Morgunblaðið - 11.04.1963, Page 13

Morgunblaðið - 11.04.1963, Page 13
Fimmtudagrtr '11. apríl 1963 MORCVJSBLAÐIh SITGES „Eitthvað," sagði ég. Hún leit á mig sljóum spurn- araugum, svo ég bætti við: „Ég vil bara komast eitthvað burt úr borginni.“ Hún brosti. „Þér skuluð fara til Mont Saint Michel‘„ sagði hún. „Miont Saint Michel?“ endur- tók ég, „hvar er það?“ „í Normandí," sagði stúlkan. „Hvað er þar?“ „Staðurinn er talinn eitt af furðuverkum heimsins; eyja með þröngum stígum upp á all- hátt klettafjall, og efst á fjall- inu stendur ævagömul kirkja, xnjög þekkt. Þarna eru líka gömul virki og virkisveggir, frægt fangelsi og margt fleira. Og svo er þessi staður frægur fyrir flóðin, sem koma inn ströndina svo hratt að veð- hlaupahestur hefur ekki betur." „Gott,“ sagði ég, „þangað för- um við.“ „Þið sjáið ekki eftir því,“ sagði stúlkan. Nú stóðum við þarna og bið- um eftir að flóðið kæmi æðandi yfir sandinn og umlyki eyjuna. Krákustígur tilverunnar er und- arlegur, hugsaði ég. Ef ég hefði ekki hitt svartamarkaðsbraskar- ann á Pígall værum við enn í París. Ég hafði að vísu ekki verið Snægður með máltíðina sem við fengum í gistihúsinu, þó her- bergið væri ódýrt og notalegt. Við höfðum pantað okkur ostr- ur í sítrónusafa og óbragðið ætl- aði aldrei að hverfa úr munn- inum á mér. Svo höfðum við fengið þykka kartöflusúpu eins og til að minna okkur á að hversdagsleikinn hefði ekki al- gerlega yfirgefið líf okkar. Og loks höfðum við fengið kinda- kjöt, sem mér líkaði ekki. Það var ættað úr fjörunni, var mér sagt. Ég leit yfir fjárhópinn, sem stóð á beit á bökkunum og fór að tala við kindurnar í hugan- um: „Ösköp eruð þið nú vondar á bragðið," sagði ég, „þið eruð ó- geðslega feitar og óþolandi salt- ar. Þá eru nú kindurnar heima betri á bragðið." Ég brosti að þessari hugsun minni. Hún leit á mig. „Að hverju ertu að hlæja?“ spurði hún. „Ég er svo glaður yfir því að flóðið skuli ekki koma,“ sagði ég. „Af hverju ertu glaður yfir því’“ „Ég veit það ekki.“ „Svona verður þú einhvern tíma,“ sagði hún stríðnislega og hnykti til höfðinu í áttina til Eng] endingsins. „Og þá skilurðu við mig,“ sapði ég. Hún hristi höfuðið og horfði fast á mig með samankipruð augu, eins og til að undirstrika að hún kippti sér ekki upp við þá tilhugsun að svona ólundar- legur fitukeppur yrði allt I einu ábreifanlegasta staðreynd lífs hennar. Við höfðum staðið þama drjúga stund og það var byrjað að skyggja og ég fylgdist með Skuggunum, hvernig þeir lögð- ust yfir sandinn og biðu þolin- móðir eftir að hafið kæihi. Þeir voru öðru vísi en skuggarnir heima. Þar voru þeir aldrei kyrrir, en fikruðu sig óþolin- móðir niður eftir hlíðum fjall- anna með dýpt landsins í mynd sinni, sumir bláir eins og fjap- lægðin, aðrir dökkir eins og augu hennar. „Það er farið að skyggja," sagði maðurinn og stóð upp. Þegar konan svaraði ekki, andvarpaði hann og tautaði við sjálfan sig: „Maður kemst víst ekki undan því.“ Augu okkar hættu að hvima út 1 endalausa fjarlægðina og við horfðum sem snöggvast spyrj- andi á hann, en þá rölti hann niður tröppurnar til konunnar. „Ætli það væri ekki meira vit 1 að fara niður í verzlanirnar og kaupa minjagripi?" sagði hann. En konan hrisiti höfuðið eins og hún hefði ekki heyrt það sem hann sagði. Hún þrýsti sér að veggnum og horfði bergnumin til hafs. „Nú hlýtur það að fara að koma,“ sagði hún, „það endar víst alltaf með því.“ Maðurinn var orðinn órólegur, og nú fór hann að horfa eftir því hvort ekki mætti búast við, að þessi langa bið tæki enda og hafið kæmi öslandi inn strönd- ina og legðist eins og djúpur svefn yfir sandinn. Hann hafði talað um minja- gripi. Mér fannst líf okkar eins og samsafn af minjagripum, sem við höfðum keypt misjafnlega dýru verði úr hendi þess undar- lega kraftar sem gamlir menn kölluðu með óttablandinni virð- ingu forsjón eða örlög. Við höfðum eignazt marga slíka minjagripi saman. Nú bættist við enn einn. Hún hafði alizt upp á norður- landinu,' þar sem melgresið er einskonar guðspjall í baráttunni við myrkrið og dauðann. Við stóðum á þessari gráu hásléttu einn hryssingslegan júnídag og horfðum suður til fjalla. Ég gerði mér í hugarlund að það væri desembermánuður og þreif- andi bylur, og skildi þá allt í einu þann beyg sem ég hafði fundið hún bar í brjósti vegna stórhríðanna. Við sögðum ekk- ert. Fjöllin voru með hvolpa- nasir, ~þau voru köld og hrá- slagaleg. Skuggar þeirra teygðu sig eftir okkur, þar sem við stóðum í hrauninu. „Við skulum koma heim í bæ- inn,“ sagði ég. Hún kinkaði kolli án þess að svara. Mér fannst hún döpur. „Finnst þér ekki fallegt hérna?“ spurði hún. Ég svaraði engu, því ég vildi ekki særa hana, og kannski einnig vegna þess ég var hálf lamaður af yfirþyrmandi ógnum þessarar eyðilegu sveitar. „Þegar ég heyri byljina lemja utan húsin, verð ég alltaf hrædd,“ sagði hún. „Ég held dauðinn sé hvítur ofanbylur. Ætli það séu ekki áhrifin héð- an?“ Mér leið hálfilla, það var kalt. Grá ísþoka læddist yfir hraunið og sandana og var orðin svo þétt þegar við komum heim á hlað, að við sáum ekki handaskil. Landið var horfið og ég man mér datt í hug að fjöllin sendu frá sér þessa þoku, eins og þeg- ar herskip hylja sig reykskýi. Síðan hefur einhvern veginn aldrei gróið um heilt milli mín og öræfanna. Þó fannst mér gott að hafa skroppið þangað. Ég skildi hana betur. „Nú kemur það,“ hrópaði kon- an ^ allt í einu og tókst á loft. „Nú kemur það.“ Hún greip í ofboði í manninn. Við horfðum öll til hafs. Hafið kom æðandi eftir hvítum sönd- unum og svolgraði í sig landið. sleikti það löngum tungum, gleypti það svo í sig eins og gráð ugt skrímsli. „Það kemur," sagði maðurinn og tyllti sér á tær. Hann varð ákafari með hverri sekúndu sem leið. Ég gjóaði augunum til hans, og sá hVar hann læddi handleggnum utan um konuna og hélt í hana dauða- haldi eins og hann væri í senn hræddur og ringlaður. Hún er þá björgunarhringurinn harls, þegar öllu er á botninn hvolft, hugsaði ég. Líklega hefur hún oft verið ofantekin um sína daga, en nú — Sjórinn flæddi allt í kringum eyjuna á nokkrum mínútum, og mér fannst við mundum aldrei komast í land aftur. Við hefðum látið ginnast og nú værum við eins og dýr í gryfju. En þá allt í einu fann ég að hún tók var- færnislega í hönd mína, þrýsti hana fastar og fastar og það var eins og beygúrinn streymdi úr líkama mínum. Kannski heldur hún einmitt svona í höndina á mér, hugsaði ég, þegar flóðið mikla kemur að síðustu og ekki er lemíur undankomu auðið. Matthías Johannessen. „fsland er land andstæðnanna“ segir, þegar höfðað er til fróð- leiks- og ferðafýsnar erlendra, í því skyni að laða þá á norður- slóðir. í augum íslendinga kunna þær andstæður, sem hér er vikið að, að taka á sig blæ hversdagsleikans, þegar langt um líður. Því kunna þeir að leita andstæðna síns eigin umhverfis, á sama hátt og erlendir, en and- stæður norðurslóða er helzt að finna í suðri. Þegar reynt er að gera sér grein fyrir, hvað því veldur, að einn staður á jarðarkringlunni verður öðrum minnisstæðari, eða kærari, en aðrir, kann tungan að vefjast um tönn. Einkum, ef lýsa skal yfir slíkri skoðun í skyndi. Þó held ég, er ég reyni að gera -mér grein fyrir eigin skoðun í þessum efnum, að svarið og skýr ingin sé nærtæk. Svo nærtæk, meira að segja, að mig langar til að grípa til orðaflaums og mælgi, til að fela einfeldni sjálfs mín. Ég spurði: hvert langar þig, ef þú mættir fara á morgun. Ég, að minnsta kosti, bind mig við ramma minnar eigin reynslu, og því kýs ég lítið þorp við Mið- jarðarhafsströnd Spánar, sem heitir Sitges. Hvers vegna, kann éinhver að spyrja, og ég líka. Því skal ég reyna að svara. Andstæður, íslenzkar, eru að- allega tvær, í mínum augum, sunxar og vetur. Vetur er sú, er ég kann ver við, reyndar oft illa, og því kann óþolinmæði min að ráða nokkru um, að mér finnst það stundum um megn að bíða sumarsins. Einu sinni tókst mér þó að leika á vetur konung, og stytta valdatíma hans. Sá leikur hófst að morgni, suður á Reykja- víkurflugvelli, og lauk ekki löngu síðar — suður við Miðjarðarhaf. Þá hafði ég á skömmum tíma séð byrjun , vorsins. vorið, sumar- byrjun og sjálft sumarið. Ferð- inni lauk þar sem sumarið var, nær eilíft í mínum augum, a.m.k. miðað við heimahaga, og það tókust kynni, þótt þau hafi ekki enn verið endurnýjuð. Frost / og fönn, það var hált undir fót, þegar ég flaug upp að morgni dags, og hélt í suður. Á hádegi sá ég fyrstu brumhnapp- ana handan hafsins, og um k-völd ið sá ég allaufguð tré í Englandi. Morgni síðar, þegar lestin rann um sléttur meginlandsins, var hiti í lofti, og allt grænt. Sólin hækkaði á lofti, og eftir ótrúlega stuttan tíma var komið sumar, hlýrra og sólríkara en um getur hér heima. Úlpunni kastað, og tekin upp sumarföt, nær á sama sólarhringn um. Mér leið vel, betur en mér hafði liðið í marga mánuði. Myrkrið var horfið, kuldinn var horfinn. Ég gat vaknað á morgn- ana í þeirri vissu, að sólin skein. Ég gat gengið nokkur skref fram á götuna, og við blasti _ löng, hrein og hvít sandströnd. Ég gat lagzt niður og notið þeirrar sól- ar, sem stundum er beðið eftir árangurslaust, sumarlangt, hér heima. Ströndin sú er við þorp, sem heitir Sitges, um hálftíma lestar- ferð sunnan við borgina Barce- lona á Spáni. Þetta er lítið þorp, kannski ekki einu sinni „spánskt“ í augum þess, sem hefur farið og litið Andalúsíu, séð þeldökk- ar ungfrúr þessa sólríka lands. Sumir víðförlir segja mér, að Sitges sé líkara alþjóðlegum sam komustað sólhungraðra Norður- landabúa, en þeim Spáni, sem rit- að er um af fjálgleik í bókum. Víst er það, að þar má heyra marga tungu talaða, kunnuglega og ókunnuglega, en hvort, sem þær skiljast eða ekki, þá leyna ánægjubros sér aldrei. Gerist menn þungir og heitir á ströndinni, setji að þeim þorsti í sólarhitanum, þá er ekki annað en standa upp, og ganga nokkur skref að næsta veitingahúsi. Þar er allt að finna, sem drykkjar- nafni tjáir að nefna, þótt drukkn ir menn séu þar sjaldgæfari en rigningardagar í eyðimörk. Þjóð verjar drekka bjór, Bretar te, Frakkar rauðvín, og íslendingar líta allt um kring, biðja svo um kóka kóla, þegar þeir gera sér grein fyrir, að annað sterkara hefur ekkert upp á sig í slíku umhverfi — og þjónninn spyr bvaðan í Bandarikjunum þeir séu ættaðir. Þegar líður á dag, kostar það aðeins um 10 krónur að bregða sér inn til Barcelona, til að gera innkaup, eða virða fyrir sér næt- urlíf almúgans á götunni. Þar,’ í borginni, safnast menn saman til að ræða knattspyrnu og nautaat, en aldrei bregzt, að það séu merk ustu atburðir líðandi stundar. í borginni gera menn líka betri kaup en í þorpinu. Þar er dagur- inn lengri og nóttin styttri, þótt hún nægi fyllilega til að búa menn undir nýjan dag á strönd- inni. í húsunum, á götunni, á strönd. inni í þessu þorpi, Sitges, fann ég þá andstæðu við veturinn okkar langa, sem ég kann bezt- við: sól og sumar. Þetta þorp er staðurinn, þar sem ég fann sum- arið, þegar vetur var heima, stað urinn þar sem mér finnst það eiga heima. Lái mér, hver sem vill, fyrir að þykja vænt um hann. Ásgeir Ingólfsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.