Morgunblaðið - 07.04.1963, Page 15

Morgunblaðið - 07.04.1963, Page 15
r Sunnudagur 7. apríl 1963 MORCVHBLAÐIB 15* Ingvar Jóhann Sigurðsson Minning ííSWOTXíííí??5S5>3í!!SíííSSS!55!ifííííft:5SS?ííSíft::SS!!5íí$?iHSSS©í§j::$S:??5 r F. 23. des. 1949. D. 2. apríl 1963. Kveðja frá bekkjarsystkinum. VIÐ eigum erfitt með að koma orðum að því, sem við hugsum, þegar félagi okkar og vinur hverfur svona snögglega úr hópnum. Við vitum reyndar, að hann kemur aldrei aftur, en við erum ekki búin að átta okkur á því, og við skiljum það ekki. Okkur verður oft hugsað til samverustundanna. Atvikin rifj- ast upp fyrir okkur, hvert öðru ólíkt. Sum eru skemmtileg, þeg- ar við vorum að leika okkur eða glettast hvert við annað. Önnur eru alvarlegri, þegar taka þurfti á kröftunum við leik eða nám, eða til þess að leysa úr einhverj- um vanda. En eitt er eins í þeim öllum: Ingvar er ætíð góði, glaði félaginn. Hann var hægur og prúður, en jafnframt lifandi og skemmtilegur. Hann var góður drengur. Það var gott að vera nálægt honum. Við höfum aldrei fundið það eins vel og nú, þeg- ar hann er horfinn, þegar sætið hans er autt. Nú finnum við, hve mikils virði hann var okk- ur í öllum félagsskap og hv^ okkur þótti vænt um hann. Okkur langar til að þakka hon- um fyrir samveruna, þakka hon- um fyrir hlýjuna og hjálpsem- ina, þakka honum fyrir ánægj- una, sem við höfðum af að vera með honum. Þó að við séum ekki gömul, hugsum við stundum um fram- tíðina, hugsum um það, hvað við ætlum að gera og hvernig við viljum verða. Og við hugs- um líka stundum um það, hvað muni verða úr félögum okkar. Við erum öll sammála um það, að Ingvar Sigurðsson hefði orð- ið nýtur maður og duglegur, ef hann hefði lifað og haldið heilsu, og þó erum við fyrst og fremst viss um það, að hann hefði orðið góður maður. Um leið og við kveðjum Ingv- ar og þökkum honum fyrir sam- veruna, vottum við foreldrum hans, systkinum og öðrum vanda mönnum innilega samúð okkar. 1. bekkur C í Flensborg. MAÐURINN ákveður og breyt- ir síðan sínum ákvörðunum, en einn er sá sem öllu breytir og örlög mannanna fara eftir því. Þetta er sú stutta saga, sem segja má um síðustu ævistundir þínar í okkar jarðneska lífi. Von irnar bregðast og allar fyrirætl- anir hverfa við þau snöggu um- skipti þegar kallið kom. Kæri vinur og frændi, þú sem á morg- un átt hug okkar allra, sem til þekkja, við þig vil ég segja þetta: Lífsleiðin var stutt og lífið var gleði, við munum öll þitt blíða bros og þína léttu og góðu lund, hafðu þökk fyrir allt og guð blessi þig á leiðum þínum á hinni óþekktu strönd. Kæru foreldrar og systkin, sárin og söknuðurinn eru mikil, sem guð græðir með minning- unni um góðan og elskulegan dreng Guð blessi ykkur öll. E. Á. Á MORGUN verður til mold- ar borinn Ingvar Jóhann Sig- urðáson, sem lézt af slysförum hinn 2. apríl s.l. Ingvar var fæddur í Hafnar- firði 23. desember 1949, sonur (hjónanna Jólínar Ingvarsdottur og Sigurðar Árnassonar múrara- meistara. Ég, sem skrifa þessi fátæklegu orð til þín Ingvar minn, geri það vegna þess hvað þú varsit frá fyrstu tið sérstæður innan um þína leikfélaga. Aldrei varstu svo upptekinn í þeim leikjum og gáska, sem fylgir öllum böm- um, að þú hefðir ekki tíma til að líta upp og senda nágranna þínum það sérstæða bros, sem þú einn réðir yfir. Þetta hýra, en um leið hlédræga bros gerði það að verkum, að við urðum vinir, hljóðir vinir, sem brostum hvor til annars í hvert skifti, sem við mættumst, engin orð, bara bros, sem fól í sér mikið meira 'en hið hverstaklega ávarp „góðan dag“ eða „komdu sæll“. Það var, held ég þetta hýra, en hlédræga viðmót þitt, sem gerði þig svo vinælan meðal skólafélaga þinna, og allra, er kynntust þér. Þú vart augasteinn foreldra þinna, og þau lögðu sig fram um að varðveita þá góðu eigin- leika, sem þér voru gefnir í vöggu. Árin liðu 1 leik, starfi og skóia. —- Óðum nálgaðist sá dagur, sem tærstur er í lífi allra unglinga, fermingardagurinn. Eft ir ferminguna eru tímamót, þar sem unglingurinn fer að und- irbúa sig undir það lifsstarf, sem hann kann að velja sér, þá koma æ færri studir, sem gefast til að vera heima hjá pabba og mömmu. Þjóðfélagið sj'álft, skól- arnir, vinnufélagarnir, skemmti- | staðirnir og allt það, sem um er að velja taka þá að miklu leyti við því uppeldisstarfi, sem pabbi og mamma og góður heim- ilisbragur höfðu verið nær einráð um. „En skjótt bregður sól sumri“. í þeim hugleiðingum um ferm- inguna varstu kvaddur héðan á brott, til þeirra heima, sem bjóða þér meiri og betri þroska, en við samferðafólkið gátum, látið þér í té. Nú, Ingvar minn, þegar ég kveð þig, þá sé ég þig fyrir mér, þar sem þú hallar lítið eitt undir flatt og sendir mér þitt góð- glettna augnatillit og þitt sér- stæða, ljúfa bros. Nú skilja leið- ir okkar um stund, en þegar við mætumst nfst, þá munum við brosa hvor til annars á ný. Með þeirri fullvissu, að allt hafi sinn ákveðna tilgang, einnig það, að þú varst kvaddur héðan í blóma lífs þíns, óspilltur af þeim heimi, sem getur boðið upp á bæði illt og gott. Handa foreldrum þínum og systkinum skilur þú eftir þær ljúfustu minningar, sem hægt er að eiga um góðan dreng. Það má segja, að enn einu sinni stöndum við frammi fyrir því að „þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir“. Með þessum orð- um kveð ég þig. En foreldrum þínum, systkinum og öðrum vandamönnum flyt ég mína inni legustu samúð. „Vertu blessaður og sæll“. Nágranni“. Ferbist skemmtilega og Jbægilegs um Þáskana Fararstjórar: Guðmundur Magnússon Sveinn Jóhannsson. ’ > Llfar Jacobsen Ferðaskrifstofa Austurstræti 9 — Sími 13499. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Póstsendum um landið allt. V élahlutar Hepolite-vandervell stimplar slífar — legur fyrir Volkswagen — Skoda — Renautl Dauphine o. fl. nýkomið. Hagstætt verð. Brautarholti 6 — Símar 19215 — 15362. Cefínn út viðauki við orðabók Sigfúsar Blöndals ÁKVEÐIÐ hefir verið að gefa út viðauka við orðabók Sigfúsar Blöndals. Þessi nýja viðbót mun verða um þriðjungur af stærð sjálfrar orðabókarinnar. Þessi viðbót er útdráttur úr hinni geysistóru orðabók, sem orðabókarnefnd Háskólans hefir i smíðum, og fjallar fyrst og fremst um orð, er komið hafa til viðbótar málinu vegna breyttra atvinnuhátta og ýmissa nýjunga, sem orð hafa verið gerð yfir frá því hin gamla og gagn- merka orðabók kom út. Orða- bókarnefnd hefir annazt þetta y'erk. Blaðið fregnaði þetta í prent- smiðjunni Leiftri í gær og spurði forstjóra hennar,'Gunnar Einars- son, um gang verksins. Hann kvað langt komið setningu bók- arinnar og væri gert ráð fyrir að hún kæmi út um, eða upp úr, næstu áramótum. Mikið verk er enn eftir við prófarkalestur og annan frágang, sem að líkum lætur, með jafn stórt verk. Somkomur Almennar samkomur. Boðun fagnaðarerindisins Á Pálmasunnudag: Austurg. 6 Ilafnarf. kl. 10 f. h. Hörgshlíð 12 Rvik kl. 8 e. h. Samkomusalurinn að Hörgs hlíð 12, Rvík, verður opinn alla bænavikuna frá 8 f. h. til 10 e. h. Öllum er þess óska að eiga þar bænastund'fram fyr- ir drottni er heimilt að ganga þar inn. Hver og einn getur ráðið því hvort hann vill vera þar í einrúmi eða biðja með öðrum er þar verða til staðar. PROGRESS PROGRESS heimilistækin eru löngu heims- kunn að gæðum og endingu. PROGRESS heimilistækin eru heimskunn fyrir hina snjöllu þýzku tækni. GRÆNMETISKVARNIR RYKSUGUR HRÆRIVÉLAR BÓNVÉLAR SAFTPRESSUR VIFTUR PROGRESS heimilistækin eru aðeins seld hjá lögg. rafvirkjum, það tryggir yður góðar vörur og góða þjónustu. Sölustaðir: Akureyri: Raftækjav. RAFORKA h.f. Blönduós: Raftækjav. Straumur. Eskifjörður Rafvirkjam. Elás Guðnason Fáskrúðsfjörður: Rafvirkja Garðar Guðnason. Húsavik: Rafvirkjameistari Arnljótur Sigurjónsson. Hólmavík: Rafvirkjam. Halldór Hjálmarsson. Ólafsvík: Rafvirkjameistari Tómas Guðmundsson. ísafjörður: Raftækjav. Neisti h.f. Keflavík: Raftækjav. Ljósboginn. Norðfjörður: Rafvirkjam. Kristján Lundberg. Seyðisfjörður: Raf virkj ameistari Leifur Haraldsson. Reykjavík: RAFORKA, Vesturgötu 2. RAFORKA Laugavegi 10. Sauðárkrókur: Raf virkj ameistari Finnbogi Haraldsson. Siglufjörður: Raftækjav. Raflýsing h.f. Vestmannaeyjar: Ra f tæk j aver zlun Haraldur Eiríksson h.f. Patreksfjörður: Raftækjav. Vesturljós.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.