laugarvatn og Laugardalshrepp er Benja- mín Halldórsson á Laugar- vatni. I Umboðsmennirnir hafa um- sjón með dreifingu Morgun- biaðsins í heimahreppum sín-l um og til þeirra geta þeir snúið sér er óska eftir að ger- ast áskrifendur að blaðinu og loks annast þeir um inn- heimtu áskriftargjalds. Sjúkrahús þau, sem hér er átt við, hafa lengi búið við þröngan fjárhag. Þeim hefur ekki verið leyft að hækka daggjöld sín, svo að nægði til nauðsynlegra út- gjalda, og hefur hallinn á rekstri þeirra því farið vaxandi. Hér er farið fram á, að ríkisstjórnin láti fyrir næsta haust undirbúa breyt ing á lögákveðnum styrk til þess ara sjúkrahúsa, svo að unnt sé að reka þau hallalaust án þess að draga úr nuðsynlegri þjónustu. London, 8. marz — NTB. STJÓRN Bretlands hefur bor- ið fram mótmæli við sovézku stjórnina, vegna tilrauna starfs manna sovézka utanríkisráðu- neytisins til að fá brezka sendi ráðsmenn í Moskvu til njósna. 6.5 millj. varið í Hrafnistu í ár Tekjum af Happdrætti DAS og Laugarássbíói var öllum varið til uppbyggingar Hrafnistu. Á 25 ára afmæli Sjómannadagsins var ný vistmannaálma tekin í notik- un, en hún rúmar 66 manns. Tala vistmanna er nú alls 196, þar af eru 44 í sjúkradeild. Undirbún- ingur er hafinn að byggingu nýrrar álmu fyrir 68 vistmenn og þegar því er lokið er ráðgert að hefja byggingu annarrar álmu fyrir 52 vistmenn. Áætlað er að verja á þessu ári til nýbygginga í Hrafnistu, í lagfæringu lóðar og fleira um 6.5 milljónum króna. í Hrafnistu er allmikið hús- rými notað fyrir vinnustofur vist manna og námu vinnulaun þeirra þar á sl- ári um kr. 463 þús. Þegar kjallari næstu álmu er kominn upp eykst vinnupláss vistmanna um rúman helming frá því sem nú er. Hrafnistu bárust á sl. ári 5 herbergisgjafir að upphæð 2ö þús. kr. hver, auk nokkurra ann- ara gjafa og sala minningarkorta nam talsverðri upphæð. Sjó- mannakonur afhentu 42 þús. kr. til jólaglaðnings vistfóliks í Hrafnistu. Voru það tekjur af kaffisölu á Sjómannadaginn. Happdrættisleyfi að rénna út 10 ára leyfi fyrir Happdrætti DAS er útrunnið á næsta ári. Fyrir nokkrum árum hófst stjórn Sjómannadagsins handa um að vinna að því að fá happdrættis- leyfið framlengt ,og þá á breið- ari grundvelli en nú er. ítarleg- ar samningaviðræður hafa farið fram á undanförnum mánuðum milli stjórnar Sjómannadagsins og milliiþinganefndar sem kjörin var á Alþingi 1959, og fjalla átti um húsæðisvandamál aldraða fólksins, m.a. Niðurstöður þeirra viðræðna er frumvarp ríkis- stjórnarinnar um byggingarsjóð aldraðs fólks, en með því frum- varpi er að mestu leyti komið til móts við ályktanir Sjómanna- dagsráðs frá aðalfundi 1960. Vorðurlandsborinn LAUS ER til umsóknar lektors- staða í íslenzku við háskólana i Gautaborg og Lundi og verður veitt frá og með 1. júlí 1963. Lekt orsstarfið er sameiginlegt fyrir báða háskólana; lektorinn skal vera búsettur í Gautaborg og fær greiddan sérstakan ferðakostnað milli háskólanna. Lágmarkskrafa um menntun til starfsins er kandi datspróf í íslenzkum fræðum. Um sækjendur undir fertugsaldri koma fyrst og fremst til greina. Lektorinn er ráðinn til þriggja ára í senn hið lengsta, eh endur- nýja má ráðningu hans. Kennslu skyldan er 396 stundir á ári, máa aðarlaun (brúttó) 2541 sænskar krónur. Umsóknir, stílaðar til Göte- borgs universitet, Institutioneu for nordiska sprák, sendist heim- spekideild Háskóla íslands fyrir 7. apríl n.k. ^ (Frá Háskóla fslands). Borholan á Húsavík heit en vatnslaus Verður dýpkuð síðar SL. FIMMTUDAG var lokið við að bora fyrstu holuna, niður, og verður nú hlé á meðan verið er að afla frekari tækja til að geta haldið borun áfram dýpra. Á með an verður borinn líkiega fluttur til Mývatns og notaður til að bora þar tvær gufuholur vegna fyrirhugaðrar kísilgúrverksmiðju. Þessar upplýsingar fékk blaðið í gær hjá dr. Gunnari Böðvars- syni. Hiti hefur verið mældur í hol- unni á Húsavík og reyndist botn- hitinn á 1154 m vera nálægt 100 stig. Má því telja nokkuð aug- ljóst að nægur hiti sé í berginu, sagði Gunnar. Hins vegar var ekki komið niður á neina vatns- æð og var holan því árangurslaus. Stafar það m.a. af því að berg er þarna mjög ummyndað og þvl auðsjáanlega lítið um meiri hátt ar vatnsæðar. Hins vegar eru nokkur berglagaskipti á um 850 m dýpi og virðist talsverð ástæða til að halda þessari borun áfram. F.n til að geta haldið borun áfram dýpra þarf viðbótartæki og verð ur þeirra væntanlega aflað. Borun gekk talsvert hraðar en áætlað hafði verið, vegna þess hve bergið er ummyndað og því auðveldara. En það hefur aftur á móti þann ókost að ekki eru vatnsæðar í því. Kemur borinn aftur til Húsavílc ur eftir að viðbótartækin eru feng in, eftir ca. 2—3 mánuði. En á meðan verður hann notaður 1 Mývatnssveitinni, sem fyrr er sagL • Búkur — grenitré — Skálholt Úlfur Ragnarsson læknir á Klaustri sendir Velvakanda þetta bréf: „Hvað er búkur án höfuðs? Svar: Það er líflaus óskapn- aður — eða þá draugur. Engir nema draugar hafa til siðs að ganga um höfuðlausir. Jafnvel þeir kunna betur við að hafa með sér höfuðið — í handar- krikanum, ef ekki á hálsinum. Hvað er grenitré án topps? Svar: Vonlaus flækja af grein um, sem aldrei nær hæð. Þegar toppinn vantar, er eng- inn vaxtarbroddur til þess að teygja sig í áttina til himin- ljóssjns. Greinarnar flækjast þá því sem lengra líður. Hvað er Skálholt án biskups? Svar: Það er búkur án höfuðs. Grenitré án topps. Öskubuska, sem ekki hefur eignazt sinn prinz. Það er ekki nóg fyrir öskubusku að stelast á ball til að danza við kóngs- ins son á fótunum nettu. Það er ekki nóg fyrir Skálholt að rísa úr öskustó á kirkjulegum hátíðum. Það verður að fá að lifa sínu daglega lifi f umsjá síns biskups. Gissur, biskup kvað svo á „að þar skyldi ávallt biskups- stóll vera meðan ísland er byggt og kristni má haldast“. Hvernig er þá hægt að endur- reisa Skálholt án þess að biskup setjist þar á stól? Ekki biskupinn í Reykjavík. Hann á að vera i höfuðstaðnum Reykja- vík. • Höfuð — toppur — biskup Ekki heldur Hólabiskup í Skálholti verður að vera Skálholtsbiskup. Og hann má ekki annarsstaðar sitja. Þetta er eini staðurinn á íslandi ,sem sv« hefur verið kveðið á um, að þar skyldi biskupsstóll vera meðan kristni mætti haldast. Höfuð- staður íslenzkrar kristni hefur of lengi verið biskupslaus. Miklu fleira mælir með þvl en móti, að Skálholt eignist nú sinn biskup. Sú þjóð, sem styður sjúka til sjálfsbjargar í Reykja- lundi, og hefur fyrir fórnfýsi stutt Slysavarnafélagið og mörg önnur þjóðþrifafyrirtæki kröft- uglega, mun ekki láta sitt eftir liggja, þegar Skálholt kallar. Þá væri til einhvers að vígjs hina nýju dómkirkju í Skálholti á sumri komanda, ef jafnframt væri þar vígður biskup til stað- arins. I Þá væri kirkjan vígð til fylV- ingar en ekki tómleika. Vel skyldu forráðamenn íslenzkrar þjóðkirkju íhuga ‘þetta. — Vel* en ekki of lengi: Víst er illt að rasa um ráð fram. Annað er þó sýnu verra. Það er að þekkja ekki sirnt vitjunartíma“. AEG R AFMAGN STÆKI Bræðurnir Ormsson Síml 11467 AEG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.