Morgunblaðið - 12.03.1963, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.03.1963, Qupperneq 20
/ 20 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. marz 1963 ég rseð mann, hr. Lutyens, þá ræð ég hann ekki til að leggja sam- an tölur, nema því aðeins hann sé endurskoðari, en annars ræð ég hann til að koma fram með það, sem hann hefur að bjóða. J>á glotti hr. Lutyens. — Það lítur út fyrir að okkur muni koma vel saman, hr. Dunkérley, sagði hann. Löngu eftir að alhr voru farn- ir, þennan dag og myrkrið var fallið á landslagið í Sussex, sem Laurie gat ekki sýnzt vera ann- að en viðurstyggð eyðilegging- arinna-r, næstum óskapnaður, saði Daniel við Laurie: — Með fremsta núlifandi húsameistara og frægasta skrautgarðateiknara, sem til eru, og sem þar að auki þykir vænt hvoru um annað og vinna saman, trúi ég ekki öðru en einhverntíma bráðum verði lítandi á þetta. Og það var líka orð að sönnu. Dickons var sannarlega sjón að sjá, þennan júnímorgun árið l&9ð. 4. Það var rétt eins og hitinn, sem hafði í allan gærdag hellt sér yfir rauða múrsteininn í hús- inu, hefði ef til vill látið ofur- lítið undan síga yfir nóttina, ef kæmi nú aftur með fullum krafti út úr steininum. Laurie fann hitann fara um sig allan, þar sem hann sat léttklæddur úti I garðinum. Loftið var fullt af ilmi af öllum þessum blóm- um, sem hann kunni ekki einu sinni nafn á. Líklega mundi sir Daniel kalla þau Madame Butt- erfly eða eitthvað því um líkt, en sjálfur lét hann sér nægja að kalla þau rósir og anda að sér sætum ilmi þeirra og hugsa um það, að fram undan biði hans einn dagurinn til, skýjalaus, lygn.. í stuttu máli það, sem kallað var sumardagur. En þessi skólasamkoma í Beekwith var vís til að spilla deginum fyrir honum. I>að var spauglaust að þurfa að taka sig til eftir hádegisverð og fara í kjólföt og setja upp pípuhatt, en hann hafði lofað honum Ohrystal karlinum, að koma. Chrystal var í augum Lauries gamail maður, þótt raunverulega væri hann ekki nema þrjátíu og fjögurra ára að aldri. Honum hafði svo sem komið vel saman við Chrystal gamla, en þó betur við hana Adelu, konuna hans. Það hafði verið gaman að vera efst- ur í skólanum, síðasta árið, sem hann var þar, af því að Adela leit alltaf á skóladúxinn sem sjálfsagðan sendiherra við hirð skólastjórans. Þetta var ein hinna skrítnu og skemmtilegu hugmynda hennar, og svo jafn- framt það, að skóladúxinn var alltaf velkominn, hvenær sem h'onum datt í hug að rekast inn og fá sér tesopa. En það var nú sama, hugsaði Laurie, um leið og hann kveikti sér í vindlingi og gætti þess vel að fleygja ekki eldspýtunni á stéttina, en það hefði kostað skammir hjá föður hans — en það var nú sama; hann hefði aldrei getað látið sér detta í hug að fara að leika neinn sendiherra hjá Ohrystal gamla. Þessi þriggja álna fegurðarkóngur virtist ekki hafa neitt hlýtt hjarta, sem hefði verið vænlegt að leggja fyrir mál einhvers ungs synda- sels, en samt sem áður var nú ekkert að því að drekka úr te- bolla í vistlegu setustofunni hennar frú Chrystal og hlusta á hana leika á slaghörpuna. Einu sinni sagði hún, honum til mestu undrunar: — Svona sat hr. Chrystal fyrir mörgum árum og hlustaði á mig leika. Þetta hús var einkaeign áður en skólinn var stofnaður. Hann var þá að- stoðarprestur í Riddings og var vanur að ganga hingað til þess að kenna mér grísku. Og veiztu hvað, Laurie, bætti hún við brosandi um leið og hún lokaði hljóðfærinu, — ég held að hann hafi hafzt lítið meira að en þú núna.. sem sé að melta teið sitt í ró og næði. — Já, en..frú Chrystal.... andæfði hann. — Jæja, segðu mér, hvað ég , var að leika. — Það hefur sjálfsagt verið einn af þessum uönsum eftir Beethoven, er það ekki? — Æ, þú ættir að snáfa burt! sagði hún hlæjandi. — Ég held, að Beckvith útskrifi ekki annað en rusta og sveitamenn! Já, hún hafði verið ágæt. Hon- um féll það þungt, fyrsta árið hans í Merton, þegar hann heyrði látið hennar. Það fylgdi sögunni, að Chrystal hefði erft dálagleg- an skilding eftir hana. Með allri fyrirlitningu háskólamanns- ins fyrir þessum jarðarormum í skólanum, ákvað hann, að rétt. væri að gera sér að góðu að hitta þessa orma nú. Chrystal hafði alltaf ánægju af því að fá heimsókn af fyrrverandi nem- enduri), sínum. _ 5. Jæja, hugsaði Laurie og lét vindlingsstúfinn detta niður í runnana. Skipun er skipun. Ég verð vist að finna ungfrú Lewison. En í sama bili heyrði hann háa og hvella röddina í henni, er hún gekk út úr húsinu og út í garðinn. Grace Satter- field, frænka hans, var með henni. Þær leiddust. Alltaf þurfa þær að leiðast, hugsaði hann. Það var eins og þær væru óað- skiljanlegar. Honum fannst hann sjálfur alltaf verða svo lítill við hliðina á þeim. Hann var tvít- ugur og rétt að byrja háskóla- nám. Þær voru báðar tuttugu og tveggja ára, og í haust sem leið höfðu þær lokið námi í Cambridge. Grace hafði verið í Newnham og Hesba Lewison í Girton. Svo að nú kom að því, að Laurie fannst hann sjálfur verða jarðarormur við hliðina á þessum tveimur heimskonum. Ungfrú Lewison var hér 1 Dickon af tveim ástæðum: í fyrsta lagi var hún vinstúlka Grace, og Grace hafði, síðan faðir hennar dó, átt heima hjá sir Daniel og frú Dunkerley. Og í öðru lagi af því að hún var „upprennandi“ kona. Sir Daniel hafði sagt það sjálfur, og hann fór oftast nærri því xétta um slíka hluti. í augum sir Daniels bar í bili ekkert hærra en Dunkerleys, mánaðarritið, sem Alec Dillworth var ritstjóri að. Sex tölublöð voru þegar komin út af því. Á fjórum þeim fy-rstu, hafði salan varið hægt og hægt vaxandi — of hægt, að því er sir Daniel taldi — en í 5. tölu- blaðinu hafði komið 1. kaflinn af Órabelgjunum framhaldssögu fyrir börn eftir Hesbu Lewison. Upplagið seldist upp á útsölu- stöðunum á einum sólarhring. Upplagið af júníblaðinu núna var helmingi stærra en af maí- blaðinu, og það hafði verið til- kynnt, að í ágústblaðinu yrði ungfrú Hesbu Lewison getið í greinarflokknum „Upprennandi menn Og konur“. Laurie, sem sjálfur var hvorki ríkur (nema að arfsvon) né heldur frægur, fór allur hjá sér, þegar hann sá þessar tvær koma á móti sér, arm í arm, frænku sína, sem var ík, og hina, sem var fræg. 6. Ungfrú Lewison var með nokkr ar pappírsarkir í hendinni, og þær Grace voru eitthvað að hlæja að því, sem á þær var skráð. Hlátur ungfrú Lewison líktist röddinni, sem hafði til- kynnt komu hennar — hann var hár og hvellur. Hann var ennþá feimnari við hana en hina. Fyrir það fyrsta hafði hann þekkt Grace oflengi til þess að geta verið feiminn við hana, enda þótt fegurð hennar hetfði verið enn glæsilegri en áður, þetta ár síðan hún kom frá Cambridge, aitltvarpíö Þriffjudagfur 1Z. marz. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum" (Sig* ríður Thorlacius). 15.00 Síðdegisútvarp. 18.00 Tónlistartími barnanna (G„ð* rún Sveinsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þing* fréttir. — 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur f útvarpssal: Sig* urveig Hjaltesteð syngur lög eftir Áskel Snorrason. Við hljóðfærið: Fritz Weisshappel 20.20 Þriðjudagsleikritið: „Heima* vistarskólinn" eftir Sir Art- hur Conan Doyle og Michael Hardwick. — Leikstj.: Flosi Ólafsson. 20.55 Fiðlutónlist: Fritz Kreisler leikur vinsæl lög. 21.15 Erindi á vegum Kvenstúd* entafélags íslands: Kristin Guðmundsdóttir hibýlafræð- ingur ræðir um barna- og svefnherbergi. 21.40 Tónlistin rekur sögu sína; IX. 'þáttur: Frá krá til kirkju (Þorkell Sigurbjörnsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir . ) 22.10 Passíusálmar (26). 22.20 Lög unga fólksins (Guðný Aðalsteinsdóttir). 23.10 Dagskrárlok. Miðvikudagur 13. marz. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum': Sig- urlaug Bjarnadóttir les skáld- söguna „Gesti" eftir Kristínu Sigfúsdóttur (5). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla f dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Bond ola kasa" eftir Þorstein Er- lingsson; II. (Helgi Hjörvar). 18.20 Veðurfréttir. — 18.30 Þing- fréttir. — 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Árni Vilhjálms- son fyrrv. erindreki talar um sjósókn á smábátum. 20.05 Létt lög: Victor Silvester og hljómsveit hans leika. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fomrita: Ólafs saga helga; XIX. (Óskar Halldórs- son cand. mag.). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Jónas Tómasson. c) Haraldur Guðnason bóka- vörður í Vestmannaeyjum flytur erindi um náttúruham- farir í Landsveit: Baráttan við sandinn. d) Oddfríður Sæmundsdóttir flytur frumort ljóð. e) Andrés Björnsson Oytur frásöguþátt eftir Stefán Ás- bjarnarson á Guðmundar- stöðum í Vopnafirði: Skropp- ið eftir yfirsetukonu. 21.45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteim* Jónsson cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (27). 22.20 Kvöldsagan: „Svarta skýið- eftir Fred Hoyle; VII. (Örn- ólfur Thorlacius). 22.40 Næturhljómleikar: — Síðari hluti tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói 7. þ.m. Stjórnandi: William Strickland. Einsöngavari: Sylv ia Stahlman. 23.20 Dagskrárlok, ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN ® ® VORBÐ ER I IMAiVID Eruð þér farinn að hugsa til sumarferða? Er það þá ekki einmitt VOLKSWAGEN, sem leysir vandann? PANTIÐ TÍMANLEGA VOLKSWAGEN er ódýr í innkaupi og rekstrL Verð frá kr; 121.525,— VERIÐ HAGSYN VinsæJdir VOLKSWAGEN hér á landi sanna ótvírætt kosti hans við okkar stað hætti. — VOLKSWAGEN er ekkert tízku fyrirbæri það sannar bezt hið háa endur- aöluverð hans. VELJIÐ VOLKSWAGEN. HEILDVERZLUNIN HEKLA HF Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. KALLI KUREKI * -X Teiknarú Fred Harman . ■! WOHDEO. WHATSCARED BROWCO SO B4D/ X - 0-l/ESS I SHOULÞN'T 'VE / .— Heyrðu Kalli, Bikkju-Bjarni brokkaði í burtu eins'og óður vís- undur. Hvað hræddi hann svona? — Hann sá draug spænsks her- uaanns, það var ég. Við þuríum eng- ar áhyggjur að hafa af honum í bili. — Hann sá draug. Ég ætla að ná honum. — Sssh. Öskrin í Bjarna hafa vakið prófessorinn. (— Hvað skyldi hafa styggt Bikkju- Bjarna svona. Ég hefði ekki átt að æsa svona upp í honum myrkfæln- ina).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.