Morgunblaðið - 11.04.1963, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 11.04.1963, Qupperneq 7
Fimmtudagur 11. apríl 1963 MURGU1SBLAÐ1Ð 7 var með þreytustingi og bað um stóra bjórkollu. Hann fór —' að •hugsa um allan farangurinn, var áhyggjufullur, því að hann ótt- aðist, að þau væru komin með of mikið og yrðu að greiða háar upphæðir fyrir yfirvigt á heim- leiðinni. Hann var búinn með bjórinn áður en hann vissi af, pantaði annan — og fór að virða umferðina fyrir sér — og von- aði, að konan hans kæmi ekki aftur fyrr en hann yrði búinn með bjórinn og byrjaður á þeim þriðja, eða fjórða. Þá yrði heim- ferðin ekki jafnerfið, hælsærin fengju sinn skammt af neistan- um í bjórnum. Iðandi fólksstraumurinn leið fram hjá glugganum, öðru hvoru urðu árekstrar, því allir voru að flýta sér, en enginn komst þó áfram að gagni. Öðru hvoru bar fyrir gluggann fólk með stóra pinkla og marga. Ilann var viss um að það væru íslending- ar. Litli maðurinn í litla frakkan- tim var búinn með marga bjóra, orðinn hýr og hress, þegar konan hans birtist aftur. Og hvað hald- ið þið! Hafði hún ekki rekizt á hana Guggu í næsta húsi! Hún hafði verið í mesta reiðu- leysi, ranglandi í verzlunarhús- inu, að leita að einhverju, sem hún átti að kaupa fyrir einhvern þegar konan hans rakst á hana — því hvar hittast islenzkir ferðamenn í London annars stað ar en í Oxford stræti? Og þar eð konan hans var kunnug hafði hún hjáipað Guggu í næsta húsi að kaupa ýmislegt — og þá gekk það eins og í sögu. Jæja, af stað n»eð okkur, sagði hann — og þau fóru af stað. Gugga þurfti að koma við í hattabúð dálítið neðar i göt- unni. Hún hafði rekizt þar á út- sölu, þurfti að kaupa ódýra hatta fyrir saumaklúbbinn. Og þang- að var haldið. Þeir, sem séð hafa hattaútsölu þar sem öll borð eru hlaðin hött- um og allar vilja helzt máta sama hattinn til þess að vera vissar um að einhver önnur kaupi ekki einmitt eina hattinn, sem passar — þeir vita hvernig hattaútsala fer fram. En fyrir þeim, sem ekki hafa séð þetta fyrirbrigði, þýðir ekkert að lýsa aðförunum. Sú lýsing yrði aldrei nema ófullkomin. Galdurinn var sem sagt að komast að borð- inu, komast í gegnum allan kvennafansinn, og ná í nokkra hatta fyrir saumaklúbbinn. fs- lenzku ferðalangarnir aðhöfðust ekkert. Þetta var erfitt — með fangið fullt af pinklum. Hvort sem það var vegna þess að bjórinn sat enn í litla rúann- inum í litla frakkanum, eða vegna þess að hann vildi ekki láta í minnipokann fyrir öllum kvennaskaranum, þá var eitt víst, að hælsærin virtust ekki há honum lengur. Hann hnyklaði brýrnar, einblíndi á eina hatta- hrúguna á afgreiðsluborðinu og gekk svo af augum — á skarann. Hávaðinn var geysilegur, marg- ar hendur á lofti — og enn fleiri hattar. Áður 'en konan hans vissi af var sá litli kominn inn í miðja kösina, eldur brann í aug- um hans. Það var greinilegt, að hann var enginn viðvaning- ur, hann var ekki hræddur. Kannski var hann lögregluþjónn, vanur að fást við ólátabelgina á gamlárskvöld, eða var hann íþróttamaður og vanur að ryðj- ast í gegn um vörnina, upp að opnu markinu? Kannski hafði honum líka þótt gaman að gangaslag, þegar hann var í skóla, kannski upplifði hann einn bomsuslaginn í „den tid“, eða þá að hann var genginn í barn- dóm og var að slást um skyr og rjóma. Góða stund barst kempan um í þvögunni eins og klemmdur milli skips og bryggju en loks náði hann í hattahrúg- una, tók fangið fullt — og bakkaði svo frá borðinu, fulllest- aður. Já, það eru ekki allir, sem geta veitt sér þann lúxus að lyfta sér upp í London. ★ Litli maðurinn í litla frakk- anum þurfti á hvíld að halda þegar hann kom heim úr utan- ferðinni. Konan hans sá um að koma öllum varningi til skila, en hann hafði náð sér að fullu eftir fimm daga og gat þá aftur farið í skóna sína, þá, sem hann keypti úti. Þegar hann kom í vinnuna á ný var hann umkrigd ur af vinnufélögum og spurning- um rigndi yfir hann: „Var ekki gaman í London?“ „Drtfikstu mikinn bjór?“ „Hvar skemmt- irðu þér helzt?“ „Hvað keypt- irðu?“ Sá litli var rogginn og svaraðir „O, maður skemmti sér á öllum helztu stöðunum. Jú, jú, það var fjandi skemmtilegt, maður sá svona sitt af hverju. Annars tók maður það mest ró- lega.“ En til þess að bæta sér og konu sinni þetta bauð hann henni í Naustið um næstu helgi. Hann varð sætkenndur og skemmti sér betur en nokkru sinni fyrh, enda er það ekki á hverjum degi, að fólk, sem stend ur í húsbyggingum, gerir sér dagamun — og lyftir sér reglu- lega upp. Haraldur J. Hamar Framhald af bls. 3. óstýrilátum uxum fyrir. Og uppl í fjöllunum ekur maður framhjá telpu eða gamalli konu með kindahóp og á röltinu kringum kindurnar spinnur hún á gamla snældu, til að nota tímann, rétt eins og smalastrákarnir gerðu hér á landi fyrir nokkrum- ára- tugum, þegar þeir hlupu með strokkinn á bakinu. Og á mark- aðstorginu í miðju hverju þorpi getur að líta fólk í hinum feg- urstu og margbreytilegustu þjóð- búningum. í augum ferðamannsins eykur slíkt aðeins fegurð umhverfis- ins. Og bóndinn á asnanum, kon- an með baggann og telpan með snælduna virðast ekki hugsa með beiskju til ferðamannsins, sem þýtur framhjá og þyrlar yfir þau rykinu, eins og ég gerði ætíð, því serbneski bílstjórinn, sem ekk- ert tungumál skildi nema sitt, hélt að allar athugasemdir tákn- uðu að hann skyldi auka hrað- ann. Fólkið á veginum bara brosti út undir eyru og veifaði, svo lítil er bílaumferðin og svo elskulegt er þetta fólk, sem þarna býr. Elín Pálmadóttir Trúlolunarhringar atgrciddir samdægurs HALLDÓR ____Skólavörðustig 2._ ATHUGIÐ ! að borio saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. 99 CARDINALINIM 66 Bíllinn sem sameinar allt sem væntanlegur bíleigandi óskar sér • Stór bíll en sparneytinn. • Vel byggður en ódýr. 9 Farangursgeymsla fyrir alla fjölskylduna. • Þarf ekki að smyrja nema einu sinni á ári. • Ótrúlega kraftmikil miðstöð. • Kælikerfið lokað, tveggja ára ábvrgð. • FORD merkið er trygging fyrir beztu mögu- mögulegu þjónustu. ATH.: Afgreiðsla í maí, ef pantað er strax. SVEIINHM EGILSSOEM H F Laugavegi 105 — Símar 22469 — 22470. Vinsæjasta fermingargjöfin cr PlfRPÖNT úr Garðas* Ölafssosi ★ ★ ★ ★ ★ ★ 9 Vatnsþétt Höggvarið Obrjétanleg gangfjöður Sjálfvinda Dagatal 60 mismunandi gerðir. ursmiðor Lækjartorgi, sími 10081.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.