Morgunblaðið - 12.03.1963, Síða 23
MOKCVISBLAÐIÐ
23
í>riðju<Jagur 12. marz 1963
Gjafir til
ÞJóðminja-
safnsins
TTT. VIÐBÓTAR þeÍTn gjöfum,
•em Þjóðminjasafni íslands bár-
ust á aldarafmæli sínu og þegar
hefur verið skýrt frá af safnsins
hálfu, skal hér nú talið annað,
lem fólk hefur vikið safninu á
þessum tímamótuim:
Hansína Jónsdóttir, Kambsvegi
33, Reykjavík, gaf glitofið áklæði
frá 1857.
Halldóra Sigurjðnsdóttir, l'orn
haga 11, Reykjavík, gaf saumavél
sem vera mun meðal hinna elztu
hérlendis, keypt á Eyrarbakka á
Sinni tíð.
< Sigurbjörg Jónsdóttir, Njáls-
feötu 10A, Reykjavík, gaf útskorn
ar trafaöskjur frá 1737, sennilega
úr Rangárvallasýslu.
I Séra Jón M. Guðjónsson, Akra-
nesi, gaf teikningu af gamla bæn
|Um á Melum í Melasveit, þeim er
*éra Hel.gi Sigurðsson bjó L
I Brynjúlfur Dagsson læknir
færði safninu handritaböggul
með örnefnaskrám, sem afi hans
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-
Núpi haíði skrifað. Þessi gjöf var
frá afkomendum Brynjúlfs Jóns-
•onar.
Jón Leifs tónskáld færði safn-
inu gjafabréf fyrir 65 vaxhólkum
með gömlum upptökum islenzkra
þjóðlaga.
Hákonía J. Hákonardóttir, Vest
urgötu 10, Reykjavík, gaf prýði
lega gert vesti, sem hún hafði
caumað handa manni sínum ár-
ið 1900.
Andrés J. Johnson, Ásoúð,
Hafnarfirði, gaf stóran og fagran
silfurpening, sem Deifur Kaldal
hafði gert fyrir hann í tilefni dags
ins.
Haye-Walter Hansen gaf teikn
ingu af fjörunafri.
Guðmundur Einarsson frá Mið
dal gaf upphleypta vangamynd,
sem hann hefur gert af Páli
Erlingssyni sundkennara.
Kristján Helgason, fyrrum
bóndi í Dunkárbakka, gaf rokk,
prýðilega smíðaðan.
Inga Filippusdóttir gaf gamla
stundaklufcku.
Guðrún Jónsdóttir frá Skál á
Siðu gaf útskorna pennastöng úr
hvalbeinL
Áður hefur verið skýrt frá gjöf
tem erlendra gesta, svo og þeirra
Annie, Cecilie, Þórhildar og Páls
Helgasonar, Haralds Ólafssonar
og Ásmundar Jónssonar og Jenn
ýjar Guðmundsdóttur, enn frem
ur hinni rausnarlegu peningagjöf
Reykj avíkurborgar.
i Þjóðminjasafn íslands metur
allar þessar góðu gjafir mifcils og
færir gefendunum öllum hugheil
ar þakkir.
Reykjavík, 1. marz 1963,
Kristján Eldjára
þjóðminjavörður.
— íþróttir
Framh. af bls. 22.
Stangarstökk drengja vann
Kári Guðm,, Á (bróðir Skúla
Guðm/undss.), á 3,00 m, en Hreið
■r J úliíusson, ÍR fór somu hæð.
Kúluvarp: (15,60 m er gildandi
ísl.met og meth. Huseby 1951).
1. Jón Péturssan, KR 14,72 m
2. Airtihur Ólafsson, Á 14,01 m
3. Kjartan Guðjónss., KR 13,42 m
4. Jón Þ. Ólafsson, ÍR 12,71 m
Stangarstökk: (4,36 m Valbjörn,
1963).
1. VaTlbj. Þoriáksson, KR 4,25 m
3. Páll H. Eiríkss., ÍR 3,60 m
Vallbjörn átti góða tilraun við
4,36, eem hafði verið nýfct innan-
tnúsamet. ,,
UTAN UR HEIMI
Fjðgur ár frá hild-
arleiknum í Tíbet
MYNDIN, sem hér fylgir, var
tekin sl. fimmtudag af tibetsk
um flóttabömum, sem hafa ver
ið flutt til Englands, en þau
voru flest í hópi þúsunda flótta
manna er komust til Indlands
í uppreisninni árið 1956. Mörg
urðu viðskila við foreldra sína
á flóttanum, en önnur hafa
misst mæður sínar og feður síð
ar.
Börn þessi eru á aldrinum
5 til 13 ára og komu tuttugu
saman til Englands, sérstak-
lega valin af sjálfum Dalai
Lama, trúarleiðtoga Tíbeta,
sem dvelzt landflótta í Ind-
landi. Kveðst hann vonast til
þess að börnin njóti í Englandi
þerirar menntunar, að þau
geti e.t.v. síðar komizt heim til
Tíbet sem t.d. læknar eða
kennarar og aðstoðað landa
sína, sem söðugt búa við ánauð
kínversfcra kommúnista. Börn
in munu búa í flóttabarnaþorp
inu Sedlescombe í Sussex, þar
sem búsett eru 40 önnur börn
frá 14 þjóðum.
-- XXX ----
Um þessar mundir eru liðin
fjögur ár frá því Dalai Lama
flýði frá Lasha, höfuðborg Tib
ets, til Indlands, meðan upp-
reisn landsmanna þar var misk
unnarlaust bæld niður af kín
verskum kommúnistum. Flótti
Dalai Lama var hinn sögu-
legasti og lengi var ekkert um
örlög hans vitað.
í för með honum var fjöl-
skylda hans, nánustu vinir og
dálítill hópur Khamba her-
manna. Flóttafólkið fór nær
500 km. torvelda fjallaleið og
varð allan tímann að vera á
ferli í skjóli næturmyrkurs,
en leynast á daginn. Og allan
tímann leitaði þeirra gífur-
legur fjöldi kínverskra her-
manna og flugvéla.
-- XXX -----
Uppreisnin 1959 átti sér lang
an aðdraganda. Allt frá því
árið 1951, þegar Kínverjar
neyddu forystumenn Tíbeta til
þess að afsala sér meðferð ut-
anríkis- og hermála í hendur
Pekingstjórninni, höfðu bloss
að upp smáskærur og upp-
reisnir. Það var Khambaætt-
flokkurinn í austurhluta lands
ins, sem harðasta mótspyrnu
veitti og var hann Kínverjum
ætíð óþægur ljár í þúfu. Hin-
ir nýju herrar reyndu að
dreifa ættflokknum um landið
og síðar var gripið til eyðingar
herferða gegn honum, því
hvarvetna stóð hann fyrir
skæruhernaði gegn Kínverj-
um og gerði þeim marga
skráveifu.
Kínverjar unnu markvisst
að því að styrkja aðstöðu sína
í þessu erfiða fjallalandi og
sérhver andófstilraun þjóðar-
innar var miskunnarlaust
bæld niður. Jafnan var erfitt
að fá nokkrar upplýsingar um
það, sem fram fór í Tíbet, því
að samgöngur voru nær engar
nema til Kína.
Rétt áður en uppreisnin
brauzt út tóku þó að berast
fregnir af átökum til þorpsins
Kalimpong á landamörkum
Tíbets, Indlands og smáríkis-
ins Sikkim. Það sem olli því,
Tíbetska flóttabörnin í Bretlandi hlýða kennslu Búddhaprests-
ins, Tsultin Gyelsten.
að endanlega sauð upp úr var
grunur fólksins um, að Kín-
verjar ætluðu að ræna trúar-
leiðtoga þeirra, Dalai Lama —
sem þá var orðinn 23 ára, og
átti samkvæmt venju að leggja
land undir fót og heimsækja
klaustrin í landinu. Kínverjar
óttuðust mjög, að för hans
yrði til þess að efla andspyrnu
og baráttuþrek landsbúa og
því var það, að kínverski her
stjórninn í Lhasa sendi Dalai
Lama boð, hinn 10. marz, að
vera viðstaddur leiksýningu í
aðalbækistöð kínverska hers-
ins í Lhasa. Óskað var eftir
þvL að hann kæmi einn og án
lífvarða, og gagnstætt allri
venju var honum afhent boð
þetta persónulega, en ekki fyr
ir milligöngu stjórnarinnar.
Fregnir af þessu leikhúsboði
bárust til fólksins í Lhasa og
læsti sá grunur sig þegar fast
ann, að ætlunin væri að ræna
leiðtoga þjóðarinnar. Fjöldi
presta og pílagríma var í borg
inni til þess að fagna nýja ár-
inu og hylla leiðtogann, sem
orðinn var fullvaxta. Þyrpt-
ist fjöldi fólks til sumarhallar
hans, Norbulingkh, og hvatti
hann til þess að fara hvergi.
-- XXX ------
Dalai Lama hafnaði boði
herstjórans — en í þeirri þjóð
ernisvakningu, sem hafði grip
ið um sig, tóku nokkur þúsund
konur sig til og sömdu skjal,
þar sem krafizt var uppsagn
ar samkomulagsins frá 1951
og brottfarar kínverskra
kommúnista úr tíbetsku landi.
Fóru þær þess á leit við sendi
herra Indlands, Nepals og Bhú
an, að þeir fylgdu sér til aðal-
stöðva Kínverja og væru vitni
að afhendingu þessa skjals.
Ekki vildu þeir blanda sér í
málið, en þegar skjalið var af
hent nokkru síðar höfðu allir
tíbetsku þingmennirnir og
tíbetska stjórnin skrifað undir
það.
Næstu daga urðu dagleg á-
tök í Lhasa, — Kínverjar
reyndu miskunnarlaust að
kæfa kröfur landsbúa, en allt
kom fyrir ekki, átökin hörðn-
uðu og urðu að blóðugri ákafri
og átakanlegri frelsisbaráttu.
Hvernig þeim hildarleik lykt-
aði ætti að vera öllum í fersku
minni.
998piegel66-málið
- USSR
Framhald af bls. 1.
áhrif kommúnista á umheim-
inn.
• Af ummælum Orr-Ewings
kom m.a. fram, að Sovétríkin
munu nú eiga nokkur hundruð
kafbáta, þ.á.m. rúmlega 20, sem
eru knúnir af kjarnorkuhreyfl-
um, og búnir eldflaugum, er bor-
ið geta kjarnorkusprengjur.
• þá mun það vera ætlun
ráðamanna Sovétríkjanna að
auka svo við verzlunarflota sinn,
að hann verði um 20 milljón
brúttólestir 1980.
Ráðherrann lét nokkur orð
falla um „sérfræðinga“ Sovét-
ríkjanna, sem sendir hafa verið
til ýmissa landa, m.a. til þess að
vinna að hafnarmannvirkjum. —
Kvað hann það mjög athyglis-
vert í því sambandi, að margar
hafna þeirra, sem um ræðir,
væru á þeim stöðum, er hefðu
sérstaka hernaðarþýðingu. —
Nefndi hann se mdæmi, að Sov-
étríkin hefðu nú varið stórfé
(um 500 millj. ísl. kr.) til bygg-
ingar hafnarinnar Hodeide í Je-
men. Sagði hann höfn þessa nú
koma sér vel fyrir upDreisnar-
menn þar í landL
Loks sagði ráðherrann, að það
væri ljóst, af þeim upplýsingum,
er fyrir liggja, að Sovétríkin
hefðu látið mjög mörgum lönd-
um, sem nytu „aðstoðar“, í té
kafbáta og önnur hernaðartæki,
sem ekki gætu talizt liður í efna-
hagsaðstoð. Mætti þar nefna
eldflaugabúna eftirlitsbáta, sem
sendir hefðu verið til Kúbu,
senda ætti innan tíðar til Indó-
nesíu og fleiri staða.
26 tonn af ufsa
á tveimur dögum
Þorlákshöfn, 11. marz: —
Tuttugu og sex tonn af ufsa hafa
borizt hingað sl. tvo daga, 13 tonn
hvorn daginn. Bátarnir fengu ufs
ann í net skammt héðan.
í gær kom Leó frá Vestmanna-
eyjum með 8,7 tonn af ufsa, sem
fluttur var til Reykjavíkur. —
Annars hefur ufsinn verið flak-
aður hér og saltaður.
Ufsi fæst yfirleitt ekki í net.
Hann er að jafnaði veiddur á
handfærL — Magnús,
Bonn, 11. marz — NTB
VARAFORMAÐUR flokks
sósíaldemókrata í V-Þýzka-
landi, Fritz Erler, lýsti því
yfir í dag, á fundi, sem hann
hélt með fréttamönnum, að
Adenauer, kanzlari, hefði
ekki sagt allan sannleikann,
er „Spiegel“-málið svokall-
aða var á dagskrá í október í
fyrra,
Lagði Erler fram rúmlega
100 blaðsíðna skýrslu, er Sós-
íaldemókrataflokkurinn hef-
ur látið gera um málið. Eru
þar bornar brigður á yfirlýs-
ingar stjómar Adenauers,
þ.á.m. sérstaka skýrslu, er
stjómin lét leggja fram fyrir
mörgum vikum,
Telur Erler, og talsmenn
flokksins, að saksóknaraembætt-
ið hafi ekki farið að settum regl-
um í meðferð málsins, en lagt sig
fyrst og fremst fram við að gæta
hagsmuna landvarnaráðuneytis-
ins.
I skýrslu þessari, sem lögð var
fram í dag, segir, að stjórn Ad-
enauers hafi gefið rangar upp-
lýsingar á þingi, er málið var
þar tekið fyrir á sínum tíma. Er
talið, að framburður talsmanna
stjórnarinnar hafi verið rangur
eða villandi, að því er tekur til
15 atriða málsins.
• Er Adenauer, kanzlari,
sagður hafa látið sér ósönn orð
um munn fara — einu sinni.
• Hermann Höcherl, innan-
rikisráðherra — fimm sinnum.
• Strauss, landvarnaráðherra
— niu sinnum.
Lygi Adenauers á að vera f þvl
fólgin, að hann hafi, gegn betri
vitund, lýst því yfir, að hann
hafi fyrst fengið um „Spiegel“-
málið að vita, þ.e. aðgerðirnar
gegn starfsmönnum blaðsins, er
þær voru í þann veginn að hefj-
ast. —