Morgunblaðið - 12.03.1963, Side 17
r
Þriðjudagur 12. marz 1963
M O R C V V B 1. 4 Ð 7 Ð
17
Magnús Hanibalsson
í DAG verður jarðsunginn í Ár-
neskirkju í Strandasýslu Magnús
Hannibalsson, skipstjóri. Hann
lézt að heimili sínu Djúpavík, Ár-
neshreppi, 3. marz sl.
I Magnús var fæddur að Múla-
seli í Gufudalssveit 14. apríl
1874, sonur hjónanna Guðrúnar
Jónsdóttur og Hannibals Svein-
björnssonar.
j Þegar Magnús var 8 ára rpissti
hann föður sinn og var þá komið
í fóstur til hjónanna Sigríðar
Þorleifsdóttur og Sveinbjarngr
Einarssonar að Fjarðarhorni í
sömu sveit, sem t'veim árum
seinna fluttust til Arnardals í
ísafjarðarsýslu, þar sem grunn-
tirinn að framtíðarstarfi Magnús-
ar var lagður, að því er síðar
reyndist.
Þrettán ára gamall byrjaði
hann sjóróðra en 17—18 ára var
hann orðinn formaður í Arnar-
dal.
Magnús lauk skipstjórnarprófi
Ungur og gerðist skipstjóri á þil-
farsbátum frá Bolungarvík og
ísafirði og sejnna á seglskútum
og hinum svokölluðu „stóru bát-
um“ (sem voru fyrstu stóru vél-
bátarnir, 2—30 lestir að stærð).
Magnús var tvíkvæntur, fyrri
kona Guðrún Gestsdóttir. Þau
eignuðust 7 börn, 2 eru látin, en
2 eru búsett í Ameríku og 3 hér-
lendis. Þau Guðrún og Magnús
slitu samvistum eftir 15 ár.
I Seinni kona Magnúsar er Guð-
finna Guðmundsdóttir frá Felli í
; Árneshreppi. Eignuðust þau fjög-
ur börn, eitt lézt ungt, en þrjú
lifa, ennfremur tóku þau til fóst-
ur Þorstein Jónsson þriggja ára
eð aldri og ólu hann upp til full-
orðins ára.
I Þetta sýnir hvað mesta höfð-
ingslund, að þrátt fyrir lítil efni
og erfiðar heimilisástæður (Guð-
finna orðin lömuð) voru þau að
hjálpa dreng úr stórum systkina-
hóp, þar sem móðir hans var
heilsulaus og lézt litlu síðar.
| Árið 1914 fluttist Magnús í Ár-
neshrepp og gerðist skipstjóri á
vélbátnum Ingólfi, hjá hinum
otorkumikla manni, Guðmundi
Péturssyni frá Ófeigsfirði. Var
þá aðallega veiddur hákarl og
þess á milli þorskur.
j Árið 1918 byrjuðu þau Magnús
og Guðfinna búskap sinn að Kú-
víkum í Reykjarfirði og gerðist
Magnús þá skipstjóri á vélbátn-
um Andey hjá Karli Jensen
; kaupmanni þar og voru að mestu
stundaðar hákarlaveiðar. Þar var
Magnús um 7 ára skeið, þar til
hann fluttist að Gjögri við sama
fjörð, þar sem hann var formað-
ur á eigin bátum, þar til hann’
fluttist að Djúpavík árið 1942,
þar sem hann var að nokkru
verkamaður, og einnig stundaði
hann sjóróðra á trillu, sem hann
étti, öll vor og sumur til dauða-
dags.
| Alla þá áratugi, sem Magnús
Btýrði skipi, reyndist hann feng-
•æll með afla og sjómaður góð-
ur, enda hlekktist honum aldrei
á, svo skaði yrði á mönnum og
mun þó æði oft hafa verið djarft
eiglt, hann sigldi ávallt skipi sínu
farsællega í höfn og sýnir það
stærra og meira, en bér verður
trá skýrt.
f Það má segja að Magnús hafi
évallt verið maður sinnar sam-
tíðar. Hann var á áraskipunum,
•kútunum, fyrstu vélbátunum
•mærri, síðar á þeim stóru og
virtist setíð samlaga sig fljótt
aukinni tækni og vélvæðingu
bátanna.
í Það mátti segja að Magnús
væri fæddur vélamaður því, oft-
■st var það hlutverk formanns-
Ins, að gæta vélarinnar einnig,
eftir að þær komu til, og leysti
bann það hlutverk með ótrúlegri
•nilli, og var það eigi sjaldan,
•ð hann væri sóttur, skemmri
•ða lengri leið, til að koma vél í
*ang, sem aðrir höfðu gefizt upp
við, og var það haft fyrir satt af
kunnugum, að vél sem Magnús
Hannibalsson gat ekki keyrt,
væri með öllu ónýt.
Magnús var höfðinglundaður,
og gestrisinn með afbrigðum,
mátti segja að aldrei bæri svo
mann að garði, þótt ekki ætti
erindi við Magnús, að hann væri
ekki boðið inn og veittur greiði,
hvernig sem á stóð, því ekki var
ætíð stórum efnum fyrir að fara,
frekar en hjá öðrum á þeim tím-
um, sem áttu alla afkomu sína
undir aflabrögðum úr sjónum.
Aldrei þótti Magnúsi það naumt
fiskirí, að ekki væri hægt að
gefa fólki í soðið.
Það var gott að leita til Magn-
úsar, ef á lá, allt var látið af
hendi, innanhúss og utan, án
nokkurrar eftirsjár, það skipti
hann meiru greiðasemin, en
bagalegheitín, sem í sumum til-
fellum leyddi af greiðanum.
Magnúsi var gefin sérstök frá-
sagnarlist, og é»g, sem þessar lín-
ur skrifa, naut þess oft að heyra
hann segja frá sjóferðum, og var
þetta svo lifandi, að heita mátti
að maður væri kominn í róður
í stofunni, ýmist á land- eða út-
leið, ásamt öllum þeim brögðum
og brellum, sem við atti við
drátt á fiski og hákarli, í góðu
eða vondu, í sumar og sól, eða
skammdegis stórhríð og sjó, með
öllum þeim viðbrögðum, sem við
áttu hverju sinni, og ávallt
fundust ráð þótt í óefni virtist
komið.
Já! Það var oft „svalt á seltu",
en þegar heim kom mætti hann
innileik heimilisins, góð og trú-
uð kona ásamt tápmiklum börn-
um, sem öll elskuðu og virtu
heimilisföðurinn, þráðu og biðu
heimkomu „sæfarans“.
Ég get ekki lokið þessum lín-
um, án þess að minnast Guð-
finnu, seinni konu Magnúsar, þar
sem ég kom daglega á heimili
þeirra árum saman. Þessi gáfaða
og kjarkmikla kona, varð fyrir
því áfalli að fá lömunarveikina
1927, en þrátt fyrir líkamlegt á-
fall, bilaði ekki andlegur kjark-
ur, og urðu þau hjónin að styðj-
ast að mestu við vinnukraft
ungra barna sinna, eftir því sem
þau þroskuðust að aldri og
mætti, en þrátt fyrir veikindin
nutu börnin undirstöðukennslu
móðurinnar, því takmörkuð var
skólakennsla, þótt hún væri ekki
minni í Árneshreppi en víða arm-
arsstaðar a þeim árum.
Magnús tók ástfóstri við
Strandir, og vildi ekki þaðan
flytja (enda ef til vill ljúfustu
minningar lífs hans helgaðar
þeim). Þótt honum og Guðfinnu
væri velkomið að flytja til barna
sinna, sem sezt höfðu að annars-
staðar, vildi Magnús það ekki.
Hann sagði við mig á seinni ár-
um: „Hér vil ég sigla mína síð-
ustu ferð“, og það varð.
Magnús skipti ekki veraldleg-
ur auður í venjulegri merkingu,
en treysti á það „þá koma dagar
og þá koma ráð“ og honum varð
ætíð að trú sinni, en hér skilur
Magnús eftir mikinn jarðnesk-
an auð, en það eru 5 mannvæn-
leg börn frá fyrra hjónabandi,
sem ýmist vegna fjarlægðar eða
erfiðra samgangna, geta ekki
fylgt föður sínum til hinztu
hvílu. Og nú í dag fylgja honum\
til hinztu hvílu, þrjú mannkosta
góð börn, ásamt kotiu, þau:
Trausti, vitavörður að Sauðanesi;
Ester, gift í Hafnarfirði, og
Emma, gift í Hafnarfirði. Vgrt
mun þjóðfélaginu skilað gildari
sjóðum, en uppkomnum mann-
kosta börnum.
Magnús! Ég þakka þér fyrir
allar þær ánægju stundir, sem
ég hef átt með þér', og veit ég að
hér mæli ég fyrir hönd vina og
ættingja, ennfremur fyrir góð
ráð og fróðleik í starfi sjó-
mennskunnar.
Ein er sú leið er við öll göng-
um, leiðina frá lífinu til dauð-
ans. Guðs friður og ró fylgi þér,
góði vinur.
Að endingu vil ég fyrir mína
hönd og fjölskyldu minnar, votta
Guðfinnu og börnunum, innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Sigurður Pétursson.
Þurfið þér að einangra hita, kulda eða hljóð?
Leitið þá til sérverzlunar með einangrunarvörur
MANUFACTURAS OE CORCHO
Aj'mstrong
Sociedac/ Anonima
EINANGRTJNARKORK í plötum
KORKMU1.NINGUR, bakaður og asfalt
GEISLAHITAKORK í plötum
til að leggja í gólf.
Undirlagskork í plötum, gerir gólfin hlýrri og
mýkri. Hentugt undir gólfteppi.
Korkparkett, bónslípuð áferð, gerir gólfin hlýrri
og notalegri.
Hljóðeinangrunarplötur í loft, hvítar, 12”xl2”,
t. úr kork eða texi, hrufuð eða götuð áferð,
og tilheyrandi lím.
MURHUÐUNARNET
GADDAVÍRSLYKKJUR
GADDAVÍR
M Ó T A V Í.R
Þ A K J Á R N
ÞAKSAUMUR PAPPASAUMUR
VENJULEGUR SAUMUR
r *
A GOLFIIN!
AMERISKAR VYNILFLÍSAR
bezta fáanleg tegund.
sænskar vynilflísar
og tilheyrandi lím.
BREZKAR linoleumflísar
með filipappa undirlagi.
ARNA PLAST
EIINiAIMGRUIM I PLÖTUM
PÍPUEINAN GRUN Á HEITAR
OG KALDAR LEIDSLUR í stærðum allt að 12”.
Stöðvar hrímvatnslaga — Hljóðeinangrar vatns-
rásirnar.
GÓLF MÓSAIC
VEGG MÓSAIC
VEGGFLÍSAR
og tiiheyrandi lím og fugusement.
YMSAR BVGGIIXIGARVÖRLR:
K A L K til múrhúðunar — SNOCEM. — SÆNSKT HARÐPLAST A R M -
STRONG L Í M. . fyrir harðplast —A LUMINIUM FOLÍA til einangrunar, í rúllum, selt
í metratali. GLERULLAR PÍPUEINANGRUN í hólkum. — ÞAKPAPPI _ FILTPAPPI.
ERUM N Y FLUTTIR AÐ .SUÐURLA NDSBRAUT 6.
NÆG BÍLASTÆÐI.
ALLIR EIGA LEIÐ UM S U Ð U R L A N D S B R A U T I N A .
þ. þ.
orcjninóóon
& Co.
... ~ byggingavo RUVERZLUN .
SÍMI 22235 (2 línur SÍMIÐ — VIÐ SENDUM.