Morgunblaðið - 11.04.1963, Page 10
10
MORCVNBL .4 ÐIÐ
Fimmtudagur 11. apríl 1963
EIN er sú sveit hér á landi, sem
verður þeim er þangað koma
hugstæðari en flestar aðrar. Hún
var fyrrum í þjóðbraut, en nú
eiga þar fáir leið um. Þykir
mörgum þess vegna í full mikið
ráðizt að fara þangað, þótt það
sé í rauninni ekki meira fyrir-
tæki en að fara til Vestmanna-
eyja.
Þessi sveit er öræfasveit, sem
að norðan liggur upp undir
Vatnajökul, en takmarkast að
austan og vestan af stórfljótum
og ógreiðfærum söndum. f suð-
ur er svo hafið og opin hafnlaus
strönd.
Öræfingar hafa þó kunnað að
notfæra sér alla þá möguleika,
sem nútíma samgöngutækni hef-
ur getað veitt þeim. Innan síns
héraðs aka þeir á jeppum, og
þeir eiga góðan flugvöll, sem
jafnt sumar sem vetur er í föstu
áætlunarsambandi við Reykjavík
og Hornafjörð. Afurðir sínar
flytja þeir á flugvélum á hverju
hausti.
Þrátt fyrir þetta verður því
ekki neitað, að sveitin er af-
skekkt, og eins og annars staðar
þar sem þannig er háttað, hefur
það mótað fólkið. Sérátakir sið-
ir ríkja í sveitinni, sem eru ó-
þekktir annars staðar, og mál-
farið er örlítið öðruvísi en að-
komumenn eiga að venjast.
Fært er á bílum úr öræfum
snemma vors, meðan minnst er
í vötnunum, en annars eru um
tvær leiðir að velja til að komast
þangað. Önnur þeirra er að fara
flugleiðis, en hin að fara á bíl
frá Hornafirði um Suðursveit og
yfir Breiðamerkursand og fá sig
síðan ferjaðan yfir Jökulsárlón-
ið. Síðan taka Öræfingar við og
koma þér á áfangastað.
Ekki er nein gistihúsaaðstaða
í öræfum, en tjaldnæði er þar
nóg, og öræfingar eru hjálplegir
með þær vistir, sem ferðalangar
þurfa.
— ★ —
Það er gaman að vakna að
morgni í tjaldi skammt frá
bæjarhlaðinu á Skaftafelli. Fugl-
arnir syngja í skóginum fyrir
utan tjaldið, árniður heyrist í
fjarska og nær hjalar bæjarlæk-
urinn.
Veðrinu þarf sjaldnast að
kvíða, því óvíða á íslandi er
jneiri veðursæld en í öræfum.
Það er nóg að skoða, svo rétt
mundi vera að byrja daginn
snemma og ganga upp í Bæjar-
gilið, sem bæjarlækurinn renn-
ur um.
'Skammt ofan við bæinn endar
gilið, og þar fellur lækurinn nið-
ur í háa, skeifulaga stuðlabergs-
hvelfingu. Gilið snýr móti suðri
og hlíðarnar eru vaxnar þéttum
gróðri, og þótt ekkert skyggi á
sólina er samt þægilega svalt eft-
ir að komið er inn í hvelfingúna
að Svartafossi. Lækurinn er
vatnslítill, og ósjálfrátt undrast
maður, að hann skuli hafa getað
grafið þetta gil.
■ Það hefur verið haft fyrir
satt, að stuðlarnir kringunj þenn-
an foss hafi verið fyrirmynd
Guðjóns Samúelssonar, þegar
hann teiknaði Þjóðleikhúsið, og
vissulega er sami þungi hátíð-
leikablærinn yfir báðum stöðun-
um.
Við erum á ferð þarna hópur
skólasystkina og erum að eyða
saman síðustu dögum fjögurra
vetra samveru. Það er óeirð í okk
ur, og við látum ekki þennan fall
ega stað binda okkur til lengdar,
heldur göngum við fljótlega
út úr skeifunni og upp á Skafta-
fellsheiðina, sem raunverulega
er engin heiði, heldur aðeins ás
milli tvegigja skriðjökla. Hann er
að miklu leyti vaxinn kjarri, en
fé hefur um aldaraðir troðið sér
götur milli runnanna.
Að vestanverðu við heiðina
eru brattar skógiklæddar brekk-
ur, svo brattar, að velja verður
leiðina niður þær í Morsárdal, en
þar rennur Morsá. Er þá hollast
að velja fjárgöturnar. Yfir ána
verður að vaða til að komast í
Bæjarstaðaskóg, og það er auð-
fundið að hún hefur aðeins runn-
ið skamma leið úr jöklinum.
Menn skyldu halda, að í nám-
unda við annað eins ísbákn og
Vatnajökul, legði kaldan gust frá
jöklinum, en svo er þó ekki.
Meðan við göngum yfir sandana
í Morsárdal fækkum við klæð-
um sem mest við megum.
Eins og annað gróðurlendi í
öræfum liggur skógurinn í
brekku, sem vatnsflaumurinn
nær ekki til í vorleysingum eða
þegar Skeiðará ryður sig. Um
skóginn falla margir lækir, sem
hafa skafið farveg sinn niðúr á
klöpp, og falla í fossum niður
hlíðina. Undir mörgum fossun-
um hafa myndazt skálar í klöpp-
ina nokkuð djúpar — og til að
flýja hitann leggjumst við í
skálarnar. Það þarf ekki að hafa
áhyggjur af að þurkka sér, held-
ur leggjumst við á klappirnar og
látum sólina þurrka okkur á eft-
ir.
Eftir að hafa staldrað við í
Bæjarstaðaskógi er erfitt að slíta
sig þaðan. Þó er þarna á næstu
grösum merkilegt náttúrufyrir-
bæri, sem ekki er unnt að láta
hjá líða að skoða. Skammt fyrir
vestan skðginn eru upptök
Skeiðarár. Flestir verða eftir í
skóginum, en ég hef löngun til
að sjá hvar þessi á kemur undan
jöklinum, þessi á, sem hefur
reynzt einhver þrálátasti farar-
tálminn, og löngun mín verður
værðinni yfirsterkari.
Ég hef ekki gengið lengi, þegar
ég kem að jöklinum og árniður-
inn berst að eyrum mér. Það er
sem það bergmáli í jöklinum og
annað slagið heyrist marra í hon
um. Framundan eru nokkrir
sandhólar, og handan við þá
hljóta upptökin að vera.
Nú finnum við að það er farið
að kólna, enda eru ekki nema
nokkur hundruð metrar að jökl-
inum. Síðasta spölinn göngum
við með fram Skeiðaránni, sem
beljar fram í feiknalegum
straumköstum, þótt hún falli
nærri því eftir jafnsléttu. Hún
er ekki mórauð, heldur öllu
frekar eins og freyðandi, grá-
brún leðja.
Sandhólarnir eru ekki það sem
þeir sýnast. Aðeins efsta lagið
er sandur, en undir því eru
stórir ísjakar, sem hafa brotnað
úr jöklinum í hlaupi og orðið
eftir. Nú eru þeir srtlám saman
að bráðna og skilja þá eftir sig
feiknadjúpar skálar, sem næsta
hlaup fyllir aur og sandi.
Þegar ég hef klifið einn hólinn
blasir allt í einu við mér feikna-
leg sýn. Út um þröngt op neðst
á skriðjöklinum, op, sem er marg
falt minna en rás árinnar annars
staðar, brýzt hún með miklum
boðaföllum. Sandurinn, sem ég
stend á, nötrar undan átökunum,
0g við og við þyrlar straumiðan
vatninu langt upp á jökulvegg-
inn.
Einstaka smájakar, sem hafa
brotnað úr jöklinum, liggja í far-
vegi árinnar skammt frá, en þeir
láta örugglega fljótt á sjá undan
straumþunga jökulleðjunnar •—
en stöðugt bætast nýir við.
Eftir að hafa séð upptök þess-
arar ár, jafnvel þegar hún er
hvað vatnsminnst, getur engum
dulizt eyðileggingarnríáttur henn
ar, og hugsa sér svo þær nátt-
úruhamfarir sem verða, þegar
hlaup kemur í hana.
Síðari hluta þessa góðviðris-
dags hefst á Svínafelli, sem er
ekki fjarri Skaftafelli, árshátíð
Öræfinga, en þá er slegið saman
flestum tyllidögum ársins, og
Öræfingar taka sér frí frá störf-
um eftir því, sem búskapurinn
framast leyfir.
Þegar við komum úr göngu«
ferð okkar heim í tjöldin er orð-
ið áliðið dags. Allir eru frá sér
numdir af sveitinni, sem þeir
‘hafa kynnzt, en nú gefst okkur
tækifæri til að kynnast fólkinu.
Þrír jeppar bíða okkar hjá tjöld-
unum, þegar við komum, og okk-
ur er boðið á hátíðina. Sveitin er
það lítil, að ferðahópurinn leyn-
ist þar ekki, og Öræfingunum
finnst við ekki með nokkru móti
mega standa utan við skemmtun
þeirra.
Allir í sveitinni, sem vettlingi
igeta valdið, taka þátt í gleðinni
af lífi og sál. Hátíðin er haldin
á túninu á Svínafelli, danspallur
hefur verið settur upp, og kaffi-
veitingar eru undir berum
himni. Skortir ekki á veiting-
arnar, hvorki mat né alls kyns
drykk, þótt Öræfingar verði löng
um að vera sjálfum sér nógir
um flest, enda hefur lengi vors
verið undirbúin þessi hátíð,
Það á vel við þegar sjaldan er
gerður dagamunur að skemmta
sér bæði vel og lengi, og það er
liðið langt fram undir morgun,
áður en sveitarfójkið fer að sýna
á sér fararsnið. Þann sama dag
höldum við félagarnir aftur í
þéttbýlið.
Daganna í Öræfum hef ég
minnzt síðan og þeir munu seint
^iverfa mér úr huga
Þór Hagalín.
í
/ ■