Alþýðublaðið - 28.12.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.12.1929, Blaðsíða 2
e 2<lsÞVÐ0BISA&l@ Hátt kaop er lyftistöng framfara i atvinnu- málum. Fyrir nokkru flutti blaðið „Po- litiken" einkar fróðlega grein <mt danskan iðnað og afkomu iðnaðarfyTÍrtækja i Danmörku árið 1928. Hefir samband danskTa iðnaðarfyrirtækja gefið út ítarlega skýrslu um þetta efni og er vitnað til hennar í grein- inni. Heildarniðurstaða ársins varð sú, að hagnaður allra iðnaðar- fyrirtækja í landinu þetta ár varð samtals h. u. b. 1/5 (19"/o) meiri en áTið áður, 1927. Ber margt til þessa, en þó einkum það, að vélar hafa vérið auknar og end- urbættar, nýtízku aðferðir teknar upp og kapp lagt á að greiða fyrir sölu innan lands og utan. Eitt eftirtektarverðasta atriði skýrslunnar er það, að pótt fram- ietdslumagnid hafi aukist um 'Sjtofo. frá pví áríð áður, pá hefir verkamönnunum fjölgað um að eins 5,3 °/o á sama tíma. Sé litið 15 ár aftur í tímann og árið 1913 borið saman við ár- ið 1928, sést 'þó enn betur, hversu geysi-mildar framfarir hafa orð- ið í þessum efnum á undanförn- um árum. Samanburðurinn sýnir: að á pessum 15 árum hefir fram- leiðslan aukist um 40°/o, vinnu- tíminn á dag verið stijttur úr 91/2 klukkustundum niður í 8 klukkustundir og tala verka- mdnna haldist svo að segja ó- breytt. Nú búa því 100 verkamenn til gafnmikið af vörum á 8 klukku- stundum og 140 verkamenn bjuggu til á 9Va klukkustund fyr- ir 15 árum. Hoer verkamaður afkastar nú jafnmiklu á 100 klukkutímum og hwn afkastaði áður á 166 tím- um. Afköstin hafa pannig aukist um 2/3 hluta eða 660/0. Hvað veldur þessum feikna- framförum? „Háa kaupið,“ segir „Politiken" alveg afdráttarlaust. Fer hér á eftir í þýðingu sá kafli greinar- innar, er um þetta fjallar: „Kaupgjaldið og verklegar framfarir. Á erfiðleikaárunum var , þvi hvað eftir annað haldiö fram af iðíjuhöldum og atvinnurekendum, að ekkert annað ,en hlífðarlausar kauplækkanir gæti gert áðnaðinn aftur samkeppnisfæran. Nú sýn- ir pað sig, að einmitt háa verk- kaupið hefir verið sá sporinn, sem bezt hefir dugað til pess að knýja fram notkun fullkomnari véla og hentugri starfstœkja; háa kaupið hefir verið spori, sem iðnaðurinn ógjarna hefði mátt án vera.“ (Leturbr. hér.) Svo farast þessu danska blaði orð; blaði, sem kaupsýslumenn og atvínnurekendur standa 'að. Hátt kaup og stytting vinnutím- ans eru, að þess dómi, helztu lyftistengur framfara i iðnaði og atvinnumálum yfirleitt. Verklýðs- félögin knýja fram(hækkun kaups og stytting vinnutíma. Þetta verður aftur til þess að atvinnu- rekendur fara að nota fullkomn- ari vélar og áhöld og draga úr ýmsum óþörfum kostnaði, og það verður aftur til þess, að fram- leiðslan verður meiri og ódýrari þrátt fyrir hækkað kaup og styttri vinnutíma. Mikið eiga íslenzkir atvinnu- rekendur enn ólært. Hér er jafnan samróma við- kvæði atvinnurekenda allra, þeg- pr rætt er um kauphækkun, hveTsu lítilfjörleg sem hún er, að hún hljóti óumflýjanlega að verða til þess að drepa atvinnu- fyrirtækin, og sami er söngurinn ef rætt er um að stytta vinnu- tímann. Þegar lögfest var 6 stunda hvíld í sólarhring á botn- vörpuskipum, vdr það viðltvæði ýmsra útgerðarmmanna, að með þeim lögum „væri rekinn síðasti naglinn í líkkistu útgerðarinnar*'. „Kaupið (þ. e. kaup sjómanna og verkafólks í landi) er eini hreif- lanlegi kostnaðarliðúr útgeröar- innar,“ er jafnan orðtak Jónte* Ólafssonar þegar, deilt er um kaup og kjör verkafóiks á sjó eða landi. Málpípur atvinnurekenda hér syngja sama sönginn. Magnús Jónsson, guðfræðikennari við Há- skóla Islands, hefir haldið um það langan fyriTlestur, að „verka- menn hafi farið of geist“ í kaup- kröfum, að þeir hafi „tekið of rnikið af ágóða fyrirtækjanna í kaupgjald jafnóðum." í augum þessara manna eru at- vinnufyrirtækin til vegna eigend- anna eingöngu, til þess að veita þeim arð af fé þeirra eða um- ráðafé, en ekki til þess að full- nægja þörfum fólksins, sem vinnur. „Hlífðarlausar kauplækk- anir“ eru í þeirra augum bezta ráðið til þess að auka arð eig- endanna. Með því móti er hægt að hahla öllu gangandi, þótt ó- hemju fé sé að óþörfu eytt í stjórnarkostnað og söluumstang, þótt ekkert sé hirt um að bæta starfsaðferðir, áhöld eða verzl- unarhætti. Ef hægt er að halda kaupinu nógu lágu og hafa vinnutímann nógu langan er ó- þarfi að leggja í kostnað við um- bætur og framfarir — hugsa at- vinnurekendur hér. En jafnóðum og verkalýðnum með samtökum sínum tekst að fá kaupið hækkað og vinnutím- ann styttan neyðast atvinnurek- endur til að taka upp hentugri starfsaðferðir, draga úr óþarfa kostnaði og fá sér fullkomnarj vélar og áhöld. Verklýðsfélögin hér, eins og annarsstaðar, verða helzta lyftistöng umbóta og fram- fara í atvinnumálum einmitt með því að knýja fram umbætur á kjörum fólksins og kaupi. Henry Ford, milljönamæringur- inn ameríski, er átrúnaðargoð margra þeirra, sem ætla sér að græða fé. Hann hefir sagt: „í Ameríku á alt að vera ódýrt nema vinnan; hún verður aldrei of dýr.“ Þegar „Áslaug44 fórst. FB., 27. dez. Frá Osló er símað: „Áslaug" strandaði í ofsaroki á skeri utan við Bayona. Fiskimenn í Bayona sáu skip í sjávarháska á jóla- nóttina. Skipsmenn skutu eldflug- um til þess að gefa til kynna, að þeir væru í hættu staddir. Voru þa settir á flot þrír björg- unarbátar, en fiskimönnunum tókst ekki að komast út að skip- inu vegna óveðursins. Reyndist ógerlegt að bjarga skipsmönnun- um. Áhöfn eins björgunarbáts- ins sá 8 skipsmenn á „Áslaugu“ kasta sér útbyrðis. Þeir höfðu allir bundið á sig björgunarbelti. Hafa þeir sennilega ætlað að gera tilraun til þess að bjargast til lands á sundi, en bylgjurnar köstuðu þeim þegar að skerjun- um. Átta lík, öll með björgunar- beltum, hefir síðar rekið á land, mjög lemstruð. Bréf og skjöl, sem fundist hafa á líkunum, eru að kalla ólæsileg. Allir hinir skipsmennirnir hafa einnig far- ist. Samkvæmt fregn frá „Uni- ted- Press“ voru skipsmennirnir alls 22, og kona skipstjórans var einnig á skipinu, og hafa þannig alls 23 farist. „Áslaug" hefir að kalla má alveg liðast í sundur.. Að eins er framstafninn sjáan- legur. I.eikfélaH Rcyhjaviftnr; Flónlð, Eftir Channing Pollock. „Á almannatorgum köll- uðu þeir mig flónið með pyrnikórónuna.“ „F!ónið“ er sagan um Gyðing- inn Krist, alþýðumanninn, er barðist gegn ofríki og yfirgangi, sem boðaði mönnunum frið, bræðralag og samhjálp og hafði svipu að vopni, er hann rak burtu mangara og vixlara úr musterinu. — Það er boðskapur fátæka hugsjónamannsins, er gekk ekki almannaleið, en steig upp á fjöllin og talaði þaðanmáli smælingjanna, fátæklinganna. — Það er frásögnin um jafnaðar- manninn, er barðist gegn verandi þjóðskipulagi og vildi stofna annaö nýtt, sem ekki átti að vera grundvallað á frjálsri samkeppni, ótakmörkuðu einstaklingsyfirtaki eða baráttu allra gegn öllum, heldur áttu alþýðusamtökin að vera hyrningarsteinn þess og jafnréttið mælikvarðinn. Það seg- ir harmsöguna um byltingamann- inn, er var ekki skotinn eða lát- inn veslast upp í auðvaldsfang- elsum eins og nú, heldur negld- ur á trékross af prestum og auð- valdsburgjeisum af því að hana var á móti íhaldinu, afturhaldirm, kyrstöðunni. „Flónið“, leikritið eftir Chan- ning Pollock, er ef til vill tilvalið' jólamungæti handa íslenzkum burgeisum vegna þess, að þeií eru lokaðir, ónæmir á sannleik- lann, hertir i deiglu þjóðskipu- lagsins, svínbeygðir af eigint auraáhyggjum. — Tjaldið lyftist. Á leiksvið- inu sldn á skrautið. Hið verald- lega andlit kirkjunnar. öllu ef haglega fyrir komið, og í aug- um áhorfenda, er sitja í kringj um mig, lifnar gneisti af jóla- gleði stemningu. Krossinn fyrir, altarinu er tignarlegur og jóla- tréð á kirkjugólfinu er háreist og fagurt. Hefðarfrúr eru að búa til jólagjafir og skraut á jólatréð. „Betlehemsstjarnan hefir verið í ólagi“, og nú er komin önnur hý] úr eftirlíktum demöntum, 100 dollara virði. Konurnar ræða umt kirkjuna og skrautið, jólin og jólagjafirnar, ein þeirra hefir gef- ið Hjálpræðishernum 500 pund' af kaffi og sykri, „næstbeztu teg< und“. Góðgerðastarfsemin eE skemtilegt „sport“, en Daniel Gildchrist hefir sagt, að engar. gjafir beri að þakka, sem gefnar séu af 'þeim, sem einskis fari á mis þótt þeir gefi gjafirn- ar, og því er líklegt, að eitt-« hvað sé í ólagi í höfði hans, Séra Everett Wadham kemur inn og honum er tilkynt að einn af beztu stuðningsmönnum kirkj- unnar, sem hafði lofað að gefat 500 dollara til hennar, muni ekkf gera það vegna ræðu, er Danieí Gildchrist hafi haldið s. 1. sunnu- dag, en þá hafði hann talað um klæðskeraverkfall og varið verk- fallsmenn. Daniel Gildchrist er ungur maður úr auðmannastétt. ,Hann tók þátt í stríðinu, síðan gerðist hann prestur og hann hefir nú ásett sér að feta í fótspor Krists, Á tveimur mánuðum hefir hann „sóað“ í fátækan „skríl“ og vanhirt olnbogabörn þjóðfélags- ins um 20 þús. dollurum og ríka fólkið er sannfært um, að hann sé hálfgeggjaður. Nú ætlaí hann að tala um kolanemaverk- fallið, sem stendur yfir, en það! er honum bannað og honum eE vísað burt úr kirkjunni. Á bak! við standa eigendur kolanám- anna, er hafa valdið yfir lcirkj- unni, einn af framkvæmdarstjór- unum er formaður sóknarnefnd- ar. Georg F. Goodkind er valda- mesti maðurinn. Hann er form. hlutafélagsins, sem rekur kola- námurnar, en Hefir aldrei stigið fæti í kolanámu. Hann og fé- lagar hans græða of fjár. 1 kola- námunum er unnið í 12 klsfi,..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.