Morgunblaðið - 11.04.1963, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.04.1963, Qupperneq 12
MORCVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 11. apríl 1963 VIÐ stóðum innan við virkis- vegginn og horfðum yfir hvíta ströndina. Klukkan var langt gengin sjö. Margt fólk á ferli, sumir stóðu við vegginn og skimuðust um eins og við, aðrir voru á rölti, pískruðu saman eða héldust í hendur og þögðu. Allir virtust bíða einhvers. Dag- urinn hafði verið heitur og blár. Þó sáust hér og hvar hvítir hý- ungar, eins og himninum hefði láðst að vanda morgunrakstur- inn. Það hafði verið logn fram eftir degi, en nú tekið að kula af vestri. Mér fannst gusturinn þægilegur. Hár hennar straukst við vanga minn. Og það var hlý tilfinning að standa svona ná- lægt henni og finna sjávarlykt- ina víkja fyrir ilmi úr hári. Ég var að hugsa um hvað þessi dagur hafði verið grómlaus og átakalítill. Og áður en ég vissi hafði ég ósjálfrátt lagt vinstri handlegginn yfir öxl hennar. Hún leit á mig og brosti. Svo stóðum við þegjandi og biðum. Úr tröppum fyrir ofan okkur heyrðist rödd fullorðinnar konu. „Ertu ekki að koma, við verð- um of sein.“ „Ætli maður verði ekki nógu fljótur,“ sagði maðurinn. Ég leit við. Konan var grann- holda. Hún hafði blágrátt hár, hvítan sumarhatt á höfði. Mað- urinn var feitlaginn, með þykkt viskínef, svart yfirskegg og hvítan sexpensara. Hann var ön- ugur í röddinni og hafði auð- heyrilega lítinn áhuga á óvæntri tilraun konunnar til að taka sjálfstæða ákvörðun. Hann var staðráðinn í að fara sér að engu óðslega. „Ætli maður hafi ekki fundið sjávarlykt áður,“ tuldraði hann niður i pípuna sína. Og í stað- inn fyrir að hlaupa á eftir kon- unni,. nam hann staðar í efstu tröppunni og renndi augum upp slakkann. Konan tók sér stöðu við virkisvegginn skammt frá okkur. Hún ætlaði ekki að missa af neinu. Þau eru ýmsu vön úr löngu hjónabandi, hugsaði ég; hafa líklega ekki orðið sammála um neitt síðan hann kom heim úr fyrra stríði og hún hljóp hikandi upp í fangið á honum á Victoríustöðinni. Hann leit sem snöggvast yfir ströndina, svo púaði hann reykn- um út í rakt loftið og fékk sér sæti á tröppunni. Ég þóttist sjá framtíðina í augljósu karpi þessa lífsþreytta skemmtiferðafólks, en gat ekki hugsað mér að spilla eftirvænt ingunni með svo hversdagsleg um bollaleggin^um; horfði held- ur upp hæðina og vírti, fyrir mér gamlar og framúrlegar byggingarnar og fjölskrúðugan gróður virkisins; leyfði augunum að grannskoða staðinn og fara óhindrað um næsta nágrenni, unz þau staðnæmdust við klaust- urkirkjuna. Hún hafði, vissi ég, gegnt merkilegu hlutverki fyrr á öldum, hlustað á bænir munk- anna og verið sívekjandi um- gjörð um auðmýkt þeirra og guðsótta, en átti nú ekki annað eftir en standa þarna eins og við bíða. Áþreifanlegt tákn þeirrar stoltu óvissu, sem við köllum líf; í senn nýtt og vekfandi mosagróið og hrumult. Nú var hún ekki til annars en upplyft- ingar fyrir forvitin augu að komugesta. Nokkru neðar höfð- um við gengið eftir gömlum öngveg fram hjá áminnandi og óhugnanlegri dýflissu, þar sem sumir skæðustu foringjar stjórn- arbyltingarinnar lágu á sínum tíma hlekkjaðir við raka mosa steinsveggina og gátu huggað sig við það eitt, að hafa sáð hug- sjón sinni í brjóst Parísarmúgs- s. Við höfðum komið til Parísar nokkrum dögum áður en við héldum til Mont Saint Michel til að hverfa í hringiðu heimsborg- arinnar og öðlast langþráða hvíld frá einstaklingsþrasi smá- bæjarins og virtist ætla að tak- ast, en þá eitt kvöldið var okk- ur gengið upp á Pígall. „Gott kvöld,“ sagði ungur, rið- vaxinn maður á bjagaðri ensku og þreif í handlegginn á mér. Ég kinkaði kolli heimóttarlega og spurði, hvað hann vildi. „Sígarettur," sagði hann ákveð ið, „amerískar sígarettur.“ Ég tók upp pakka og ætlaði að bjóða honum kamel, en hann hristi höfuðið. „Nei, nei, peninga," sagði hann með sárbænandi handa- pati, „mig vantar dollara. Ég er atvinnulaus, en þér getið hjálp að mér. Ég á þrjú börn heima og get ekki gefið þeim að borða. Þeir létu mig fá tíu þúsund franka og ef ég get skipt þeim í dollara fæ ég prósentur, hvað segið þér um það?“ Ég hristi hann af mér og við héldum áfram eftir götunni, en þá kom hann aftur, greip í hand- franka á amerískum sígarettum fyrst hann átiti í þessum bágind- um og börn hans sultu heima? Ég stóðst ekki mátið. Ég ákvað að gerast lögbrjótur. „Komið þér með frankana,“ sagði ég. Hann tók tíu þúsund franka seðil upp úr vasanum. Ég rétti honum dollarana og hann laum- aði að mér seðlinum. Um leið kom kunningi hans einhver og kynnti sig. Svo kvöddu þeir og hröðuðu sér burt. Við héldum áfram, en ég gat ekki látið vera að hugsa um þessa undirfurðulegu náunga. Ég stakk hendinni ósjálfrátt í brjóstvasann og skoðaði seðil- inn, sem hann hafði rétt mér. Þúsund frankar! , Ég var í senn sár og reiður yfir þessum svikum. Þeir skulu fá sína lexíu, og ég bað hana bíða mín og hljóp Uiðui dimma götuna, þar sem þeir höíðu horf- ið fyrir næsta hon. Gatan var draugaleg og enginn á ierli, þó aðalgatan að torginu væn krökk af fólki. Á næsta horni sá ég tvo menn skiptast á orðum og þótt- ist vita það væru þeir félagar. Þeir höfðu ekki orðið mín varir í myrkrinu. Ég beið í húsasundi, þangað til þeir kvöddust. Þá elti ég hljóðlega þann sem hafði fengið dollarana hjá mér. Þegar ég var aðeins í nokkurra metra fjarlægð frá honum, sneri hann sér við. Hann stöðvaðist á gang- stéttinni og við horfðumst í augu. Hann var stjarfur í and liti og ég fann hann var til alls vís. Ég gekk hikandi í áttina til hans, en þó ákveðið. Hann spurði flóttalega: „Hvað vantar þig?“ „Peningana?“ spurði hann læ- víslega. „Þú hefur stolið peningunum,“ sagði ég. „Hvaða vitleysa," sagði hann sakleysislega. „Það er engin vitleysa," hreytti ég út úr mér, „ég ætlaði að hjálpa þér, en. . ..“ Ég gat ekki lokið við setning- una, því hann greip fram í fyrir mér um leið og hann seildist ofan í brjóstvasann á jakkanum sínum. „Ó, hérna er seðillinn," sagði hann eins og það kæmi honum mjög á óvart. „Þetta eru einhver mistök.“ Hann leit aðgætandi í kring- um sig, fleygði seðlinum í mig og tók á rás eftir götunni. Ég flýtti mér aftur upp á Pígall. Um þetta var ég að hugsa, þar sem við stóðum við virkis- vegginn og horfðum ýmist út á hafið eða upp til klausturkirkj- unnar, þessarar einmanalegu þústar, sem vinnufúsar hendur höfðu hlaðið þarna á eyjunni. „Ætli það fari ekki að koma?“ spurði enska konan óþolinmóð. „Koma, hvað?“ sagði maður- inn ólundarlega og púaði reykn- um án afláts út í mollulegt loft- ið. Mér fannst einhvern veginn þessi maður minna mig á eim vagn og ástríður hans inni- byrgðar í einskonar gufukatli í brjóstholinu. „Ég veit ekki hvað þeir vilja með allar þessar kirkjur,“ sagði hann. „Nú fer það að koma,“ sagði konan með uppglennt augu. „Kirkjur, þetta eru fangelsi," sagði maðurinn. „Ætli það flæði ekki alveg í kringum eyjuna?“ sagði konan. legginn á mér, dró mig undir stóra bíóaúglýsingu af Marilyn Monroe og bað mig hjálpa sér. „Þeir, þeir....“ stamaði hann, siðan kom löng þvogluleg skýr- ing á erfiðleikum hans og lífs- baráttu. Ég var farinn að vorkenna þessum manni og einhvern veg- inn verkaði hann þannig á mig, að ég fór að hugsa um hvort ég væri ekki illmenni ef ég hjálp- aði honum ekki, svo nauðstödd- um og aðþrengdum. Hvað gerði til þó hann þénaði nokkra „Hvar eru peningarnir?“ spurði ég. Hann ætlaði að grípa til hnífs, sem hann bar inni á sér, en ég var fyrri til, þreif í handlegg- inn á honum og hvæsti framan í hann: „Ef þú kemur ekki með pen- ingana skal ég drepa þig á stundinni.“ Orðin hljómuðu undarlega í eyrum mínum, ég þekkti ekki mína eigin rödd^ Og ég var ó- hugnanlega sterkur. Hann brosti. „Skárri er það nú guðsóttinn," sagði maðurinn og renndi aug- unum upp eftir kirkjunni. „Ég vona að fló^ið drepi ekki kindurnar þarna í fjörunni,“ sagði konan, „þá fá ferðamenn- Iirnir ekkert að borða.“ Það var eins og maðurinn tæki nú fyrst eftir orðum kon- I unnar. „Þið hugsið aldrei um ’ neitt annað en mat,“ sagði hann og bætti við: „Eigum við ekki heldur að ganga niður eftir og fá okkur einn drykk.“ „Skyldi það hafa drepið margt fólk," sagði konan og teygði mjóan hálsinn út yfir virkis- vegginn. Svo benti hún í áttina að fjarlægðarbláum sjónhringn- um í vestri og svipur hennar ljómaði af eftirvæntingu. Maðurinn fór að söngla. Það var eins og hann kæmist í betra skap við tilhugsunina um drykk- inn. Ég var einkennilega laus við allan kvíða og áhyggjur. Lík- lega var ég allt að því ham- ingjusamur; það var hár hennar sem bærðist í golunni og strauk andlit mitt. Það var langt síðan ég hafði verið eins áhyggjulaus og þennan dag. Seltan og sjáv- arloftið voru styrkjandi. Að vísu hafði heitur sandurinn verkað lamandi, en samt gott að vaða í lónunum. „Á maður að trúa því að flóð- ið komi eins hratt inn ströndina og þeir sögðu í París?“ spurði hún. „Hver veit?“ sagði ég. Eftir ævintýrið á Pigall, hafði ég fyrir alla muni viljað komast burt úr borginni. Næsta morgun gengum við niður í norrænu ferðaskrifstofuna skammt frá óperunni. Þar var margt fólk. Enginn virtist hafa tíma til að tala við okkur. Ég tók til bragðs að ryðjast eins og hinir. Þá spurði ung stúlka með svört gerviaugnhár, hvað hún gæti gert fyrir mig. Ég sagði henni ég vildi komast burt úr borg- inniy „Og hvert viljið þér fara?“ spurði hún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.