Morgunblaðið - 11.04.1963, Qupperneq 15
Fimmtndagur 11. apríl 1963
MORCT’KHT 4 ÐIÐ
15
RÚSTIR OG RÚSIR
mjórri og mjórri eftir því sem
ofar dró og síðast fikraði ég mig
upp tréstiga, sem var næsta lóð-
réttur. Þá kom ég út á hring-
myndaðar svalir og horfði yfir
bæinn, sem baðaður var í ágúst-
sólinni.
Múrinn, sem umlykur bæinn, er
um það bil 700 ára gamall. Hann
hefur staðið af sér tímans tönn
að mestu leyti, þó hrunið sé úr
honum á köflum. Á sínum tíma
prýddu hann 44 turnar og standa
sumir þeirra enn. Margar fleiri
byggingar í bænum geta státað
af háum aldri eins og fyrr segir,
m.a. dómkirkja heilagrar Maríu,
sem er elzta kirkjan á Norður-
löndum, sem varðveitzt hefur ó-
skemmd frá miðöldum. Smíði
hennar var hafin um 1100 og stóð
yfir í rúma öld. Að sjálfsögðu
hafa margar endurbætur farið
fram á kirkjunni, sú síðasta á
lýðveldisári okkar íslendinga.
Nýútsprungnar rósir í stórum
kom ég auga á húsið sem ég bjó
í, hvítt og vinalegt. Flest íbúðar-
hús bæjarins standa utan við
múrana, a.m.k. þau nýrri. — í
Visby virðist rikja sami siður og
ég kynntist sem ung stúlka í for-
eldrahúsum á Akureyri, að fjöl-
skyldan losar nokkur herbergi í
húsinu um sumartímann til að
geta leigt ferðafólki. Konan, sem
leigði okkur íslendingunum, var
ákaflega elskuleg og hreykin af
að fá eitt þjóðlandið í viðbót í
gestabók sína. Það var stúlkan á
ferðaskrifstofunni við höfnina,
sem útvegaði okkur herbergið,
því erfitt er að fá gistingu í bæn-
um yfir sumarmánuðina. Hún var
hressileg í tali, hraustleg í útliti
og kvað fast að orði. Okkur var
skemmt, þegar hún sagði, eftir
að hafa hringt í allar áttir: „Já,
det ar í orden, men Ni má betala
förti kroner per kjaft.“ Ekki veit
ég hvort Gotlendingum þykir
þetta kurteislega að orði komizt,
en hrædd er ég um að Stokk-
hólmsbúi hefði hrist höfuðið ýfir
þvilíkum munnsöfnuði.
Frá kirkjuturni heilagrar
Maríu sást glöggt hvernig göt-
urnar greindust í bænum. Þær
eru afskaplega þröngar, eins og
fyrr segir. Það greip mig alltaf
undarlegur geigur, þegar ég gekk
eftir þessum þröngu, hellulögðu
götum. Sérstaklega á kvöldin,
þegar ys dagsins hafði hljóðnað.
Klausturkirkja heilags Nikulásar
Ég leigði mér hjól daginn eftir
að ég kom til Gotlands, og hjól-
aði um eyna þvera og endilanga.
Þar er gott að hjóla, landið flatt
vegirnir malbikaðir og breiðir,
ilmandi skógur til beggja handa.
Ég fór fram hjá stórum öktum,
sykurrófugörðum, myndarlegum
býlum, baðströndum, fögrum
kirkjum og fornum rústum.
Þessi staður hefur gróið fastar
í meðvitund mína en flestir aðr-
ir staðir, sem ég hef heimsótt.
Orsakanna er kannski ekki svo
langt að leita. Það er talið full-
sannað, að steinaldarmenn hafi
haft aðsetur á eynni, auk þess
sem hún hefur að geyma áþreif-
anlegar minjar frá fyrri hluta
miðalda. Fortíð hennar hlýtur að
snerta tilfinningar hvers fslend-
ings, sem alinn er upp í að bera
virðingu fyrir öllu gömlu og
góðu. Auk þess var ferðin keðja
nútímalegra ævintýra, sem áttu
sinn þátt í að eyjan er mér ó-
gleymanleg.
Það var sæmilega heitt í veðri
þann tíma, sem ég dvaldi á Got-
landi, um 20 stiga hiti og steikj-
andi sólskin. Ég var í sumarfrís-
skapi og hjólaði syngjandi kíló-
meter eftir kílómeter, eins fá-
klædd og ég frekast þorði. Sólin
gax mér duglega ráðnmgu fyrsta
daginn. Hún var óspör á geish
sína og lét þá leika sér á búk
mínum og útlimum. Afleiðingin
var hroðalegur sólbruni. Daginn
eftir neyddist ég til að fara í
síðar brækur og langermaða
peysu og var ekki laust við að
eyjaskeggjar brostu að þessum
kulsæla íslendingi. — Þó skömm
sé frá að segja, varð ég a-x-
lega fegin, þegar. einn daginn
skall á haglél með grenjandi rign
ingu á' eftir, öllum til mikillar
skelfingar og bændunum til stór
tjóns, því akrar spilltust. En loft-
ið varð. svo dásamlega svalt á
eftir.
Ég var stödd í jurtagarðinum í
Visby, en þar eru saman komnar
fleiri þúsund jurtategundir, þeg-
ar élið skall á. Nokkru áður hafði
ég veitt því eftirtekt að dregið
var fyrir sólu. Andartaki síðar
var sem kúlnaregn úr hríðskota-
byssum hefði dunið yfir bæinn,
haglið dansaði á húsaþökunum,
strætum og stígum, fólki og fén-
aði. Stærð haglkornanna fylltu
mig undrun: þau voru ‘á stærð
við vínber. Ég leitaði skjóls inni
í kökubúð og skemmti mér drykk
langa stund við að horfa á hagl-
kornin dynja á gluggarúðunni,
velta eftir póstinum og niður á
götuna. Ég fór út á tröppur og
náði í nokkur högl og skoðaði
þau í lófa mér. Þau voru hörð og
Stór. Mig langaði mest til að
geyma nokkuf og hafá með mér
heim, því ég var viss um að
enginn tryði því að slíkir köggl-
er gætu fallið af himni, og segðu
mig fara með fleipur eitt.
Eftir élið kom fossandi rigning
lem myndaði marggreindar lækj-
arsprænur á götunum. Krakk-
arnir voru komnir út á ný og léku
sér við að stífla lækina og búa til
litla polla. Ég hélt út í rigningu,
þegar glymskrattinn í kökubúð-
inni tók að spila „True love“ í
fjórða sinn, og leitaði mér skjóls
undir steinboga. Þar var nota-
legt að dvelja; regnvatnið seytl-
aði rétt við nefið á mér eftir ó-
jöfnum steinveggnum, liðaðist
meðfram mosagróningi og mynd
aði litla fossa á nibbunum.
Þegar ég minnist á „True love“
flýgur mér í hug, að nokkrum
dögum áður en ég kom til eyj-
arinnar voru Grace Kelly og
Rainier fursti þar á ferð. Þau
bjuggu að sjálfsögðu í fínasta
hóteli eyjarinnar, sem stendur
rétt utan við Visby. Einn daginn
lagði ég lykkja á leið mína og
svipaðist um á hótelinu og
ströndinni fyrir neðan. Forvitnin
rak mig þangað, því sífellt var
verið að segja við mig: „Ertu bú-
jn að sjá hótelið? Það er alger
mótsetning við rústirnar okkar,
mörg smá timburhús úr harðviði
útbúin með öllum þægindum.“
Brauðsneiðin sem ég fékk þar
var helmingi dýrari en brauð-
sneið af sömu stærð í bænum.
Þetta var annar og dýrari heim-
ur en ég átti að venjast. Fólkið
var hljóðlátt og prúðbúið, lék
tennis og synti í einkasundlaug-
um. Á kvöldin voru haldnar dýr-
indis veizlur. „í kvöld verður
haldin veizla til heiðurs am-
bassadors Kúbu,“ sagði þjónninn
við mig. „Það verður krabba-
veizla, því nú eru krabbarnir
komnir, ljósrauðir og gómsætir.
Það er leyfilegt að nota fingurna
í stað gaffla, þegar þeir eru borð
aðir.“ En ég kaus heldur að naga
krabbana á rómantísku rósahóteli
í bænum.
> ★
í ferðapésum stendur, að rústa-
og rósabærinn Visby eigi sér
enga líka í veröldinni. -Innan
múra hans hvílir forneskjulegur
andi Hansakaupmanna, þó atóm-
kaupmenn hafi nú skotið þar rót
um eins og arfi í velhirtum kart-
öflugarði. En þeir gæta þess að
spilla ekki anda fortíðarinnar,
verzlanirnar eru yfirlætiálausar,
húsin gömul, göturnar þröngar.
Stíll bygginganna er margbreyti
legur, allt eftir því hvaða öld
þær tilheyra. Arkitektnemar eru
tíðir gestir á eyjunni, og má sjá
þá sitja á strætum úti með blað
og blýant og rissa upp myndir af
húsum, kirkjum, hálfhrundum
veggjum og brotum, svo eitt-
hvað sé nefnt. Borgin er náma á
því sviði.
Það er siður ferðalanga að
hreykja sér á hæsta tindinn og
virða fyrir sér útsýnið í suðri,
norðri, austri og vestri. í borgum
og bæjum klifra þeir venjulega
upp í hæstu byggingar og verða
kirkjuturnar oft fyrir barðinu á
þessari áráttu aðkomugesta.
Tröppurnar upp í dómkirkjuturn
heilagrar Maríu voru margar og
brattar. Stigagangurinn varð
flákum stinga mjög í stúf við
hinn ellihruma bæ. Innan um
mosagrónar og grámyglulegar
rústir, í görðum, svölum og
gluggum, blómstra rósir í þús-
undatali og gæða staðinn lífi og
fegurð. í veitingáskálanum, þar
sem ég át hafragrautinn á morgn
ana, var allt baðað í rósum, og
ilmurinn bragðbætti grautinn. í
fyrsta skipti á ævinni þótti mér
hafragrautur góður og fara vel
í maga. Var mér sagt að hann
væri soðinn úr nýmöluðum höfr-
um sem ræktaðir væru á eyj-
unni. Hann var einn vinsælasti
rétturinn í morgunmund hjá
ferðafólki með léttar pyngjur.
Þarna var saman komið fólk úr
öllum heimshlutum og bar mest
á Þjóðverjum í klossum, með
nestismal á baki og fötin útötuð
í minnismerkjum, sem gaf til
kynna hve víðförlir þeir væru.
Rétt utan við borgarmúrana
Ég bjóst hálft í hvoru við að
mæta heilum herflokki riddara
við hvert götuhorn, í hringabrynj
um og með alvæpni. Og viti
menn, við eitt slíkt götuhorn
mætti ég raunverulega herliði,
að vísu ekki í hringabrynjum,
tíeldur í einkennisbúningi sænska
hersins. Þeií' gengu tílístrandi
fram hjá að hætti sinnar tíðar,
lausir^ við alla fornaldarróman-
tík. Ég spurðist fyrir skömmu
síðar, hvaðan þessi sending hefði
komið, og fékk að vita að sænski
herinn hefur æfingastöð fyrir lið
sitt á eyjunni. Þegar ég ætlaði að
heilsa upp á nokkrar íslenzkar
rollur, sem mér var sagt að 'he^fð-
ust við á Farö (lítil eyja við
norðurströnd Gotlands), komst
ég að raun um að herinn hafði
lokað svæðinu.
Ýmsar hættur eru búnar rölt-
andi ungmeyjum á þessum mjóu
götum. Eitt sinn heyrði ég ískur
við horn, og sá hvar fagurrauður
vélknúinn fararskjóti beygði á
tveim hjólum inn stíginn, sem
ég var stödd á. Hann fyllti al-
veg út í götuna og færðist nær
og nær með feikna hraða. Nú
voru góð ráð _ dýr, slétt húsaröð
á báða bóga. Ég lokaði augunum
og þrengdi mér inn í næstu dyra-
gætt. Vindgjóstur þaut eftir baki
mér. Ég var sjálfri mér sárreið í
í langan tíma á eftir að hafa snú-
ið baki í fjandmenn mína, en það
er nú svo: margir eru heiglar á
hættustund.
Ég varð var við það við mörg
tækifæri, að Gotlendingar eru
ákaflega hreyknir af eyju sinni
og fortíð hennar, og það kom
mér raunar ekki svo spánskt
fyrir sjónir. Mér er afskaplega-
minnisstæður Gotlendingurinn,
sem ég hitti á skipsfjöl.' Hann
talaði um Hansakaupmenn,
löngu liðna kónga og biskupa,
sem þeir væru sínir næstu
nágrannar og var óþreytandi að
veita alls konar fróðleik um eyj-
una. Einnig var tíann mjög spur-
.ull um Siglufjörð, og kom í ljós
að hann verzlaði með íslenzka
síld úr tunnum, sem á stóð:
Siglufjörður, ICELAND.
\ \
★
Ég ætla að ljúka þessari frá-
sögn með því að segja frá ógleym
anlegu kvöldi á þessum forn-
fræga stað. Það hófst i ljósa-
skiptunum í rústum klaustur-
kirkju heilags Nikulásar, sem
Dóminíkamunkar reistu um 1100.
Rústirnar eru tiltölulega heilleg-
ar; þó vantar hluta af þakinu og
stórar glufur eru i veggjum.
Myrkrið þrengdi sér smátt og
smátt inn í klaustrið og brátt var
orðið aldimmt. ,Úti heyrðist ekk-
ert nema suðið í engisprettunum.
Munkar gengu um klaustrið
með logandi kyndla og sungu
sálma. Yfir öllu hvíldi blær ó-
raunveruleikans. Aldirnar hurfu
og munkurinn Petrus de Dacia,
stendur í kórnum. Það var verið
að flytja helgi- og kraftaverka-
leikritið Petrus de Dacia, með
tónlist eftir Friedrich Mehler, en
leikrit þetta er flutt á hverju
sumri í rústunum. Óbreyttir borg
aTar í Visby koma fram í gervi
munka, nunna, hermanna o.fl.,
en söngvarar flytja aðalhlutverk-
in.
Efni leikritsins er mér að
nokkru leyti horfið úr minni, en
eftir er kyngikraftur þessarar
stundar, sem verður mér ógleym-
anlegur um aldur og ævi.
Ilalldóra Gunnarsdóttir.