Morgunblaðið - 07.04.1963, Page 1

Morgunblaðið - 07.04.1963, Page 1
J 44 siðtir (I. og II' Þessl fallega loftmynd var tekin yfir Akranesi fyrir skömmu. Sýnir hún höínina, sementsverk- smiðjuna og næsta- nágrenni. Ráöstefna um agrein- ing kommúnistaríkja Moskvu, 6. apríl (NTB) — Miðstjórn rússneska kommúnista flokksins hefur neitað boði Kín- verja um að Krúsjeff forsaetis- ráðherra komi í heimsókn til Pek tng til að ræða við Mao Tse-tung lun skoðanaágreining kommún- istaflokka ríkjanna tveggja. Legg ur miðstjómin til að ef Mao sjái sér ekki fært að koma sjálfur til Moskvu að ræða við Krúsjeff, verði boðaður fundur háttsettra fulltrúa flokkanna til að ræða málið. Sovétfulltrúarnir leggja til að fundurinn verði haldinn í maí, og segja stjórmmálamenn í Moskvu að hann geti haft úr- slitaáhrif um sambúð þjóðanna. Telja þeir litlar líkur fyrir því að Mao komi sjálfur til fundarins. Hinsyegar benda þeir á að þar sem Kínverjar áttu sjálfir hug- myndina að viðræðum um skoð anaágreininginn, muni þeir varla vera því andvígir að áðrir fulltrú ar flokkanna ræðist við. Fréttaritarar benda á að líkur séu fyrir því, ef samkomulag og samstaða næst í viðræðum þess- um, að enn verði hert á átökun- um í kalda stríðinu. Ef hinsvegar fundirnir verða án árangurs, er talið að því verði haldið leyndu. En fari svo getur það leitt til þess að Sovétríkin geri sér sérstakt far um að leysa ýms alþjóða deilu- mál, meðal annarra Berlínar- og afvopnunarmálin. Olía Karíó, 6. apríl (NTB) Húsnæðismálastjóm út hlutar 35 milljónum l\iesla lánsfjárupphæð í einu Ekki jafn mikib um húsbyggingar i áratug BLAÐIÐ átti f gær tal við Eggert G. Þorsteinsson, for- mann húsnæðismálastjórnar, út af húsbyggingalánum j>eim, sem stjórnin hefur unnið að úthlutun á að und- anförnu. Skýrði Eggert svo frá: Upp úr þessari helgi verða send bréf til þeirra, sem lán hafa hlotið. Veðdeild Lands- bankans annast um sendingu til- kynninganna og sér um dreif- ingu lánanna. Þetta er stærsta lánveiting húsnæðismálastofnun- arinnar, sem átt hefur sér stað í einu lagi og nemur alls 85 milljónum króna. Þess má.geta að það hefur ávallt verið kapps- mál húsnæðismálastjórnar að hægt væri að veita sem mestan hluta lánanna snemma ársins, því þá verður nýting pening- anna betri, er sumar fer í hönd. Þessi háa lánveiting er vitni þess að stefnt hefur í rétta átt. Til samanburðar skal þess get ið að allt árið 1962 veitti stofn- unin alls 86,1 milljón og er því þessi fyxri úthlutun yfirstand- andi árs nærfellt jafnhá. Þessari fjárhæð hefur nú ver- ið skipt til 1430—40 umsækj- enda, sem allir hafa hlotið ein- hverja úrlausn, í 90 bæjum og kauptúnum á landinu. Þegar vinna við þessar um- sóknir hófst hinn 10. marz sl. lágu alls fyrir 1672 umsóknir, en nokkur hluti umsækjendanna var ekki lánshæfur þar sem hús þeirra voru ekki fokheld. Þrátt fyrir þetta mikla átak er allstór hópur manna, sem ekki hefur getað fengið úrlausn að þessu sinni og kemup það fyrst og fremst til af því að aldrei fyrr hefur á jaifnskömm- um tíma bori^t jafnmikill fjöldi umsókna og nú. Sl. föstudag höfðu borizt 785 umsóknir frá áramótum. Hinn 1. janúar lágu hinsvegar fyrir 1135 umsóknir og voru margar þeirra ekki láns hæfar. Segja má að allt frá því út- hlutun hófst hinn 10. marz hafi verið unnið bæði nótt og dag, bæði hjá húsnæðismálastofnun- inni og veðdeildinni til þess að ljúka þessu verki sem fyrst. í sambandi við pessa lánveit- ingu má geta þess að aldrei fyrr hefur verið jafnmikil sala á teikningum frá teiknistofu hús- næðismálastofnunarinnar og nú frá áramótum. Það sem fyrst og fremst veld- ur þessara miklu húábygginga- öldu, sem nú er risin er bættur efnahagur fólks og aukin spari- fjármyndun með þjóðinni. Auk þess mun hið góða tíðarfar í vet ur hafa hér nokkur áhrif á því, haegf hefir verið að stunda bygg- ingarvinnu í allan vetur nær sem um sumardag væri. Fjárins í þessa lánveitingu er- aflað á eftirfarandi hátt: 45 millj. ónir eru eigið fé stofnunarinnar, nokkur hluiti frá ýmsum trygg- ingarstofnunum. Meginhluti fjár- tryggingarsjóði, sem lofað hefir 40 nulljónum í verðbréfakaup- um á áriinu. Þetta fé er að vísu ekki enn handibært, en fyrir milligöngu rikisstjórnarinnar við Seðlabank- ann verður það handbært til úthlutunar nú þegar. Eins og sjá má af þessum mikla fjölda umsókna á skömmum tima er mjög erfitt að ákveða fyrirfram fjárþörfina til lánanna Á undanförnum áratug hefir ekki risið jafn há byggingaalda og nú. Þess er að vænta að rík- isstjórnin leitist við að fremsta megni að leysa f jármál húsnæðis- málastofnunarinnar svo að ekki liði á löngu þar til haegt verði að sinna öllum gildum umsókn- um. Fyrir tilkomu viðreisnarinnar og aukningu sparifjársins hefir reynzt kleift að veita svo mik- il lán sem raun ber vitni og segja má að heilum landssvæð- um hafi verið fullnægt með lán- veitingar, en hins vegar eru önn ur, sem eru í mjög örri uppbygg- ingu og þwí hafa menn þar orð- ið afskiptir þvi tvennt er látið gild með ákvörðun lána til ein- stakra staða. Að % ræður íbúa- fjölda staðarins og % fjöldi um- sókna. Af framangreindu má því sjá að allmargir hafa að þessu sinni ekki getað fengið úrlausn, sagði Eggert Þorsteinsson að lokum. EGYPZKA olíufélagið til- kynnir að verulegt magn af olíu hafi fundizt nyrzt i Rauða hafi, í svonefndum Suezflóa. Heiður snaf nbót London, 6, apríl (NTB) STJÓRN Konunglega brezka bókmenntafélagsins hefur samþykkt að sæma ljóðskáld- ið Edith Sitwell og rithöfund- inn Evelyn Waugh heiðurs- nafnbótinni „Companion of Literature“. Nafnbót þessi er takmörk- uð við það að ekki mega fleiri en tiu bera hana. Alls bera átta skáld og rithöfundar nafnbótina, en fyrir voru Sir Winston Churchill, Edmund Blunden, E.M. Forster, Aldous Huxley, John Masefield og W. Somerset Maugham. Lunik IV. farinn framhjá tunglinu Óljósar fréttir um árangur tilraunarinnar Moskvu, 6. apríl (AP) — Tilkynnt var í Moskvu í dag að tunglflaugin Lunik IV. hafi far- ið fram hjá tunglinu á miðnætti á föstudagskvöld (isl. timi) í 8.500 km f jarlægð. „Tilraunum og mælingum sjálfvirku stöðvanna í Lunik IV. er nú lokið“, segir í frétt frá Tass, þótt þær haldi á- fram að sendá skilaboð til jarðar í nokkra daga. Verið er að vinna úr upplýsing um þeim, sem Lunik IV. sendi til jarðar. Tunglflaugin heldur á- fram ferð sinni út í geiminn, og lendir á braut umhverfis jörðu. Mesta fjarlægð frá jörðu verður fyrst um sinn 700 þús. km., en minnst fjarlægð 90 þús. km. En vegna aðdráttarafls sólarinnar og tunglsins á brautin eftir að breyt ast. , Áður en fréttin um ferð tungl flaugarinnar barst frá Moskvu, var talið sennilegt að Lunik IV. hefði lent á tunglinu. Brezki vís- sem er forstöðumaður Jodrell Bank rannsóknarstöðvarinnar, sagði í gærkvöldi að merkin frá Lunik IV. bentu til þess að ein hverjar meiriháttar breytingar væru að gerast á ferð flaugarinn ar. Skömmu seinna hættu merk in frá flauginni að heyrast, og taldi sir Bemard þá að Lunik IV. hefði lent á tunglinu. Tass fréttastofan sagði að frétt in í dag yrði síðasta tilkynningin sem gefin yrði varðandi ferðir tunglflaugarinnar. , Aldrei hefur verið látið uppi hvað væri raunverulegt verkefni tunglflaugarinnar. Gefið var þó í skyn í rússneskum blöðum að Lunik IV. ætti að ljósmynda landslag á tunglinu og senda myndir til jarðar, eða að koma mæli- og senditækjum fyrir á tunglinu. Landsíundur Sjálf- stæ Öisflokksins MIÐSTJÓRN Sjálfstæðis- flokksins, geri það hið flokksins beinir þcim ein- bráðasta og tilkynni dregnu tilmælum til flokksskrifstofunni full- flokkssamtakanna, að þau, sem ekki hafa þegar kjör- ið fulltrúa á Landsfund trúavalið. Miðstjóm Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.